NT - 02.02.1985, Síða 9
la
Laugardagur 2. febrúar 1985
9
Hvert stefnir Kaupavogskaup
staður í dagvistarmálum?
Inngangur:
■ í dag rekur Kópavogskaup-
staður 8 dagvistarheimili. Hvert
heimili hefur sína sérstöðu en
ekki verður greint frá því. Á
þessum 8 dagvistarheimilum eru
ll leikskóladcildir. 10 tvísetnar
en ein eingöngu opin fyrir há-
degi, 9 dagheimilisdeildir og
eitt skóladagheimili. Að vísu
telja bæjaryfirvöld eitt dagvistar-
heimilanna ýmist leikskóla eða
idagheimili og virðist það fara eftir
geðþótta þeirra hverju sinni.
Umrætt dagvistarheimili er
Kópasel í Lækjarbotnum, sem
starfrækt er að mestu rétt fyrir
utan bæinn, og er það talið til
dagheimila í ofangreindum
tölum.
Stefna Kópavogskaup-
staðar
Kópavogskaupstaður hefur í
mörg ár verið stefnumótandi í
dagvistarmálum. Þar var t.d.
byrjað að hafa aldursblandaðar
deildir, þ.e börn á aldrinum 2ja
til 6 ára eru saman á deild.
Kostir þessa skipulags eru að
okkar mati meðal annars:
- að stöðugleiki hópsins eykst
fyrir barnið. Það getur dvalið 3-4
ár á sömu deild. í hópnum eru
flest börnin alltaf öllum hnútum'
kunn á deildinni og mynda þann-
ig traustan kjarna frá ári til árs.
- Börnin læra að taka tillit til
hverra annarra þ.e. eldri börnin
læra að umgangast þau yngri og
öfugt.
Með þessu skipulagi fengum
við þriðja starfsmanninn á hverja
aldursblandaða deild. Fjölgun
starfsmanna kemur til vegna þess
að aldursblandaður barnahópur
krefst meira skipulags og þarfir
barnanna eru breytilegar eftir
aldri og þroska þeirra.
Árið 1977 gerðu starfsmenn
Leikskólans v/Fögrubrekku sam-
komulag við ráðamenn bæjarins
um að með þriðju manneskjunni
tækju þær tvö börn í viðbót á
deild sem sagt 22 börn á deild
fyrir og eftir hádegi.
Samfara þróun í dagvistarmál-
um bæjarins var gefið vilyrði
fyrir fækkun barna á Leikskólan-
um v/Fögrubrekku með tilkomu
nýrra heimila. En raunin hefur
orðið önnur. í lok ársins 1984
voru 20 börn á öllum leikskóla-
deildum bæjarins þar sem 3
starfsmenn störfuðu nema á
Leikskólanum v/Fögrubrekku,
þar sem enn voru 22 börn á deild.
Vegna þessa óviðunandi ástands
á Leikskólanum v/Fögrubrekku
fór starfsfólk leikskólans frant á
fækkun.
í lok ársins 1984 tóku yfirvöld
bæjarins ákvörðun sem felur í sér
aukinn barnafjölda á hvern
starfsmann á 6 deildum dagvist-
arhcimila bæjarins. Telja bæjar-
yfirvöld að þar með séu þau að
koma til móts við óskir starfsfólks
Leikskólans v/Fögrubrekku um
fækkun barna á deild. Þessi
ákvörðun er mikið afturhvarf í
dagvistarmálum og er erfitt að
sætta sig við hana.
Starfshópur var settur til að
fjalla um þessi mál. Hópurinn
fékk þau fyrirmæli frá félags-
málaráði að engin fækkun mætti
eiga sér stað heldur skyldu um-
ræddum plássum skipt niður á
leikskóladeildir bæjarins. í þess-
um starfshópi sátu tveir fulltrúar
félagsmálaráðs, tveir fulltrúar
starfsfólks dagvistarheimila og
dagvistarfulltrúi sem starfsmaður
félagsmálastofnunar. Þessi fimm
manna starfshópur komst ekki
að sameiginlegri niðurstöðu og
urðu endalok þau að fulltrúar
starfsfólks sendi félagsmálaráði
sérstaka greinargerð um málið. í
þessari greinargerð var lögð
áhersla á að miða verði við þær
breytingar sem átt hafa sér stað í
þjóðfélaginu og auknar vænting-
ar til starfsfólks dagvistarheimila.
Samkvæmt greinargerð fulltrúa
starfsfólks er fækkun barna á
deildum dagvistarheimila al-
mennt eðlileg þróun í þessum
málum.
Niðurstaða félagsmálaráðs var
hins vegar sú að fækka börnum á
hvern starfsmann á Leikskólan-
um v/Fögrubrekku úr 7,33 í 6.83
en fjölga í fjóruni tvísetnum
leikskóladeildum úr 6.66 í 7 og
þar að auki að fjölga börnum á
hvern starfsmann í Kópaseli úr
6,6 í 7.
Bæjarráð samþykkti síðan
þessa niðurstöðu félagsmálaráðs
þann 18. des. 1984.
Ákveðið var að fjölgunin kæmi
að hluta til framkv. I5. j an. 1985
þó svo að engin fækkun hafi enn
átt sér stað á Leikskólanum við
Fögrubrekku.
Þessi umrædda ákvörðun
bæjaryfirvalda hefur valdið mik-
illi óánægju og gremju meðal
starfsfólks dagvistarheimila í
Kópavogi og eru uppi ýmsar
raddir um hvað hægt sé að gera
til að sporna við þessari óheilla-
vænlegu þróun.
Fóstran - Dagvistar-
heimilið
í lögum um byggingu og rekst-
ur dagvistarheimila fyrir börn frá
31. des. 1976 stendur m.a.
„1. gr.: Markmið með starf-
semi dagvistarheimila er að gefa
börnum kost á að njóta hand-
leiðslu sérmenntaðs fólks í upp-
eldismálum og búa þeim þau
uppeldisskilyrði er efli persónu-
legan og félagslegan þroska
þeirra.
16. gr. Forstöðumaður dagvist-
arheimils og starfslið. er annast
fósturstörf, skal hafa hlotið fóst-
urmenntun, svo og þeir sem ann-
ast umsjón með dagvistarheimil-
um á vegum rekstraraðila.
Heimilt er þó með samþykki
born skulu
EKKI HÖFO
BUUM BETUR
AÐ BÖRNUNUMI
ráðuneytisins að víkja frá þessu
ákvæði sé þess enginn kostur að
fá fólk með framangreinda
menntun til starfs.
18. gr. Forstöðumaðurdagvist-
arheimilis skal halda reglulega
fundi með starfsliði um stjórn
heimilisins og velferð hvers ein-
staks barns.
Skylt er rekstraraðila dagvist-
arheimils að skipuleggja tengsl
milli foreldra barnanna og dag-
vistarheimilis í þvi skyni að efla
samstarf milli þessara aðila um
velferð barnsins."
Þar sem þessi lög gefa ekki
nógu glögga mynd af starfi
fóstrunnar og hlutverki dagvist-
arheimila viljum við fara nokkr-
um orðum um hlutverk fóstra og
dagvistarheimila.
Hlutverk fóstrunnar cr að efla
alhliða þroska barnsins (tilfinn-
ingalegan-, vitsmunalegan-, lík-
amlegan- og félagslegan þroska)
og sjá um að barnið fái þá um-
önnun sem því er nauðsynleg.
Til að þetta geti orðið er mikil-
vægt að starfsfólk hafi þá þekk-
ingu sem fósturmcnntunin gefur.
Fóstran þarf að hafa góða yfirsýn
yfir hópinn og gera sér grein fyrir
þörfum hvers einstaklings í
hópnum.
Samsetning hópsins skiptir
miklu máli hvað varðar innri
gerð hans. Því miður eru það oft
yfirvöld sem stýra samsetningu
deilda án tillits til þarfa barnanna
og þeirrar starfsemi sem fram fcr
á heimilunum. Gott dæmi unt
þetta er sú fjölgun sem á sér nú
stað á leikskóladeildum Kópa-
vogskaupstaðar og Kópaseli.
Starfssvið fóstrunnar er yfir-
gripsmeira en bæjaryfirvöld oft
gera sér grein fyrir.
í flæðariti gæti dagvistarkerfið
litið þannig út:
Með stoðkerfi er átt við ýmis-
konar þjónustu og ráðgjöf sem
fóstrur geta kallað á, s.s. umsjón-
arfóstru. heimilishjálpt sál-
fræðingur, talkennari o.fl.
Á þessu flæðiriti sést vel hve
samskiptaþátturinn er yfirgrips-
mikill í starfi fóstra.
Uppeldi dagvistarheimila skal
vera til stuðnings fyrir starf fjöl-
skyldunnar. Dagvistarheimilin
þurfa því að vera í stakk búin til
að örva börn til alhliða þroska
með því að veita þeim fjölbreyti-
lcg viðfangsefni, styrkja reynslu-
heim þeirra og efla tcnsl við
raunveruleikann. Hér ber þess
að minnast að mörg börn í dag
vaxa upp í einangruðu, þröngu
borgarsamfélagi. Að auki eiga
dagvistarheimili tvímælalaust
að jafna aðstöðu barna úr hinum
ýmsu þjóðfélagshópum.
Eru foreldrar að senda börn
sín í leikskóla til að hafa' þau í
girtum viðurkenndum kassa þar
sem frumþörfum þeirra er
fullnægt?
Við skulum vona ekki og það
hefur sýnt sig að sá hópur sem
lítur á leikskóla og dagheimili
sem uppeldisstofnun fer stækk-
andi. Sá hópur verður að láta
meira í sér heyra og bera fram
kröfur fyrir börn sín.
En það cr ekki nóg að gera
eingöngu kröfur á starfsfólk um
gott uppeldisstarf. Ef starfsfólk
dagvistarheimila á að geta sinnt
þeim kröfum og væntingum scm
gerðar eru til þess er ekki nóg að
hafa vilja til að vinna, aðstaðan
verður að vera fyrir hendi. Með
aðstöðu er ekki eingöngu átt við
þann kassa, hólfin innan hans og
efniviðinn sem áþreifanlegur er,
heldur líka t.d. barnafjölda,
fjölda starfsmanna og samsetn-
ingu barnahópsins þ.e. aldur,
þroska o.fl.
Hversu mikið og vcl geta 3
starfsmenn sinnt 20 börnum á
rúmum fjórum klukkutímum að
frádregnu kaffihléi starfsfólks
sem er 20 mín. fyrir hvern
starfsmann?
Lokaorð
15. jan. 1985 rituðustarfsmenn
dagvistarheimila Kópavogskaup-
staðar bréf til félagsmálaráðs
Kópavogs þar sem farið var fram
á að yfirvöldbæjarinsendurmætu
afstöðu sína til fjölgunar barna á
dagvistarheimilum bæiarins.
Undir þetta bréf rituðu 78
starfsmenn dagvistarheimila
Kópavogskaupstaðar.
Kjaranefnd fóstra í Kópavogi
Foreldrar
Aðrir
t
-#■ Barnið
-> Fóstrur T—
í
Samstarfsfólk
Yfirvöld og
Stoðkerfi
Thodór Júlíusson í hlutverki Sölva Helgasonar.
Ég er gull
og gersemi
■ Sjónleikur eftir Svein Einars-
son, byggður á skáldsögu Davíðs
Stefánssonar; Sólon íslandus,
kvæðum Sölva Helgasonar og öðr-
um heimildum. Leikmynd er eftir
Örn Inga, búninga hannaði Frey-
gerður Magnúsdóttir, tónlistin er
eftir Atla Heimi Sveinsson, og um
lýsingu og myndvörpun sér David
Walters. Leikstjóri er Sveinn Ein-
arsson.
Sú er venjan að fjalla um leikrit
strax að frumsýningu afstaðinni,
en ekki eftir 12. sýningu svo sem
hér er gert. En betra er seint en
aldrei, og víst er að slík umfjöllun
á fullan rétt á sér, þar eð leikritið
mun sýnt enn um sinn.
Ég er gull og gersemi, spannar
um hálfrar annarrar aldar skeið í
veraldarsögunni. Það hefst með
jólaboði einhvern tíma á vorum
dögum, þar sem samkvæmisleikur
húsráðanda leiðir til gagngerra
umræðna um listamanninn Sölva
Helgason (Sólon fslandus). Inn í
þessar umræður er svo skotið svip-
myndum af lífshlaupi Sölva Helga-
sonar.
Samspil nútíðar og þátíðar er
sett fram á afar skemmtilegan
hátt, undir stjórn húsráðandans
Sigurborgar. Fullvíst má telja að
hlutverk hennar eigi sér að ein-
hverju leyti rætur allt aftur í leiklist
Grikkja til forna, þar sem sögu-
maður var notaður til að brúa
tímaeyður. Sigurborg í túlkun
Sunnu Borg er leiðandi afl í verk-
inu. Hún virðist hafa meiri yfirsýn,
vita meira en aðrar persónur. Hún
afhjúpar veislugesti, og sýnir þeim
fram á samsvörun við líf Sölva
Helgasonar, þ.e. þeir öðlást
smám saman dýpri skilning á sjálf-
um sér. E.t.v. má segja að Sigur-
borg sé eins konar málpípa höf-
undar.
Theodór Júlíusson í hlutverki
Sölva Helgasonar lætur engan ó-
snotinn. Sveiflurnar milli hroka og
mikillætis hins vitra, og auðmýkt-
ar, útúrsnúninga og sársauka hins
smáða farast honum einkar vel úr
hendi. Svo og ofstopi nútíðar lista-
mannsins Marðar Valgarðssonar
sem hann leikur einnig. Gestur E.
Jónasson bregst ekki fremur en
endranær, og söngur Kristjáns
Eldjárns Hjartarsonar ómar í huga
áheyrandans löngu eftir að sýn-
ingu lýkur.
Sviðsmynd Arnar Inga er í senn
einföld og margbrotin, og myndir
bæði eftir Örn og Sölva Helgason
sjálfan sem varpað er á fleti sviðs-
myndar meðan á sýningu stendur
gefa skemmtilegan svip.
Ekki ætla ég að leggja mat á
mannkosti eða lesti Sölva Helga-
sonar, slíkt held ég að sé á fárra
manna færi. Þó leyfi ég mér að
fullyrða að fslendingar hafa aldrei
og munu aldrei skilja persónuleika
Sölva Helgasonartil hlítar. Hitt er
svo annað mál að Sölvi hefur
öðlast ódauðlegan sess í hugum
íslendinga, ekki síst fyrir flakk
sitt, einkennileg tilsvör og sérstæð-
an persónuleika.
Sýning Leikfélags Akureyrar er
í einu orði sagt frábær, og hver sá
sem fer í leikhús með því hugarfari
að lifasiginn í sýninguna ogverkið
fcr ánægður heim, og það er
áskorun mín til þeirra sem ekki
hafa séð verkið, að drífa sig hið
allra fyrsta, því þetta verk á erindi
til allra. Halldór Ingi.
OPIÐI DAG til k/.4í öllum deildum
Munið JIS -hornið ÍJIS-portinu
/A A A A ▲ A *
Ol og gosdrykkir a k.issnverði
Flösk umóttaka
JL-GRILLIO —
GRILLRÉTTIR ALLAN DAGINN Jón Loftsson hf. ________
Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Hringbraut 121 Sími 10600
Zi iZ i ~ 13 I
-j Z. d lJ I
zj tjijQdjj^
UHÍlUUUUúál llti
m