NT - 22.01.1985, Qupperneq 14
Sjónvarp
Þriðjudagur 22. janúar 1984 14
Saga um síðustu
„trítla„fjölskylduna,
líf hennar
■ í gærmorgun hófst lestur
nýrrar sögu í Morgunstund
barnanna í útvarpinu og heldur
þýöandi sögunnar, Kristín
Steinsdóttir, áfram lestri henn-
ar í dag kl. 9.05. Sögunni hefur
hún gefið nafniö „Trítlarnir á
Titringsfjalli" á íslensku, en
höfundurinn er þýsk-rússnesk
kona, Irina Korschunow að
nafni.
Um söguna sjálfa vill Kristín
hafa sem fæst orð, enda eiga
þar margir óvæntir atburðir
eftir að líta dagsins Ijós. Sögu-
hetjurnar eru agnarlitlar verur,
sem búa í fjalli. Þær hafa öll
einkenni manna og tala
mannamál, en eru harðar á því
að þær eru ekki dvergar. Þess-
ar verur kallar Kristín „trítla“
og þarna er síðasta trítlafjöl-
skyldan komin, tveir trítla-
krakkar, pabbi, mamma,
amma og frændi. Fjölskyldan
lendir í ýmsum raunum, bæði
vegna atburða innan fjölskyld-
unnar sjálfrar og utan frá, og
gengur sagan út á þær uppá-
komur allar, sem þjappa fjöl-
skyldunni saman.
- Erþásagansorgleg, spyrj-
um við.
„Nei, alls ekki,“ segir
Kristín. „En hún kennirokkur
ýmislegt. Þessi 6 manna fjöl-
skylda stendur fyrir ýmsa þjóð-
félagshópa, finnst mér.
Mamman er t.d. sívinnandi,
alltaf að reyna að gera öllum
til geðs og allir ætlast til að hún
geri alla hluti, eins og mömmur
gera gjarna, meðan frændinn
er svo latur að hann nennir
ekki að vinna fyrir mat. Það er
ýmislegt sem mér finnst höf-
undurinn vera að reyna að
undirstrika íþjóðfélaginu. Það
koma upp á ýmsar uppákomur
og raunir
■ Kristín Steinsdóttir var bú-
sett í Þýskalandi í mörg ár. Nú
situr hún við að þýða sína
þriðju sögu fyrir útvarpið.
í sögunni sem gera þetta mjög
ævintýralegt og spennandi að
mínu áliti,“ segir Kristín.
Höfundur sögunnar, Irina
Korschunow, er af þýsk-rúss-
neskri fjölskytdu og býr í
Múnchen. Hún hefur skrifað
mikið fyrir útvarp og sjónvarp
í heimalandi sínu og hlotið
mörg verðlaun fyrir barna- og
unglingabækur sínar.
Kristín Steinsdóttir er þýsku-
kennari við fjölbrautaskól-
ann á Akranesi, en í fyrra
kenndi hún líka við barnaskóla
og þá las hún þessa sögu fyrir
nemendur sína, 7 ára gamla.
Kvað hún þá hafa haft mjög
gaman af, og er þá engin
ástæða til að halda að aðrir
jafnaldrar þeirra hafi ekki
sömu skoðun.
■ Derrick kann að taia við konur. Þær treysta honum og segja honum ailt. Hér sjáum við Horst Tappert sem Derrick og Evu Rieck
í Derrick-þætti í íslenska sjónvarpinu 1983.
Sjónvarp kl. 21.15:
128 Derrick-þættir hafa verið
sýndir víða um heim á 12 árum
■ Nú kemur 2. þátturinn um
Derrick í þessari sextán þátta
syrpu. Hann heitir „Unt nótt í
ókunnu húsi“ og í aðalhlut-
verkunt eru auðvitað þeir
Horst Tappert sem Derrick og
Fritz Wepper í hlutverki
Kleins. Þýðandi er Veturliði
Guðnason.
DERRICK-þátturinn hcfst
kl. 21.15 og stendur í réttan
klukkutíma.
Sjónvarpsþættirnir um
Derrick hafa hlotið miklar vin-
sældir hér á landi sem annars
staðar.
Blaðamaður NT náði síma-
sambandi við leikarann Horst
Tappert á fimmtudag sl. og
birtist viðtal við leikarann í
föstudagsblaðinu.
Tappert var staddur í Sviss
þegar Egill Helgason blaða-
maður NT náði tali af honum.
Þar er Tappert nú að leika á
sviði, en hann segist skipta
starfsárinu hjá sér á milli leik-
hússins og sjónvarpsupptöku í
Múnchen, þar sem Derrick-
þættirnir eru myndaðir.
Horst Tappert sagði að sér
hefði boðist að heimsækja ís-
land í október á sl. ári. en ekki
getað það sökum anna. Hann
vonaðist samt til að geta látið
verða af því áður en langt um
liði að heimsækja landið.
Tappert var mjög viðræðugóð-
ur í símanum og var rætt um
hina margvíslegustu hluti, frá
leikhússtarfi til veðurfars, bæði
eins og það er nú í Mið-Evrópu
pg þá ekki síður um veðrið á
íslandi, - og óskaði leikarinn
okkur íslendingum til ham-
ingju með góða veðrið!
Utvarp kl. 9.05:
■ Tæknimenn við upptöku á framhaldsleikritinu Landið
gullna Elidor voru þau Áslaug Sturlaugsdóttir og Vigfús Ing-
varsson. Lengst til hægri er leikstjórinn Hallmar Sigurðs-
n (NT-mynd Árni Bjarna)
2. þáttur framhaldsleikritsins
Hvað leynist á ókunnu strönd-
í kastalarústunum?
inniog
■ í kvöld kl. 20verðurfluttur
í útvarpi annar þáttur fram-
haldsleikritsins „Landið gullna
Elidor“ eftir Alan Garner í
útvarpsleikgerð Maj Samze-
lius. Þessi þáttur heitir Leyni-
dyrnar. Sverrir Hólmarsson
þýddi leikritið en Lárus Gríms-
son samdi tónlistina. Leikstjóri
er Hallmar Sigurðsson.
í fyrsta þætti voru þau
Róland, Davíð, Nikki og Hel-
ena að leika sér að því að finna
götur á stóru korti af borginni
Manchester, þar sem þau eiga
hcima. Ein gatan heitir því
undarlega nafni Fimmtudags-
gata. Krakkarnir halda af stað
til að leita að henni og finna
hana loks í skuggalegu hverfi í
borginni. í Ijós kemur að búið
er að rífa öll húsin við götuna,
nema hrörlega kirkju, sem
stendur þar auð og yfirgefin. Á
meðan krakkarnir dvelja á
staðnum heyra þau leikið á
fiðlu í grenndinni en fiðlu-
leikarinn er hvergi sjáanlegur.
Helena hendir boltanum sín-
um óvart inn um glugga í
kirkjunni og fer að leita að
honum en kemur ekki aftur.
Þegar drengirnir fara að
skyggnast um eftir henni,
verða þeir viðskila. Róland
rekst á hinn dularfulla fiðlara
sem biður hann að opna fyrir
sig dyr á einum veggnum. Allt
í einu er Róland staddur á
ókunnri strönd og sér dökkar
kastalarústir bera við himin
uppi á háum kletti.
Leikendur í 2. þætti eru:
Viðar Eggertsson, Emil Gunn-
arsson, Kristján Franklín
Magnús, Kjartan Bjargmunds-
son, Sólveig Pálsdóttir og Ró-
bert Arnfinnsson.
Þriðjudagur
22. janúar
7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á
virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdi-
mars Gunnarssonar frá kvöldinu
áöur.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur-
fregnir. Morgunorö - Eggert G.
Þorsteinsson talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: ,
„Trítlarnir á Titringsfjalli“ eftir
Irina Korschunow. Kristin Steins-
dóttir les þýöingu sina (2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. i
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheiöur Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 Við Pollinn Umsjón: Ingimar
Eydal. (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún
. Jóna Kristjánsdóttir.
13.30 Spænsk, frönsk og grisk lög
sungin og leikin.
14.00 „Þættir af kristniboðum um
víða veröld“ eftir Clarence Hall
Blóö pislanrottanna - útsæöi kirkj-
unnar. Pislan/ottar I Ecuador.
(Annar hluti). Ástráöur Sigur-
steindórsson les þýöingu sina
(15).
14.30 Miðdegistónleikar Kammer-
sveit Jean-Pierre Paillards leikur
Brandenborgarkonsert nr. 2 i F-
dúr eftir Johann Sebastian Bach.
14.45 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Sinfónía nr.
2 eftir Vaughan-Williams. Sinfón-
iuhljómsveit Lundúna leikur; André
Previn stj.
17.10 Siðdegisútvarp-18.00 Fréttir
á ensku. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tóm-
asson flytur þáttinn.
20.00 Barna- og unglingaleikrit:
„Landið gullna Elidor" eftir Alan
Garner 2. þáttur: Leynidyrnar. Út-
varpsleikgerð: Maj Samzelius.
Þýöandi: Sverrir Hólmarsson.
Leikstjóri: Hallmar Sigurösson.
Tónlist: Lárus Grímsson. Eyjólfur
Bj. Alfreðsson leikur á víólu.
Leikendur: Viðar Eggertsson, Emil
Gunnar Guömundsson, Róbert
Arnfinnsson, Kristján Franklín
Magnús, Kjartan Bjargmundsson
og Sólveig Pálsdóttir.
20.40 Forvígismaður i orði og verki
Minnst Jónasar Þorbergssonar út-
varpsstjóra á aldarafmæli hans.
Baldur Pálmason tók saman
dagskrána, þar sem borið er niöur
í útvarpsávörpum Jónasar og við-
tölum viö hann. Einnig lesiö úr
ritum hans og minningarorðum,
sem birtust aö honum látnum.
Lesarar meö Baldri: Jón Þórarins-
son og Þorsteinn Hannesson.
21.35 Utvarpssagan: „Morgun-
verður meistaranna" eftir Kurt
Vonnegut Þýðinguna geröi Birgir
Svan Símonarson. Gísli Rúnar
Jónsson flytur (5).
22.00 Tónlist
22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Frá tónleikum Tónlistarfé-
lagsins í Austurbæjarbiói 5. janú-
ar sl. Edda Erlendsdóttir leikur
pianóverk eftir Felix Mendelssohn,
Robert Schumann, Claude De-
bussy og Frédéric Chopin. Kynnir:
Knútur R. Magnússon.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
én
Þriðjudagur
22. janúar
10:00-12:00 Morgunþáttur. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
Þriðjudagur
22. janúar
19.25 Sú kemur tíð Níundi þáttur.
Franskur teiknimyndaflokkur i
þrettán þáttum um geimferða-
ævintýri. Þýöandi og sögumaður
Guöni Kolbeinsson. Lesari meö
honum Lilja Bergsteinsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
14:00-15:00 Vagg og velta. Stjórn-
andi: Gísli Sveinn Loftsson.
15:00-16:00 Með sínu lagi. Lög leikin
af íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16:00-17:00 Þjóðlagaþáttur. Stjórn-
andi: Kristján Sigurjónsson
17:00-18:00 Frístund. Stjórnandi:
Eövarð Ingólfsson.
20.35 Heilsað upp á fólk. 6. Þórunn
Eiríksdóttir. Ingvi Hrafn Jónsson
spjallar viö Þórunni Eiriksdóttur,
húsfreyju á Kaðalstöðum II í Staf-
holtstungum i Borgarfiröi.
21.15 Derrick 2. Um nótt í ókunnu
húsi. Þýskur sakamálamynda-
flokkur í sextán þáttum. Aðalhlut-
verk: Horst Tappert og Fritz
Wepper. Þýöandi Veturliði Guðna-
son.
22.15 Kastljós Þáttur um erlend mál-
efni. Umsjónarmaöur Einar Sig-
urösson.
22.50 Fréttlr í dagskrárlok.