NT - 29.12.1984, Blaðsíða 3

NT - 29.12.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. desember 1984 3 Sæbjörgin: Velta henni á bakborða ■ Félagar úr björgunar- sveit SVFÍ vinna nú að björgun verðmæta úr Vest- mannaeyjabátnum Sæ- björg. Er ætlunin að reyna að velta skipinu við nú um helgina þannig að ekki gefi eins á bátinn og til þess að auðvelda björgunarstörf. Helgina fyrir jól var nokkru af tækjabúnaði úr brúnni og fleiru bjargað í land en ókannað er hversu heillegt það er. í fyrradag var aftur farið um borð í eftirlitsferð án þess að nokkuð væri haft með í land. Skipinu verður veit með aðstoð kraftblakka og jarð- ýtu þannig að það liggi þá á bakborða og ættu þá að sjást skemmdir sem orðið hafa á stjórnborða. Ekki verður reynt að draga Sæbjörgina á sjó aftur. Að sögn Gunnars Felixsonar hjá Trygginga- miðstöðinni eru litlar líkur á að nokkur veruleg verðmæti liggi í því sem tekst að bjarga. ■ Félagar úr SVFÍ ásamt fulltrúum Tryggingamiðstöðvarinnar fóru um borð í Sæbjörgina helgina fyrir jól og björguðu þaðan nokkru af tækjabúnaði. NT-nywi: Eð*«id ■ Magnús Þ. Torfason hæstaréttardóm- ari. Nýr forseti Hæstaréttar ■ Magnús t>. Torfason hæstaréttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá áramótum til ársloka 1986 og tekur hann við af fór Vilhjálmssyni. Sigurgeir Jónsson hæstaréttardómari hefur verið kjörinn vara- forseti frá sama tíma. Eimskip: Opnar nýja skrifstofu - í Rotterdam ■ Fyrsta janúar opnar Eimskip umboðs- skrifstofu í Rotterdam. Forstöðumaður skrifstofunnar hefur verið ráðinn Guð- mundur Halldórsson. Á skrifstofunni munu starfa níu manns, þar af 2 íslendingar, en auk Guðmundar hefur Hulda Hákonardóttir verið ráðin á skrifstofuna. í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að Rotterdam sé lykilhöfn í flutningakeðju Eimskips, en tvö skipa Eimskips sigla viku- lega á Rotterdam. Sökudólgurinn enn ófundinn ■ Enn hefur ekki tekist að hafa upp á skemmdarvarginum sem fór inn í hús Korp- us við Ármúia í fyrrinótt og talinn er valdur að eldi sem þar kom upp. Tjónið nemur milljónum. Rannsóknarlögreglan hafði tvo pilta í yfirheyrslum í gærdag en þeim var sleppt að þeim loknum. Eru líkur á því að þeir tengist þessu taldar hverfandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.