NT - 02.02.1985, Qupperneq 7
V
Laugardagur 2. febrúar 1985 7
fæti fyrir sjávarútvegi, heldur
hann þó enn höföi upp úr
skuldafeninu svo sem nýleg
samantekt leiðir í ljós, en hún
var gerð eftir stöðu eigna og
skulda í september sl., með
endurmati þeirra til loka nóve-
mber, þ.e. eftir gengisbreyt-
inguna. Of langt yrði að rekja
það mat í nánari atriðum, en
helstu niðurstöður eru þessar.
Skuldir útgerðar við opin-
bert lánakerfi og útlönd nema
76% af þjóðarauðsmati
flotans, afskrifuðu og endur-
metnu kostnaðarverði, en 65%
aftryggingarvirði. Lausaskuld-
ir við viðskiptaaðila gætu
hækkað þetta síðara hlutfall
aftur upp í 73% en þá vantar á
móti ýmsa veltufjármuni og
eignir í landi, sem í skýrslum
eru taldar með vinnslunni.
Vinnslan skuldar hins vegar
aðeins 53% á móti eignum, að
meðtöldum birgðum og óg-
reiddum útflutningi, en ýmsa
lausafjármuni vantar í eign-
imar. Sökum óskýrra marka milli
undirgreinanna er mest Ifeggj-
andi upp úr skuldahlutfalli
sjávarútvegsins í heild, sem
telst 64% m.v. þjóðarauðsmat
flota, en 59% m.v. tryggingar-
mat hans. Skammtímaskuldir
við einkaaðila o.fl. gætu fært
þetta síðara hlutfall upp undir
hið fyrra, en á móti koma
vantaldar eignir. Skynsamlega
metið skuldahlutfall sjávarút-
vegsins fer því væntanlega
ekki mikið yfir 60%.
Vonandi verður áframhald
á skoðanaskiptum við Nútím-
ann um eðli og hlutverk vaxta,
þessa torráðnu gátu, sem fylgt
hefur mannkyninu frá því það
tók að hafa eitthvað meira
umleikisen til hnífsogskeiðar.
þrota, ásamt landbúnaðinum.
Hann mun væntanlega í þeirra
hópi, sem telja, að vandinn
stafi að miklum hluta af offjár-
festingu, sem aftur stafi af
langvinnu agaleysi i auðlinda-
stjórnun og arðsemiskröfum.
Vissulega hefur raunvaxta-
krafan bætt þar einhverju við,
en hvað sjávarútveginn snertir
tekur hún einkum á sig mynd
beinnar tengingar við lána-
markað umheimsins og stafar
einkum af styrk og vaxtahæð
dollarans o.fl. lántökugjald-
miðla. Þótt þyngst hafi undir
■ í þessu dæmi hafa vextir og verðtrygging meginþýð-
ingu til skamms og langs tíma, þótt fleiri þættir komi til,
og árið 1984 er lýsandi dæmi um gildi raunvaxtastefnu
við erfiðar aðstæður. Þróunin frá upphafi raunvaxta-
stefnu sýnir, að markviss endurreisn bankakerfisins fer
fram eftir þessari leið, þveröfugt við niðurrifshjal úr-
tölumanna og nöldurseggja.
og vantaði 70 þúsund til þess
að brúa bilið fram að því.
Hann fór því í Búnaðarbank-
ann, en fékk þau svör að
bankinn gæti aðeins lánað 50
þúsund. Því miður ekki meira.
Engir peningar til. Bjarni dró
sfðan upp sýnishorn af því
hvernig nefndur banki auglýsir
fyrir hundruði þúsunda jafnvel
milljónir í dagblöðunum og í
sjónvarpi, þar sem hann sýndi
þjóðinni myndir af skríðandi
börnum. Bjarni kom með lyk-
ilinn að þessari sjónvarpsaug-
lýsingu sem svo margir hafa átt
erfitt með að skilja. Auðvitað
■ Það er kominn tími til að menn geti eytt bestu árum æfí sinnar
í það sem þeir kunna best...
á auglýsingin að sýna okkur
það hvernig fólk á að haga sér
fyrir framan bankastjóra.
20 Laugardalsvellir
Stefán Ingólfsson hjá Fast-
eignamatinu fræddi okkur á
því að á verðbólguárunum
fram að 1979 hefðu skuldarar
hagnast svo mikið á verðbólg-
unni að það jafngilti því að
25.000 - tuttugu og fimm þús-
und - íbúðir hefðukskipt um
eigendur. Jafngildir þetta 40-
50 milljörðum króna. Því mið-
ur væri fé þetta ekki lengur til.
Það væri allt saman grafið í
steinsteypu. Annars benti Stef-
án á það hverskonar ægileg
vitleysa viðgengist. hér í hús-
næðismálum. Á hverju einasta
ári byggðu íslendingar yfir flöt
sem samsvaraði 20 Laugardals-
völlum (stór fótboltavöllur í
Reykjavík) eða sem svaraði
0,4 ferm. á hvert mannsbarn.
Það hefur áður verið bent á
það í þessum dálki hvað þess-
ari þjóð gæti liðið vel fjárhags-
lega ef hún væri ekki haldin
þeirri fáránlegu áráttu að grafa
alla sína fjármuni í allt of stór
hús.
Heiðarlegt fólk
verður vanskilamenn
Niðurstaðan úr þessum
vangaveltum er auðvitað sú að
við þurfum að afnema það
fáránlega kerfi að hækka
skuldir en ekki laun. Við þurf-
um að þvo af okkur þá ósvinnu
að heiðarlegt fólk verði upp til
hópa vanskilamenn vegna þess
að það að stofna til skulda, og
geta ekki byggt á öðru en
heiðarlegu starfi, er það sama
og rétta skrattanum einn
fingur. Hendin öll fer. Og allir
sem ætla að byggja eða kaupa
verða að stofna til skulda. Við
þurfum að koma upp þannig
þjóðfélagi að það eitt að koma
yfir sig húsnæði leggi ekki
fjölda manns í gröfina á besta
aldri. Við þurfum að sjá til
þess að á bestu árum æfinnar
geti menn einbeitt sér að því
sem þeir kunna best.
Það á að verða okkar helsta
verkefni á næstunni.
Baldur Kristjánsson
Verð i lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrift 330 kr.
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstj.: Magnús Ólafsson (ábm).
Markaösstj.: Haukur Haraldsson
Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason
Innblaðsstj.: Oddur Ólalsson
Tæknistj.: Gunnar Trausti Guöbjörnsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík.
Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300
Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, íþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setnins og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 30 kr.
og 35 kr. um helgar.
Áskrifl 300 kr.
Stjórnvöld
hafa brugðist
■ Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Ingólfssyni hjá
Fasteignamati ríkisins fækkar stöðugt því unga fólki
sem byggir eða kaupir eigin húsnæði.
Nú búa milli 80 og 90% íslendinga í eigin húsnæði Ef
sú stjórnlausa þróun heldur áfram sem verið hefur
undanfarin ár verður þetta hlutfall komið niður í
60-65% eftir 30 ár.
Það er því ljóst að stjórnvöid hafa brugðist þeirri
stefnu sinni að gera ungu fólk kleift að eignast sitt eigið
húsnæði.
Verðtrygging skulda og ofání hana afnám verðtrygg-
ingar launa hefur skapað aðstæður sem eru gersamlega
óþolandi.
Tafarlaust þarf að leiðrétta það ranglæti að skuldir
vaxi miklu hraðar en laun.
Jafnhliða þarf stóraukið félagslegt átak í húsnæðis-
málum. Fólk sem ekki getur eða vill festa kaup á eigin
húsnæði verður að fá aðgang að öruggu húsnæði á
hagkvæmurri kjörum.
Stjórnvöld hafa sjálf gengið af séreignastefnunni
dauðri og skilja stöðugt fleiri fjölskyldur eftir á berangri
ótryggs og lélegs leigumarkaðar.
Liður í þessari stefnubreytingu er að gera
búseturéttarfyrirkomulagið að raunhæfum valkosti.
Öruggt húsnæði til að búa í er eitt þeirra atriða sem
teljast til grundvallarþarfa sérhvers manns. Öll siðment-
uð þjóðfélög keppa að því að uppfylla þessa grundvall-
arþörf þegna sinna. Við höfum um skeið slakað á klónni
í þessum efnum. Tímabært er að úr rætist.
Byggðastofnun
í fréttaskrifum NT hefur berlega komið í ljós að
fólksstreymið til höfuðborgarsvæðisins er að aukast. í
leiðurum blaðsins hefur verið á það bent að áframhald-
andi byggðaröskun þjóni hvorki hagsmunum dreifbýlis-
ins né höfuðborgarsvæðisins.
Það er tvímælalaus skylda okkar að tryggja og efla
byggð um allt land en til þess að svo megi verða þurfum
við raunhæfa byggðastefnu. Án sérstakra aðgerða
heldur byggðaröskun áfram samkvæmt því lögmálin að
fjármagn leitar þangað sem fjármagn er fyrir og þar
sem fjármagn er til staðar þar eru atvinnutækifærin.
Byggðasjóður hefur því miður þróast þannig að vera
bara einn sjóður af mörgum sem veitir fjármagni til
atvinnuuppbyggingar í öllum landshlutum. Jafnt til
Reykjanessvæðisins sem hinna dreifðu byggða. Hann
ber því að leggja niður.
Við þurfum í hans stað Byggðastofnun sem einbeitir
sér að byggðavandamálum.og hefur það markmið að
treysta byggð þar sem hún á í vök að verjast.
Landbúnaðurin skiptir að sjálfsögðu meginmáli í
þessu sambandi. Um leið og við þurfum að upphefja þá
styrki til hans sem stuðla að rangri fjárfestingu þarf að
tryggja þeim sem vinna landbúnaðarstörf sambærileg
fjárhagsleg og félagsleg kjör og aðrir landsmenn njóta.