NT


NT - 11.01.1985, Qupperneq 9

NT - 11.01.1985, Qupperneq 9
Föstudagur 11. janúar 1985 9 Tímar 10 ■ Ekki vantar úrvalið - en hvað skyldi vera best? ■ Þetta línurit sýnir þróun verðiags í átta Evrópulöndum síðan 1977 í formi þess tíma sem það tekur að vinna fyrir samtals 15 kg af jafnmörgum tegundum matvæla. Fjöldi vinnustunda er sýndur á lóðrétta öxlinum. Að vinna fyrir matnum: Fljótlegra í Englandi Hagstæðustu snyrtivörukaupin: Apótek eða stórmarkaður? ■ Apótekin hafa jafnan á boðstólum ýmsar vörur sem einnig fást annarsstaðar, einkum ýmiss konar hreinlæt- is- og snyrtivörur. Oft heyrist því fleygt að apótekin séu dýrseldari á þessar vörur en gengur og gerist annarsstað- ar. Til að kanna hvað hæft væri í þessu, athuguðum við verð á nokkrum vörutegund- ■ Verðmunur milli apóteks- ins og stórmarkaðarins var yfírleitt ekki mjög mikill. Allt verð er hér tilgreint í heiium krónum. um annars vegar í apóteki og hins vegar í einum af stór- mörkuðunum í Reykjavík. Fyrst var farið í apótekið og þar reynt að velja algengar tegundir sem reikna mátti með að fengjust víðar. Síðan var farið í stórmarkaðinn og reynt að finna sömu vöru- merkin þar. Þetta gekk mis- jafnlega vel eins sjá má á meðfylgjandi töflu yfir niður- stöðurnar. Ekki er hægt að segja að þessar niðurstöður staðfesti neinn verulegan verðmun. Að vísu var verð í fleiri tilvikum hagstæðara neytand- anum í stórmarkaðnum, en á því voru þó undantekningar, t.d. var sjampó yfirleitt ódýr- ara í apótekinu. Samkvæmt því verði sem tilgreint er hér í töflunni virðist verðmunur- inn geta verið kringum 15%, stórmarkaðnum í hag. Er þá einungis reiknað með þeim tilvikum þar sem sömu vöru- merki voru til á báðum stöðum. Þegar ekki er tekið tillit til vöruinerkja, er langmestur verðmunur á bleimm. ís- lensku Bangsableiurnar eru miklum mun ódýrari en þær innfluttu og þegar við vorum á ferðinni fengust þær í apó- tekinu og kostuðu þar 174 kr. (60 stk) en í stórmarkaðnum voru þær ekki til. Viðskipta- vinir stórmarkaðarins hefðu því orðið að fjárfesta í 40 innfluttum blej um fyrir nær helmingi hærra verð. Það virðist því gilda hér sem annars staðar að ef þú vilt vera viss um að gera hagstæð kaup, þá er um að gera að gefa verðmiðanum gaum. Það er eina örugga aðferðin. - en tekur lengri tíma í Noregi og Svíþjóð ■ Það tekur lengri tíma að vinna fyrir matnum í Svíþjóð og.Noregi nú, heldur en árið 1977. Þetta kemur m.a. fram í þeirri könnun sænska viku- blaðsins Lands, sem við skýrð- um frá hér á neytendasíðunni í gær. Land hefur gert þessa könnun í sama formi í átta ár og mælt hversu langan tíma taki að vinna fy rir þeim samtals 15 kg af ýmsum matvælum sem verðkönnunin nær til. Eins og sjá má á línuritinu hefur gengið á ýmsu í gegnum árin, en í heild liggja þó flestar línurnar niður á við, sem þýðir að nú tekur styttri tíma að vinna fyrir matnum. Undan- tekningar frá þessari reglu eru þó sem sagt Noregur og Sví- þjóð þar sem lífskjörin, eða a.m.k. þessi þáttur þeirra virð- ist hafa farið heldur versnandi. Athyglisverðust er kannski þróunin í Englandi en þar tók meira en níu og hálfan tíma að vinna fyrir þessum matvælum árið 1977, þegar fyrsta könnunin var gerð. 1 síðustu könnuninni sem gerð var í haust voru Englendingar hins vegar komnir niður í u.þ.b. fimm og hálían klukkutíma. Að undanteknu fyrsta árinu, þegar vinnan fyrir matnum tók lengstan tíma í Englandi, hafa Finnar allan tímann búið við erfiðustu lífskjör að þessu leyti. Þeir hafa þó nokkurn veginn stöðugt sótt í sig veðrið og nú er ekki orðinn ýkja mikill munur á þeim og Norð- mönnum, sem ár frá ári eru lengur að vinna fyrir matnum. Bæði Norðmenn og Finnar eru þó stórum mun fljótvirkari en við íslendingar, en með sömu reikningsaðferðum og Land beitir tekur það okkur hátt í 11 klukkustundir að vinna fyrir þessum 15 matar- kílóum eins og fram kom hér á síðunni í gær. Vörutegund: Apótek Stórm. Bleyjur: Lotus (3-6 kg) 40 stk 376 322 " (6-10 kg) 40 stk 436 " (8-12 kg) 20 stk 272 233 Bangsableyjur nr 1 60 stk 174 Bleyjuplast: Pussicat (nr 3-4) 20 stk 96 Esska (0-2 mán) 20 stk 51 Sjampó: El'Vital 74 79 Timotej 74 83 Kopral 49 44 Henara 71 74 Kiki Herbal 48 49 Tannburstar: Jordan (stórir) 51 52 " (litlir) 47 47 Sensodyne (stórir) 90 68 " (litlir) 77 Tannkrem: Colgate 60 ml 35 32 " fluor 60 ml 40 30 Close up 50 ml 39 31 Revive 75 ml 102 106 Vogue sokkabuxur 75 65 Svíþjóð: Stúlka deyr vegna eitr- unar af völdum tíðatappa Frá Guðbjörgu Lindu Kafnsdóttur, fréttaritara NT í Svíþjóð. ■ 14 ára sænsk stúlka lést á sjúkrahúsi í Stokkhólmi fyrir nokkru vegna eitrunar sem hún fékk eftir að hafa notað tíðatappa. Þegar stúlkan var lögð inn á sjúkrahúsið, hafði hún m.a. þjáðst af háum hita og niður- gangi í nokkra daga. Fljót- lega þótti ljóst að stúlkan var með svokallaða tíðatappa- eitrun eða TSS (Toxic Shock Syndrome), eins og sjúk- dómurinn nefnist á lækna- máli. Er á sjúkrahúsið kom versnaði stúlkunni snögglega og lést innan fárra tíma. Stúlkan er fyrsta fórnarlamb þessa sjúkdóms í Svíþjóð. Sjúkdómurinn uppgötvað- ist fyrst árið 1975, þrátt fyrir að tíðatappar hefi verið not- aðir í nærfellt fimmtíu ár. Það var svo fyrst árið 1980 sem menn þóttust fullvissir um sambandið á milli sjúk- dómsins og notkunar tíða- tappa. Að sögn prófessors Lars Olof Kallings, sem hefur rannsakað sjúkdóminn, verður að jafnaði tveggja tilfella vart í hverjum mánuði í Svíþjóð. Nýlegar tölur frá Bandaríkjunum sýna að hans sögn, að ein kona af hverri 100.000 fái sjúkdóminn. Af 2207 konum sem fengu sjúk- ‘dóminn létust 103, eða 5%. Að sögn Kallings má í stuttu máli lýsa sjúkdómnum á þennan hátt: Þegar blæðingar eiga sér stað breytist sýrustigið (ph) í leggöngunum. Þá eiga bakterí- ur, sem m.a. geta verið í tíðatöppum, auðvelt með að þrífast og hætta á sýkingu eykst. Bakteríurnar geta m.a. myndað eitur sem heitir „enterotoxin FF“, sem kom- ist getur út í blóðrásina í gegnum þunnar æðar sem eru í leggöngunum. 99 af hverjum hundrað sem fá þennan sjúkdóm eru konur sem nota tíðatappa. Sjúkdómurinn getur þó herj- að á karlmenn og konur sem ekki nota slíka tappa. Kallings segir helstu ein- kenni sjúkdómsins vera þessi: - Hár hiti - Blóðþrýstingur lækkar og menn fá svima. - Útbrot, sem gjaman er mglað saman við útbrot sem fylgja skarlatsótt. - Húðin á fótleggjum og í lófum flagnar. - Niðurgangur - Slæmir vöðvaverkir. - Roði í augum. Aðeins fáein þessara ein- kenna geta bent til þess að sjúklingurinn hafi fengið eitrun. Flest einkennin koma aldrei í ljós fyrr en sjúkdóm- urinn er u.þ.b. genginn yfir. Ungum stúlkum virðist hættast við sýkingu af völd- um tíðatappa, þar sem lík- ama þeirra hefur ekki unnist tími til að byggja upp mót- efni gegn eitruninni. Að lokum eru hér nokkur ráð til að koma í veg fyrir sýkingu: Forðist tíðatappa sem sjúga mikið í sig. Þar sem þeir þenjast mikið út, geta þeir límst við legið og dregið með sér hluta slímhúðarinn- ar. Þá geta tapparnir skilið eftir sig ló, sem leitt getur til sýkingar. Skiptið oft um tappa. Not- 'ið þá hvorki í svefni, né þegar blæðingar eru litlar. Notið aldrei tappa á milli blæðinga. Það ertir legið og getur leitt til sýkingar og sára á slímhimnunni. Tappinn getur breytt náttúrulegum sýkingarvörnum legsins. (Þýtt og endursagt úr Ex- pressen).

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.