NT - 29.12.1984, Blaðsíða 8

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 8
 Laugardagur 29. desember 1984 8 LlL Menning /> Ashkenazy Ashkena/y austan tjalds og vestan. Jasper Parrott ræðir við Vladimir Ashkenazy. Vaka 1984. 226 bls. ■ Flestir íslendingar munu kannast við nafn rússneska píanóleikarans Vladimirs Ash- kenazy, en hann hefur verið nátengdari íslenskri nrenningu og list undanfarinna ára en flest- ir útlendingar aðrir. Bókin, sem hér er til um- fjöllunar, er ekki ævisaga Ash- kenazys, enda maðurinn ekki nema um miöjan aldur; hún er ekki heldur neins konar list- ferilssaga, líkast til væri réttast að kalla hana endurminningar með listrænu ívafi. Skrásetjari bókarinnar, Jasp- er Parrott, er umboðsmaður Ashkenazys og góðvinur. Hann færir í letur ýmsar minningar listamannsins, og eykur við einu og ööru frá ferli hans sem hljómlistarmanns, bæði í So- vétríkjunum og vestan tjalds. Margt er afar fróðlegt í bók- inni, ekki síst, þar sem segir frá uppvexti og þroskaárum Ash- kenazys í Sovétríkjunum. Par kynnist lesandinn því hvernig sovéska kerfið ungar út stór- listamönnum og hvernig búið er að þeim. Ashkenazy segir frá þessum málum á skýran og skemmtilegan hátt, gagnrýni hans á kerfið er beinskeytt og ákveðin, en alltaf málefnalegog aldrei illkvittin. Hann er já- kvæöur gagnvart því, sem hann telur vel fara í uppeldi ungra tónlistarmanna eystra og því er ekki að neita, að á stundum seturað lesandanum þanngrun, að kannski hefði Ashkenazy orðið mun seinni til þroska sem listamaður á Vesturlöndum, þar sem miklu lakar er búið að ungunr hæfileikamönnum og þeir verða að bjargast meira á eigin spýtur. Minnir frásögnin stundum á söguna, sent sögð var, er Sovétmenn tóku að kaupa korn í stórum stíl á Vest- urlöndum um 1960, að best væri að sá korninu í Kanada, en skera það upp í Úkraínu. Kannski er það svipað með suma listamenn, þeir fá kennsiu og þroska í skjóli hins stirðnaða skriffinnskukerfis, en ná ekki að njóta sín til fullnustu fyrr en þeir eru lausir við það. Síðari hluti bókarinnar greinir frá dvöl Ashkenazys á Vesturlöndum. Hann er allur miklum mun þyngri aflestrar en sá fyrri, fjallar of mikið um hreinar staðreyndir hins daglega lífs og amsturs, en er þó á köflum stórfróðlegur og veitir lesandanum góða innsýn í dag- legt líf listamannsins. Umfram allt sýnir þessi bókarhluti okkur þó, hve gífurlega vinnu það kostar, að vera 1. flokks lista- maður. Þá er enn fróðlegt að kynnast viðhorfum Ashkenazys til So- vétríkjanna og sovéskra vald- hafa, nú, eftir að hann hefur búið hartnær aldarfjórðung á Vesturlöndum. Virðist svo sem afstaðan til Sovétríkjanna móti enn lífsviðhorf hans í mörgum greinum og má með sanni kalla það eðlilegt. Á liinn bóginn er einnig fróðlegt að lesa um við- horf söguhetjunnar til Vestur- landa og vestrænnar menningar, en þar er hann ekki síður gagn- rýninn. Að öllu samanlögðu er þessi bók bæði fróðleg og skemmtileg þótt því verði ekki neitað, að skrásetjara hætti á köflum til að fara út í of mikla staðreyndaupptalningu. Guðni Kolbeinsson hefur þýtt bókina á íslensku og er þýðing hans lipurlega gerð. Jón Þ. Þór. ■ Vladimir Ashkenazy Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h.f. ÓSKAR S TA RFSFÓLKI, VIÐSKIPTA VINUM, SVOOG LANDS- MÖNNUM ÖLLUM „ 4 '' O ; - • 'í OG ÞAKKAR SAMSTARF OG VIÐSKIPTI Á LIÐNUM ÁRUM

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.