NT - 11.01.1985, Síða 2
lil
Föstudagur 11. janúar 1985
Setið fyrir ávísanafalsara:
Sveik út 120 þús.
Bjó tii 600 þúsund án skilríkja
■ Rannsóknurlögreglan hefur
síðan um helgi setið fyrir manni
sem 3. janúar sveik 120 þúsund
Skákþing Reykjavíkur:
Hefst á
sunnudag
■ Skákþing Reykjavík-
ur hefst á sunnudaginn í
félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur. Teflt verður
i tveim flokkum, opnum
flokki, þar sem verða 11
umferðir og kcppendum
raðað saman eftir Monrad
kerfi, og í flokki 14 ára og
yngri, þar sem tefldar
verða 9 umferðir eftir
Monrad kerfi. Keppni í
þeim flokki Itefst laugar-
daginn 19. janúar.
Núverandi skákmeistari
Reykjavíkur er Sævar
Bjarnason.
út úr Sparisjóði Kópavogs.
Fyrirsátin Itefur ekki borið
árangur og talin borin von að
hún geri það úr þessu.
Maður þessi stofnaði 20. des-
ember ávísnareikning í Spari-
sjóði Kópavogs á röngu nafni.
Mun Itann ekki liafa verið kraf-
inn skilríkja við stofnun reikn-
ingsins. 3. janúar opnaði hann
svo 10 sparisjóðsbækur í jafn-
mörgum bönkunt með rúmlega
60 þúsund króna innistæðu-
lausri ávísun á hverjum stað.
Síðar sama dag tók hann allt fé
út úr tveimur þessara bóka. Á
þriðja staðnum tók starfsfólk
eitthvað að grennslast fyrir um
innistæðu ávísunarinnar og hætti
hann þá snarlcga við úttektina.
Síðan hefur ekkert til mannsins
spurst. Strax föstudaginn 4.
|komst upp um brotið við uppgjör
kassa og var frá þeim tíma
viðbúnaður í öllum bönkum en
án árangurs.
Maðurinn var í engu tilfelli
krafinn skilríkja en hann notaði
rangt nafn eins og fyrr segir.
Vinna
við BlöndU'l
virkjun
á áaedun:
■ Vinnuflokkar við Blöndu-
virkjun náðu 300 metra markinu
í greftri aðkomugangna að
stöðvarhúsi virkjunarinnar
snemma á miðvikudagsmorgun.
Þá eru 520 metrar eftir og að
sögn Sveins Þorgrímssonar
staðarverkfræðings við Blöndu
er reiknað með, að þeim áfanga
verði náð í mál. Við 820 metra
markið verður síðan grafin út
hvelfing fyrir sjálft stöðvarhús
virkjunarinnar. Göngin eru 5
x5.5 m víð og skeifulaga.
Aðkömugöngin eru grafin til
þess, að hægt sé að koma vél-
búnaði inn í stöðvarhúsið og
einnig til að hægt sé að koma
þangað tækjum til eftirlits. Dag-
legt eftirlit með stöðvarhúsinu
mun þó fara fram um lóðrétt
göng frá stjórnhúsinu á yfir-
borði jarðar.
Aðkomugöngin
orðin 300 m
Gröftur aðkomugangnanna er hverjar tafir, sem urðu vegna tíma vöktum. Innan við tíu
eina jarðvegsvinnan, sem fer verkfalls opinberra starfsmanna menn eru á hvorri vakt og um
fram á Blöndusvæðinu í vetur í haust. Framkvæmdir við jarð- tveir þriðju hlutar þeirra eru
og hefur allt gengið samkvæmt gangnagerðina hófust í lok sept- íslendingar, hinirNorðmennfrá
áætlun, ef frá eru taldar ein- emberogerunniðátveimurtíu fyrirtækinu Jernbeton.
Helgarskákmót í Kópavogi
■ 28. helgarskákmótið hefst
kl. 16.00 í dag í menntaskólan-
um í Kópavogi. Tefldar verða.
sjö umferðir eftir Monrad
kerfi eins og venja er á helgar-
mótunum. Búist er við þátt-1
töku sterkustu skákmann-
anna að undanteknum þeim
sem nú sitja að tafli í Gausdal.
■ Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við gerð aðkomugangnanna að væntanlegu stöðvarhúsi
Blönduvirkjunar. Göngin eru nú orðin 300 metra löng, en ennþá eru 520 metrar eftir.
NT-mynd Birgir
-i
Talstöðva
múgæsing
■ Enn um þrettándann í
Hafnarfirði. Meðan fullvaxnir
unglingar gengu um brjótandi
rúður og skeytandi skapi sínu
á jólatrjám stóð einhver í fjöl-
miðlun af vettvangi. Frá því
kl. I! um kvöldið til 3 um
nóttina var lýst beint úr mið-
bæ !iim á FR rás 1.
Athygli ýmissa vaknaði við
lýsinguna og munu einhverjir
hafa verið lagðir af stað úr
Keflavík til að taka þátt í
fjörinu, enda bar lýsingin það
með sér að viðkomandi „fjöl-
miðill“ var sáttur við eyðilegg-
ingarstarfsemi þá sem fram
fór.
Það er athygli vert, eftir þá
blaðaumfjöllun sem þessir
„hvernig-heyrirðu-í-mér“ kall-
ar hafa hlotið, og hvernig þeir
hafa sannfært alþjóð um að
þessi leikföng þeirra séu í raun
og veru mikil öryggistæki,
hvernig þeir misnota síðan
þessi tæki sín. Varla hefur það
verið ætlunin að talstöðvarnar
væru notaðar til múgæsinga
eða hvað.
Setulaus
sýslumaður!
Tæknivæðing er yfirleitt tal-
in af hinu góða en þegar eitt-
hvað bilar í þeim ágæta hug-
búnaði sem hún styðst við geta
oft á tíðum komið upp hinar
grátbroslegustu og ankana-
legustu aðstæður.
Víkurblaðið hefur orðið fyr-
ir barðinu á þessu vandamáli,
sem felst í því að tölvubúnaður
blaðsins strækar um þessar
mundir á Z-etuna hans Sverris
Hermannssonar.
Hefur blaðið verið prentað
undanfarið „setulaust" og hef-
ur það valdið nokkrum vand-
ræðum, sérstaklega þegar um
er að ræða föðurnafn yfirvalds-
ins á Húsavík. Er eins og
fógetinn missi eitthvað af
virðuleika sínum þegar föður-
nafnið er skrifað án z-etu,
Gisurarson.
Einnig er þetta mjög mein-
legt þegar er fjallað um ítalska
réttinn pizza, en „pissa“ höfðar
einhvern veginn miklu síður til
hinnar gasrónómísku gleði,
sem þessi réttur annars ætti að
vekja í huga lesenda.
En þetta eru tæknileg en
ekki mannleg mistök og ættu
sýslumaður og ítalska eldhúsið
að fá uppreisn æru í Víkur-
blaðinu strax og viðgerð verð-
ur lokið á hugbúnaðinum
góða.
Svæðamótið í Gausdal:
Hvítt og svart
■ Það er alkunna að hvítur
hefur oftast nokkurn hag af
fyrsta leiknum og oftast vinnast
mun fleiri skákir á hvítt en
svart. Fjölmargir skákmenn
gera sig yfirleitt ánægða með
jafntefli á svart og reyna síðan
að færa sér í nyt ávinninginn af
því að hafa hvítt. Skákirnar í
einvígi Karpovs og Kasparovs
eru gott dæmi um þetta. Með
svörtu setja þeir stefnuna á jafn-
tefli og reyna síðan að vinna
með hvítu, enda hefur aðeins
ein skák unnist á svart, sjötta
skákin, en þar missti Kasparov
af röktum vinningi.
Hér í Gausdal hefur gengi
svörtu mannanna verið mjög
gott þegar fjórar umferðir hafa
verið tefldar er staðan 9:4 svört-
um í hag. Við íslendingarnir
höfum enn ekki unnið skák á
hvítt en fjórum sinnum á svart.
í skáksögunni eru mörg dæmi
þess að mönnum gengur betur
með svörtu. Á áskorendamót-
inu í Júgóslavíu 1959 hlaut Poul
Keres aðeins 6 1/2 vinning af 14
mögulegum með hvítu, en 12
vinninga af 14 með svörtu. Bent
Larsen er einn þeirra sem teflir
yfirleitt betur með svörtu, enda
nær bjartsýnin vanalega þá ekki
slíkum heljartökum á honum
eins og þegar hann stýrir hvítu
mönnunum. Bent virðist vera
kominn í gang eftir hörmulega
byrjun og hefur þegar þetta er
skrifað unnið tvær skákir í röð.
Sigurskák hans við Ernst, sem
hér fylgir með, er dæmigerð
fyrir taflmennsku hans þegar
best lætur. Þekkt er dálæti hans
á kantpeðunum og í þessari
skák tekur a-peðið á rás
snemma tafls og í endataflinu,
sem upp kemur, gegnir það því
hlutverki að lama athafnafrelsi
hvítu peðanna á drottningar-
væng. Á miðborðinu og á h-lín-
unni glímir hvítur við veikleika
í peðastöðunni, sem að lokum
verða honum að falli í tíma-
þröng.
4. umferð:
Hvítt: Ernst. Svart: Larsen.
1. e4 c6 20. Be3 a4
2. d4 d5 21. a3 Bf6
3. Rd2 dxe4 22. g4 Ild8
4. Rxe4 Bf5 23. f4 Rd6
5. Rg3 Bg6 24. Bcl Bxe5
6. h4 h6 25. fxe5 Rc4
7. Rf3 Rd7 26. g5 hxg5
8. h5 Bh7 27. Bxg5 Hd5
9. Bd3 Bxd3 28. Bcl c5
10. Dxd3 e6 29. Kc2 Ra5
11. Bf4 Bb4+ 30. Hh4 b5
12. c3 Be7 31. Bg5 f6
13. 0-0-0 Rgf6 32. Bcl fxe5
14. Kbl a5 33. dxc5 Hxdl
15. Re4 Rxe4 34. Kxdl Kd7
16. Dxe4 Rf6 35. Hg4 Hxh5
17. Dd3 Dd5 36. Hxg7+ Kc6
18. Re5 De4 37. He7 Kd5
19. Dxe4 Rxe4 38. Be3 Rc4
101
llilll III
III ilB m 11
11114 11
01 10 a iiiiiii
101
illlllllll! 191 íllllll 1111
39. Bf2 og hvítur gafst upp um
leið.
Helgi Ólafsson skrifar um skák