NT - 11.01.1985, Side 13

NT - 11.01.1985, Side 13
■ Sally Ride er fyrsti banda- ríski geimfarinn af kvenkyni. Rússar státa að vísu af fyrsta kvengeimfaranum, Valentinu Tereshkova, sem var skotið út í geiminn á árinu 1963, en þar sem Sally hafði vit á því að vera óvenju stórvaxin af konu að vera og sneri þannig á þá sem framleiða geifarabúning- ana, og það aðeins í karl- mannsstærðum, er full ástæða til að útnefna hana sem „Fyrsta geimkonan". ■ Nastassja Kinski, fegurð- ardís, ógift móðir og stjarna í 17 myndum, $em fóru á mark- að á árinu 1984, hefur sýnt fram á að það er engin þörf á að hafa hinn minnsta snefíl af leikhæfíleikum, ef aðeins útlit- ið er í lagi. ■ Lisa Marie kemur til með að erfa allan auð föður síns þegar hún verður 25 ára. Ekki hefur hún reyndar mikið á milli handa eins og er, því að hún hefur mjög takmarkaða vasa peninga, og er þá miðað við venjulega eyðslu skólafólks og ekkert fram yfír það. Lisa Marie var oft hjá pabba sínum, þó foreldrar hennar hefðu skilið, og hún dvaldist á Graceland þegar faðir hennar dó. ■ Ginger Alden var síðasta manneskjan sem sá Elvis Presley á lífí 16. ágúst 1977. Ginger er svarthærð Súðurríkjastúlka. Hún bjó síðustu mánuðina með Presley í Graceland stórhýsi hans. Ginger segir að hann hafí kropið fyrir sér og beðið sín og síðan sett hring á fíngur henni, og hún varð svo lukkuleg að hún grét. „Ég ber enn hringinn og mun alltaf gera það“, hefur Ginger sagt. Hún segir einnig, að Elvis og hún hafí átt indælar stundir saman, stundum hafí þau lesið saman í biblíunni, en líka setið í hugleiðslu. ■ Sarah Tisdall áleit það skyldu sína að brjóta trúnað við yfírmenn sína og skýrði frá eldflaugaflutningi í heimildar- leysi. Mikið varð hún hissa, þegar blaðið Guardian, sem hún hafði treyst að þegði yfír því hver hefði Ijóstrað upp leyndarmálinu, brást trúnaði hennar. ■ Zola Budd, suður-afríska hlaupadrottningin, sem tókst að upplýsa að innanríkisráðuneytið breska getur verið snart í snúningum, þegar að því kemur að veita ríkisborgararétt í Bretlandi. Það eina sem umsækjandinn þarf að hafa til að bera er að vera hvítur, afburða manneskja í íþróttum á Ólympíuári og skjólstæðingur Daily Mail. Föstudagur 11. janúar 1985 ■ Ruth Lawrence var að vísu hæst í stærðfræði í sínum bekk í Oxford. En það er þó barna- leikur miðað við | þau ósköp, þegar hún lenti á milli tann- anna í einum aðaltalsmanni fornra kvenlegra dyggða í Bretlandi, Victoriu Gillick, sem hélt því blákalt fram opin- berlega, að stærðfræðisnill- ingurinn væri ófær um að fara ein til læknis vegna vanþroska! ■ Linda Thompson varð kærasta Presleys eftir skilnaðinn við Priscillu, en það varð aldrei úr hjónabandi hjá þeim. Hún gafst upp á sambandinu nokkrum mánuðum áður en rokk-kóngurinn lést. Nú er Linda gift íþróttahetju, Bruce Jenner, og hann tók þátt í Ólympíuleikunum. Þau eiga 2 börn. Linda segir um Elvis: „Hann var góður náungi, en frægðin og peningarnir fóru illa með hann, og má segja að hafí eyðilegt líf hans“. ■ Jayne Torvill gaf löndum sínum kost á því að geta sprungið af þjóðarstolti eftir sigurinn í listdansi á skautum á Ólympíuleikunum. Hún hefur ekkert látið á sig fá, þó að hún sé oröin flestum gleymd núna. ■ Victoria Gillick, sem gerði sitt besta til að koma óorði á Ruth Lawrence, hefur afrekað að skipta bresku þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Ann- ars vegar þá, sem dá hina fórnfúsu móðurímynd, heil- brigða og töfrandi, sem hún hefur komið sér upp og heimt- ar að allar aðrar konur geri líka, og hins vegar þá, sem vildu helst útrýma henni. ■ Priscilla var barnung þegar hún kynntist Elvis Presley í Wiesbanden í Vestur-Þýskalandi, en þá var EIvis í bandaríska hernum þar. „Við urðum bálskotin við fyrstu kynni, “ sagði Priscilia. Þau giftust seinna, eða 1. maí 1967 og eignuðust dótturina Lisa Marie, sem nú er 17 ára. Hjónabandið stóð í 5 ár, en þá fluttist Priscilla burt frá Gracelands, en þau héldu samt góðu sambandi og engar slúðursagnir urðu vegna skilnaðar þeirra. ■ Indira Gandhi, voldugasti stjómmálaskörungur af veikara kyninu, sem er jafnvel enn voldugri látin. „Kona ársins“ ■ Margaret Thatcher sýndi það og sannaði, að hún er gjörsamlega ómóttækileg fyrir reiði, sprengjuárásum, ógnun- um fortölum, atvinnuleysi... Það er vinsæll leikur margra aðila að velja „konu ársins“ cða „karl ársins“. Fer þetta val oftast fram í fúlustu alvöru og beinist þá að þeim, sem þykja sérstaklega virðing- arverðir fyrir framúrskar- andi úrangur. En svo eru aðrir, sem ástunda þetta val í hálfkæringi og gefa þá einhvers konar skýringar með. í enska blaðinu The Observer hefur Katharine Whitehorn upp á sitt eigið eindæmi útnefnt nokkrar i konur, sem mega bítast um titilinn „Kona ársins" og cru sumar skýringar henn- ar allkyndugar. 1 formáls- orðum sínum að útnefning- unni segir hún m.a.: Eg ætla ekki að úthluta verð- launum til kvenna fyrir að hafa sýnt frábæra frarnmi- stöðu, hvað þá að gefa glóðarauga. Þessar konur, sem nefndar eru hér á eftir, hafa einfaldlega ekki kom- ist hjá því að hafa náð athygli almennings á árinu 1984. Sumar þeirra eru stórkostlegar, aðrar aumk- unarverðar. Lescndur geta sjálfir ákveðið í hvor- um flokknum hver þeirra lendir! ■ Sade afrekaði það að eiga eltt söluhæsta plötualbúmið á markaði á sl. ári, þrátt fyrir harða samkeppni frá fígúrum eins og Boy George, sem lítnr út cins og ólöguleg stclpa, Marilyn, sent grunur leikur á að sé strákur, og Michael Jackson, sem ekkert skal full- yrt um heldur. ■ Geraldine Ferraro braut endanlega á bak aftur þá bá- bilju að konan sé eign mannsins, enda hafa eignir ■nanns hennar verið óþægilega í sviðsljósinu. Hún braut líka ísinn, þegar henni var falið það hlutverk að annað hvort feykja Mondale í forsetaembætti eða jarðsetja endanlega alla drauma hans um að hreppa hnossið, þ.e.a.s. ef bandarískir kjósendur tækju yfírleitt eftir því að kona var í framboði til varaforseta. ■ Geraldine James sýndiog sannaði að hún er mikil og góð leikkona í Dýrasta djásninu, líklega einum of góð, því að hún fínnur ekki náð fyrir aug- um leikstjóra, sem ráða yfir stjörnuhlutverkum. Þcir hafa bafa augun á Nastassja Kinski og álíka fyrirbærum. 13

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.