NT - 28.12.1984, Page 2
Tjónið skiptir
milljónum króna
Tveir menn í yfirheyrslum
Strætójólagjöfin mæltist vei fyrir:
En nú hækka
fargjöldin
■ Strætisvagnar Reykjavíkur
voru mjögmikiðnotaðiráföstu-
dag og laugardag fyrir jól, enda
frítt í vagnana.
Ekki er Ijóst hversu margir
ferðuðust með strætó þessa
daga, þar sem engar talningar
voru framkvæmdar, en Sveinn
Björnsson, forstjóri SVR, sagði
í samtali við NT, að hann teldi
að þessi „jólagjöf borgarstjórn-
ar“ hefði mælst vel fyrir.
Sveinn sagði vel koma til
greina að hafa frítt einn og einn
dag, á ákveðnum leiðum, til að
kynna leiðakerfi strætó fyrir
fólki.
Fargjöld strætisvagnanna
hækka frá og með 29. des.
þannig að almennt fargjald
verður 18 krónur, en farmiða-
spjald með 6 miðum kostar 100
krónur og spjald með 20 miðum
300 krónur.
Farmiðaspjald aldraðra og
öryrkja kostar eftir breytingu
150 krónur. Fargjald fyrir börn
verður 5 krónur en spjald með
20 miðum 80 krónur.
■ Slökkvilið við störf að Ármúla 24 í gærnótt en nær fullvíst er nú
talið að þar hafi verið um íkveikju að ræða. Tjónið nemur
milljónum, - þak hússins er ónýtt. NT-mjnd: s*ernr.
Mótmæli við sovéska sendiráðið:
Sendiráðsmenn tóku
ekki við skjalinu
Tilkynnt var um eld í Armúla
24 rétt fyrir kl. 5.oo í gærmorg-
un. í Ijós kom að brotist hafði
verið inn í húsið og eldur síðan
komið upp efst í stigagangi.
Þaðan breiddist reykur um allt
húsið og einnig logaði upp úr
þaki þess. Tölvubúnaður og
annar tækjabúnaður Korpus er
talinn liafa eyðilagst af reyk.
Hinsvegar var engu stolið í
húsinu svo vitað sé.
Vitað er um ferðir tveggja
ungra manna í nágrenni við Ár-
múla 24 fyrr um nóttina og voru
þeir yfirheyrðir hjá Rannsókn-
arlögreglunni í gær en ó.víst er
hvort þeir eigi nokkra aðild að
þessu máli.
■ Stefán Kalmanssnn (t.v.) og Sigurbjörn Magnússon koma úr
sovéska sendiráðinu eftir að hafa afhent orðsendinguna. Sovét-
mennimir neituðu að taka við henni en voru fúsir að ræða málin.
N'l'-niyud: \rni Hjjrn;i.
■ „Fyrir 5 árum notuðuð þér jóla-
hátíð kristinna manna til að ráðast
inn í nágrannaríki yðar, Afganist-
an. Upp frá því hafið þér háð
grimmilegan hernað gegn íbúum
landsins með þeim afleiöingum, að
ein milljón Afgana hefur fallið og
á fimmtu milljón manna hefur
hrakist í útlegð. Viðsem hérerum
saman komin við sendiráð yðar í
Reykjavík mótmælum harðlega
þessu svívirðilega athæfi yðar gegn
hinni fátæku og hugrökku þjóð í
Afganistan." Þannigsagði m.a. íorð-
sendingu til ríkisstjórnar Sovét-
ríkjanna sem afhent var í sovéska
sendiráðinu í gær eftir stuttan
mótmælafund, en í gær voru liöin
5 ár frá innrásinni í Afganistan.
Um 100 manns voru á fundinum.
■ Davíð Oddsson brá sér einnig í strætó, en frítt var í strætó í 6
daga. Mikið var að gera á föstudag og laugardag fyrír jól, en hina
dagana rólegt. NT-mynd: Ámi Bjama.
Föstudagur 28. desember 1984
■ „Tjónið skiptir milljónum", kom upp í húsnæði fyrirtækisins
sagði Sigurður Bjarnason, ann- v'ð Armúla 24 í fyrri nótt og er
ar eigenda prentþjónustunnar talið nær öruggt að um íkveikju
Korpus, við NT í gær en eldur hafi verið að ræða.
Tómas
Árnason
- skipaður
seðla-
bankastjóri
■ Tómas Árnason
hefur verið skipaður
Seðlabankastjóri og
hefur því afsalað sér
þingmennsku.
Tómas tekur við starf-
inu um áramótin, er
Guðmundur Hjartar-
son lætur af störfum við
Seðlabankann. Guð-
mundur heldur þó
áfram sem formaður
bygginganefndar Seðla-
bankans.
Tómas Árnason var
fyrst kjörinn á þing
1974, en hafði áður set-
ið sem varaþingmaður
öðru hverju, allt frá
1958.
Hann var fram-
kvæmdastjóri Fram-
kvæmdastofnunar
ríkisins allt frá stofnun
hennar 1972.
Bruninn í Ármúla:
Lögskráning skipshafna
Skipstjórar!
★ Kynnið ykkur lögin um lögskráningu á bls. 265 í Sjómannaalmanakinu 1984.
★ Alltaf á að lögskrá á skip við fyrstu ferð eftir hver áramót og auk þess við hverja
breytingu er verða kann á áhöfn.
★ Viðurlög við brotum á lögunum um lögskráningu getur varðaö fjársektum og
réttindamissi ef um ítrekað brot er að ræða.
Lögskráningarstjórar!
(Tollstjóri/sýslumenn/bæjarfógetar eða umboðsmenn þeirra.)
★ Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna þá ber við lögskrán-
ingu að framvísa tilskyldum skilríkjum til að gegna eftirfarandi störfum:
- Skipstjóri - Yfirstýrimaður - Yfirvélstjóri
II- stýrimaður l-vélstjóri
III- stýrimaður ll-vélstjóri
Vélavörður
Ath.: Þeir sem hafa hlotið undanþágu til stýrimanns- eða vélstjórastarfa eigaeinnig
að framvísa skilríkjum útgefnum af Siglingamálastofnun fyrir undanþágunni.
Lögskráning skipshafnar hefur stórkostlega réttarþýðingu fyrir sérhvern skipverja
um borð í skipi. Ef út af lögskráningunni er brugðið getur slíkt haft í för með sér
réttarskerðingu í líf-, slysa- og örorkutryggingu skipverja.
Óheimilt er að láta úr höfn (sjá þó lög um lögskráningu) hafi ekki verið réttilega
lögskráð á skipið.
Með bestu óskum um farsæld á nýju ári,
Farmanna- og fiskimannasamband íslands.
Yfirmenn á farskipum:
Felldu kjarasamninginn
■ Yfirmenn á farskipum felldu
fyrir jólin kjarasamning, sem gerður
var í nóvember síðastliðnum, í
kjölfar samkomulags ASÍ og VSÍ.
Samkomulagið var borið undir fé-
lagsmenn í allsherjaratkvæða-
greiðslu og sögðu 152 nei, en já
sögðu 136. Auðir seðlar og ógildir
voru 4. Atkvæði greiddu 292 af 614
á kjörskrá, eða 47.56%.
JOLATRES-
SKEMMTUN
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
heldur jólatrésskemmtun að
Hótel Sögu Súlnasal fimmtudaginn
3. janúar 1985 kl. 15.00.
Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu
félagsins á 8. hæð í Húsi Verzlunarinnar
við Kringlumýrarbraut.
Miðaverð kr. 200.00 fyrir börn og
130,00 fyrir fullorðna
Miðar verða ekki afhentir við innganginn
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur