NT - 22.01.1985, Qupperneq 7
Þriðjudagur 22. janúar 1984 7
Klakhús Veiðifélags Árnesinga að Laugabökkum í Ölfushreppi.
Myndir EH.
iskerjum, sem sjó er dælt í og
fiskurinn fóðraður þar.
Jarðhiti er víða
Eins og aikunna er, er jarð-
hiti mjög víða á Suðurlandi,
og góð skilyrði því til fiskeldis.
En svo þarf þó ekki að vera,
því fleira kemur til en einhver
jarðhiti. Það þarf að vera lind-
arvatn á staðnum, auk heita
vatnsins, helst sjálfrennandi,
það er best. Á sínum tíma
gerði fiskifræðingur Veiði-
málastofnunar athugun á
möguleikum til fiskeldis á
Suðurlandi. Náði athugunin
til um tæplega 60 staða í ll
hreppum í Árnes- og Rangár-
vallasýslu. Sýndi það sig að
víða er aðstaða til fiskeldis á
svæðinu, þó að hún sé misjöfn.
Þá hefur verið framkvæmd
borun eftir heitu vatni gagn-
gert til fiskeldis, t.d. í Ölfusi.
Og í sambandi við þá stóru
laxaseiðaeldisstöð, sem stefnt
er að því að byggja í Ölfusi, er
gert ráð fyrir að borað verði
eftir heitu vatni. Þannig er
orkan, sem nota á til fiskeldis
sótt djúpt í jörðu. Slíkri fram-
kvæmd er unnt að koma við
víðar á Suðurlandi, t.d. hefur
verið rætt um að bora eftir
heitu vatni í Landssveit, Vík í
Mýrdal og víðar.
Laxeldi í sjó
Hér að framan hefur verið
gert að umtalsefni fyrst og
fremst fiskeldi ! fersku vatni,
að undanskildu því sem greint
var frá um eldi í sjó á Stokks-
eyri, jafnframt því sem vikið
var að eldismálum, tengt Þor-
lákshöfn. Eldi á laxi í sjó með
því að nota sérstakar netkvíar
eða dæla sjó í svonefnt strand-
kvíaeldi, verður vissulega
reynt í auknum mæli hér á
landi. Reynslan sem fékkst á
Stokkseyri er góður vísir að
frekari tilraunum með eldi á
laxi í sjó á Suðurlandi. Þá má
einnig minna á strandkvíaeldi
með silung, sem var í Vest-
mannaeyjum fyrir tveimur
árum. Vitað er að sjór við
Suðurland er hlýrri en víð-
asthvar annars staðar við land-
ið og því hagstæðari til fiskeld-
is.
Góðar horfur
Ætla má, að í næstu framtíð
muni til viðbótar þeim fiskeld-
isstöðvum sem þegar eru
komnar og þeim sem eru í
undirbúningi, rísa ffeiri fisk-
eldismannvirki á Suðurlandi,
ef vel tekst til með framleiðslu
á laxi og silungi og sala á
aíurðum kemst í gott horf.
Þörfin fyrir töluvert seiðaeldi
til fiskræktar á svæðinu er
þegar fyrir hendi og verður
brýnni á næstu árum, því vissu-
lega munu víðáttumikil svæði í
ánum, ofan ófiskgengra hindr-
ana, verða tekin til ræktunar.
Þegar er vitað um 200 hektara
svæði, sem henta til ræktunar
í þessu skyni og þyrfti að
slcppaþarum l milljón sumar-
seiða, að því talið er. Þá gera
menn sér vonir um góðan
markað erlendis á laxi og sil-
ungi.
Einar Hannesson
tognnltfiifeifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
AöstoðarritstjQri
Fulltrúar ritstjóra
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Þetta ákvæði um þriggja ára
reynslutíma hefur raunar verið
haldreipi þeirra sem vilja af-
saka þann mikla hraða sem er
á þessu máli, en þeir sem engra
gróðahagsmuna eiga að gæta
hafa bent á það að miklu
eðlilegra sé að fara hægt í
sakirnar. Þetta sé óvissuspor
sem við séum að stíga og miklu
vitulegra sé að leyfa einni eða
tveim útvarpsstöðvum að reka
tilraunaútvarp í tvö ár, án þess
að of mikið fé sé lagt í fyrirtæk-
ið, staðan sé síðan metin upp
á nýtt að þeim tíma liðnum.
Það væri ógæfa þessarar
þjóðar ef til ristjórnar á
áhrifamesta blaði landsins hafa
valist menn sem rugla saman
þjóðarhag og hagsmunum
þeirra sem ætla sér að nýta hið
komandi frelsi til þess að ganga
af því dauðu.
Það er einmitt ástæða til
þess að „fjölmiðlarisinn" ís-
film fái ekki leyfi til útvarps
eða sjónvarpsrekstrar. Það er
af hinu góða að einstaklingar
fái að spreyta sig við rekstur
útvarps og sjónvarps, en það
er verra af stað farið en heima
setið ef í stað einokunar Ríkis-
útvarpsins kemur einokun
helstu auðhringa landsins.
Morgunblaðsins, Sambandsins
og DV.
Það er f rauninni sjálfsagt
mál að setja það í lög að aðilar
sem gefa út dagblöð, aðilar
sem stunda umfangsmikinn
innflutning og verslunarstarf-
semi fái ekki leyfi til þess að
reka útvarps-.og sjónvarps-
stöðvar. Aðeins þannig kom-
um við í veg fyrir hringamynd-
un á þessu sviði. Aðeins þannig
tryggjum við frelsi einstakling-
anna til aðgangs að þessum
dýrmæta tjáningarmiðli. Því
að frelsið er ekki bara frelsi
hins óvirka neytanda til þess að
sitja með fjarstýringu heima
hjá sér og skipta á milli stöðva,
frelsið er ekki síður frelsið til
þess að reka útvarps- eða sjón-
varpsstöð, til þess að eiga að-
ganga að slíkri, án þess að vera
ríkur og valdamikill í marga
ættliði.
Stjórnmálamenn
ráða engu
Raunar er útvarpslagafrum-
varpið dæmi gert fyrir það að
stjórnmálamenn ráða engu
heldur þröngur hópur
fjármálamanna í helstu fyrir-
tækjum landsins. Þannig ætla
stjórnmálamenn að láta teyma
sig til þess að þjóna hagsmun-
um gróða punga og braskara í
stað þess að þreifa sig hægt
áfram og finna út á nokkrum
árum hvaða fyrirkomulag
hentar okkur best.
Þjóð sem stendur frammi
fyrir fimm milljón króna við-
skiptahalla á næsta ári. Þjóð
sem skuldar nú þegar fjörtíu
og eitthvað milljarða eríendis
hlýtur að geta beint afgangs-
fjármunum sínum, milljóna-
i tugum, í eitthvað vitlegra en
fjöldamargar útvarps og sjón-
varpsstöðvar sem munu spila
graðhestamúsík og sýna Dallas
og Dynasty þætti dag út og
dag inn. Við það eykst ekki
frelsi nokkurs manns, en frelsi
DV og Morgunblaðsins til þess
að stjórna viðhorfum þjóðar-
innar, frelsi þeirra til að -
maka auglýsingakrókinn enn
betur, eykst.
Baldur Krístjánsson,
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
RiBtj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Márkaðsstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guðbjörnsson
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavik.
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: BlaSaprent h.f.
'BggsmmmMBmmsemBiimaimitmi&Kr'
Beðið um kraftaverk
■ I fyrradag hófst formlega annað kjörtímabil
Ronalds Reagans sem forseta Bandaríkjanna.
Eins og við er að búast, reyna sérfræðingar á
sviði alþjóðlegra stjórnmála víða um heim að
gera sér grein fyrir líklegri framvindan mála á
næstu misserum. í skrifum sérfræðinganna kenn-
ir ýmissa grasa, en þó virðast flestir þeirrar
skoðunar, að sambúð Bandaríkjanna við Sovét-
ríkin komi til með að batna á næstunni, enda
virðist margt benda til þess, að Reagan hafi nú
í fyrsta sinn fullan hug á að bæta samkomulagið
við risann í austri.
í grein á bls. 11 í NT í dag, fjallar Þórarinn
Þórarinsson, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, um
líklega þróun næstu missera og segir Þórarinn
þar m.a.:
„Sitthvað bentir til þess, að Reagan hafi á því
fullan vilja, að ná samkomulagi við Sovétríkin,
en mörg ljón eru í veginum, þótt Sovétmenn hafi
einnig svipaðan áhuga. Bæði í Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum eru áhrifamikil öfl, sem hafa
vantrú á slíkum samningum. Pá er hér um mjög
flókin og tæknileg mál að ræða, sem jafnvel
færustu sérfræðingar eiga erfitt með að koma sér
saman um. Það heyrir í raun undir kraftaverk að
ná samkomulagi um þessi mál.“
Við viljum öll búa í friðsamari heimi og
öruggari en við búum nú í. Þurfi kraftaverk, eins
og Þórarinn skrifar, til að svo geti orðið, förum
við fram á ekkert minna í upphafi þessa nýja
valdatímabils Reagans.
Sofið á verðinum
■ í viðtali, sem NT átti í gær við Arnar
Jensson, nýskipaðan yfirmann fíkniefnalög-
reglunnar, kom m.a. fram að sífellt fleiri eiturlyf
séu nú komin í umferð á íslandi. Þá hafa nýjar
aðferðir einnig borist til landsins og það á sama
tíma og verulegt peningaleysi háir embætti
fíkniefnalögreglunnar.
Því miður erum við hér að tala um mjög
alvarlegt vandamál, eins og NT hefur ítrekað
lagt mikla áherslu á í úttektum, fréttum og
leiðaraskrifum. Það er með öllu óafsakanlegt,
að yfirvöld skuli halda fíkniefnaeftirliti í lág-
marki meðan nýjar aðferðir og ný efni berast
stöðugt til landsins og verða til þess að ný og ný
fórnarlömb falla í valinn. Hér hefur of lengi
verið sofið á verðinum og kominn er tími til að
ráðamenn geri sér grein fyrir að fyrirbyggjandi
aðferðir munu reynast hagkerfinu ódýrari en
aðgerðarleysi, þegar fram sækja tímar.