NT - 11.01.1985, Síða 11
Föstudagur 11. janúar 1985 11
Menning
Þýsk bók-
menntasaga
■ Fáar þjóðir eiga sér ríkari
eða lengri bókmenntahefð en
Pjóðverjar. Bókmenntir á
germanskri tungu eru til allt
frá ármiðöldum - og eldri
dæmi mætti nefna, ef grannt er
skoðað. Blómaskeið þýskra
bókmennta má hins vegar telja
frá 18. öld og fram til loka
rómantíkurinnar, en síðan hef-
ur þýsk bókmenntasaga ein-
kennst af stuttum glæsitímabil-
um, en inn á milli hafa komið
lægðir, sem oft hafa farið sam-
an við pólitísk niðurlægingar-
tímabil.
Eins og vænta má eru til ótal
útgáfur af verkum um þýska
bókmenntasögu, bæði heild-
arverkum og verkum um
ákveðin tímabil, einstakar
bókmenntagreinar, stefnur og
höfunda.
Ritið sem hér liggur fyrir, er
heildarsaga þýskra bókmennta
frá elstu tíð og fram til vorra
daga. Höfundarnir eru þrír
júgóslavneskir fræðimenn og
var ritið fyrst samið og gefið út
á serbó-króatísku, en síðan
þýtt á þýsku.
Bókin er skipt í alls sautján
kafla og hefst frásögnin á um-
fjöllun um elsta germanskan
skáldskap, en lýkur með kafla
um þýskar nútímabókmenntir.
Kaflaskipti ráðast af efnis-
þáttum og fjalla sérstakir kafl-
ar um allar helstu stefnur og
tímabil í sögu þýskra bók-
mennta. 1 hverjum kafla er
greint frá helstu einkennum
viðfangsefnisins og fjallað um
þau skáld og rithöfunda, sem
helst mega teljast merkisberar
viðkomandi stefna eða bók-
menntahefða og greint frá
helstu verkum þeirra.
Eins og áður greinir eru
höfundarnir þrír Júgóslavar,
allir prófessorar í þýsku og
þýskum bókmenntum við há-
skólann í Zagreb. Við fyrstu
sýn kann það að koma á óvart
að menn af því þjóðerni væru
ráðnir til að skrifa þýska bðk-
menntasögu, menn skyldu ætla
að Þjóðverjar ættu nóg af hæf-
um mönnum til þess verks.
Ástæðan er sú, að ritið var
fyrst gefið út í Júgóslavíu í
ritröð um bókmenntasögu
Evrópu og þótti svo vel heppn-
að sem stutt og hnitmiðað
yfirlitsverk, að rétt þótti að
snara því á þýsku. Af því
leiðir, að bókin hefur að geyma
ýmsar upplýsingar, einkum
ætlaðar útlendingum og koma
þær vissulega fleirum að góðu
gagni en Júgóslövum einum.
Allur frágangur ritsins er
með miklum ágætum, það er
prýtt mörgum myndum, sem
auka á gildi þess og eru sumar
mjög skemmtilegar og má þar
nefna mynd af ritvél Nietsches
sem var fornfálegur gripur,
upprunninn í Danmörku, en
hefur sýnilega gert sitt gagn.
Jón Þ. Þór.
Viktor Zmegac,
Zdenko Skreb,
Ljerka Sekulic:
Kleine Geschichte
der deutschen literat-
ur. Von den Anfáng-
en bis zur Gegenwart.
2., durchgesehene
Auflage.
Athenáum 1984.
424 bls.
■ Ritvél Nietsches.
■ Prentlistin er upprunnin í Þýskalandi.
áttu til að leggja dóm á ágæti
þessa verks, auk þess sem
óræðir leyndardómar úr sér-
stökum reynsluheimi kvenna
kunna að vera fólgnir í því, en
mér þótti það fremur fjörlegt
og laglegt. Hitt nýja íslenska
verkið sem Edda flutti heitir
Hans variationer, 13 tilbrigði
um brot úr laginu Kóngurinn
ræddi við riddarann Stíg og
samið fyrir sænskan spilara,
Hans Palsson. Eins og vonlegt
er gætir margra grasa í 13
tilbrigðum, sum hefðu getað
verið eftir Schumann, en önn-
ur voru 20,-aldarlegri. Tónlist
Þorkels er oftast kunnáttulega
samin og áheyrileg, og svo var
um þetta verk. Eins og fyrr
brestur mig lærdóm til að
leggja æðri rökstuddan dóm á
verk sem þetta. Hins vegar er
það líklega svo, að sjónarmið
neytenda muni reynast hinn
hinsti dómur um öll tónverk:
Ef áheyrendur vilja heyra þau
og/eða tónlistarmenn flytja
þau, lengist líf verkanna, ann-
ars ekki. Einstaka sinnum
kemur fram verk sem hefur
raunverulega þýðingu fyrir
framgang tónlistarinnar sem
listgrein - það skeður
sjaldan og skiptir tónskáldin
meiru en hinn almenna hlust-
anda á tónleikum.
Semsagt, á næsta stigi
þroska síns sem píanisti þarf
Edda að leggja meira undir,
taka meiri áhættu, en jafn-
framt uppskera meira þegar
vel tekst til. Til þess hefur hún
vafalaust alla tæknilega og
músíkalska burði.
S. St.
■ Eins og kunnugt er eiga
þrjú stór-tónskáld einhvers
konar afmæli á þessu ár, Bach
(f. 1685), Hándel (f. 1685) og
Scarlatti (d. 1725). í tilefni af
stórmælum þessum hyggja
tónlistarmenn á mikil hátíða-
höld víða um heim, hljóðfæra-
leikarar með flutningi verka
eftir meistarana, en tónskáld
Breiðfirsk
Þarablöð
J.S. BACH.
Bach-afmælið byrjar
með flutningi eigin verka og
vona sinna, að því er mér
heyrðist í viðtali í útvarpinu.
Kammersveit Reykjavíkur
reið á vaðið með Bach-tón-
leika í Áskirkju hinn 7. janúar,
og lá við að færri kæmust að en
vildu, auk þess sem skráin
varð uppseld. Sýnir þetta veg
hins forna meistara hér á landi,
sem Páll ísólfsson leitaðist við
að kynna fyrir hálftómu húsi
fyrir ekki svo mörgum áratug-
um. Tónleikar þessi voru í
flestri grein afburða fínir og
ánægjulegir, og til marks um
þann mikla árangur sem mark-
visst tónlistaruppeldi þjóðar-
innar í 40 ár hefur borið.
Fyrst léku Kristján Step-
hensen og Daði Kolbeinsson
einleik á óbó í Hljómsveitar-
svítu nr. 1 í C-dúr fyrir 2 óbó
og strengi. Síðan Rut Ingólfs-
dóttir í Konsert í E-dúr fyrir
fiðlu og strengi. Hægi kaflinn í
þessum konsert er ein hin yndis-
legasta tónlist í heim, en ég
var mjög ósáttur við hlut kné-
fiðlunnar sem ber stefið lágu
gísin voru alltof stutt og óróleg
(fannst mér). Rut er í einu orði
sagt afburða kammer-fiðlari,
með sérstaklega fínan og mik-
inn tón. í þriðja stað lék Helga
Ingólfsdóttir einleik í d-moll
konsert fyrir sembal, strengi
og grunnbassa - um semballeik
Helgu þarf ekki að fjölyrða -
og loks kom hinn vinsæli 2.
Brandenborgarkonsert í F-
dúr. Lárus Sveinsson lék á
F-trompet, Kristján Stephens-
en á óbó, Helga á sembal og
Rut á fiðlu, en konsertmeistari
var Einar G. Sveinbjörnsson,
og er ángæjulegt að sjá hann
hér aftur, þó tímabundið sé.
„Bach-trompetar" eru víst grá-
bölvaðir að spila á, bæði að
„ná þeim hreinum", og yfirleitt
að hitta á tóninn. Enda gekk á
ýmsu hjá Lárusi, þótt hann
slyppi allvel. Þó hygg ég ekkert
sé í þessum konsert sem Lárus
gæti ekki gert með léttum leik
af hann het'ði æft sig ögn meira.
Að því er mig minnir var þessi
konsert fluttur hér síðast fyrir
svo sem 30 árum í Mela-
skólanum á vegum Kammer-
músíkkiúbbsins. Þá treystist
enginn trompetleikari til að
spila, og Egill Jónsson lék í
staðinn á C-klarinettu. Svona
stefnir allt til hins bezta í heimi
hér. í heild voru þessi hljóm-
leikar afar ánægjulegir og
Kammersveit Reykjavíkur og
Jóhanni Sebastían Bach til
sóma á afmælinu.
S.St.
■ Bergsveinn Skúlason:
Þarablöð. Þættir frá Breiða-
firði. Víkurútgáfan 1984 180
bls.
Hinn þjóðkunni breiðfirski
fræðaþulur, Bcrgsveinn Skúla-
son, sendi frá sér bók fyrir
jólin og nefndi því skemmti-
lega og sérstæða nafni Þara-
blöð.
Á Þarablöðum kennir
margra grasa, þau hafa að
geyma sagnaþætti frá Breiða-
firði og eru eins og fyrri rit
höfundar heimildir um fólk og
atvinnuhætti fyrri tíma á
æskuslóðum hans vestra. Eng-
inn þáttanna getur talist
strangvísindalegur að efni eða
framsetningu, en allir eru þeir
þannig vaxnir, að efni þeirra er
sannarlega betur geymt en
gleymt.
Bókin hefst á þætti, sem
nefnist „Fast þær sóttu sjóinn"
og geymir«frásagnir af ellefu
sjókonum, þ.e.a.s. konum,
sem höfðu sjósókn að starfi,
sumar að aðalstarfi, og gáfu
karlmönnum ekkert eftir um
áræði, sókn og aflabrögð. Á
skipum sumra þeirra voru ein-
göngu konur.
Þessu næst fylgja þrír þættir
um skipamjaltir, sem svo voru
kallaðar, cn í Breiðafjarðar-
eyjum háttar víða svo til, að
þegar kýr voru látnar liggja úti
á sumrum, varð að fara á
bátum til mjalta. Ekki er mér
kunnugt um að þetta hafi tíð-
kast annars staðar á landinu,
þótt víst megi svo vera.
„Staðir og leiðir" nefnist
næsti hluti og fjallar um Flatey
og Skáleyjar. Þá er kafli. er
ber yfirskriftina „Sitt lítið af
hvoru" og er safn ýmissa þátta,
■ Bergsveinn Skúlason.
og loks er alllangur þáttur, er
nefnist „Slætt upp af minnis-
blöðum Jóns Kristins Jóhann-
essonar". Jón Kristinn var
Breiðfirðingur, fæddur í Skál-
eyjum árið 1903, en dvaldist á
Hrafnistu síðustu ár ævinnar.
Þar festi hann á blað minningar
sínar frá fyrri dögum, sem
Bergsveinn hefur unnið úr og
birtirnú. Eru minninarþættirn-
ir allir stórfróðlegir og
skemmtilegir, en Jón var fróð-
ur vel og ritfær í betra lagi, auk
þess sem hann fékkst a.m.k.
eitthvað við málararlist.
Eins og áður sagði eru þættir
Bergsveins Skúlasonar, sem
hann hér hefur fært í letur á
Þarablöð, allir betur geymdir
en glevmdir. Bergsveinn er
hafsjór af fróðleik urn líf og
starf fólks við Breiðafjörð á
fyrri tímum og vonandi verður
þess ekki langt að bíða að við
fáum meiri fröðleik frá hans
hendi.
Jón Þ. Þór.
■ Edda Erlendsdóttir.
■ Edda Erlendsdóttir píanó-
leikari skemmti félögum Tón-
listarfélagsins á fyrstu hljóm-
leikum þess 1985 hinn 5. janú-
ar. Edda er mjög músíkalskur
og vandaður tónlistarmaður,
sem víða hefur gert garðinn
frægan, nú síðast í Svíþjóð þar
sem umsagnir voru allar í efsta-
stigsorðum. Efnisskráin nú,
með verkum eftir Mendelson,
Schumann, Debussy og
Chopin, og þau Þorkel Sigur-
björnsson og Karólínu Eiríks-
dóttur, var með fáum undan-
tekningum „innhverf moll-
tónlist", og báru tónleikarnir
að sjálfsögðu keim af því. Hins
vegar tel ég, sem tilheyri þeirri
kynslóð sem telur Sviatóslav
Richter og píanóstíl hans mest-
an og bestan, að Edda hefði
annað hvort mátt spila hraðar
á köflum, eða með meiri
þunga. Því þrátt fyrir allt er
það tilgangur tónleika að hafa
áhrif á áheyrendur á einn veg
eða annan, helst svo sem tónlist-
in segir til um. Mér fannst sem
sagt vanta kraft og lit í flutning-
inn, svo fágaður og vandaður
sem hann var.
Edda Erlendsdóttir er að
talsverðu leyti franskmenntuð.
enda held ég að flutningur
hennar á Kátu eyjunni eftir
Debussy hafi verið alveg réttur
- a.m.k. var verkið mjög
skemmtilegt að heyra. Einna
mest fútt var þó í Eins konar
rondo (1984) eftir Karólínu,
sem nú var frumflutt á íslandi,
en samið var sérstaklega handa
Eddu til að flytja á Alþjóðlegri
tónlistarhátíð kvenna í París
sl. október. Ég hef enga kunn-
Píanótónleikar Eddu Erlendsdóttur