NT


NT - 11.01.1985, Qupperneq 4

NT - 11.01.1985, Qupperneq 4
 IH' Föstudagur 11. janúar 1985 4 LlL Fréttir „París inspírer- andi og falleg“ - segir Björg Þorsteinsdóttir myndlistar- maður, sem opnaði sýningu þar í gær ■ Björg Þorsteins- dóttir myndlistarmað- ur opnaði sýningu á „collage“ verkum í sýningarsal Cité Int- ernationale des Arts í París í gær. Sýningin stendur til 21. janúar og á henni eru 30-40 myndir, sem Björg hefur unnið að á undanförnum mánuð- um í París, þar sem hún hefur dvalist, steinsnar frá Signu- bökkum. Myndirnar hefur Björg unnið á japanskan pappír, sem hún hefur sjálf litað með vatnslitum, olíulitum eða guass. Björg er kannski þekktust sem grafík- listamaður, en hún hefur engu að síður unnið lengur að mál- verkinu en grafíkinni. „Ég var byrjuð að vinna svona myndir heima í sumar og langaði til að halda því áfram,“ sagði Björg, þegar tíðindamaður NT leit við hjá henni í París skömmu eftir áramót. Hún segist þó ekki vera hætt við grafíkina. „Ég er alltaf spurð að því, ef ég leyfi mér að gera eitthvað annað,“ segir hún. „Mér finnst mjög gott að skipta um efni, það endurnýjar mig. Maður sér líka meira eftir sig, þegar maður málar eða gerir „collage" myndir, og mér finnst mjög skemmtilegt að vinna þetta.“ Björg fór til Parísar í byrjun september og til stóð, að hún kæmi heim nú um áramótin, en þá bauðst henni óvænt að taka þátt í sýningu með þremur öðr- um listamönnum, allt konum, frá ísrael, Frakklandi og Argentínu. Björg var spurð hvernig henni félli að vinna í borginni. „Eg þekki það vel til í París, að mér finnst mjög þægilegt að vinna hér. Ég þarf ekki þennan aðlögunartíma, eins og þegar maður kemur á nýja staði, held- ur get ég byrjað strax. Pað eru einmitt margir, sem halda, að hér sé vont að vinna, að París sé búin að vera, en mér finnst borgin alltaf inspírerandi og falleg.“ Björg Þorsteinsdóttir ætlar að halda sýningu í Norræna húsinu í apríl og þar verða sömu verk og á sýningunni í París, auk annarra verka. ■ Björg Þorsteinsdóttir við tvö verka sinna, sem hún sýnir í París frá og með deginum í dag. NT-mynd GB Skólisemsyngur ■ Syngjandi skóli er dagskrá sem efnt verður til í Kennslu- miðstöðinni dagana 14. til 19. janúar. Dagskráin er ætluð kennurum, kennaranemum, fóstrum og þroskaþjálfum til þess að efla almennan söng og tónmenntir hverskonar í skól- um og öðrum uppeldisstofnun- um. Námsgagnastofnun í sam- vinnu við námsstjóra og Kenn- araháskólann stendur fyrir framtakinu. Haldnir verða fyrirlestrar, námskeið og fræðslufundir, bæði í tali og tónum. Fyrst verður komið saman á mánu- daginn 14. ÞáræðirJón Ásgeirs- son tónskáld um gildi söngs og annarra tónmennta í skóla- starfi. Gífurleg veltuaukning í orkufyrirtækjunum 1983: Velta ÁTVR meiri en Landsvirkjunar ■ Mikil gróska var hjá hinum stóru orkufyrirtækjum ísiendinga árið 1983, þ.e. ef gróskan er mæld í aukinni veltu, sem í þessu tilfelli hlýtur fyrst og fremst að ráðast af verði hverrar orkueiningar fremur en aukinni sölu. Þegar hin opinbera verðbólga var um 72% þetta ár náði Landsvirkjun 185% veltuaukningu. Næst í röðinni varð Hita- veita Reykjavíkur með 145% veltuaukningu, Raf- veita Akureyrar 132%, Rafmagnsveita Reykja- víkur 129% og Rarik með 122% veltuaukningu á þessu eina ári. Eitt var hins vegar það opinbert „orkufyrirtæki" sem búa mátti við slaka afkomu þetta ár - tæpa 46% veltuaukningu milli ára - það var Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Meðrúmlega l,6milljarða króna veltu en ÁTVR þó ellefta stærsta fyrirtæki landsins og veltan um 110 milljónum króna meiri en hjá Landsvirkjun (í 13. sæti) þrátt fyrir eindæma velgengni hennar sem fyrr segir. Miðað við gjald- skrárhækkanir framan- greindra fyrirtækja á síð- asta ári er þó tæpast vafi á því að ÁTVR hefur þá tekist að skjóta Lands- virkjun langt aftur fyrir sig í veltutölum og þar með á lista stærstu fyrirtækja landsins. ■ Nýja flugstöðin á Sandodda við Patreksfjörð. Ný f lugstöð vígð við Patreksfjörð ■ Ný flugstöð á Sandodda við Patreicsfjörð var formlega tekin í notkun í fyrradag. Stöðin stórbætir aðstöðu flug- vallarfarþega og starfsfólks en hingað til hefur þurft að notast við litla skúrbyggingu. Séra Þórarinn Þór vígði húsið að viðstöddum Matthíasi Bjarnasyni, samgöngumálaráð- herra, tveimur þingmönnum Vestfirðinga, flugmálastjóra og fulltrúum Flugleiða, auk annarra gesta. Byggingin hefur tekið rúm þrjú ár 'Og kostar fullgerð milli 6,5 og 7 milljónir. Benjamín Magnússon, arkitekt, teiknaði í samráði við flugmálastjóra. Stöðin er 240 ferm að stærð með flugturni, byggð úr einingum og er sömu gerðar og flugstöðin á Þingeyri sem nýlega var tekin í notkun. Flugvöllur hefur verið við Patreksfjörð frá 1965 og þjónar hann mikilvægu hlutverki í sam- göngum íbúa þar í kring. Árið 4978 var keypt þangað slökkvi- bifreið og brautarlýsing sett upp árið eftir. Næsta skref er, að sögn flug- málastjóra, að bæta aðflugsbún- að og leggja varanlegt slitlag á völlinn ásamt úrbótum í snjó- ruðningsmálum, en þá hlið hef- ur vegagerðin séð um síðustu ár. ■ Pétur Einarsson, flugmála- stjóri, ávarpar gesti við vígslu Fiugstöðvarinnar. NT-myndir Sverrir

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.