NT - 22.01.1985, Side 20
Þriðjudagur 22. janúar 1984 20
Verða fornar risa-
eðlur endurskapaðar?
■ Þótt teiknari þcssarar
myndar sýni litla menn vopn-
aða spjóti læðast framhjá dín-
osár er víst alveg öruggt að
engin mannleg augu sáu þessa
risa fornaldar þegar þeir ríktu
á jörðinni í grárri forneskju.
En nú hugleiða vísindamcnn
möguleika á því að endurskapa
útdauð dýr einhvern tímann í
framtíðinni. Kannski afkom-
endur okkar eigi eftir að sjá
lifandi dínosára og önnur út-
dauð dýr?
London-Keuter
■ Breskir vísindaincnn telja
að það sé alls ekki útilokað að
dag nokkurn verði hægt að
endurskapa lifandi risaeðlur aft-
an úr grárri forneskju.
Dr. Michael Denton heldur
því fram að hugsanlega verði
hægt að nota prótein í beinum
dinosára og annarra útdauðra
dýra til að endurskapa alla erfða-
eiginleika þeirra og endurskapa
lifandi dýr sem verði eftirmynd
hinna upphaflegu. Dr. Denton
segir að það sé hægt að greina
alla grunvallarerfðaþætti út frá
próteini sem finnist í beinunum.
Þetta kemur fram í grein sem
hann skrifaði í nýjasta hefti
tímaritsins The New Scientist
(Nýi vísindamaðurinn) sem er
gefið út í Bretlandi. Dr. Denton
er fyrirlesari við Drottningarhá-
skólann (Queen’s University) í
Belfast.
Hann leggur samt áherslu á
það í grein sinni að þetta séu
eingöngu vangaveltur enn sem
komið sé og að vísindamenn
eigi enn langt í land með að
framkvæma þessar hugmyndir.
■ Ljónið, konungur dýranna, skelfir önnur dýr svo mikið að lyktin
af Ijónaskít er sögð duga til að fæla grasætur frá túnum bænda.
Kannski girðingar verði óþarfar í framtíðinni.
Ljónaskítur í
stað girðinga
London-Reuter
■ Breskur lávarður gerir nú tilraunir með að nota Ijóna-og
tígrísdýraskít til að fæla dádýr frá landareign sinni í Skotlandi.
Um tíma leit út fyrir að hann væri að verða uppiskroppa með skít
en nú hafa forsvarsmenn dýragarða á Skotlandi og í Englandi lofað
honum nægum birgðum til að hann geti haldið áfram tilraunum
sínum.
Ljónaskítur hefur einnig verið notaður í ísrael til að halda
gasellum frá ræktuðu landi. Burton lávarður telur að hann ætti ekki
síður að duga til að halda grasætum frá landareign sinni Drochfour
í Inverness á Skotlandi. Þegar Burton lávarður sá fram á að hann
væri að verða uppiskorppa með Ijónaskít til tilraunanna ræddi hann
við forsvarsmenn dýragarða á ýmsum stöðum. Edinborgar- og
Basildon-dýragarðarnir á Skotlandi hafa þegar lofað að senda
reglulega ljónaskít til lávarðarins þótt Ijónin í þessum dýragörðum
gefi ekki af sér nema fáeinar fötur af skít á dag. Milljónamæringur-
inn John Aspinall, sem á tvo dýragarða í Englandi, segist einnig geta
sent Burton lávarði nóg af tígrísdýraskít frá þeim 35 tígrísdýrum
sem hann á.
Hollendingar kynnast
alvöru vetrarhörkum
■ Mikill kuidi hefur verið hér í Hollandi upp á
síðkastið, eins og annarsstaðar í Evrópu, og hefur mikill
snjór haldist óvenjulengi. Þó er ekki lengra en 22 ár
síðan síðast var svo harður vetur sem nú, eða 1963.
Frostið náði -24°C að deginum þegar kaldast var fyrir
nokkrum dögum. Snjórinn hefur sett svip sinn á umferð
liðinna daga en þó hefur hreinsun og söltun vega gengið
tiltölulega fljótt fyrir sig. Þó nokkuð hefur verið um
árekstra vegna færðarinnar en engin slys hafa orðið á
mönnum. Ohemju fé hefur farið í hreinsun og saltaustur
um allt land sem hefur farið langt fram úr áætlunum.
Margir vegir eru mjög illa farnir vegna veðursins. Það
kemur m.a. til af því hve lítið sumum vegum hefur verið
haldið við síðustu árin. Það sem var sparað á viðhaldi
síðustu árin, mun því hverfa margfalt í lagfæringar og
viðgerðir með vorinu.
Lestarsamgöngur riðluðust
mikið vegna kuldans, mikið
var um seinkanir og sumar
leiðir féllu niður um tíma.
Ástæðan var sú að skiptiteinar
frusu fastir. Um 200 lestir, þ.e.
5% af öllum lestum Hollend-
inga, biluðu vegna kuldans/él-
arnar gáfust hreinlega upp.
Margir farþegar kvörtuðu yfir
kulda í vögnunum en þeim var
sagt að ekki væri hægt að búa
lestarnar fyrir veðráttu sem
aðeins kæmi fyrir á 20 ára
fresti. Það yrði að miða útbún-
aðinn við meðalaðstæður.
Lestarfarþegum fjölgaði samt
mjög mikið, vegna lélegrar
færðar fyrir bílaumferð.
Síki og ár lagði í frostinu,
svo og Ijssel-haf í Norður-
Hollandi. Skip sem áttu erindi
inn á hafið þurftu aðstoð ís-
brjóta til að komast leiðar
sinnar með olíu og aðrar
nauðsynjar. Börnin hafa
reyndar verið yfir sig glöð
vegna kuldanna sem hafa gert
þeim kleift að komast á skauta.
Er þetta í fyrsta skipti sem
mörg þeirra fá tækifæri til þess
þar sem hollensku síkin eru
svo sölt að það þarf töluvert
frost til að þau leggi. Mikið
saltmagn í síkjum og ám stafar
m.a. af því að Frakkar dæla
miklu af salti út í ár hjá
sér sem síðan renna til
Hollands. Hafa Hollendingar
nú fengið Frakka til að sam-
þykkja að minnka þetta salt-
magn nokkuð.
Vonir standa nú til að hægt
verði að halda Elfstedentocht,
sem er 200 km langt skauta-
hlaup eftir síkjum á Fríslandi í
Norður-Hollandi. Fríslending-
;,l-i \\\ ';i;
*f H', *
þar sem síkin hefur ekki lagt
að neinu marki á öllum þeim
tíma. Þess vegna hafa Hollend-
ingar neyðst til að flytja skauta-
hlaup þetta til Finnlands þar
sem þeir hafa þreytt það á
finnsku vötnunum. Þýða í
gær og í dag hefur samt aftur
sett strik í reikninginn þannig
að menn eru ekki alveg vissir
um það hvort hlaupið geti'
orðið í þessari viku. En veður-
fræðingar spá því að það kólni
aftur eftir nokkra daga og
þýðan nú hefur ekki hækkað
hitastigið nema rétt upp í frost-
mark svo að margir telja að
hlaupið getí orðið um næstu
helgi. Verði úr hlaupinu má
búast við því að um 16.000
manns taki þátt í því.
Vegna kuldanna að undan-
förnu jókst gas- og rafmagns--
notkun Hollendinga mjög mik-
ið og á það að öllum líkindum
eftir að koma illa við pyngju
manna. Sumt eldra fólk reynir
samt að kynda lítið til að
spara. En það hefur haft alvar-
legar afleiðingar fyrir heilsu
þess. Þann 8. janúar lést t.d.
85 ára gömul kona á heimili
sínu vegna ofkælingar. Hún
var að reyna að koma í veg
fyrir að reikningarnir hækk-
uðu.
Grænmetisverð hækkaði
upp úr öllu valdi vegna kuldans
Fríslending-
ar taka
aftur upp
200 km
skautahlaup
og þá aðallega á hinu svonefnda
vetrargrænmeti eins og t.d.
rósakáli og púrru. Grænmetið
fraus á engjunum og það tókst
ekki að bjarga nema litlum
hluta uppskerunnar.
Fannfergi var svo mikið á
tímabili að nokkrir smábæir
einangruðust þar sem ökuleið-
ir til þeirra urðu ófærar, enda
eru ökutæki Hollendinga mjög
illa búin undir akstur í snjó.
Hér þekkjast engin snjódekk
og því síður snjókeðjur.
Fjöldi fugla hefur yfirgefið
búsvæði sín í Hollandi og leit-
að ýmist suður á bóginn eða til
Bretlands. Eru það að stærst-
um hluta villigæsir og aðrir
sundfuglar sem haldið hafa til
m.a. á Ijssel-hafi sem nú er ísi
lagt. Hundruð fugla sem
venjulega halda til í mýrlendi í
Hollandi á veturna hafa einnig
flúið á brott.
Veðurfarið hefur verið mjög
svipað í nágrannalöndunum.
Lestarsamgöngur féllu alveg
niður um tíma í Belgíu og einn
daginn varð að stöðva salt-
dreifingu vegna frostsins.
Eins og fyrr segir hefur nú
aftur hlýnað nokkuð og fer
hitastigið upp í tvö til þrjú stig
á daginn en á nóttunni er allt að
sjö stiga frost ennþá og veður-
fræðingar spá því að það geti
aftur farið að kólna eftir
nokkra daga.
■ Börn á meginlandi Evrópu kunnu vel að meta vetrarveðrið
að undanförnu þótt fullorðnum þætti nóg um kuldana og
fannfergið.
ar segja ævagamla hefð fyrir ellefu borgir. En nú hefurekki
þessu hlaupi, sem tengir saman verið hægt að halda það í 22 ár
Reynir Þór Finnbogason
fréttaritari NT í Hollandi: