NT - 29.12.1984, Blaðsíða 4
ÖC V *<? I
Laugardagur 29. desember 1984
Aldrei haft annað jóla
tré en þetta frá 1910
- áður skreytt með pappír úr ísafold og Vestra,
segir Sigurgeir Falsson af Hornströndum
Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa
Reyðarfirði og Borgarfirði eystri
óskar starfsfólki og viðskiptavinum
farsœldar á komandi ári
Þakkar gott samstarfog viðskipti á árinu, sem er að líða
Hraðfrystihús Kaupfélags Héraðsbúa
Reyðarfirði og Borgarfirði eystri
■ „Ég hef aldrei haft annað jólatré en þetta - sem mér var gefið árið 1910. En þá var
ég fjögurra ára. Ég hygg að óhætt sé að fullyrða að þetta sé elsta og jafnframt eina
jólatréð af þessari gerð sem enn er til og notað á hverjum jólum,“ sagði Sigurgeir Falsson
þegar hann sýndi okkur frá NT jólatréð sitt sem hann hefur nú átt í 74 ár og enn einu
sinni skreytt fyrir þessi jól.
Kveðnar auglýsingar virðast
■ Það má passa sig að fara ekki mikið frá trénu meðan logar á kertunum, sagði Sigurgeir sem tendraði
Ijósin fyrir okkur. Næst hyggst hann kveikja á kertunum á gamlárskvöld.
NT-mynd: Árni Bjurna
því véra orðnar nokkuð gamlar
þegar að er gætt.
Þegar Sigurgeir var drengur
á Hornströndum sagði hann
hafa verið til siðs að borða
snemma-um fjögurleytið -á
aðfangadagskvöld. Síðan
skiptu allir um föt áður er;
heilagt varð, en þá hófst hús-
lesturinn. Eftir lesturinn rann
svo upp hin langþráða stund
að hann mátti kveikja á kert-
unum á jólatrénu og aðrir á
kertum hver við sitt rúm -
allsstaðar voru Ijós. Þá var líka
komið að jólakaffinu með
pönnukökum sem sykraðar
voru með muldum kandís, sem
Sigurgeir minnist enn að gerði
pönnukökurnar seigar - en
líka ákaflega góðar.
Til að njóta Ijósadýrðarinn-
ar var til siðs að vaka lengi
frameftir á jólanóttina, enda
Ijós látið loga alla nóttina. Á
sumum bæjum í grenndinni
kvað Sigurgeir hafa tíðkast að
elda og skammta kjötsúpu á
jólanóttina, en ekki á Horni.
Að morgni jóladags var svo
farið eldsnemma á fætur til að
hella upp á könnuna. Hangi-
kjötið og hrísgrjónagrauturinn
var svo borðaður á jóladag.
Eftir miklar vökur og Ijósdýrð
nóttina áður og fótaferð árla,
var svo til siðs að sofa allt
rökkrið á jóladag.
Það var auðheyrt á Sigur-
geiri að litla jólatréð hans vakti
upp með honum margar
minningar frá æskudögum og
enn er það eina jólaskrautið
sem hann hefur hjá sér. Á
trénu sínu hyggst hann tendra
Ijósin hver jól og áramót svo
lengi sem honum endist aldur.
■ Guðrún Helgadóttir og Ragnar Stcfánsson
Brúðkaupsafmæli
■ 40 ára brúðkaupsafmæli ar Stefánsson. Þau taka á móti
eiga á gamlársdag hjónin gestum föstudag4. janúar milli
Guörún Helgadóttir og Ragn- klukkan 16-19.
Sigurgeir átti heima á Horni
á Hornströndum - eina barnið
á bænum - þegar liann eignað-
ist tréð. Það var frændi hans
sem smíðaði það til að gleðja
þennan litla frænda sinn sem
þá vár bæði föður- og móður-
lausorðinn. „Jú.það varmikið
um dýrðir þegar ég fékk að
kveikja á kertunum á trénu í
fyrsta sinn - og ennþá eru
minningarnar þær sömu,“
sagði Sigurgeir.
En með hverju var tréð
skreytt í þá daga? - Svona,
nenia pappírinn var bara úr
ísafold og Vestra. Úr þeim var
klippt út skraut og listaverk á
hverju ári. Á stéttinni var
rauður pappír utan af Lúðvíks-
Davíðs kaffibæti. Þetta rifjaði
upp fyrir Sigurgeiri eftirfarandj
vísu:
KafHsopinn indæll er,
eykur fjör og skapið kætir.
Langbest jafnan líkar mér,
Lúðvíks-Davíðs katlibætir.