NT - 28.12.1984, Page 7

NT - 28.12.1984, Page 7
|XL____Vettvangur_________ Ályktanir 16. þings Landssam- bandsins gegn áfengisbölinu I. 16. þing Landssambands- ins gegn áfengisbölinu, haldið 19. nóvember 1984, samþykkir eftirfarandi: Rannsóknir víða um heim sýna að börn drykkjusjúkra eiga við ýmsa erfiðleika að etja um fram önnur börn. Þau eiga fremur í ýmsum tilfinninga- vandamálum, svo sem kvíða og depurð. Pau geiga erfiðara í skóla, bæði um nám og félags- lega aðlögun, og þau lenda oftar í útistöðum við löggæslu og réttarkerfi en önnur börn. Einnig þykir Ijóst að börn drykkjuskjúkra sé sjálfum hættara en öðrum börnum við að verða drykkjusjúk. Til að mynda sýna bandarískar niðurstöður að allt að 75% þeirra sem koma á ýmiss konar meðferðarstofnanir vegna á- fengisneyslu sinnar eiga drykkjusjúkt foreldri eða for- eldra. Talið er að fjöldi slíkra barna hérlendis sé ekki undir sjö þúsundum. Er þá miðað við 14 ára og yngri. Vaxandi fósturskemmdir af völdum áfengisneyslu auka nú áhyggjur heilbrigðisstétta víða um heim. Slíkar skemmdir koma meðal annars frarn í áberandi vannæringu og minni þyngd við fæðingu. Andlegur þroski þessara barna er seinni en hjá öðrum börnum. Útlit er oft sérkennilegt og þau líkam- lega vansköpuð á ýmsan hátt, gallar á líffærum og svo fram- vegis. Ekkert er vitað um hversu mikils áfengis og hvern- ig ófrískum konum er óhætt að neyta án hættu á því að valda ófæddu barninu skaða. En með tilliti til hugsanlegra af- leiðinga slíkrar neyslu er tví- mælalaust skynsamlegast fyrir konur að snerta ekki áfengi meðan þær ganga með börn. Að þessu athuguðu bendir þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu á eftirfarandi og beinir því til allra þeirra sem telja sig einhverju varða ís- lenskt samfélag og íslensk þjóð. 1) Með aukinni og almenn- ari neyslu áfengis eykst fjöldi drykkjusjúklinga. Um leið er drykkjusýki og ýmis vanlíðan kölluð yfir vaxandi fjölda barna. Þarna er hætta á víta- hring með komandi kynslóð- um nema eitthvað verði að gert. 2) Hagur og heill uppvax- andi kynslóðar verður hverju sinni að vera forgangsverkefni í þjóðfélagi sem horfir til fram- tíðarinnar og miðar áætlanir sínar við hana. Minni heildar- neysla áfengis og engin áfeng- isneysla verðandi mæðra á meðgöngutíma væri því góður áfangi að slíku marki. 3) Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin hefur að undangeng- inni nákvæmri athugun sér- fræðinga sinna í tólf löndum komist að þeirri niðurstöðu að augljós tengsl séu milli heild- arneyslu áfengis og tjóns af völdum neyslunnar og að vegna þessara tensla megi minnka verulega tjónið af á- fengisneyslu með því að draga úr henni. Stofnunin telur að meðal tiltækra ráða til að draga úr áfengisneyslu eða að minnsta kosti koma í veg fyrir aukningu hennar séu: Hækkun áfengisverðs, a.m.k. í samræmi við verð- lagsþróun, - innflutningseftirlit. - fækkun útsölu- og veitlnga- staða, - fræðsla. 4) Á vegum ríkistjórnar ís- lands var með skipunarbréfi 19. maí 1983 sett á fót nefnd um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum. Skyldi nefnd- in taka mið af niðurstöðum Alþjóðaheilbrigðismálstofn- unarinnar í störfum sínum. Fyrstu niðurstöður nefndar- innar, svo og tilllögur um önn- ur vímuefni, voru sendar heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra seint á árinu 1983 og eru í samræmi við tilmæli stofnun- arinnar um aðgerðir í áfengis- málum. Fulltúrar á þingi Lands- sambandsins gegn áfengisböl- inu 19. nóv. 1984 lýsa yfir stuðningi við þessar tillögur og hvetja ríkisstjórn. alþingis- menn og aðra steínumarkandi aðila í áfengismálum til að taka tilllit til þeirra enda fela þær í sér raunhæfar úrbætur. Þorsteinn Guðjónsson: Íh Lausn Gátunnar IM ■ Frá Höpuútgáfunni á Akra- nesi kemur bók, sem heitir Lausn Gáturnnar, og er eftir Þorstein Jónsson, bónda á Ulfsstöðum í Borgarfirði, sem reyndar er ný- hættur að búa, enda kominn fast að níræðu. Fyrsta hugsun al- menns lesanda kynni að verða spurningin um það, hver sú gáta geti verið, sem háaldraður bóndi er að glíma við, og telur vera fundna lausn á. Hinn almenni lesandi svarar sér ef til vill sjálfur á þann veg, að slíkt geti naumast verið nokkuð sem yngri kynslóðir urfa að láta sér koma við. Ég veit ó ekki 'nema þetta kunni að reynast öðruvísi við nánari skoðun. Ég hef einhverntíma séð komist þannig að orði, að þegar einstaklingurinn líður undir lok, þá farist með honum heill heimur - heimur reynslu hans og sögu. Og það kynni að vera hollt fyrir einhverja af þessum tvöhundruð og fimmtíu þúsund „alheimum" sem Islendingar eru, að kynnast því hvernig sú gáta er ráðin, hvað verður af hverjum þeim heimi (mannsvitund) sem ferst. Fyrir löngu dreymdi mig draum þar sem ég þóttist vera staddur í landshluta þeim á Suð- ur-Spáni sem nefnist Andalúsía frá fornu fari og kendur við Vandala þá, ættaða af Norður- löndum, sem þar settu mark sitt á söguna fyrir einum 1500 árum. Refsuðu þeir hinum síðustu Rómverjum á þessum slóðum svo duglega fyrir siðspillingu þeirra, og stiórnuðu málum svo vel, að mikill rógur var hafinn um nafn þeirra, sem siðspilltir menn hafa jafnan síðan alið á. En þarna í þessu landi Vandala, þóttist ég í draumnum vita deili á borgum ýmsum og héruðum, sem hétu Þorsteinnjas, Þorsteinaveldi og fleiri nöfnum af sama stofni. - Það mætti nú segja um hina nýju bók, Lausn Gátunnar, að hún sé í Þorsteina- veldi. Því að auk höfundarins koma þar við sögu Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur sem ágætan formála hefur ritað, Þorsteinn Þorsteinsson mennta- skólakennari sem sá um útgáfuna með Braga Þórðarsyni, Þorsteinn V. Sveinsson sem gert hefur kápumynd, og loks bætist fimmti Þorsteinninn við til þess að skrifa grein um bókina. - Útgefendur segja á baksíðu réttilega: Þorsteinn hefur um langt árabil reynt að vekja menn til umhugsunar um Nýalskenningar Helga Pjeturss og riiar mjög í anda þeirra. Einnig víkur hann að eigin hugsunum og athugun- um varðandi þróun lífsins. eðli skyggnigáfu, íslenskar fornbókmennt- ir og ýmislegt annað. Varðandi það hvort hin nýja bók Þorsteins komi nútíman- um við, mætti líta á þetta sem stendur í inngangsritgerð hans: Þótt aldrei muni það hafa verið ríkj- andi tró almennings, að lifað sé áfram á öðrum stjörnum, þá hefur sú hugsun komið fram hjá stöku manni, og má þar sérstaklega nefna Giordano Bruno. Lausn Gátunnar s. 16. Ég hef lengi fylgst nokkuð grannt með því, sem ritað er um Brúnó, víða um lönd, en engan séð minnast á þessa aðal- niðurstöðu hans. Nú er Brúnó viðurkenndur, og má því segja að það sé dálítið frumlegt, að 'það skuli þurfa íslenskan bónda til að segja um hann það sem segja þarf. Þorsteinn Jónsson segir ennfremur: Og jafnvel áður en menn vissu neitt um hvað stjörnurnar eru, má segja, að þettta hafi komið fram. Þannig er í Snorra-Eddu talað um staði á himni. þar sem góðir menn og réttlátir lifi cftir rdauða sinn hér. Og eins og- menn ættu að muna, þá talaði Jesús frá Na/aret um slíkt. Hann sagði, að í húsi föður síns á himnum væru margar vistarverur, eins og menn nú vita, þá er á himni ekki um aörar vistarverur að ræða en stjörnurnar. Hafa stjörnurnar það fram yfir alit annað scm mcnn hafa hugsað sér sem framlífsstaði, að þær eru áreiðanlega til. Lausn Gátunnar s. 14. Að það skuli þurfa aldraðan íslenskan bónda til að segja svo skiljist, hvert er aðalatriðið í kenningum Eddu og Biblí- unnar, gæti bent til þess að vandræði aldarinnar stöfuðu nokkuð af því, að menn hafi ekki haft nógu góða leiðbein- endur - í mennta- og trúarlífi þessarar aldar. En úr því mætti bæta með því að lesa þá bók sem hér er rætt um. Væru þeir spurðir sem nokkuð hafa lagt sig eftir fyrri ritverkum Þorsteins Jónsson- ar, hvað þar væri best, þá yrðu svörin ugglaust á ýmsa lund. Á fjórða áratug aldarinnar var ekki fjarri því, að ýmsir sem kenndir voru við bókmenntir, litu til Þorsteins sem vaxandi skálds. Einkum þótti hin órímaða Ijóðræna hans sem minnir mest á franska skáldið Rimbaud, vera með snilldar- brag, en aðrir létu meira með kjarnyrði hans (aforisma) sum í anda Nietzsches en önnur líkari Tagore. En bókmennta- mennirnir hurfu alveg frá því að láta nokkuð með Þorstein Jónsson þegar hann fór að rita um heimspeki. Með bókinni „Samtöl um íslenska heim- speki" (1940) má segja að Þorsteinn hafi gert sig útlægan úr mannfélaginu, þannig að örfáir þeirra sem nokkuð hafa mátt sín, hafa síðan borið við að minnast á hann. Skal þetta ekki sagt með gremju eða ásökun, heldur, ef verða mætti, til skilnings á því að Þorsteinn Jðnsson muni vera nokkuð sérstæður maður. Hugsun hans er auðug og hyggja hans er djúp. Efni bókarinnar Lausn Gát- unnar er svo fjarri því að vera einhæft, að það er einmitt aðalvandinn við að skrifa um hana, hvað hún er efnismikil. Kjarni hennarer reyndar mjög einfaldur, þetta sem Þorsteinn lífefnafærðingur gerir að eink- unnarorðum: „Maðurinn er ekkert annað en endurminning- in“. Má fullyrða, að í nútíma- vísindum og vísindaheim- speki, á þessi skilningur meiri hljómgrunn en nokkru sinni fyrr, - og mætti þó telja að Henri Bergson hafi komist nærri slíkri hugsun þegar hann talaði um Mastierc et Memoire (efni og minningu - en ekki „efni og anda“). Þessa kenn- ingu byggir Þorstein upp jafnt á sviði líffræðinnar og sál- fræðinnar. „Hugsunin er byggð upp á líkan hátt og lífið“, sagði hann eitt sinn við mig. Enn mætti bæta því við að í geimvitrun þeirri sem bar fyrir Carl Gustav Jung, undir ævilok hans, skömmu áður en geimferðirhófust, þótti honum sem Ijóst lægi fyrir, að sjálfur væri hann ekkert annað en minningar þær um liðna ævi sem hann tæki með sér. En ekki var þetta neitt skipulega rakið eða upp byggt hjá Jung, heldur aðeins andríkis-glampi. Og sem andríki hefur það víða komið fram. Ég hefði haft gaman af að ræða meira um þá þætti bóka- rinnar sem síður koma aðal- máli hennar við, eins og til dæmis Þætti úr Noregsför - sem ég býst við að flestum gæti þótt gaman að lesa - eða stjörnufræðigreinarnar með gamansamlegum ábendingum til rithöfunda, sem sjá skammt út fyrir gufuhvolfið. Eða varn- arræðu hans fyrir Þorvald Vatnsfirðing og Hákon Hlaða- jarl, og þó ekki hvað síst um ýmsar athugasemdir hans við kvæði Einars Benediktssonar: En um þann undramann hef ég lært mest af Þorsteini Jónssyni allra manna. Öllu þessu verð ég þó að sleppa, því að efnið er óþrjótandi og rúmið er naumt, í umsögn um bók: En hitt get ég ekki látið ógert, að minnast að lokum á það, sem skýrir í rauninni fullkomlega þá „útlegð", sem þessi höfundur hefur verið hafður í, um 45 ára skeið, nefnilega þetta sem hann tekur svo glögglega fram í inngangs- ritgerðinni, með þessum orðum: Nú er mér að vísu ekki ókunnugt um það viðhorf sumra manna, að hér sé ekki einungis um óleysanleg viðfangs- efni að neða, hcldur megi þau ekki leysast. Þannig er ekki langt síðan ég las einhversstaðar þau ummseli mikils- virts rithöfundar, að það sé guðlast að leita skilnings á því sem guðlegt hefur verið kallað. Lausn Gátunnar s. 16. Ég beini því fjarhrifum til þeirra, sem þarna eiga hlut að máli, að þeir lesi bókina Lausn Gátunnar, og reyni síðan að svara boðskap hennar - ef Guð gefur þeim getu til þes. Þorsteinn Guðjónsson. Föstudagur 28. desember 1984 Verð í lausasölu 30 kr. og 35 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastj.: Siguröur Skagfjörö Sigurðsson Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm). Innblaðsstj.: Oddur Ölafsson Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik. Simi: 686300. Auglýsíngasimi: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.t. Kvöldsimar: 686387 og 686306 í leit að gulli ■ I fyrradag var frumsýnd í Reykjavík íslenska kvikmyndin Gullsandur, sem hinn hæfileikaríki kvikmyndagerðarmaður Ágúst Guðmundsson leikstýrði. Guðlaugur Bergmundsson, blaðamaður á NT, fjallar um myndina á bls. 4 í dag og kemst að þeirri niðurstöðu, að enginn ætti að láta þessa mynd fara fram hjá sér. Leiðarahöfundur NT er sammála þessari niðurstöðu, því myndin er afbragðsdæmi um topp vinnubrögð. Tæknilega hliðin er lýtalaus, leikurinn góður og stórfalleg kvikmyndataka Sigurðar Sverris Pálssonar ýtir enn undir áhrifin. Þá er efni myndarinnar þess eðlis, að engum ætti að leiðast meðan á sýningu stendur. Á yfirborð- inu fjallar myndin um flokk bandarískra her- manna, sem koma í byggðarlag úti á landi og viðbrögð hreppsbúa við þessari óvæntu heim- sókn. Kringum þetta efni er saumað grín og háð í ríkum mæli. En þrátt fyrir, að myndin hafi þannig létt yfirbragð er efni hennar bæði háalvarlegt og sérstaklega viðkvæmt, eins og ævinlega þegar fjallað er um erlendan her á Islandi. Þegar að varnarmálum kemur eru menn fljótir að æsa sig með eða á móti. Ágúst leysir þetta vandamál með því að fara einu skynsamlegu leiðina: Grínleiðina. Par fá allir sinn skerf. íhaldsmaðurin fagnar komu Kanans, því hann sér dollarana flæða um hreppinn. Alþýðubandalagsmaðurinn er að sjálfsögðu á móti eins og fyrri daginn. Framsókn- armaðurinn stendur þarna mitt á milli og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Afstaða í málinu er þannig ekki tekin, en sjónarmið allra fá að njóta sín á sanngjarnan hátt. Það mun sennilega taka áhorfendur nokkurn tíma að innbyrða efni myndarinar, því .hún leynir meira á sér en virðist við fyrstu sýn. Og margt hlýtur að vekja áhorfandann til umhugs- unar. Þegar herflokkurinn birtist í sveitinni, vakna ekki upp spurningar hjá hreppsbúum um hern- aðarbrölt stórveldanna heldur frekar um hvernig hagnast megi á þessari sendingu að sunnan. íhaldsmaðurinn sér í huganum höfn rísa upp í miðri sandauðninni og framsóknarmaðurinn sér útsvarið lækka. Meðan hugsanir okkar snúast þannig aðeins um krónur og aura, í staðinn fyrir afstöðu til hernaðarbrölts, erum við ekki sjálf- stæð þjóð. Og Mammon er stórkostlega lýst í lok kvik- myndar Ágústs Guðmundssonar. Öll sveitin er farin að grafa í sandinn í leit að gulli. Mannfólkið er að kroppa í blautan sandinn þar sem fuglarnir höfðu skömmu áður kroppað í leit að einhverju ætilegu. Það þurfti herinn til svo mönnum detti í hug að fara að græða.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.