NT - 22.01.1985, Síða 2

NT - 22.01.1985, Síða 2
la Þriðjudagur 22. janúar 1984 Einvígi Karpovs og Kasparovs: Með skárri jafnteflisskákum^ ■ Lengsta einvígi skáksögunnar hcldur enn áfram meö vaxandi jafnteflisþunga. 38 jafntefliö í 44 skákum sá dagsins Ijós í gærkvöldi eftir talsvert snarpa haráttu þar sem áskorandinn teygöi sig fast eftir vinningi en komst hvergi. Þótt ekki sé hann hár í loftinu þá er cngum hlöðum um þaö að lletta aö Anatoly er einhver mesti skákherforingi sem uppi hefur verið og mætti gjarnan kallast Napóleon skákhorðsins, en sá góði maöur lét sér nægja aö vega mcnn en Karpov vegur hins vegar að skákáhuga milljóna manna um heim allan með einkar litlausri taflmennsku og fær til þess góöa aðstoð frá mótstööumanninum. 44 skákir cr of mikið og þarf FIDE aö breyta rcglunum um heimsmcistaraeinvígi í fyrra horf. Ákvcðinn skákafjöldi rekur á eftir mönnum með vinningstilraunir eins og varð t.a.m. raunin í „einvígi aldar- innar" hér í Reykjavík 1972. Skák gærdagsins fcr hcr á eftir. Hún er athyglisverð fyrir þær sakir að þar töku þeir fclagar til við nýja byrjun, spænska leikinn: 44. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RI3 Rc6 (Karpov leggur Petroffs - vörnina til hliðar enda tókst áskorandanum aö hafa upp úr honum hvaða afbrigði hann tefldi svörtum hættulegast þeg- ar þeir mættust í 41, skákinni en þá beitti Kasparov Petroffs - afbrigðinu í fyrsta sinn á skák- ferli sínum. Spænski lcikurinn hefur um 10 ára skeið verið aðalvopn Karpovsgegn kóngs- peðsbyrjun.) Árni er í náðinni! ■ Á sínum tíma var sagt frá því hér í NT að útvarps- ráð hefði hafnað tilboði Árna Hjartarsonar, formanns her- stöðvaandstæðinga, um flutning þriggja erinda um friðarmál. Þetta gerðist á sama tíma og yfir stóð í útvarpi erindaflutningur Hannesar Gissurarsonar, en þeir Árni eru ekki beinlínis vopnabræður í þessum málum, og þótti ýmsum sem meirihluti útvarpsráðs (í þessu tilfelli sjálfstæðismenn og varafulltrúi Alþýðu- flokksins) mundi fremur hafa haft hugann við annað en hlutleysisreglur útvarpsins. Árni Hjartarson er hins vegar ekki einn þeirra sem gefast upp við lítils háttar andbyr og hann gerði útvarp- inu tafarlaust annað tilboð - um flutning sömu erinda. Þetta nýja tilboð Árna var tekið fyrir á fundi útvarps- ráðs á föstudaginn. Að þessu sinni var aðalfulltrúi Alþýðu- flokksins, Eiður Guðnason, mættur á fundinum og reynd- ist hann fylgjandi erinda- flutningi Árna. Sjálfstæðis- mönnum tókst því ekki að fella þennan erindaflokk með hjásetu eins og síðast. Eru þetta að sjálfsögðu hin hörmulegustu tíðindi, en þeim er nú samt komið á framfæri hér með. Var Haraldur plataöur? ■ Á fundi útvarpsráðs sl. föstudag talaði Haraldur Blöndal gegn flutningi út- varpssögunnar „Morgun- verður meistaranna" eftir Kurt Vonnegut, á þeim for- sendum að hún væri mjög klámfengin. Að því er dropa- teljari hcfur sannfrétt, mælt- ist Haraldur til þess aö flutn- ingur sögunnar yrði tafalaust stöðvaður. Einhverjar umræður munu hafa orðið á fundinum um betta mál og kom þá í ljós að Haraldur hafði ekki haft fyrir því að hlýða sjálfur á lesturinn, hcldur höfðu aðrir upplýst hann um klámið! Ekki hefur dropateljari spurnir af öðru en útvarps- sagan verði lesin áfram! Engirhundadagar fyrir vestan! ■ Menningin blómstrar á Vestfjörðum, eins og annars staðar á landinu og um þessar mundir er „Þið munið hann Jörund" eftir Jónas Árnason sýnt við góða aðsókn í félags- heimilinu á Hnífsdal. Til að skapa stemmningu og gera leikritið sem trúverðug- ast hefur félagsheimilið verið innréttað sem krá og geta leikhúsgestir sötrað bjórsopa meðan á sýningu stendur. Mun þetta hafa mælst vel fyrir og ekki örgrannt um að þar kunni að liggja skýringin á vinsældum leiksins vestra. að mati dropateljara. Hvað um það, er á meðan er og eftir því sem við höfum fregnað þá er ekki önnur bjórhús að venda þar í sveit svo Vestfirðingum er ekki of gott að bregóa sér í leikhús til að drekka bjórlíki og fá skemmtilega leiksýningu í kaupbæti. 3. 151*5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel 1*5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 (Vinsælasta leiðin um þessar mundir en svartur á ótal aðra leiki sem Karpov hefur raunar flestum beitt s.s. 9. - Rb8, 9. - Ra5 9. - h6, 9. - Be6 9. - He8, 9. - a5 svo nokkrir séu nefndir.) 10. d4 He8 11. a4 (Skarpasta svarið og gat Karpov vitað það fyrir víst að áskorandinn myndi beita þess- um leik.) 11... h6 12. Rbd2 exd4 (Hér er oftast 12. - Bf8 og eftir 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4. Með textaleiknum vill Karpov hindra að biskup hvíts nái að snúa til c2). 13. cxd4 Rb4 14. I)e2 B18 15. e5 Bc6 16. axl*5 Bxb5 ■ Karpov 17. Ddl Rfd5 18. Re4 c6 19. Rc3 Hb8 20. Rxb5 axb5 (Hvítur hefur örlítið rýmri stöðu en Karpov hefur á hinn bóginn byggt upp trausta stöðu sem ekki verður auðvelt að brjótast í gegnum.) 21. exd6 Bxd6 22. Bd2 Dc7 23. Dbl Dd7 (Mér sýnist þetta vera dæmi- gerður leikur fyrir þetta ein- vígi. Hvítur hugðist leika 24. Df5 og er þó ekki að sjá að hann hefði haft mikið upp úr krafsinu. Karpov vill enga áhættu taka og hindrar þann leik þegar í stað.) 24. Re5 Bxe5 25. Hxe5 Hxe5 26. dxe5 c5 (Biskupaparið færir Kasparov Glasið bjargaði sýningunni ■ Milli skinns og hörunds, leikrit Ólafs Hauks Símonar- sonar. hefur runnið skeið sitt á cnda í Þjóðleikhúsinu. Skoðanir manna á stykkinu hafa verið ærið misjafnar, svona rétt eins og gengur og gerist. Dropateljari veit af einum, sem fór á lokasýning- una á laugardag og fannst allt heldur mislukkað. Einn Ijós punktur var þó í sýning- unni og var sá ekki höfundin- um aðþakka, heldur forsjón- inni. I einu af hinum mörgu æðisköstum leikaranna á sviðinu, tók vatnsglas eitt upp á því að rúlla lengra en það átti að gera samkvæmt handriti og fyrirmælum leik- stjóra. Sviðið er nefnilega hallandi og það endaði með því, að glasið datt fram af, fyrir fætur eins áhorfandans á fyrsta bekk. Á meðan horfði ein leikkonan á eftir því með angistarsvip. Áhorf- andinn var liins vegar svo kurteis, að hann skilaði glas- inu aftur upp á sviðið, þar sem það mátti dúsa uns ein- hver úr leikmunadeildinni tók þaó til handargagns Iöngu seinna. Það var lán í óláni. að ekki þurfti aö nota glasið í millitíðinni. ■ Kasparov enga gleði í þessari skák. Ridd- ararnir og sterk peðastaða á drottningarvængnum tryggja jafnvægi stöðunnar.) 27. De4 c4 28. Bdl Rd3 29. Bg4 Db7 30. Dd4 (Eða 30. Bf3 Db6! o.s.frv.) 1111« li 11 B&llll 30. .. Db6! (Dæmigerður Karpovs - leik- ur. Hann þurfti að huga að margvíslegum möguleikum hjá hvítum s.s. 31. e6, 31. Bf3 eða 31. Ha7.) 31. Dxd5! (Best. Ef 31. Dxb6 Rxb6! (ekki 31. - Hb6 32. Ha8+ Kh7 33. Bf5 + g6 34. Bxd3 cxd3 35. Hd8 og svartur tapar peði.) j fellur B2-peðið.) 31. ..Dxf2+ 32. Kh2 Dxd2 33. Hfl (Svartur virðist enn í vanda vegna þess að hann getur ekki valdað f7 - reitinn með góðu móti og með falli f7 - peðsins gerist frelsinginn á e - línunni ansi nærgöngull. Karpov finnur einu vörnina.) 33.... Dg5 34. Dxf7+ Kh8 35. e6 Re5 36. Df5 Rxg4+ 37. hxg4 He8 38. Dxg5 Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék þennan leik. Framhaldið gæti orðið 38. - hxg5 39. Hf5 Hxe6 40. Hxb5 He2 o.s.frv. Staðan er því enn óbreytt. Karpov hefur hlotið fimm vinninga, Kasparov einn. 45. skákin verður tefld á miðviku- daginn. Með aukinni baráttu- hörku þyrfti ekki að koma á óvart að þá drægi til tíðinda. Helgi Ólafsson skrifar Sæbjörgin reist við: „Upptuggin af grjóti“ Ætla að leggja veg að skipinu og bjarga nýtilegu ■ Sæbjörgin, loðnubátur- inn frá Vestmannaeyjum sem strandaði við Stokks nes ídesembermánuði, var á sunnudag komið á réttan kjöl eftir margra vikna þrotlausa vinnu félaga úr Hornafjarðadeild SVFÍ. Aftakaveður er nú á Horna- firði og bíða björgunarsveitar- menn þess að veður lægi og ætla þá að leggja veg að skipinu og ná úr því þeim hlutum sem nýtanlegir eru. „Hún var upptuggin af grjót- inu," sagði einn björgunarsveit- armanna aðspurður af NT um ástand síðunnar sem lá ofan á klöpp. Sæbjörgin er eign björgunar- sveitarinnar eftir að tryggingafé- lag skipsins gaf þeim hana og vonast þeir til þess að geta haft nokkuð upp úr krafsinu. Fjöldi af sverum stálvírum halda skip- inu uppi og til þess að geta rétt hana við varð meðal annars að sprengja grjót undan henni. Björgunarsveitarmenn hafa einu sinni áður komið henni í rétta stöðu en misstu hana þá niður aftur. Óveður nú gæti fellt hana að nýju. fcFto'tstotfoolunum Bíðið þið rólegir þar til ég gef merki strákar

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.