NT - 02.02.1985, Page 2
fff? Laugardagur 2. febrúar 1985 2
LlK Fréttir
Fölsuðu pappíra fyrir innflutningi 100 bíla:
Mótorskip undir
smásjá heilt ár
Hafa haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu
■ Lögreglan lét í gær til skarar
skríöa gegn inntlutningsfyrir-
tækinu Mótorskip sem síöan
1982 hefur flutt tugi ef ekki nær
100 bifreiðir inn á fölsuðum
nótura. Með því hefur fyrirtæk-
ið svikið undan innflutnings-
gjöld sem heimildir NT teíja
nema fleiri hundruðum þús-
unda. Fyrirtækið hefur verið
undir smásjá opinberra aðila í
að minnsta kosti ár.
Framkvæmdastjóri Mótor-
skips hf. var í fyrradag úr-
skurðaður í vikulangt gæslu-
varðhald en auk hans eru það
þrír aðrir sem hafa haft lifibrauð
sitt af þessu. Mennirnir ráku
áður bílasölu í Síðumúlanum
en fóru út í þennan bílainnflutn-
ing árið 1982. Þeir keyptu nýjar
bifreiðir, rnest Toyota, af ýms-
um bílasölum í Þýskalandi, á
fullu verði. Síðan voru falsaðar
nótur sem bæði sýndu lægra
kaupverð bílanna og að þeir
væru eldri. Við innflutning
lækkuðu öll aðflutningsgjöld
vegna þessa verulega og síðan
seldi fyrirtækið bílana á aðeins
15 til 20 þúsund krónum
minna heldur cn Toyota um-
boðið gerði á sama tíma.
Við húsrannsókn fann Rann-
sóknarlögreglan pappíra sem
taldir eru sýna meinta fölsun og
brot á tollalögum. Talið er að
viðskiptaaðilar Mótorskips í
Pýskalandi séu samsekir í
pappírafölsuninni en þúsundir
aðila þar selja nýjar Toyota bif-
reiðir.
Um árs skeið hafa tollayfir-
völd og Bifreiðaeftirlit haft
ákveðnar grunsemdir varðandi
innflutning Mótorskips. Þannig
þurfti hver sá einstaklingur sem
keypti bíl hjá Mótorskip að fá
vottorð hjá réttum innflutnings-
aðila viðkomandi tegundar um
það hvaða árgerð hún tilheyrði
áður en Bifreiðaeftirlitið skráði
bílinn. Sömuleiðis hafa tollayf-
irvöld notað skrá frá Toyota-
umboðinu til þess að skera úr
um aldur bifreiða Motorskips í
stað þess að treysta pappírum
þeirra sjálfra. Þannig hefur tek-
ist að nokkru að koma í veg
fyrir svik.
Ríkisendurskoðun hefur svo
haft þetta mál til skoðunar um
nokkurn tíma og kærði það fyrir
skemmstu til ríkissaksóknara
sem síðan sendi Rannsóknar-
lögreglu málið. Hón lét svo til
skarar skríða með húsleit og
handtöku. Yfirheyrslur stóðu
yfir í gær og sagði Hallvarður
Einvarðsson rannsóknarlög-
reglustjóri í samtali við NT að
yfirheyra þyrfti marga menn
vegna þessa máls.
ChetBakeráíslandi
■ Einn fremsti jazzsöngvari og trompetleikari heims, Chet
Baker, kom til landsins í gær og mun koma fram í Gamla Bíói
í dag klukkan 15:00.
„Það er álíka kalt og það var en ég hef þrjátíu árum meiri
reynslu,“ sagði Baker þegar koma hans til íslands 1955 bar á
góma í samtali við blaðamann NT við komuna til Reykjavíkur
í gær. Með honum á myndinni eru Kristján Magnússon,
píanóleikari og Sveinn Óli Jónsson, trommuleikari.
NT-mynd: Kóbert
„Græddur er geymdur eyrir“:
Um 2.655.000.000 kr. af sparifé
okkar „glataðist“ árið 1983
■ Þótt 3.380 milljóna króna
nýr sparnaður liafi verið lagður
inn í bankana á árinu 1983 (iim
14.000 kr. á hvern íslending að
meöaltali) hækkaði raunveru-
legur höfuðstóll heildarinnlána
bankanna aðeins um 725 millj.
Var boðið mjólkur-
glas en stal veski
■ Ungur drengur stal veski frá
konu í Reykjavík þar sem hann
sat á heimili hennar og beið
veitinga.
Atvikið var með þeim hætti að
sá litli bankaði upp á og bauð
barnaefni á segulbandsspólu til
kaups. Konan tók erindi hans vel
og bauð honumjnn úr kuldanum
að fá mjólkurglas og kökusneiö.
En meðan konan gekk frá til þess
að færa drengnum vcitingarnar
stakk hann á sig peningavcski og
hljóp á brott. Hefur síðan ekkert
til hans spurst.
Hinar 2.655 milljónirnar fóru
í „glatkistuna“, eins og Bjarni
Bragi Jónsson, aðst. seðla-
hankastjóri orðar það í grein
sem birtist í blaðinu í dag.
Þessar 2.655.000.000 krónur
sem íslenskir sparifjáreigendur
„glötuðu“ í bönkunum hafa því
þeir, sem peningana fengu að
láni, fengið í „meögjöf“ með
skuldumim sínum. (Til saman-
hurðar má geta þess að heildar-
útlán Byggingarsjóðs ríkisins
1983 námu 696 millj. þannig að
„glatkistan" hefur t.d. Iiirt nær
fjórfalda þá uppliæð.
Heildurinnlán í bankakerfinu
í ársbyrjun 1983 námu 10.643
millj. króna. Meðalávöxtun
þcssa fjár segir Bjarni Bragi
metna 48,4% yfir árið, eða
5.147 millj. króna, þannig að
óbreyttur höfuðstóll hefði orðið
15.781 millj m. vöxtum. Láns-
kjaravísitalan hækkaði hinsveg-
ar um 73,4% þetta ár, þannig að
höfuðstóllinn hefði þurft að
verða 18.439 millj. í árslok til
þess einungis að halda vcrðgildi
sínu frá upphafi til loka ársins.
Með 3.383 millj. króna nýjum
sparnaði á árinu hækkaði höfuð-
stóllinn í 19.164 millj. Verðgildi
hans jókst því aðeins um 725
millj., sem fvrr segir, en 2.655
millj. fóru í „gatið" sem varð
ntilli „ávöxtunar" bankanna og
hækkunar lánskjaravísitölunn-
ar,sent verðgildið er mælt með.
í fyrra fóru „aðeins" 460
millj. í „glatkistuna“. Heildar-
innlán námu þá 19.164 í upphafi
ársins, sern fyrr segir. Ávöxtun
þeirra í bönkunum telur Bjarni
Bragi hafa verið um 16,5%, eða
3.162 milij. á árinu, og óbreytt-
an höfuðstól í árslok því 22.326
millj meó vöxtum. Hækkun
lánskjaravísitölunnar var
18,9% svo að fullverðtryggður
hefði höfuðstóllinn átt að vera
22.786 milljónir. Þarna þurfti
því „aðeins" 460 millj. kr. í
„gatið". Nýr sparnaður í fyrra
varð því að stórum hluta til
hækkunar á sameiginlegum
höfuðstól sparifjáreigenda í
landinu, sem kominn var í
25.681 milljón krónaumsíðustu
áramót.
Stokkseyrarhöfn:
Brotsjór lagði
47 tonna bát á
hliðina í gær
■ Áhöfnin á Hásteini frá
Stokkseyri var hætt komin þeg-
ar gekk yfir bátinn í innsigling-
unni í Stokkseyrarhöfn í gær-
kvöld og báturinn lagðist á hlið-
ina. Við þetta bar bátinn af leið
og tók niðri á leið inn í höfn en
slapp án frekari áfalla.
Skemmdir urðu á bátnum.
„Það mátti sáralitlu muna,“
sagði Henning Friðriksson skip-
stjóri Hásteins þegar NT ræddi
við hann nýkominn í land. Sagði
Henning að gefið hefði yfir
bátinn fjórum eða fimm sinnum
og þar af þrisvar eða fjórum
sinnum þar sem hann lá á hlið-
inni. Skjólborðið bakborðsmeg-
in sópaðist burt og sömuleiðis
fór margt lauslegt sem var á
dekki. Meðan á þessu gekk hélt
áhöfnin sem er 6 manna fyrir í
stýrishúsinu og frammi í lúkar.
Aðspurður um tjón sagði
Henning að erfitt væri að ætla
það nú en bjóst við að skjól-
borðið kostaði nokkra tugi þús-
unda. Hásteinn er 47 tonna
vertíðarbátur.
Dattí
sjóinn
■ Lítill drengur datt í sjóinn
í Hafnarfirði skammt frá sund-
lauginni í gærdag. Hann komst
upp og kom blautur og kaldur
í sundlaugarhúsið þaðan sem
hringt var í lögreglu sem keyrði
strák heim.
Skugga-Sveinn
af fjölunum
■ Skugga-Sveinn, leikrit
Matthíasar Jochumssonar,
verður sýnt í allra síðasta sinn
í Þjóðleikhúsinu nú að sinni
sunnnudaginn 3. febrúar n.k.
Leikstjóri er Brynja Ben-
ediktsdóttir, en Sigurjón Jó-
hannsson gerði leikmynd og
búninga.
Bylting í vinnuvernd Gott í bili
Ef marka má ánægju þátt-
takenda í Japans- og Singa-
poreferð þeirra sem Iðntækni-
stofnun stóð fyrir, til að kynn-
ast iðnaðarþróun í þessum
löndum, geta íslendingar átt
von á byltingu í atvinnu- og
iðnaðarmálum innan skamms.
Sérstaka athygli ferðalang-
anna vakti hve fyrirtækin í
Japan bera mikla umhyggju
fyrirstafsmönnum sínum. Þeg-
ar forráðamenn eins japanska
stórfyrirtækisins voru spurðir
útí vinnuvernd stóð ekki á
svörunum: Ef starfsmaður er
t.d. farinn að slappast eða
fitna óhóflega er hann strax
kallaður fyrir og spurður um
matarræðið heima fyrir. Ef
það þykir ekki nógu heilsusam-
legt er eiginkonan kölluð á
teppið og henni fengnar sér-
stakar mataruppskriftir og
fyrirmæli um hvernig eigi að
láta Eyjólf hressast. Og ef
matarkúrinn ber engan árang-
ur er starfsmaðurinn settur á
sérstakt trimmprógramm sem
ætti að sjá fyrir aukakílóunum
og koma starfsorkunni í lag.
Óstaðfestar fregnir Dropa
herma að ýmis fyrirtæki íslensk
séu nú að fjárfesta í trimmgöll-
um og matreiðslubókum um
hcilsufæði...
■ Það liðu ekki nema 2-3
mánuðir frá því að Seðlabank-
inn brá á það ráð til að þyngja
örlítið launaumslag litla
mannsins, í orðsins fyllstu
merkingu, að gefa út tíu krónu
blíhlunka, -þangað til borgar-
yfirvöld í Reykjavík tvöföld-
uðu stöðumælagjöldin, upp í
tíkall!
Það eru vinsamleg tilmæli
okkar, sem holum steininn, að
Seðlabankinn láti alveg eiga
sig að gefa út 50 krónu mynt á
næstunni!
EnDori
á sjóinn
■ Framsóknarmenn geta
borið sig mannalega þessa dag-
ana, Eftir að ekki hefur heyrst
um annað talað en fundamet
Jóns Baldvins, þar sem fleiri
mættu í litlum plássum en
nokkurn hafði órað fyrir að
byggju þar, varð nú annað
uppi á teningnum.
Dóri Ásgríms sló semsagt
manninn hennar Bryndísar út
eins og ekkert væri á fundi með
Skagamönnum í fyrra-
kvöld. Þar hafði Jón verið
aðeins nokkrum dögum áður
Erjárnfrúinsexý?
Lostafullur hefðarmaður girntist Thatcher
Ertu nú viss um að þú sért maður til að sinna mér vinurinn?
og segja heimildir að miklu
fleiri hafi sótt fund Halldórs
eða vel 200 manns. Það má
náttúrlega fylgja sögunni að
Jakob Jakobsson var með í för
og kynnti niðurstöður loðnu-
rannsókna við fagnaðarlæti
loðnusjómanna.
Jón er nú búinn að ferðast
um landið og spyrja þráfald-
lega þessarar spurningar: Hver
á landið? Sjálfsagt í þeirri von
að eignast sjálfur. Aftur á móti
hefur Jóni ekki dottið í hug að
spyrja hver á sjóinn. Enda vita
það allir að það er Dóri sem á
sjóinn, hver það svo aftur er
sem á Dóra.