NT


NT - 11.01.1985, Qupperneq 3

NT - 11.01.1985, Qupperneq 3
HafnariiaM® laetur heudur standa ft**1 úf ermum’. Hlutafélagið verður stofnað um helgina - beðið með að senda togarana á veiðar en lofað að fiskiðjuverið komist í gang um miðjan mánuð ■ Nýtt hlutafélag um rekstur BÚH verður form- lega stofnað um helgina þótt hlutafjársöfnun sé ekki lokið. Þá verður kosin bráðabirgðastjórn til að fara með málefni fyrirtækisins fram að framhaldsstofnfundi. I Ijósi þessa ákvað meirihluti útgerðarráðs á fundi í gærmorgun að fresta ákvörðun um að senda togara BÚH veiðar fram á mánudag. Að sögn Haraldar Sigurðs- sonar bæjarfulltrúa, sem einnig á sæti í útgerðarráði og undir- búningsnefnd að stofnun hlutafé lagsins, var þessi ákvörðun tek- in til að bráðabirgðastjórn nýja félagsins gæti verið með í ráðum um reksturinn. Á fundi með starfsfólki BÚH í fyrradag lofuðu fulltrúar bæjarins því að rekstur fiskiðju- vers BÚH hæfist um miðjan þennan mánuð en vinna hefur legið þar niðri samfleytt í á fjórða mánuð. Mun ákvörðun útgerðarráðs seinka því um a.m.k. 3 daga. Nokkur uggur er í forystu- mönnum verkalýðsmála yfir þessari hröðu afgreiðslu, og ótt- ast þeir að það verði einungis fulltrúar bæjarstjórnarmeiri- hlutans sem nái ítökum í hinu nýja hlutafélagi, þar sem engin formlega hlutafjárkaup séu komin frá öðrum aðilum. í samtali við NT staðfesti Haraldur að þegar væru aðilar farnir að skrifa sig fyrir hlutafé, en á þessu stigi málsins væri ekki tímabært að ræða það frekar. Hann nefndi þó að þar væri ekki um neina stóra aðila að ræða, svo ótti við að verið væri að reyna að ná meirihluta- ítökum í félaginu væri ástæðu- laus. Undirstrikaði hann að í sam- þykkt bæjarstjórnar um stofnun hlutafélags væri kveðið á um að bæjarstjórn kysi árlega fimm bæjarfulltrúa til að fara með eignarhut bæjarins á hluthafa- fundum og skiptist atkvæðarétt- ur bæjarins jafnt á mili þeirra. Tryggði þetta að sjónarmið Blönduvirkjun: Viðræður við 3 fyrirtæki ■ Stjórn Landsvirkjunar hef- ur heimilað framkvæmdastjórn fyrirtækisins að taka upp við- ræður við þrjá aðila um tilboð í rafala og hverfla í Blönduvirkj- un. Fyrirtækin eru Sumitomo, Siemens og norska fyrirtækið Finores. Með þessu er í engu verið að hfana tilboðum annarra aðila. Viðræður eru teknar upp við þess 3 aðila til að kynna sér nánar tilboð þeirra en útboðið í hverfla og rafala Blöndu- virkjunar nemur um 60% af heildarútboðinu. ■ Tilboðum í Blönduvirkjun var skilað í ágúst. ■ Slökkviliðið í Reykjavík var í gær kallað að mótorbátnum Fróða, þar sem hann lá við Ægisgarð. Eldur hafði kviknað út frá logsuðutækjum í einangrun milli lestar og forlestar. Greiðlega gekk að slökkva og urðu hverfandi skemindir. NT-mynd: Sverrir! minnihlutans yrðu tekin til greina hvað varðaði eignarhlut bæjarins. Fulltrúar bæjarstjórnar hafa ekki verið kosnir en það verður gert fyrir framhaldsaðalfund. Á fundi starfsfólks BÚH í fyrradag var samþykkt með þorra atkvæða fundarmanna að beina því til bæjarstjórnar að tryggt væri að Hafnarfjörður ætti á hverjum tíma meirihluta í nýja hlutafélaginu. Staðfesti Haraldur Sigurðsson að svo yrði, enda kæmi það fram í samþykkt bæjarstjórnar. Efa- semdir sem hefðu heyrst þar um „væru ekki spurningar um vilja, heldur orðanna hljóðan“. í samtali við Sigurð T. Sig- urðsson varaformann Verka- mannafélagins Hlífar, kom fram að honum fyndist ákvörð- un útgcrðarráðs um að senda togarana ekki út strax á niorgun, eins og ráðgert hafði verið, undarleg en seinkunin hlyti að kosta BÚH mikla pen- inga og væri ekki á erfiðleika fyrirtækisins bætandi.Því fyrr sem vinnslan kæmist í gang réöist bót á liinu ískyggilega atvinnuástandi sem ríkt hefur í Firðinum, en nú cru 236 á at- vinnuleysisskrá og eru þeir flest- ir tengdir starfsemi BÚH. Ekki vann Kasparov! ■ l’rátt fyrir meiri liös- alla tókst Kasparov ekki að knýja fram vinning í 40. cinvígisskákinni, sem fór í hið í fyrradag. Tekið var til viö taflið að nýju í gær og eftir þæling í 70 leiki var samið um iafn- tefli. Á morgun munu því tveir þreyttir menn setjast við taflborðið í Verkalýðs- höllinni í Moskvu og hefja 41. skákina. í gær voru liðnir 4 mánuðir frá því að einvígið hófst og fimmti mánuður einvigisins því að hefjast. BMMHHWBar Sigurður Helgason fékk einróma kjör - stuðningsmenn Sigurgeirs Iðgðu niður vopnin ■ Sigurður Helgason yngri var einróma kjörinn forstjóri Flugieiða í gær. Þessi niður- staða kemur nokkuð á óvart, eftir það sem á undan er gengið, en heimildarmenn NT töldu í gær, að stuðnings- menn Sigurgeirs Jónssonar hefðu séð þann kost vænstan að styðja Sigurð, þegar Ijóst var að þeir voru í minnihluta. Bæði til að sýna samstöðu Flugleiða út á við og til að standa ekki uppi sem sigraðir innan fyrirtækisins. „Þetta leggst vel í mig,“ sagði Sigurður Helgason, þegar blaðið ræddi við hann í gær en hann er nú yfirmaður Flugleiða í Bandaríkjunum. Hann kvaðst ekki hafa fylgst með þeim deilum sem uppi voru fyrir kjörið og því ekk- ert um þær geta sagt. Sigurður hefur starfað hjá Flugleiðum síðan 1974 og verið yfirmaður félagsins í Bandaríkjunum síðan 1981. Hann tekur við forstjóra- starfinu 1. júní n.k. Sigurður Helgason svarar fjármálaráðherra: Flugleiðir hafa staðið í skilum ■ „Flugleiðir hafa fyllilega staðið í skilum með vexti og afhorganir af lánum sem félagið hefur tekið með ríkisábyrgð. Má geta þess til fróðleiks, að á síðasta ári greiddi félagið sem svarar 116.4 milljónir króna, af lánum með ríkisábyrgð og í þessum mánuði eru greiddar samtals 43 milljónir króna.“ Svo segir m.a. í yfíriýsingu frá Sigurði Helgasyni stjórnarformanni Flugleiða í tilefni af ummælum Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra í NT í gær. ■ Sigurður Helgason stjórn- arformaður Flugleiða: „Ráð- herra ruglar“. NT-mynd: Eiia Sigurður segir ennfremur í yfirlýsingunni að hann viti ekki hvað að baki liggur, en segir að vera kunni að ráðherrann rugli saman ríkisábyrgðarlánum og skuldabréfum sern Flugleiðir hafi á sínum tíma undirritað í Seölabankanum. Þau bréf hafi átt að greiðast af ríkinu sarn- kvæmt ákvörðun Alþingis um tímabundinn stuðning við Norður-Atlantshafsflug fyrir- tækisins. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra vildi ekki ræða þessa yfirlýsingu í gær, sagðist fyrst vilja sjá hana á prenti.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.