NT - 29.12.1984, Blaðsíða 9
I a
L ’HS 1T- V
J /i
Ágætt
Þingvallarit
Björn Th. Björnsson: Þingvell-
ir, staöir og leiðir.
Bókaútgáfa Menningarsjóös
1984.
195 bls.
■ Eigi mun fjarri sanni að
staðhæfa, að á sumri hverju leggi
mikill hluti íslensku þjóðarinnar
leið sína á Þingvöll, flestir til
skammrar dvalar, eða viðkomu.
Þetta gæti að sönnu virst fagurt
merki þjóðernishyggju og
föðurlandsástar, en sú er þó
sjaldnast raunin. í augum flestra
eru Þingvellir afar hentugur við-
komustaður í stuttum dags- eða
helgarökuferðum, viðkomu-
staður, þar sem þægilegt er að
teygja úr sér í fallegu umhverfi,
og í augum flestra af yngri
kynslóðinni eru Þingvellir
sjoppa, sem selur ís.
Flestir þeir, sem kynnast
Þingvöllum þannig fyrst sem
viðkomustað og verslunarmið-
stöð, læra að sönnu síður, að
þar sé frægur sögustaður og
þar hafi þing staðið, en fæstir
munu kynnst staðnum miklu
nánar. Hafa og margir kvartað
undan lítilli vitneskju um Þing-
velli og sumir borið þvf við, að
þeim hafi ekki verið tiltæk hand-
hæg vitneskja, en staðurinn auk
þess torfær og jafnvel hættuleg-
ur yfirferðar ekki síst börnum.
Víst má þetta til sanns vegar
færa, en eftir útkomu nýrrar
bókar Björns Th. Björnssonar,
ættu allir að geta ferðast um
Þingvöll sér til yndis, ánægju og
fróðleiks.
Björn Th. er gagnkunnugur á
Þingvöllum og þekkir sögu stað-
arins og heimildir um hana flest-
um betur. Hann greinir ýtarlega
frá öllum helstu sögustöðum er
tengjast mannabyggð og þing-
haldi á völlunum og sker á
stundum úr gömlum og við-
kvæmum deilumálum á
skemmtilegan ogeinfaldan hátt.
Má þar einkum nefna Lögbergs-
þáttinn, en langt er síðan fræði-
menn urðu ösammála um, hvar
Lögberg hefði staðið og hafa
ýmsir staðir verið til nefndir, ef
með eru talin öll einkalögberg
vísra manna. Björn sker úr í
þessari „þrætubók" og færir gild
rök fyrir því, að Lögberg sé
hrunið, en hafi áður verið efst í
Hallinum við Almannagjá,
skammt þar frá, sem það nú er
merkt. Annar ýtarlegur kafli er
um staðsetning Lögréttu, og
sýnir Björn fram á, að hún hafi
ekki alltaf verið á sama stað, en
færir rök fyrir staðsetningunni
hverju sinni.
En fleira er athyglisvert og
fróðlegt á Þingvöllum en þing-
staðurinn einn. Þangað liggja
margar fornar þingleiðir, sem
gaman er að rekja í fylgd kunn-
ugs leiðsögumanns, þó ekki sé
nema á bók, og í Bláskógum var
áður fyrr mannabyggð, sem nú
sér lítinn stað ókunnugum. Um
það farast Birni Th. m.a. svo
arð:
„Annarstaðar geta menn víð-
ast hvar gengið af augum eins
og þá lystir, en á Þingvöllum
spranga menn ekki langt leiðar-
lausir. Víða er torratað um
skóginn, þar sem lítt sér til
kennileita, en gjár og sprungur
oft óvæntir farartálmar. Því er
það og. að Þingvallaferðir
manna hafa nær einvörðungu
takmarkast við þinghelgina,
vatnsbakkann og mörkuð tjald-
stæði, ef þá ekki einasta við
hlaðið á Valhöll. Bláskógar
sjálfir hafa verið mönnum nær
lokaður heimur. Því skal hér
freistað að rekja helstu leiðirnar
sem um hraunið liggja."
Vel tekst að rekja þessar
„helstu leiðir1', reyndar svo vel,
að mér virðist, að með bókina
eina í vasanum geti göngumenn
■ Björn Th. Björnsson.
komist í allnáin kynni við Þing-
vallahraun, skóginn og þá nátt-
úrufegurð, sem hann geymir.
Mun það og sönnu nær, að fáar
gönguleiðir á íslandi séu
ánægjulegri á fögrum sumar-
degi, en einmitt þær um Blá-
skógaheiði.
Af því sem hér hefur sagt
verið ætti flestum að vera Ijóst,
að hér er á ferð gagnmerk og
stórfróðleg bók um Þingvelli,
sögu staðarins og leiðir um
hann. Textinn er skýr og
skemmtilegur aflestrar og að
auki er ritiö prýtt miklunt fjölda
mynda og uppdrátta, sem auka
enn á notagildið. Er það trúa
mín, að margir muni þegar á
næsta sumri telja sig standa í
ómældri þakkarskuld við höf-
undinn, er þeir taka að njóta
verks hans á staðnum.
Frá útgáfunnar hendi er allur
frágangur bókarinnar með
ágætum. Hún er í handhægu
broti, örnefni í texta auðkennd
með feitu letri og vel til fundið,
að gefa hana út í gagnsærri en
vatnsheldri hlífðarkápu.
Jón Þ. Þór.
Laugardagur 29. desember 1984 9
Lausná
jólakrossgátu
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
Gleðilegs nýárs
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á árinu sem er að líða
Hraðfrystihús
Kaupfélags
Steingrímsfjarðar, Hólmavík
Gleðilegs nýárs
Þökkum gott samstarf og viðskipti
á árinu sem er að liða
Hraðfrystihús
Drangsness hf.