NT - 02.02.1985, Page 1
| Efnahagstillögurnar:
Ráðherranefnd gengur endan-
- lagðar fyrir þingflokka á mánudag
■ Efnahagstillögur ríkis-
stjórnarinnar veröa væntan-
lega lagöar fyrir þingflokka
stjórnarandstööunnar á
mánudag og fyrir þingið á
þriðjudag eftir að ríkisstjórn-
in hefur rætt þær á morgun-
fundi sínum.
Fyrirhugaðar ráðstafanir
felast aðallega í betri stjórn
peningamála eftir þeim leið-
um og heimildum sem ríkis-
stjórnin þegar hefur. Reynt
verði að ná víðtæku sarn-
komulagi við bankaveldið.
lífeyrissjóði o.fl. um stjórn
peningamála og samkomu-
iagi við aðila vinnumarkað-
arins unt stefnuna í kjaramál-
um.
í efnahagspakkanum eru
m.a. frumvörp um að í stað
Byggðasjóðs komi Byggða-
stofnun sem eigi að styrkja
byggð þar sem hún sendur
höllum fæti. Fjárfestingar-
fyrirtæki e.k. almennings-
hlutafélag með þátttöku ríkis
til að fjárfesta í nýsköpun í
atvinnulífinu. Frumvarp um
Húsnæðisbanka til að koma
húsnæðismálum í lag o.fl.
Ýtarlegar hugmyndir eru
lagðar fram til lagfæringa á
skattkerfinu. Þá er gert ráð
fyrir því að staða ríkissjóðs
verði bætt með sparnaði og
hagræðingu og að frá og með
árinu 1986 verði ekki tekin
erlend lán íöðru skyni en til
að greiða niður af áður
fengnum lánum.
Um helgina munu við-
skipta-, sjávarútvegs-, og
fjármálaráðherra fjalla um
tillögurnar með forsætisráð-
herra.
Skuldirnar um
65-76% af
verð-
mæti flotans
- eftir því hvort miðað er við þjóðar-
auðsmat eða tryggingavirði
Bestu kveðjur til þín
■ Skuldahlutfall sjávarútvegs-
ins mun vera í kringum tveir
þriðju hlutar af metnum eignum
hans, að því er fram kemur í
grein Bjarna Braga Jónssonar,
aðst. bankastjóra Seölabankans
í NT í dag.
og allra annarra, var svarið
■ Jón Baldvin Hannibalsson
kom ekki sjálfur með blómin
sem Alþýðuflokkurinn sendi
landsfundi Bandalags jafnað-
■ Ragnnheiður las vísuna
yfir þingheimi og bætti við; -
„og skilji svo hver fyrir sig“!
NT-mynd: Sverrir.
armanna í gærkveldi. Hann
sendi varaformanninn, Jó-
hönnu Sigurðardóttur. „Hann
hefur sjálfsagt reiknað það út
að það væri nokkuð „risky“ að
koma sjálfur", eins og einn
fundarfulltrúa orðaði það.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
varð fyrir svörum af hálfu BJ
og þakkaði fyrir blómin 16,
sem áttu að sýna sameiginlega
þingmannatölu jafnaðar-
manna, ef kosið væri nú. Hún
bað Jóhönnu fyrir bestu kveðj-
ur til Alþýðuflokksins og ann-
arra stjórnmálaflokka. Blóma-
pottinum fylgdi þessi vísa frá
formanni Alþýðuflokksins.
Ilmandi ríð öllum blasa,
yfír skyggja reiðina,
sextán blóm í sama vasa
sýna okkur leiðina.
Það var greini-
legt að forsætis-
ráðherrann ætl-
aði sér að sýna
viðstöddum
hvernig ætti að
bera sig að við að
fella „peðin“þeg-
ar Bólinghöllin í
Öskjuhlíð var
vígð í gær, enda
varð sú raunin á
- Steingrímur
felldi þær allar.
Bjarni Bragi miðarviðskuldir
og eignir sjávarútvegsins í sept-
ernber s.l. sem síðan voru
endurmetnar eftir gengisfelling-
una í nóvember s.l. Miðað við
svonefnt þjóðarauðsmat fiski-
skipaflotans, afskrifað og
endurmetið kostnaðarverð,
teljast skuldirnar um 76%, en
hins vegar um 65% sé miðað við
tryggingarvirði. Að viðbættum
lausaskuldum gæti síðara hlut-
fallið þó hækkað upp i um 73%
en þá vantar hins vegar á móti
ýmsa veltufjármuni og eignir í
landi. Fiskvinnslan erhinsvegar
talin skulda um 53% á móti
eignum.
Sökum óskýrra marka milli
undirgreina telur Bjarni Bragi
mest leggjandi upp úr skulda-
hlutfalli sjávarútvegsins í heild.
Miðað við þjóðarauðsmat flot-
ans nemi skuldirnar þá 64% en
um 59% sé miðað við trygg-
ingarmat hans.
Útgerðarmenn:
Reiðubúnir að semja
- ekki samstaða um harkalega afstöðu LÍÚ
■ Ekki munu allir útgerðarmenn
vera hrifnir af þeirri hörku, sem
fulltrúar þeirra sýna í samninga-
viðræðunum við Sjómannasam-
bandið. Samkvæmt heimildum NT
hafa nokkrir útgerðarmenn haft
samband við félög sjómanna og
lýst sig fúsa til samninga til þess að
koma í veg fyrir langvinnt verkfall.
Segja sömu heimildir, að fjöldi
báta færi aftur í róðra innan viku
eftir að til verkfalls kæmi.
Sjötti samningafundurinn í
deilu fiskimanna verður haldinn á
mánudag. í samtali við NT sagði
Hafþór Rósmundsson starfsmaður
Sjómannasambandsins, að menn
væru ekki vongóðir um að þokað-
ist í samkomulagsátt, frekar en á
fyrri fundum. Eftir fundinn á
mánudag mun skýrast hvort og
hvenær fiskimenn boða til
verkfalls.
„Það eru mörg ár síðan maður
hefur fundið aðra eins samstöðu
meðal sjómanna og nú. Við von-
umst náttúrlega til þess, að ekki
þurfi að koma til vcrkfalls. En hitt
er annað mál, að menn eru alveg
tilbúnir til að slást. Skelli verkfall
á á annað borð, gefast mcnn
ekkert upp á viku,“ sagði Hafór
Rósmundsson.
Jón Baldvin biðlar:
Banaslys í
Eyjafirði
■ Kona lést seinniparinn í gær
er hestur sló hana. Lögregla og
sjúkrabifreið var kvödd á slys-
stað en konan var látin er að var
komið. Ekki er unnt að greina
frá nafni konunnar að svo
stöddu.
Ekki var vitað um tildrög
slyssins seint í gærkvöld.
Var hjá vin-
konu sinni
■ Hafnarfjarðarlögregl-
an leitaði að 6 ára gamalli
stelpu í gærdag sern for-
eldrar vissu ekkert hvað
varð um í nær 10 tíma.
Hún kom svo fram um
klukkan sjö og hafði þá
verið hjá vinkonu sinni.
Nokkru áður hafði lög-
reglan fengið sporhund til
leiturinnar sent þá hafði
staðið í tvo tíma.
Fjögurra ára
hætt kominn
■ Fjögurra ára drengur var
hætt kominn þegar hann reyndi
að hanga aftan í strætisvagni.
Úlpa drengsins festist í stuðara
og dróst hann með vagninum
um 100 metra áður en hann
losnaði. Til allrar mildi slapp sá
litli með minni háttar skrámur.
Grænlend-
ingai *
úr EBE
sjá bls 21