NT - 22.01.1985, Síða 5
Vestmannaeyingar viija nýjan banka
Þriðjudagur 22. janúar 1984 5
Forsenda þess að eðlilegt
viðskiptalíf geti þróast
■ Bjössi bolla, ein af
persónum Magnúsar.
■ í nepjunni og garranum síðustu daga er gott að geta tyllt sér á
SkjÓiSælUm Stað. NT-mynd: Ámi.
■ „Eins og er er allt fjár-
streymi til Reykjavíkur og við
teljum að megi minnka það
m.a. með því að fá hingað nýjan
banka,“ sagði Bragi Ólafsson
einn fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórn Vestmanna-
eyja við NT en hann hefur flutt,
ásamt Sigurbjörgu Axelsdóttur,
tillögu um að bæjarstjórn Vest-
mannaeyja beiti sér fyrir því að
annar banki verði starfræktur í
Vestmannaeyjum.
í greinargerð með tillögunni
kemur fram að 12% útflutnings-
tekna landsmanna sé aflað í
Vestmannaeyjum og það verði
að teljast óeðlilegt að bæjar-
félagið hafi aðeins einn banka,
Útvegsbankann, sem varla virð-
ist geta annað sjávarútveginum,
hvað þá öðrum atvinnugrein-
um, auk Sparisjóðs Vestmanna-
eyja. Er því haldið fram að til
þess að eðlilegt viðskiptalíf geti
þróast í Vestmannaeyjum sé
nauðsynlegt að annar banki
verði starfræktur þar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hefur vísað tillögunni til bæjar-
ráðs sem óskað hefur eftir fundi
með forsvarsmönnum Útvegs-
bankans og Sparisjóðsins um
innláns- og útlánsstarfsemi
bankans og á grundvelli þeirrar
greinargerðar verður málið tek-
ið fyrir að nýju í bæjarstjórn,
ekki seinna en um miðjan næsta
mánuð.
Að sögn Braga er hér ekki
verið að ráðast á einn eða neinn
með því að óska eftir nýjum
banka heldur er vonin sú að
koma á breiðara og betra at-
vinnulífi í Vestmannaeyjum.
Eins og málin standa núna fær
fólk í nýjum atvinnurekstri ekki
nægilega góða fyrirgreiðslu í
Vestmannaeyjum þannig að
það bindur fjármagn sitt í
Reykjavík og fær fyrirgreiðslu
þar, meðan eðlilegra væri að
það hefði viðskipti við lána-
stofnanir sem væru í Vest-
mannaeyjum.
Magnús
með
skemmti*
dagskrá
■ Þorrablót og árshátíð-
ir landsmanna fara í hönd
og þá er oft leitað til
skemmtikrafta um sprell
og gaman.
Magnús Ólafsson
skemmtikraftur og leikari
hefur sett saman skemmti-
dagskrá fyrir alla aldurs-
hópa með söng, eftir-
hermum og gamanmáli og
ætti því að geta létt skapið
í skammdeginu hjá
landanum.
Hafnarfjörður:
65 útköll hjá
slökkviliðinu
■ Slökkviliðið í Hafnarfirði
var kallað 65 sinnum út vegna
elds á síðasta ári en alls voru
útköll 84 talsins. Árið á undan
voru útköll 76, þar af 63 vegna
elds.
Mestu tjónin urðu er eldur
kom upp í hesthúshlöðu við
Kaldárselsveg í september og
vegna sprengingar er varð þann
4. október við Trönuhraun 7.
Flutningar með sjúkrabifreið
urðu 1102 á árinu 1984 og eru
það 17 færri en árið á undan.
140 þessara útkalla voru bráða-
tilfelli, vegna slysa og annarra
áfalla.
Talsverð brögð hafa verið að
því að slökkviliðið hafi verið
kvatt til vegna íkveikju í rusli,
en það er bannað samkvæmt
lögreglusamþykkt að kveikja í
rusli og er fólki bent á að fara
heldur með úrgang á sorphauga
bæjarins.
Innbrot og bílveltur
Ölvun á Akureyri
Frá Halldóri Ásgcirssyni fréttaritara
NT á Akureyri:
■ { nógu var að snúast
fyrir lögregluna á Akur-
eyri um helgina. Brotist
var inn í ullarverksmiðj-
una Gefjun og þar unnin
skemmdarverk. Þá urðu
tvær bílveltur, 10 árekstr-
ar og tvær ákeyrslur um
helgina. Talsvert eignar-
tjón varð en engin meiðsl
á fólki. Snjór, sem kyngdi
niður fyrir helgi, olli hálku
á Akureyri og nágranna-
bæjum.
Brotist var inn í Gefjun
á Gleráreyrum aðfaranótt
sunnudags og miklar
skemmdir unnar, m.a.
rúður brotnar á austurhlið
hússins svo og útihurð.
Víða hafði verið farið um
innandyra, millihurðir
brotnar upp svo og skjala-
skápur ög skúffur rifnar úr
skrifborðum. í fljótu
bragði virðist sem ekkert
fémætt hafi horfið en lög-
reglan vinnur að rannsókn
málsins.
Tvær bílveltur urðu á
Ólafsfjarðarvegi, báðar í
nánd við bæinn Hof í Arn-
arneshreppi. í öðrum bíln-
um voru hjón og sluppu
bæði ómeidd en bíllinn
skemmdist talsvert. í hin-
um bílnum var kona með
þriggja ára barn og sluppu
bæði ómeidd en bíllinn er
talinn ónýtur.
Þá var ekið á tvo kyrr-
stæða bíla á Akureyrarbæ
um helgina en í báðum
tilvikum forðaði tjónvald-
ur sér.
Utanríkismálanefnd Framsóknarflokksins:
Ráðstefna um
öryggismálin
á nokkrum mánuðum
■ Símahallæri á höfuð-
borgarsvæðinu ætti að fara
að heyra sögunni til - að
sinni a.m.k. - þar sem Póst-
ur og sími hefur unnið að
fjölgun símanúmera á
hverri stöðinni á fætur ann-
arri nú undanfarna mánuði,
að sögn Þorvarðar Jónsson-
ar verkfræðings. Taldi hann
að númerum hefði fjölg-
að um fjögur þúsund nú á
rúmu hálfu ári.
Þorvarður sagði 1.000
númerum hafa verið bætt
við í Landssímahúsinu og
öðrum 1.000 númerum á
Seltjarnarnesi á s.l. sumri.
í Hafnarfirði hafi verið bætt
við 500 nýjum númerum og
500 númera stækkun sem
unnið hefur verið að í Kópa-
vogi ætti að vera tilbúin
eftir 1-2 vikur. Þá sagði Þor-
varður vinnu nú á lokastigi
við 1.000 númer í nýju húsi
uppi í Árbæ sem ættu að
verða tilbúin eftir unt 2-3
vikur. Eitthvað muni þó
vanta af línulögnum inn í
húsin, þannig að nokkru
lengri tími muni líða þar til
allir hafa fengið síma frá
þessari nýju stöð. Með
henni losni svo mörg númer
í Breiðholti og frá Múla-
stöð, sem þá geti komið til
úthlutunar til fólks á þeim
svæðum. „Ég tel því að það
sé gamall misskilningur að
það sé mikil númeravöntun
unt þessar mundir,“ sagði
Þorvarður.
■ „Öryggismál þjóðarinnar
hafa löngum verið deilumál
meðal landsmanna og umræður
hafa oft einkennst meira af
tilfinningahita en rökhyggju.
Upplýsingastreymi um þessi
mál til almennings hefur oft
verið lítið og oft og tíðum áróð-
urskennt og úr því þarf að bæta.“
Svo segir í fréttatilkynningu
frá utanríkismálanefnd Fram-
sóknarflokksins um ráðstefnu
sem nefndin boðar til á laugar-
daginn undir heitinu „Öryggi
Islands og kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum". Þar
verða Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra og Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra
meðal ræðumanna
Ráðstefnan hefst kl. 10.00 á
laugardaginn á Hótel Hofi. Þar
flytja ræður og ávörp: Guð-
mundur G. Þórarinsson, Stein-
grímur Hermannsson, Þórarinn
Þórarinsson, Þórður Ingvi
Guðmundsson, Gunnar Gunn-
arsson, Geir Hallgrímsson, Páll
Pétursson, Thomas J.
Hirschfeld, bandarískur sér-
fræðingur um öryggis- og af-
vopnunarmál, Annemarie Lor-
entzen sendiherra Noregs á ís-
landi, Gunnar Axel Dahlström
sendiherra Svíþjóðar Martin Is-
akson sendiherra Finnlands, og
sovéski sendiherrann á íslandi,
Evgeniy Kosarev.
Fundarstjórar verða Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir og
Ólafur Þ. Þórðarson.
4.000 ný símanúmer á
höfuðborgarsvæðinu
Eldvarnir í Hafnarfirði:
770 orðsendingar
til húsráðenda!
■ Skoðunarmaður eld-
varnareftirlitsins í Hafnar-
firði fór á 518 staði í
Hafnarfirði og gaf út 770
orðsendingar til húsráð-
enda um endurbætur
vegna eldhættu, en í Garða-
kaupstað var farið á 102
staði og gefnar út 173
orðsendingar í sama
skyni.
Þá voru send bréf til 16
fyrirtækja sem um langan
tíma hafa ekki farið að
ábendingum eldvarnareft-
irlitsins og voru því brot-
leg við reglugerðir um
brunavarnir og brunamál.