NT - 11.01.1985, Page 7

NT - 11.01.1985, Page 7
Föstudagur 11. janúar 1985 7 iÞórir Jónsson: Lenging skólaskyldu 1 _ / ... „ .. r- . Rroutt hinAfÁlaa hvcrfum. tnia nemcndur undir lít og| ■ A haustþingi B.K.N.E. i y“PJ ®9 j skóianum þar scm cg starf í Ivðrrcðisþjóðfclagi-. I l undarskola a Akurcyr, hmn 1 sk.Mah,£rt.im þ-r s.emu kcnnj Gagnfrxðaskólanum Einhvcrn vcginn virðts. Iiafal 28. septcmber 984 flutt. eg boö. cr skolaganga fynr 6 ara ólafsfjrði. hcftr þrtulirn vcrjö hðgglas. fvrir brjós.inu ál cftirfarand, t.llogu asam. born og 16lnaf d'tV„i„^lrma sú hin síðari ár að þcim 8. fraTndum okkar. Dönum. aö| gremargcrð og oskað, hana sækja þau undan.ckn nga l,.,ð hcfur fjölgað scm lcvsa unghncavandamahð mcðl |r ..,,iia Og borna undir atkvæö, skola. At þv, ma draga þa ,fm .„y sc.iasl ,' 5 hckk k,', "v ,.i,,..l námi um þrettán ára aldur. Iðnaðurinn getur séð fjölda þeirra fyrir atvinnu og aðrir atvinnuvegir geta einnig tekið á móti nokkrum. Það yrði að líta þannig á, að þessir unglingar yrðu áfram í námi. Þarna yrði um nokkurs konar vinnunám að ræða. Þar af leiðandi yrði að treygja fræðsluskylduna inn á þá braut. Atvinnuveitandinn yrði sem sagt að vera skyldugur til að sjá þeim fyrir leiðbeiningum og eftirliti í störfum. Meðan unglingarriir eru að venjast síörfum og þurfa eftirlits við er auðvitað ekki hægt að borga þeim hátt kaup, en það getur svo farið stighækkandi þegar frá líður. Það getur einnig verið varasamt að láta þessa unglinga vinna fyrir miklu kaupi fyrstu tvö árin, vegna þess að það gæti freistað margra til að snúa baki við skólanámi, því flestir vilja sitja við þann eldinn sem best brennur. Það kæmi meira að segja til greina að skylda at- vinnuveitendur til að borga meirihluta af kaupi þessara unglinga beint í ríkissjóð eða þá að láta það að mestu í skyldusparnað. Þetta vinnunám má auðvitað skipuleggja á ýmsan annan hátt. Þetta er bara ábending til að sýna, að þessi tilhögun ætti að vera framkvæmanleg og það meira að segja þannig, að allir hafi nokkurn hag af með- an næg atvinnaertil ílandinu. Ég gerði það að gamni mínu að spyrja einn starfsmann á Slippstöðinni á Akureyri að því, hvort Slippstöðin gæti hagnýtt fólk í vinnu, sem væri innan 15 ára aldurs. Hann tjáði mér að þar væru unnin ýmis störf, sem gætu verið við þeirra hæfi, og hann vildi álíta að það væri hægt að veita allmörgum unglingum atvinnu við Slippstöðina. Hann taldi. að einn vanur starfsmaður mundi hafa nóg að gera við að leiðbeina 6 unglingum í vinn- unni. Ef þetta eina fyrirtæki gæti boðið svo sem 20 ungling- um atvinnu, mundi verða at- vinna fyrir æðimarga unglina á Akureyri allri, svo dæmi sé nefnt. Vinnunám í iðnaðinum mætti svo gjarnan skipuleggja sem undirbúning undir iðnnám. Ég fjölyrði þetta ekki meira, enda hygg ég, að tilgangur minn með þessu tilskrifi hljóti að verða yður ljós, er þér lesið þetta bréf. Hitt verður svo að ráðast, hvort þér teljið hug- myndina þess virði að athuga hana nánar. Verði svo, er ég að sjálfsögðu reiðubúinn að leggja fram aðstoð mína sem áhugamaður á þessu sviði. Með vinsemd og virðingu. Angantýr H. Hjálmarsson, Hrafnagilsskóla, Eyjafírði. Bréfin sem ég sendi Ingvari og Ragnhildi voru efnislega eins og bréfið til Ragnars, en betur útfærð, einkum bréfið til Ragnhildar, sem innihélt tals- verða viðbót, enda hafði ég þá haft góðan tíma til að skoða málið frá ýmsum hliðum. Ég sé ekki þörf á því að skýra þetta nánar, en ég fagna því að Þórir kom þessu máli á framfæri við almenning og ég tek undir þau orð hans, að kennarar ættu að láta í sér heyra um það. Ég ætla svo að bæta því við, að fleiri en kenn- arar ættu að láta álit sitt í Ijós. Foreldrar, ncmendur og fleiri mættu láta í sér heyra og tjá skoðanir sínar frá öllum hliðum. Hyggileg niðurstaða fæst aðeins með því að öll sjónarmið komi fram. Angantýr H. Hjálinarsson. Námsleiðinn er staðreynd og hann þekkja allir kennarar og flestir for- eldrar. Hann leggst svo þungt á sum börn og unglinga, að skóla- gangan er þeim hreinasta þrauta - ganga. segja að ógleymdum mistökum í samningsgerð við erlend stór- iðjufyrirtæki. Ef íslendingar ætla að hafa einhverja von um að geta nálg- ast grannþjóðirnar að því er varðar þann tíma sem það tekur að vinna fyrir mat og öðrum nauðsynjum, hlýtur að vera framundan stórmikið átak til að auka framleiðni og verð- mæti þjóðarframleiðslunnar. Jón Dan. Morgunblaðið setur ofaní við Þorstein! Litli leiðarinn í Mbl. í gær ber yfirskriftina Rugl í NT. Þetta er mjög furðulegur stubb- ur þar sem reynt er að gera lítið úr skrifum NT um stjórn- kerfisbreytingarnar. Greini- legt er að leiðarahöfundur áttar sig ekki á því að verkefnum ráðuneyta má breyta með ein- faldri reglugerðarbreytingu, þó að sjálfsögðu sé ekki hægt að leggja niður ráðuneyti nema með lögum. En niðurlag leiðarans vekur sérstaka at- hygli. Það hljóðar svo: „Nú er orðið meira en tímabært að forystumenn Sjálfstæðisflokksins utan ríkisstjórnar sem innan taki af skarið og sjái til þess að hvorki nöfn þeirra né flokks- ins séu bendluð við stefnu og skrif af þessu tagi“. Þarna er hressilega sett ofaní við Þorstein Pálsson fyrir það að láta sér detta í hug að knýja fram stjórnkerfisbreytingu til þess að komast í ríkisstjórnina, en eins og Jónatan Þórmunds- son prófessor sýnir fram á í ágætri grein í miðopnu blaðsins, þá er ótækt að knýja fram löggjöf sem á eftir að móta íslenskt þjóðfélag um langa framtíð í gegn til þess að Pétur eða Páll geti komist inn í ríkisstjórn. En það var ein- mitt ætlun þess hluta forystu Sjálfstæðisflokksins sem utan ríkisstjórnar stendur. Sjálft Morgunblaðið er greinilega búið að fá nóg af leikfléttum af þessu tagi. Tekið undir með Morgunblaðinu Undir þessa skoðun Morg- unblaðsins tekur NT í leiðara í gær „slíkar breytingar má ekki keyra í gegn til þess að auð- velda valdauppgjör í stjórn- málaflokkum". Það þarf að skoða þessar tillögur miklu betur og um þær þarf að fara fram opin umræða. BK ■ Morgunblaðið, málgagn Þorsteins Pálssonar, skýtur föstu skoti að Þorsteini Pálssyni í gær. r Málsvarl frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju ' Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Magnús Ólatsson (ábm). Markaðsstj.: Haukur Haraldsson Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson ‘ Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson ! Skrifstofur: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild 686538. : Selning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprenl h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Afléttið martröðinni ■ Það er fagnaðarefni að ríkisstjórnir risaveldanna hafa komið scr saman um að fara að ræðast við um afvopnun- armál. Genfarfundar utanríkisráðherranna Shultz og Gromykos var beðið með eftirvæntingu og nokkrum kvíða, þar sem tvísýnt þótti um árangur hans. En utanríkisráðherrarnir báru gæfu til að komast að sam- komulagi um nýjar afvopnunarviðræður. Báðir aöilar urðu að slá nokkuð af kröfum sínum. Á sínum tíma slitu Sovétmenn afvopnunarviðræðunum þeg- ar farið var að koma fyrir meðaldrægum Pershing II og stýriflauguni í Evrópu og sögðust ekki vera til viðtals fyrr en tól þessi yrðu fjarlægð. Nú var þessi krafa ekki gerð að úrslitaatriði. Bandaríkjamenn féllust hins vegar á að hætta við fyrirhugaðar tilraunir með geimvopn. Geimvopnin eru Sovétmönum mikill þyrnir í augum enda eru þeir mun skemmra á veg komnir en Bandaríkja- menn á því sviði og telja að ógnarjafnvægið raskist verulega ef andstæðingar þeirra ná góðu forskoti í vígbúnaði úti í geimnum. Bandaríkjamenn segja aftur á móti að rannsóknir þeirra og tilraunir beinist einvörðungu að því að þróa varnarvopn úti í geimnum. Hvað varðar meðaldrægu eldflaugarnar í Evrópu hafa Sovétríkin mikla yfirburði. Pótt uppsetning eldflauganna sé hafin í nokkrum Nato-löndum hefur SS-20 og SS-24 flaugum, sem beint er aö Vestur-Evrópu, verið fjölgað í mun meira mæli. Síðan Sovétmenn slitu afvopnunarviðræðunum hefur nær öll umræðan um takmörkun vígbúnaðar takmarkast við meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. Þá hefur sumum orðið tíðrætt um glannalegt tal Reagans forseta um „stjörnustríð“, sem flestir telja þó fremur draumóra- kennda framtíðarsýn, cn að þær áætlanir eigi við vísindaleg og tæknileg rök að styðjast. Þótt samkomulag hafi náðst um að hefja viðræður um takmörkun kjarnorkuvopna er langt í land að samningar náist um fækkun þeirra og hvernig eftirliti með þeim málum verði háttað. Það sló óhug á menn þegar samninga- umræðum var slitið fyrir rúmu ári. Það þykir nokkur trygging að friður haldist á meðan deiluaðilar ræðast viö, en hvort það er trygging fyrir að kapphlaupinu linni er annað mál. Áratugir eru liðnir síðan afvopnunarviöræður hófust milli stórveldanna. Helsti árangur þeirra er bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur ofanjarðar og bann við frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. Að öðru leyti hafa kapparnir hlaupið á fullu og keppst við að hanna ný vopn og endurnýja og auka vopnabúr sín. Afvopnunarviðræður eru því ekki einhlítar til að ná þeim árangri sem að er stefnt. Nútímavígbúnaður er flókinn og margþættur. Það er mikil einföldun þegar því er haldið fram að meðaldrægu Nato-IIaugarnar í Vestur-Evrópu séu hættulegri og meira ögrandi vopn en mörg önnur sem kjarnorkuveldin pukrast með út um öll foldarból, í hafdjúpunum og háloftum. Risaveldin vinna stöðugt að því að betrumbæta og fjölga langdrægum eldflaugum auk annarra gereyðingarvopna. Hitt er rétt að fjölgun minni vopnanna býður heim enn meiri hættu á mistökum sem leitt geta til ófarnaðar. Skemmst er að minnast þegar stýriflaug úr kafbáti úti fyrir Kólaskaga, æddi stjórnlaust yfir tvö Norðurlandanna. Henni var ætlað annað skotmark í æfingaskyni. Þótt ekki megi búast við skjótum árangri né miklum af þeim viðræðum sem nú er samkomulag um að hefja, eru þær þó spor í rétta átt, og hljóta allir góðgjarnir menn að óska þess að þær veröi sem árangursríkastar. Það eru einvörðungu fulltrúar risaveldanna sem taka beinan þátt í viðræðunum, en þær koma öllu mannkyni við. En það hlýtur að vera hlutverk smærri ríkja að þrýsta á um að samningsaðilar reyni hvað þeir geta til að ná samkomulagi um afvopnun og gagnkvæmt eftirlit með að staðið verði við skuldbindingar og létta þeirri martröð af mannkyninu sem vígbúnaðarkapphlaupið er.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.