NT - 11.01.1985, Qupperneq 24
Við tökum við ábendingum um fréttir alian sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir til
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
I—
V
Amfetamínsmyglið:
Tveggja mill-
jóna hreinn gróði
Sunnanvindur...
■ Það verður sunnanátt og
rigning um nær allt land um
helgina. Og ekkert meira um
það að segja.
elgarveðrið
7
J 4
■ Ætla má að amfetamín
sem lögreglan gerði upp-
tækt nú í vikunni hefði
gefið handhöfum þess 2,1
milljón króna í hreinan
gróða. Kaupverð þess er
talið hafa verið 400 þúsund
en söluverð um 2,5 milljón-
ir. Eins og fram kom í NT í
gær sitja þrír nú í gæslu-
varðhaldi vegna smygls á
120 grömmum af amfeta-
míni en nokkuð til viðbótar
fannst við húsleit. Efnið
var ætlað til sölu og eigin
neyslu.
10 grömmum af amfetamíni
var framvísað til viðbótar við
þau 140 sem komin voru fram
við yfirheyrslur í gærdag. Alls
tengjast 10 einstaklingar þessu
máli en ekki var talin ástæða til
að halda nema þremur þeirra
inni.
Efnið, sem hér um ræðir, er
óþynnt amfetamín og má ætla
að það eigi eftir að þynna
fimmfalt. Söluverð hvers
gramms á íslandi er svo um og
■ yfir 3500 kr. þannig að heildar-
verðið er um 2,5 milljónir. í
Amsterdam, þar sem efnið er
keypt, sagði Arnar Jensson hjá
fíkniefnalögreglunni aftur á
móti að efni þetta gengi á um 50
hollensk gyllini grammið, (575
krónur) þannig að heildarkaup-
verð þess er rétt rúm 400
þúsund.
Þremenningarnir voru úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald í
gærmorgun frá 5 og upp í 30
daga.
■ Ekið var á gangandi mann á gangbraut á Kleppsvegi á móts við Laugarásbíó. Maðurinn fótbrotnaði.
NT-mynd: Sverrir
■ Sigrún Edda Lövdal dregur nafn vinningshafa í áskrifendagetraun
NT. Haukur Haraldsson, markaðsstjóri, Kjartan Ásmundsson, dreif-
ingarstjóri og fulltrúi borgarfógeta fylgjast með. NT-mynd: Ari
■ Kjartan Ásmundsson, dreifingarstjóri afhendir Gunnari lyklana að bifreiðinni. Við
hlið Gunnars standa þær Kristín Gunnarsdóttir og Jónína Bender.
NT-mynd: Ari
Vinningshafi fær nýjan bíl frá NT
■ Fimmtíu og timm ára gamall húsvörður í Austurbæjarskóla,
Gunnar Hallgrímsson datt heldur betur í iukkupottinn í gær er
Kjartan Ásmundsson, dreifingarstjóri NT, afhenti honum lykla
að nýjum Opel Corsa, að verðmæti 305.000 krónur.
Nafn Gunnars var dregið úr fjölda réttra úrlausna í áskrifenda-
getraun er NT stóð fyrir á heimilissýningunni í haust.
Gunnar var á árum áður húsa- ( vinnuslysi fyrir 15 árum og
smiður á Selfossi, en slasaðist starfaði eftirþaðsem húsvörð-
ur við Gagnfræðaskólann á
Selfossi, en er nú nýfluttur til
Reykjavíkur.
Gunnar, sem er ekkjumað-
ur, er að kaupa íbúð í höfuð-
borginni svo „þetta kemur sér
mjög vel núna,“ sagði hann.
Að sögn Kjartans hefur fólk
sýnt getrauninni mikinn áhuga
en þátttaka var mikil meðal
nýrra áskrifenda á heimilssýn-
ingunni, sem voru vel á annað
þúsund.
Vinningshafinn nú hefur
verið áskrifandi að Tímanum
og NT í 35 ár, eða frá 25 ára
aldri og er því vel að vinningn-
um kominn.
Hann sagði blaðinu upp í
vor er hann flutti til Reyk javík-
ur, en gerðist síðan aftur
áskrifandi á heimilissýning-
unni.
Getraunin var með þeim
hætti að nýjum áskrifendum
að NT gafst kostur á að svara
nokkrum léttum spurningum
og í gær dró síðan Sigrún Edda
Lövdal, starfsmaður NT, úr
réttum lausnum.
Garðaskóli í Garðabæ:
Innbrot og spellvirki
■ Mikil skemmdarverk
voru unnin í Garðaskóla í
Garðabæ í fyrrinótt og stol-
ið þaðan peningum að upp-
hæð 11 þúsund krónur. 12
hurðir voru spenntar upp
þar inni svo karmar
skemmdust, farið var inn á
skrifstofur og skemmdar-
verk unnin og víða hlutir
skemmdir.
Talið er að spellvirkinn hafi.
farið inn í skólann þegar fundur i
stóð þar yfir snemma í gær-
kvöldi og látið síðan læsa sig
inni. Málið er óupplýst.
Að sögn Helga Daníelssonar
yfirlögreglu hjá Rannsóknar-
lögreglu hafa innbrot í skóla á
höfuðborgarsvæðinu færst mjög
í vöxt á undanförnum árum.
■V
hi:l(.arblai>
helgarblaðinu er nóg að gerast
að vanda. Einn blaðamanna
okkar fór suður að Kaspíahafi á
dögunum og ræðir við einn
tíræðan suður í Kákasus. Þá er
spjallað um skáldkonuna Gertrud
Stein, sem hafði opið hús fyrir
snillinga Parísar á sínum tíma.
Einnig rifjum við upp hvað var að
gerast á vígstöðvum úti í heimi
fyrir 40 árum, segjum frá
tveimur söngleikjum
í Reykjavík o.fl. o.fl...
mm mm mmm mm i
Dópað
verð-
mæti
2,5 m