NT - 11.01.1985, Side 5
!i IU [ Föstudagur 11. janúar 1985 5
j 1 Fréttir
Pólarprjón í erfidleikum
vegna skulda D. Egilsson
- fyrrverandi framkvæmdastjóri of bláeygur
Auknar niðurgreiðslur
raforku til húshitunar
■ Ákveðið hefur verið uð
auka niðurgreiðslur á raforku
til húshitunar frá og með 1.
janúar '85. Verða þær nú 0,63
kr. á kílóvattstund í stað0,53 kr
áður á aðalhitataxta Rafmagns-
veitna ríkisins og tilsvarandi hjá
öðrum orkufyrirtækjum sem
fyrirgreiðslu njóta.
í skýrslu frá iðnaðarráðuneyt-
inu segir að þetta sé gert í
franthaldi af hækkun á gjald-
skrám orkufyrirtækja um sl.
áramót. Þá hækkuðu t.d. hita-
taxtar Rafmagnsveitna ríksins
unr 17% en aukning niður-
greiðslnanna nú nernur 19%.
Auk þess kemur fram að ekki
sé búist við frekari hækkunum á
raforkuverði á þessu ári.
Skáíafelli
■ Skíðasvæði KR í Skálafelli
verður opnað almenningi laug-
ardaginn 12. janúar. Þar verður
opið frá kl. 10.00 til 18.00 alla
virka daga fram á vor.
Skíðakennsla verður fyrir al-
menning allar helgar meðan
svæðið er opið.
Haldið verður uppi áætlunar-
ferðum á svæðið og eru gefnar
upplýsingar unr þær og annað
sem viðkemur svæðinu í síma
666099.
■ Pólarprjón hf. á Blönduósi.
■ Þau miklu vandræði sem
fyrirtækið Pólarprjón hf. á
Blönduósi á nú í - fyrst og
fremst vegna um 10 milljón
króna vanskila hjá helsta við-
skiptamanni fyrirtækisins í
Bandaríkjunum - valda nú
þungum áhyggjum meðal fólks
á Blönduósi, sveitarstjórnar-
manna, þeirra 50-60 manna sem
starfa hjá fyrirtækinu og ein-
staklinga sem lagt hafa fram
hlutafé. Menn eru sammála um
að það yrði mikil blóðtaka
fyrir svo fámennt byggðarlag ef
svo stórt fyrirtæki neyddist til
að ieggja upp laupana, en á því
cr talin mikil hætta fáist fyrr-
nefnd skuld ekki greidd.
Ætlaði sér of mikið
Hinn skuldseigi er Doriet Eg-
ilsson, scm sett hefur á fót einar
8 eða 9 verslanir með íslenskar
ullarvörur í mörgum fylkjum
Bandaríkjanna. Raunar er það
álit manna sem NT talaði við að
vanskil hennar stafi kannski
fyrst og frenist af því að þar hafi
konan ætlað sér að gleypa of
stóran bita - fjárfest og auglýst
fyrir of stórar upphæðir sem
síðan hafi ekki skilað sér í jafn
miklum viðskiptum og hún ætl-
aði. Hún sitji nú uppi með
verulegar óseldar birgðir og sé
komin í kröggur með allt
saman. Tvö önnur fyrirtæki auk
Pólarprjónsurðu t.d. fyrir því að
Doriet afpantaði á síðustu
stundu vörur sem búið var að
framleiða fyrir hana og senda
átti vestur í nóvember sl.
Ólöglegt að hækka
verð fyrir útsölu
D. Egilsson hefur ofan í
kaupið verið kærö af Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins, fyrir
hönd Hildu hf., fyrir ólöglegar
auglýsingar. Ólögmæti þeirra er
talið felast í því að auglýstur er
50% afsláttur án þess að til-
greint sé það verð sem afsláttur-
inn er gefinn af. Þar er hins
vegar talið að um tilbúið og allt
ot' hátt verð sé að ræða, þannig
að 50% afslátturinn sé ekki
raunverulegur. En því átta við-
skiptavinir sig ekki á fyrr en
komið er á staðinn.
Sambandið búið
að vara menn við
Hin miklu vandræði Pólar-
prjóns stafa af því hve fyrrver-
andi framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins helur verið „bláeygur"
að lána D. Egilsson vörur fyrir
stórar upphæðir - yfir 200 þús.
dollara - án þess að hafa nokkr-
■ í tilefni blaðaskrifa um
ullarvöruútllutning til Banda-
ríkjanna, brá starfsmaður NT,
Sigrún Edda Lövdal,. sér í há-
móðins ullarföt, alíslensk að
sjálfsögðu. Fötin lánaði Ram-
magerðin. NT-niynd: Árni Bjarna
ar tryggingar fyrir greiðslu. Sér
í lagi þykir þarna um kæruleysi
að ræða í ljósi þess að Samband
ísl. samvinnufélaga hafði varað
menn eindregið við að skipta
við konuna, eftir slæma reynslu
af henni sem umboðsmanni
vestra, en því var ekki sinnt hér
heima.
Margir gætu tapað
verulegu fé
Hlutafé í Pólarprjóni er um 7
milljónir króna. Fyrst og fremst
er það í eigu nrargra einstakl-
inga á Blönduósi, sá stærsti -
fyrrverandi framkvæmdastjóri -
á um 25% og nokkrir aðrir
einstaklingar - þeirra á nreðal
sýslumaður, læknir og góð-
bændur í sveitinni - eiga allt
upp í 10%, eða um 700 þús. kr.
Eitthvaö af. þessu fé fcngu við-
komandi að láni hjá Byggða-
sjóði og eru persónulega ábyrgir
fyrir þeim skuldum þótt fyrir-
tækið yrði að gefast upp. Þá á
Álafoss hf. 12% hluta í fyrirtæk-
inu, sem kom til vegna milli- ’
göngu Framkvæmdasjóðs, þeg-
ar hluthafi í Pólarprjóni var
aukið fyrir nokkrum árum.
Aðstandendur Pólarprjóns
hyggjast þó ekki gefast upp fyrr
en'í fulla hncfana-segja að allt
veröi rcynt til að bjarga málun-
um og halda fyrirtækinu gang-
andi. Núverandi óvissa með
greiðslur frá D. Egilsson gerir
þó allt erfiðara viðfangs í þeim
efnum.
Atvinnuleysi 1984:
25%meira
en 1983
- en mun minna
en spáð hafði verið
■ Á síðasta ári voru
skráðir atvinnuleysisdagar
á landinu sem jafngildir
því að 1500 manns hafi
verið atvinnulaus allt
árið, eða 1,3% af áætluð-
um mannafla á vinnu-
markaðnum. Þetta er
fjölgun um 76 þúsund at-
vinnuleysisdaga frá fyrra
ári eða 25%, en þó jókst
atvinnuleysi mun minna,
en Þjóðhagsstofnun spáði
í upphafi ársins að gæti
orðið, en hún taldi að
atvinnuleysi gæti farið upp
í um 2% af mannaflá.
í desember voru skráðir
40.000 atvinnuleysisdag-
ar, 24 þúsund hjá konum,
en 12 þúsund hjá körlum.
Þetta er nokkuð yfir
meðaltali ársins, en skýrist
at' því að mikið var um að
uppsagnir á kauptrygging-
arsamningum hjá frysti-
húsum kæmu til fram-
kvæmda síðari hluta mán-
aðararins.
Leiðrétting:
Ekkií
Norræna
húsinu
■ í grein NT á miðvikudaginn
um sumarvinnu á Norðurlönd-
um var haft eftir Agnetu Björkl-
und að upplýsingabæklingur og
umsóknareyðublöð myndu m.a.
liggjaframmi íNorrænahúsinu.
Ingibjörg Björnsdóttir hjá
Norræna húsinu hafði samband
við blaðið og kvað þetta enn
óráðið. Sagði hún meira en
vafasamt að Norræna húsið
treysti sér til að anna þessu
verkefni.
■ Theodór Júlíusson og Guðlaug María Bjarnadóttir í
hlutverkum sínum í „Ég er gull og gersemi". M>nd: píii
Leikfélag Akureyrar:
Æfingar á söngleikn-
um Edith Piaf hafnar
■ Á Akureyri eru hafnar
æfingar á söngleiknum
„Edith Piaf" sem leikfélagið
nrun frumsýna 8. mars n.k..
en nú standa yfir sýningar á
leikriti Sveins Einarssonar
„Ég er gull og gersemi".
Uppselt var á fyrstu þrjár
sýningar félagsins nijlji jóla
og nýárs og þokkaleg aðsqkn
að fyrstu tveimur sýningum
eftir áramót.
Nú um hclgina verður
leikritið sýnt þrisvar, á föstu-
dag og laugardag kl. 20.30 og
á sunnudag kl. 15.
Leikritið fjallar um lista-
manninn ogflakkarann Sölva-
Helgason, og byggir að hluta
á sögu Davíðs St'efánsson-
ar," Sólon íslandus."
Ekki hefur verið ákveðið
hvenær sýningum á verkinu
verður hætt, en Signý Páls-
dóttir, leikhússtjóri á Akur-
eyri, sagði í samtali við blað-
ið að venjan væri sú að
sýningum væri hætt u.þ.b.
tíu dögum fyrir næstu frum-
sýningu.
Edith Piaf verður frum-
sýnd 8. mars n.k. undir leik-
stjórn Sigurðar Pálssonar.
Edda Þórarinsdóttir fer með
hlutverk söngkonunnar.