NT - 28.12.1984, Page 12
Föstudagur 28. desember 1984 12
Ungi maðurinn
og konurnar
sem stjórna
vilja lífi hans
Þau Ann Bancroft og Dustin Hoffman fara ineð aðalhlutverk í myndinni Lokapróf.
■ Bandaríska gamanmyndin
Lokapróf (The Graduate) er
föstudagsmyndin að þessu
sinni og hefst sýning hennar kl.
22.55.
Þar segir frá Benjamin
Braddock, sem snýr aftur heim
til Kaliforníu að loknu loka-
prófi við virtan háskóla á aust-
urströndinni. Hann á allt lífið
framundan, en getur ómögu-
lega ákveðið hvar hann skuli
hefjast handa. Foreldarar hans
halda honum veglega veislu,
Sjónvarp föstudag kl. 21.40:
Fanný og Alexander
- annar hluti Bergmans-myndarinnar
■ Á föstudagskvöld kl. 21.40 sýnir sjónvarpið annan hluta nýjustu
myndar Ingmars Bergman, Fanný og Alexander, sem kom frá
Óskarsverðlaunaveitingunni hlaðin verðlaunum.
Þriðji hlutinn verður síðan sýndur á nýársdag og sá fjórði og síðasti
föstudagskvöldið 4. janúar.
Rás 2 sunnudaginn kl. 15. 32 -16. 23
T ónlistarkrossgátan
hans Jóns Gröndal
Sjónvarp föstudag kl. 20.40:
Duran Duran
■ Hljómsvcitin Duran Duran á sér fastan og tryggan hóp
aðdáenda hér á landi, sem hal'a séð til þess að Simon Le Bon og
félagar hafa vcrið þaulsætnir í efsta sæti vinsældalista Rásar 2,
auk þess sem þeir hafa löngum átt lög á listanum yfir 10 vinsælustu
lögin í Brctlandi. Á föstudaginn verður sjónvarpað tæplega
klukkutíma löngum þætti, scm tckinn var upp á hljómleikum
þeirra félaga í Kaliforníu á þessu ári.
gegn vilja hans, og þar kynnist
hann miðaldra konu, frú Rob-
inson, sem er gift starfsbróður
föður hans. Henni tekst að
tæla þennan unga og óreynda
mann og þau taka upp eldheitt
ástarsamband.
Enn valda foreldrar Benja-
mins traumhvörfum í lífi hans,
þegar þau sjá svo til að hann
hittir Elaine Robinson, dóttur
ástmeyjar hans. Og enn verður
Benjamin ástfanginn, móður
Elaine til mikillar skelfingar.
Þegar Elaine kemst að raun
um að Benjamin hefur staðið í
ástarsambandi við móður
hennar, verður hún æfareið og
vísar honum á bug. En sagan
heldur áfram með alls kyns
flækjum, sem frú Robinson á
svo sannarlega sinn þátt í að
skapa.
Myndin Lokapróf, með
Dustin Hoffman og Ann Banc-
roft í aðalhlutverkum, varsýnd
í kvikmyndahúsi í Reykjavík
fyrir nokkrum árum við fá-
dæma vinsældir. Hún er gerð
1967 og leikstjóri er Mike
Nichols. Þýðandi er Jóhanna
Þráinsdóttir.
Sjónvarp föstudag kl. 22.55:
Föstudagur
28. desember
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurö-
ar G. Tómassonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður-
fregnir. Morgunorð-Jóhanna Sig-
marsdóttir talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Grenitréð" eftir Tove Jansson.
Guðrún Alfreðsdóttir les seinni
hluta þýðingar Borgars Garðars-
sonar.
9.25 Tilkynningar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Mér eru fornu minnin kær“
Einar Kristjánsson frá Hermundar-
felli sér um þáttinn. (RÚVAK).
11.15 Morguntónleikar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
14.00 „Kjallarinn", smásaga ettir
Pár Lagerkvist Róbert Arnfinns-
son les þýðingu Margrétar Odds-
dóttur.
14.30 Á léttu nótunum Tónlist úr
ýmsum áttum.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónieikar a. Fiðlu-
konsert í E-dúr eftir Johann Se-
bastian Bach. Anne-Sophie Mutter
leikur með Ensku kammersveit-
inni; Salvatore Accardo stj. b.
Konsert fyrir fiðlu, píanó og hljóm-,
sveit ettir Bohuslav Martinu. Nora
Grumlikova og Jaroslav Kolar leika
með Tékknesku filharmoniusveit-
inni;ZdenekKoslerstj.
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins. i
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
20.00 Lög unga fólksins. Póra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Heim í jólaleyfi
1925 Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla-
stöðum les frásögu eftir Pál Sig-
urðsson frá Lundi. b. Jólakveðja
Helga Þ. Stephensen les jólaljóö.
c. Jól á styrjaldarári Óskar Þórð-
arson frá Haga flytur frásöguþátt
frá styrjaldarárunum síðari.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir. '
21.30 Hljómbotn Tónlistarþáttur í
umsjón Páls Hannessonar og Vals
Pálssonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Traðir Síðasti þáttur. Umsjón:
Gunnlaugur Yngvi Sigfússon.
23.15 Á sveitalínunni Umsjón: Hilda
Torfadóttir. (RÚVAK)
24.00 Sinfóniuhljómsveit fslands
leikur lög úr amerískum söng-
leikjum á tónleikum í Háskóiabí-
ói 22. nóv. sl. (Fyrri hluti) Stjórn-
andi: Robert Henderson. Ein-
söngvari: Thomas Carley. Kynnir:
Jófi Múli Árnason.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00.
Föstudagur
28. desember
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
endur: Páll Þorsteinsson og Sig-
urður Sverrisson.
14:00-16:00 Pósthólfið. Lesin bréf
frá hlustendum og spiluð óskalög
þeirra ásamt annarri léttri tónlist.
Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir.
16:00-17:00 Listapopp. Stjórnandi:
Gunnar Salvarsson.
17:00-18:00 Léttir sprettir. Stjórn-
andi: Jón Ólafsson.
Hlé
23:15-03:00 Næturvaktin. Stjórn-
endur: VignirSveinssonog Þorgeir
Ástvaldsson. Rásirnar samtengd-
ar aö lokinni dagskrá rásar 1.
Föstudagur
28. desember 1984.
19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna
Hrólfsdóttir.
19.25 Krakkarnir í hverfinu. 2.
Kleina fer á sjúkrahús. Kan-
adískur myndaflokkur i þrettán
þáttum, um atvik í lifi nokkurra
borgarbarna. Þýðandi Kristrún
Þórðardóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Duran Duran í sviðsljósinu.
Dægurlagaþáttur með hljómsveit-
inni Duran Duran. Þátturinn var
tekinn upp á þessu ári í Oakland i
Kaliforniu sem var einn viðkomu-
staða Duran Duran í hljómleika-
ferð kringum jörðina. Þar léku þeir
félagar tólf vinsælustu lög sín fyrir
60.000 áheyrendur.
21.40 Fanný og Alexander. Annar
hluti. Sænsk framhaldsmynd í fjór-
um hlutum eftir Ingmar Bergman.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
Þriðji hluti er á dagsrká aö kvöldi
nýársdags. (Nordvision - Sænska
sjónvarpið).
22.55 Lokapróf (The Graduate).
Bandarísk gamanmynd frá 1967.
Leikstjóri Mike Nichols. Aöalhlut-
verk Dustin Hoffmann, Anne Banc-
roft og Katharine Ross. Lífið blasir
við háskólanemanum Benjamin
en hann er óráðinn um framtiðina.
hann kemst í tygi við miðaldra
konu en veröur ástfanginn af dóttur
hennar. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir.
00.35 Fréttir í dagskrálok.