NT - 28.12.1984, Page 15
Útlöncfl
Ránfuglar
ráðast á
skokkara
Boston-Reuter
■ Ránfuglum á meginlandi Evrópu virðist
uppsigað við skokkara sem reyna að halda
sér í góðu formi með langhlaupum. Þeir
ráðast á skokkarana á afskekktum stöðum
og gera að þeim aðsúg þar til þeir gefast upp
og hætta að hlaupa.
Evrópskum vákum virðist vera sérstak-
lega illa við skokkarana, en vákar eru
ránfuglar af haukaætt. Hópur svissneskra
lækna segist vita um tólf tilvik á tveim árum
þar sem skokkarar urðu að leita til lækna
vegna sára eftir viðureign við váka og aðra
ránfugla.
Ránfuglarnir steypa sér yfir skokkarana
aftan frá hvað eftir annað þar til skokkararn-
ir hætta hlaupunum. Þá hætta fuglarnir líka
árásunum.
Hópur svissneskra lækna í Liestal, sem
hefur rannsakað árásir fuglanna, segir að
skokkararnir verði að gæta þess að náttúran
fylgi sínum eigin lögmálum og hefni sín fyrir
átroðning á yfirráðasvæði sínu.
Kaþólskur
kardínáli
f ær sovéska
friðarorðu
Moskva-Reufer
Föstudagur 28. desember 1984 15
STOFNFJÁRREIKNINGUR
Framlög einstaklinga til atvinnurekstrar eru frádráttarbœr frá skatt
skyldum tekjum að vissu marki skv. nýjum ákvœðum skattalaga.
Frádráttur má vera allt að kr. 25.000.- á ári hjá einstaklingi eða
kr. 50.000." hjá hjónum.
SKATTALÆKKUN
, OO EIGIN
FJARFESTING
■ Eini kaþólski kardínálinn í Sovétríkjun-
um hefur verið sæmdur friðarorðu sovéska
Friðarsjóðsins að sögn Tass-fréttastofunnar.
Fréttastofan sagði að kardínálinn, sem
heitir Julian Vaivods, hafi fengið orðuna
vegna „virkrar þátttöku í friðarhreyfingunni
og stuðnings við friðsamlega stefnu sovéska
ríkisins" eins og það var orðað.
Kardínálinn er 89 ára að aldri. Hann
hefur sagt að ekkert verkefni sé mikilvægara
en að varðveita friðinn þar sem nútímavopn
geti tortímt mannlegri menningu og lífi á
jörðinni.
Júgóslavar
aflétta
bensín-
skömmtun
Belgrad-Rcuter
■ Ríkisstjórn Júgóslavíu hefur til-
kynnt að bensínskömmtun verði aflétt
nú um áramótin og Júgóslavar, sem
ferðist til útlanda, þurfi ekki lengur að
leggja ákveðna upphæð inn á lokaðan
bankareikning.
Bensínskömmtun var tekin upp árið
1982. Þá var hún sögð liður í almennum
aðhaldsaðgerðum vegna mikilla er-
lendra skulda sem nema um 19 milljörð-
um dollara. Einkabílaeigendur fengu
sérstaka skömmtunarmiða sem gáfu
þeim rétt á 40 bensínlítrum á mánuði.
Júgoslavneskir feðamenn hafa orðið
að greiða 5000 dinara (um 1000 ísl. kr)
inn á vaxtalausan bankareikning, sem
er lokaður í eitt ár, í hvert skipti sem
þeir hafa farið til útlanda. Nokkuð var
slakað á þessari reglu fyrr á þessu ári
þannig að leyfilegt var að fara í eina ferð
til útlanda á ári án þess að leggja inn á
slíkan reikning. En nú verður þessu
alveg hætt og Júgoslavar mega fara eins
oft til útlanda og þá langar án þessa
lausnargjalds.
SKILYRÐI
Til þess að njóta þessara skattafríðinda geta einstaklingar m.a. lagtfé
inn á stofnfjárreikning í því skyni að stofna síðar til eigin atvinnu
rekstrar.
Stofnun atvinnurekstrar má fara fram hvenœr sem er innan 6 ára frá
lokum innborgunarárs.
INNLÁNSKJÖR
Stofnfjárreikningarnir eru sérstakir innlánsreikningar bundnir í 6
mánuði. lnnstæður eru verðtryggðar samkvæmt lánskjaravísitölu.
HAGDEILDIN AÐSTOÐAR
Hefur þú í hyggju að stofna til eigin atvinnurekstrar með þessum
hœtti? Sé svo getur þú leitað til sérfrœðinga Hagdeildar Landsbankans
að Laugavegi 7 Reykjavík og ráðfært þig við þá um rekstur fyrirtœkja
þér að kostnaðarlausu.
Upplýsingar um stofnun stofnfjárreikninga eru veittar í sparisjóðs-
deildum Landsbankans
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir
Áskriftasími:
6116300
Lifandi blað