NT - 28.12.1984, Blaðsíða 17

NT - 28.12.1984, Blaðsíða 17
IU Föstudagur 28. desember 1984 17 Utlönd Sovéski herinn þaul sætinn í Afganistan ■ í gær voru liðin fimm ár frá því að Sovétmenn sendu her inn í Afganistan til að „bjarga Af- gönum frá gagnbyltingu" eins og þeir orða það sjálfir. Björgun þessi hefur gengið með afbrigð- um illa og er nú talið vera 115.000 manna sovéskt herlið í Afganistan. Flest bendir til þess að herset- an eigi eftir að verða löng. Óbreyttir hermenn í afganska stjórnarhernum sýna lítinn áhuga á því að fórna sér fyrir sósíalismann í bardögum við landa sína. Skæruliðarnir virð- ast hins vegar kunna vel við flökkulíf og bardaga enda koma margir þeirra úr hópi hirðingja sem flakka á milli staða alvopn- aðir og bera ekki einu sinni virðíngu fyrir landamærum milli ríkja. Við upphaf þessarar aldar var Afganistan bresk nýlenda. Öll stjórn var samt mjög brota- kennd í landinu enda eru stórir hlutar þess afskekktir og landið erfitt yfirferðar. Eftir seinni heimstyrjöld fengu Afganir sjálfstæði og var þá um það samkomulag milli stórveldanna að Afganistan skyldi tilheyra áhrifasvæði Sovétríkjanna. Yfirgnæfandi meirihluti Afg- ana er enn ólæs og fátækt er þar mikil. Sovétmenn beittu áhrif- um sínum m.a. til að styðja þau öfl í Afganistan sém vildu taka upp sovéskt skipulag og hafa stjórnarkerfi kommúnista sem fyrirmynd. Kommúnistaflokkur Afganistans var stofnaður fyrir tuttugu árum. Á undanförnum árum hefur hann reynt að breyta gömlu eignarskipulagi þar sem fáir höfðingjar ráða mestu í sveitunum yfir í smábændabú- skap þar sem stórum landar- eignum hefur verið skipt upp. Stór hluti Afgana er miður hrifinn af því nýja þjóðfélags- kerfi sem menntamenn í Kabul hafa reynt að koma á með aðstoð Sovétmanna. Margir hafa hafnað breytingunum og snúist gegn stjórnvöldum sem í staðinn hafa neyðst til að halla sér æ meira að Sovétmönnum. Kabulstjórnin er nú svo háð hernaðaraðstoð Sovétmanna að hún félli vafaiaust á stuttum tíma ef sovéski herinn yrði skyndilega dreginn til baka. Bandaríska leyniþjónustan, C1A( og ýmsir aðrir erlendir aðilar hafa veitt skæruliðum nokkurn stuðning í baráttunni gegn sovéska hernum og af- gönskum stjórnarliðum. Sovét- menn segja þennan erlenda stuðning við skæruliða megin- Pólland: Prestmorðingj ar fyrir rétti Torun-Reuter ■ Réttarhöld yfir pólsku leyni- þjónustumönnunum þrem, sem hafa viðurkennt að hafa myrt föður Jerzy Popeiluszko, hófust í Torun í Póllandi í gær. Fimm erlendir fréttamenn fengu að fylgjast með réttar- höldunum í gær en lögregla hélt vörð í nágrenni við réttarsalinn til að koma í veg fyrir mannsöfn- Bretland: Sviku undan skatti með mafíugull- peningum London-Reuter ■ Breskur dómstóll hefur dæmt átta menn í allt að sex ára fangelsi fyrir að svíkja skattyfirvöld um margar milljónir punda með því að smygla gullpeningum inn í landið. Smyglið var fjár- magnað af mafíunni. Mennirnir smygluðu gull- myntum inn í Bretland með því að setja þær í belti á sendimönnum sem sóttu myntina til útlanda. Síðan voru peningarnir seldir til löglegra fyrirtækja í Bret- landi með 15 prósent tollá- lagi sem smyglararnir stungu í eigin vasa. Lögreglan segir að þeir hafi þannig smyglað inn gullmyntum fyrir um 20 milljón sterlingspund og svikið skattinn um fjórar milljónir punda. uð og óeirðir. í framburði prestmorðingj- anna kom m.a. fram að þeir skipulögðu ránið á prestinum með löngum fyrirvara og gerðu sér vel grein fyrir því að hann myndi ef til vill láta lífið í höndum þeirra þótt þeir fullyrtu að þeir hefðu ekki ætlað að drepahann. Þeirhéldu þvíeinn- ig fram að þeir hefðu talið sig hafa stuðning frá æðri stöðum og að ránið á prestinum hefði verið þjóðþrifaverk. Þeir sögð- ust meira að segja hafa búist við umbun fyrir verknaðinn. Einn mannanna sagði að þeir hefðu áður gert tilraun til að ræna Popeiluszko þann 13. okt- óber. Sú tilraun hefði mistekist en síðan heppnaðist ránið 19. október. Vísinda- menn búa til jóla- stjörnu Washington-Reuter ■ Bandarískir og Evrópskir vísindamenn bjuggu í gær til fyrstu halastjörnuna úti í geimn- um sem gerð hefur verið af mannahöndum. Hala- stjarnan, sem búin var til úr barium, hafði 12.000 km langan hala og var 600 km í þvermál. Upphaflega var ætlunin að gera halastjörnuna á jóladag en við það var hætt vegna þess að þá huldu ský mest allt yfir- borð Vesturheims þar sem stjörnusmíðin átti að fara fram. Þótt veður væri enn óhagstætt í gær ákváðu vísindamenn að gera til- raunina þá þar sem þeir hefðu annars orðið að bíða í hálft ár en þá verða gerfihnettirnir þrír, sem notaðir voru við tilraun- ina, aftur í réttri stöðu. Könnunarflugvélar, sem flugu yfir skýjahjúpn- um tóku myndir af hala- stjörnunni. Stefnt er að því að búa til aðra halstjörnu á næsta ári. Markmið tilraunarinnar er m.a. að rannsaka hvernig halastjörnur myndast og hvernig sól- stormar hafa áhrif á segul- svið jarðar. ástæðuna fyrir áframhaldandi andspyrnu í Afganistan. En staðreyndin er samt sú að stór hluti Afgana lítur á baráttuna gegn Sovétmönnum sem þjóð- frelsisbaráttu og þeir herskáustu í hóp þeirra segjast aldrei munu leggja niður vopn svo lengi sem erlendar hersveitir traðki á af- ganskri grund. Herskáir fiskimenn Moskva-Reuter ■ Sovéskt dagblað segir að kínverskir sjómenn frá Taiwan hafi hvað eftir annað siglt bát sínurn á sovéskt strandgæsluskip sem stóð þá að ólöglegum veiðum í sovéskri land- helgi. Báturinn var að veiðum skammt frá Kúríl-eyjum, sem Sovétmenn náðu af Japönum við lok heims- styrjaldarinnar síðari. Eftir nokkurn eltinga- leik tókst sovésku strand- gæslumönnunum samt að ná skipinu. Taiwanbúar hafa samþykkt að greiða skemmdirnar á strand- gæsluskipinu sem eru metnar á 117.000 Banda- ríkjadali. ■ Margir Afganir stunda enn hirðingjabúskap og lifa frjálsu og óbundnu lífi þar sem þeir flakka á milli svæða með búfénað sinn. Þeir hafna þeim breytingum á lífsháttum sem Sovétmenn og afganskir kommúnistar eru að reyna að þvinga þá til með nöktu vopnavaldi. BLAÐBERA VANTAR HATUN MIÐTÚN HÖFÐATÚN SAMTÚN SIGTÚN BORGARTÚN LAUGARNESVEGUR SUNNUVEGUR DRAGVEGUR AUSTURBRÚN DYNGJUVEGUR NORÐURBRÚN KLEPPSVEGUR KÓPAVOGURvesturbær BREIÐHOLT Bergin SKERJAFJÖRÐUR EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA í ÖLL HVERFI.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.