NT - 22.01.1985, Qupperneq 19
1 Þridjudagur 22. janúar 1984 19
L lL Útlönd
Frakkland:
Fjölmiðlabylting Frakka
kæfð í einokun einkaaðila?
■ Franskur fjölmiðlafursti,
Robert Hersant, sagðist í gær
hafa lagt grunn að nýju sjón-
varpssendinganeti sem yrði
tekið í notkun eftir frönsku
þingkosningarnar á næsta ári.
Hann tilkynnti á forsíðu hins
íhaldssama dagblaðs, Le Fi-
garo sem hann á sjálfur,
„lagður hefur verið grunnur að
sjónvarpssendinganeti sem
mun ná til allrar Evrópu og
mun sýna 18 tíma á sólar-
hring“.
í tilkynningunni kom fram
að evrópskir og bandarískir
aðilar myndu standa saman að
þessu nýja sendinganeti.
I meðfylgjandi athugasemd-
um með yfirlýsingu Hersants
kom fram að íhaldsmenn von-
ast til að hægrisveifla verði í
þingkosningunum og að hægri-
flokkar muni fá meirihluta. Ef
svo verður vonast hægrimenn
til þess að ný lög verði sett sem
bindi enda á einkaleyfi ríkisins
til útsendinga.
Einokandi einkaaðilar
Hersant sem ræður yfir stór-
um hluta íhaldssamra blaða í
Frakklandi, náði nýlega undir
sig fjölda staðbundinna út-
varpsstöðva í einkaeign.
Ríkisstjórn sósíalista reyndi
eftir lögformlegum leiðum að
ráðast gegn einokunarveldi
Hersants, en sú atlaga rann út
í sandinn. Margir óttast nú að
heilaþvottareinveldi fjölmiðla-
furstans muni margfaldast og
ný lög verði sett af nýrri hægri-
stjórn eftir þingkosningarnar,
enda er fylgi sósíalista í algeru
lágmarki um þessar mundir.
Ríkisstjórn sósíalista virðist
hafa komist að þeirri niður-
stöðu að vegna tækniþróunar
sé óhjákvæmilegt annað en að
afnema einkaleyfi ríkisvaldsins
á sviði útvarps og sjónvarps.
Við útbreiðslu kapal- og gerfi-
hnattatækni verði ekki
spornað.
Auknar líkur á að leyfi til
reksturs einkastöðva verði
verulega rýmkuð, hefur leitt til
harðrar samkeppni milli fjöl-
miðlafyrirtækja, stjórnmála-
samtaka og auglýsenda um út-
sendingatíma.
Francois Mitterand sagði að
ríkisstjórnin hefði það hlut-
verk að koma reglu á þessa
upplausn en sagði „vanda-
málið er hver er að koma
skipulagi á þetta frelsi".
Stjórnin vonaðist til að lausn
á deilunum um einkaleyfi ríkis-
valdsins á útsendingum fengist
með lögum sem sett voru 1982,
en þau lög leyfðu takmarkaðan
fjölda af einkastöðvum.
Síðan 1982 hafa orðið miklar
tækniframfarir á þessu sviði og
gerfihnattasendingar ná yfir
mörg lönd svo stjórnvöld í
einstökum löndum eiga erfið-
ara með að hafa afskipti af
útsendingum.
Fjólmiðlastefna
sósíalista
Laurent Fabius, for-
sætisráðherra, hefur fengið
það verkefni að kanna mögu-
leikana á fjölgun staðbundinna
einkastöðva. Niðurstöðu er
ekki að vænta í bráð en ríkis-
stjórnin hefur skýrt tekið fram
að mið verði ekki tekið af
„ítölsku fyrirmyndinni". Sam-
kvæmt henni eru hundruð
stöðva leyfðar og þær geta sýnt.
hvaða myndir sem er hvenær
sem er.
Franskir sjónvarpsnotendur
hafa í dag val milli þriggja
ríkisrekinna sjónvarpsstöðva
auk nýrrar opinberrar afnota-
gjaldsstöðvar.
Frakkar munu skjóta á loft
fyrri sjónvarpsgerfihnetti sín-
um í júlí n.k. Umsóknir um
útsendingatíma hlaðast upp
þessa dagana.
Reuter o.fl.
El Salvador:
Almenningurvillað
friður verði saminn
San Salvador-Reuter
■ Unt finim þúsund rnanns
tóku þátt í mótmælaaðgerðum í
E1 Salvador nú fyrir síðustu
helgi til að krefjast þess að
samningaviðræðum milli stjórn-
arinnar og vinstrisinnaðra
skæruliða verði haldið áfram.
Mótmælendurnir kröfðust
þess líka að ríkisstjórnin hæfi
aðgerðir til að draga úr verð-
bólgu, sem er nú urn 35% á ári,
og legði af skattlagningu á sam-
vinnufélög í landbúnaði.
Meirihluti þátttakenda í mót-
ntælaaðgerðunum voru félagar í
verkalýðs- og bændasamtökum
sern studdu Jose Napoleon Du-
arte í forsetakosningunum í maí
á síöasta ári en þá sigraði Duar-
te rnjög hægrisinnaðan and-
stæðing Roberto D'Abuisson.
í fyrradag hófst líka formlega
kosningaundirbúningur vegna
þingkosninga og bæjarstjóra-
kosninga sent eiga að fara fram
í EI Salvador þann 17. mars
næstkomandi. Sem stendur hafa
ýmsir hægriflokkar meirihluta í
löggjafarsamkundunni í El
Salvador.
Vinstrisinnar í E1 Salvador
hafa hvatt fólk til að kjósa ekki í
kosningunum.
Borgarskæruliðar
handteknir á Spáni
Madrid-Reuter
■ Spænska lögreglan handtók
18 borgarskæruliða í GRAPO-
samtökunum nú um síðustu
helgi.
Þessi hópur var stofnaður árið
1975 og hefur síðan lýst ábyrgð
á hendur sér vegna fjölda
sprengjutilræða og morða. Að-
gerðir lögreglunnar gegn hópn-
um náðu til sjö borga og lögregl-
an gerði miklar vopnabyrgðir
upptækar í sextán húsum sem
skæruiiðarnir höfðu notað.
GRAPO-hópurinn framdi
fyrsta morð sitt 1. október 1975
og af því dró hann nafnið „1.
október-andstöðuhópar andfas-
ista“. Að sögn lögreglunnar
voru fjórir af hæst settu leiðtog-
unt samtakanna í hópi hinna
handteknu.
Reagan sver
embættiseið
■ Ronald Reagan sór
embætfiseið sinn í gær og
sýnir ntyndin frá athöfn-
inni forsetann, Nancy
konu hans, og forseta
hæstaréttar Bandaríkj-
anna, Warren E. Burger.
Við þetta tækifæri hélt
Reagan mjög hefðbundna
eiðræðu þar sem hann
sagði m.a. að Bandaríkin
væru land guðs og tæki-
færanna; að vandainál fá-
tækra og aldraðra væru
best leyst af elskandi ætt-
ingjum en umsvif hins
opinbera ættu að vera í
lágmarki og loks sagði
hann að besta leiðin til að
útrýma kjarnorkuvopnum
af yfirborði jarðar væri að
byggja upp öflugt varnar-
kerfi í geintnum gegn eld-
flaugum óvinanna.
Símamynd-POLFOTO
Loftmengun mæðir
Vestur-Þjóðverja
Kyrrt veður í iðnaðarhéruð-
um Ruhr í Vestur-Þýskalandi í
lok seinustu viku og nú um
helgina leiddi til mikilla loft-
mengunar.
Yfirvöld í austurhluta Ruhr-
héraðs gripu til þess ráðs að
banna bílaumferð að mestu leyti
í sjö borgum og mörg iðnfyrir-
tæki urðu að stöðva framleiðslu
sína til að draga úr menguninni.
Sums staðar var skólum líka
lokað. Flokkur umhverfis-
verndarmanna í Þýskalandi hef-
ur ásakað stjórnvöld um að-
gerðarleysi í mengunarmálum
og er búist við að þessi mikla
mengun í síðustu viku auki enn
frekar fylgi þeirra og að þeir
styrki stöðu sína í kosningum
sem verða í Nordrhein West-
falen í maí en þar búa 17
milljónir manna.
■ Loftmengunin í sumum þýskum borgum í Ruhr varð svo
mikil nú í síðustu viku að það varð að aflýsa skólum. Hér
hefur skilti með áletrunjnni „MENGUNARSKÝ! Skóla
aflýst“ verið sett á biðstöð skólavagns í Duisburg. Símamynd-POLFOTO
Bandaríkin:
Loftvarnabyssur not-
aðar við forsetagæslu
Washington-Reuter
■ Bandarískir lögreglu-
menn og leyniþjónustumenn
gripu til mikilla öryggisráð-
stafana til að gæta Reagans
Bandaríkjaforseta þegar
hann tók formlega við emb-
ætti á öðru kjörtímabili sínu.
Meðal annars voru örygg-
isverðir vopnaðir loftvarna-
byssum uppi á þaki.
Öryggisráðstafanir hafa
alltaf verið miklar við slík
tækifæri en þó aldrei meiri
en nú. Embættismenn segja
hinar miklu öryggisráðstaf-
anir-stafa m.a. af því hvað
hryðjuverkum hefur fjölgað
á undanförnum árum.
Mörg þúsund lögreglu-
menn tóku þátt í því að gæta
forsetans og það var haft
eftir ónefndum leyniþjón-
ustumanni að enginn hefði
getað genngið út á svalir eða
opnað glugga við vegina sem
forsetinn fór um án þess að
vera hafður í sigti hjá skytt-
um forsetans.
Sjálfur ók Regan 1,6 km
leið frá Capitolhæð til stjórn-
arhallarinnar í skotheldum
lúxusbíl. Á leiðinni veifaði
forsetinn til mannfjöldans í
gegnum 2,5 cm þykkt skot-
helt gler.
Auk hefðbundinna tækja,
sprengjuleitartækja, skot-
vopna, varðhunda, sjón-
auka, talstöðva og þyrlna,
voru nú einnig notaðar loft-
varnabyssur fyrir Stinger-
tlugskeyti sem verðir mund-
uðu upp á þökum til vonar
og vara ef hryðjuverkamenn
skyldu reyna að ráðast á for-
setann úr lofti.
Þrátt fyrir allan þennan
viðbúnað þurftu þessir varð-
menn forsetans samt ekki að
grípa til skotvopna þar sem
allt for mjög friðsamlega
fram.