NT - 11.01.1985, Blaðsíða 23
■ Matthías Einarsson var besti maður KR í leiknum gegn ÍS í gærkvöldi, skoraði 24 stig og hitti
mjög vel. Hér er hann í baráttu undir körfunni (nr. 11). NT-mynd Ari
Evrópuleikur FH
á sunnudaginn kemur
■ Fyrri leikur FH og
hollensku meistaranna í 8 liða
úrslitum Evrópukeppni meist-
araliða verður háður á sunnu-
daginn kemur í Laugardalshöll-
inni og hefst viðureignin kl.
20.30.
Þessi leikur er. mjög mikil-
vægur fyrir FH-inga ef þeir ætla
sér að komast í undanúrslitin.
Hagstæð úrslit á heimavelli eru
hverju liði nauðsyn í keppni
sem þessari og geta áhorfendur
skipt sköpum, eins og gerðist
er FH vann hið fræga stórlið
Honved í desember síðastliðn-
um hér í Höllinni.
Hollenska liðið hefur orðið
meistari þrjú síðastliðin ár og
sigraði franska liðið Marseilles
í síðustu umferð.
Föstudagur 11. janúar 1985 23
________Iþróttir______
Á köflum eins
og pollaæfing
- leikleysa hjá KR og ÍS í gærkvöldi
■ Leikur ÍS og KR var eins
og minniboltaæfing meiri hlut-
ann af seinni hálfleik. Boltan-
um var grýtt í áttina að körfu
andstæðinganna og svo hlupu
allir eins og þeir ættu lífið að
leysa á eftir honum og allir
leikmennirnir á vellinum lentu
í einni kös.
En þrátt fyrir þetta skoruðu
liðin 182 stig samtals og ber það
vitni lélegum varnarleik en ekki
góðum sóknarleik.
KR-ingar stóðu uppi sem
sigurvegarar að lokum, skor-
uðu 102 stig gegn 80 stigum ÍS.
Staðan í hálfleik var 46-36.
Fyrri hálfleikur var öllu ró-
legri þó ekki hafi verið leikinn
góður körfubolti. KR-ingar
höfðu yfirhöndina en ÍS var í
seilingarfjarlægð og minnkaði
muninn niður í 2 stig á milli
þess sem KR hafði 10 stiga
forystu.
I seinni hálfleik komust KR-
ingar fljótlega 22 stig yfir 62-40
en ÍS minnkaði þann mun í
64-66. Fljótlega upp úr því
hætti maöur að geta fylgst
nokkuð að gagni með og áður
en auga væri blikkað var staðan
orðin 93-67 fyrir KR. Ringul-
reiðin var svo mikil að ómögu-
legt var að átta sig á því hvað
sneri upp og hvað niður. í>að
var eins og áhorfendur væru að
fylgjast með borðtennisleik,
hausarnir heyfðust svo hratt til
hliðanna.
Guðmundur Jóhannsson átti
góðan leik hjá ÍS og var besti
maðurinn á vellinum. Hann
skoraði 31 stig, hirti 15 fráköst
og varði 4 skot. Hreint frábært.
Hjá KR var Matthías Einars-
son bestur, hitti mjög vel og
skoraði 24 stig.
Annars vantaði KR-ingana
tilfinnanlega fráköst, þeir
höfðu ekki roð í Guðmund.
Spilið og yfirvegun vantaði í
bæði liðin svo og varnarleik,
hann var lélegur.
■ Meðlimir hins sigursæla
OL-liðs Bandaríkjamanna í
hjólreiðum voru „blóðdópað-
ir“ fyrir keppnina að sögn tíma-
ritsins Rolling Stone. „Blóð-
dópun“ felst í því að blóð er
tekið úr keppendum nokkru
fyrir keppni en síðan dælt aftur
í þá rétt áður en keppnin hefst.
Meðal þeirra sem nefndir
voru eru Steve Hegg, gullverð-
launahafi, Leonard Nits sem
vann til bronsverðlauna. Brent
Emery og Rebecca Twigg sem
unnu til silfurverðlauna.
Að minnsta kosti þrír aðrir
Stigin í leiknum skoruðu:
Fyrir ÍS: Guðmundur 31, Árni 15, Jón
10, Ragnar 8, Ágúst og Karl 6, Eiríkur og
Helgi 4.
Fyrir KR: Matthías 25, Ólafur 24,
Guðni 16, Ástþór 11. Þorsteinn 10, Birgir
M. 8, Birgir J. 4, Jón og Ómar G. 2.
Enski dómarinn Rob Illiff
dæmdi í gær sinn fyrsta leik og
lofar ekki góðu. Það má segja
honum til málsbóta að það hafi
ekki verið hægt að dæma þessa
endaleysu en hann var ekkert
betri í þessum leik en okkar
dómarar eru yfir höfuð.
fengu blóð en urðu fyrir slæm-
um eftirverkunum og stóðu sig
illa á Ólympíuleikunum.
Framkvæmdastjóri hjól-
reiðaliðsins, Mike Fraysse,
neitaði ekki þessum ásökununt
heldur sagði að þetta væri ekki
ólöglegt samkvæmt lögum Al-
þjóða Ólympíunefndarinnar.
Að sögn blaðsins var litlu
hótelherbergi breytt í „blóð-
dópsverksmiðju" og blóðið
sem dælt var í keppendurna
hafði hlotið sérstaka meðferð
svo það framleiddi mikið af
rauðum blóðkornum, en í því
voru engin önnur efni, að sögn.
Bandarískir hjólreiðamenn á ÓL:
„Blóðdópaðir"
fyrir keppni
Tengd
verð-
tiyggingu
Há og örugg ávöxtun.
Kjörbókin gefur 35% ársvexti strax frá
innleggsdegi.
Verðtrygging.
Til að tryggja öryggi Kjörbókarinnar er
ávöxtun hennar borin saman við ávöxtun 6
mánaða vísitölutryggðra reikninga í árslok.
Ef vísitölutryggðu reikningarnir ávaxta bet-
ur fær Kjörbókareigandi verðtryggingar-
uppbót að viðbættum gildandi ársvöxtum 6
mánaða vísitölutryggðra reikninga.
LANDSBANKINN
Græddur cr i’cynulur cyrir