NT

Ulloq

NT - 02.02.1985, Qupperneq 14

NT - 02.02.1985, Qupperneq 14
Laugardagur 2. febrúar 1985 14 Sjónvarp sunnudag kl. 20.50: Nýr íslenskur myndaflokkur: SAGA OG SAMTÍD ■ Jill Clayburgh og Alan Bates fara með aðalhlutverk í myndinni Einstæð kona. Sjónvarp laugardag kl. 21.40: EINSTÆD KONA SPJARAR SIG ■ Laugardagsmynd sjón- varpsins er nefnd á íslensku Einstæö kona. Hún er banda- rísk bíómynd frá 1977 og heitir á frummálinu An Unmarried Woman. Par segir frá rúmlega þrí- tugri konu, sem ekki veit betur en að hún lifi í hamingjusömu hjónabandi, cnda snýst líf hennar urn það. Pað verður henni því mikiö áfall, þegar maður hennar segir henni frá því að hann sé oröinn ástfang- inn af annarri konu og vilji fá skilnað. Þá er komið aö hcnni að standa á eigin fótum og byggja upp líf sitt að nýju. 1 sýnishorni því, sem sjón- varpið brá upp úr myndinni í þættinum Sjónvarp næstu viku s.l. sunnudag, mátti sjá að hún var farin að þrcifa fyri'r sér innan um karlmenn á ný, von- andi af meira sjálfstæði en áður. Þar bitust tveir karlntenn á um hylli hennar og frekari framvindu sjáum viö í kvöld. Jill Clayburgh, scm fer nreð hlutverk forsmáðu eiginkon- unnar Ericu, hlaut mikið lof fyrir túlkun sína og þykir sam- starf hennar og leikstjórans, Pauls Mazursky, hafa leitt til frábærs árangurs. Mcð önnur aðalhlutverk fara Alan Batcs, Michael Murphy og Cliff Gorman. ■ Á sunnudagskvöld kl. 20.50 hefur göngu sína í sjón- varpi nýr íslenskur mynda- flokkur, sem gefið hefur verið nafnið Saga og samtíð. Þar er ætlunin að fjalla um menning- arlíf á íslandi fyrr og nú. Fyrsti þátturinn ber yfir- skriftina Vefur sögunnar og verður þar, eins og naínið bendir til, fjallað um vefnað. Það eru þeir Jónas Kristjáns- Þýðandi er Kristrún Þórðar- S.0|L forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, og Helgi Þorláksson sagnfræðingur, sem rekja hvernig þróunin verður samstiga í verklegri og andlegri menningu íslendinga. Elsa Guðjónsson safnvörð- ur, sem er allra manna fróðust um vefnað hér á landi á liðnum öldum, hefur verið veitul á upplýsingar. Þá má geta þess að Sigríður Halldórsdóttir, skólastjóri Heimilisiðnaðar- skólans, vefur í gamla kljá- steinsvefstaðinn í þættinum, svo og nýrri vefstól. ■ Þeir Jónas Kristjánsson og Helgi Þorláksson annast umsjón niyndailokksins Saga og samtíð. Umsjónarmenn þáttanna eru þrír, en auk þeirra Jónasar og Helga annast Hörður Er- lingsson umsjónina. Sigurður Grímsson hefur búið efnið fyr- ir sjónvarp. Utvarp sunnudag kl. 18. r r „AISLANDI ER FJÁRFEST í MYRKRI“ - segir Jónas Guðmundsson Sjónvarp laugardag kl. 21, Nýr spurningaþáttur: KOLLGÁTAN ■ Jónas Guðntundsson rit- höfundur og listmálari rabbar viðútvarpshlustendur kl. 18.00 næstu 4 sunnudaga. Blaða- maður NT sló á þráðinn til hans og spurði Jónas unt hvað hann ætlaði nú að tala. Honunt sagöist svo: „Hvað ég ætli að tala um? - Ja efnið er eiginlega fólgið í nafn- inu - Vetrardagar -. Þetta er svona spjall um vetrardagana, sem við höfum alls ekki þurft að kvarta undan að undan- förnu a.m.k. hvað veörið snertir. Nú eru liðnir dimm- ustu dagar vetrarins og úr þessu fer að birta. Annars; hef ég auðvitað eins og aðrir íslendingar, fjárfest í myrkri“. Blaðamaður bað um nánari útskýringu á þessari „fjárfest- ingu", en fékk svarið: „Þeir skilja það sem vilja, - og taka sncið sem eiga". - Annars frelsa ég ckki heiminn með tali mínu, enda er ekki hægt að frelsa heiminn fyrir 15.000 krónur á mánuði. - Semurðu þessa fjóra þætti fyrirfram nreð ákeðin efni í huga? „Ég verð þarna með fjóra þætti, - alla sunnudagana í febrúar, sem er eins og menn vita lengsti mánuður ársins(?). ■ Jónas Guðmundsson rit- höfundur. Égvinn þætfinaekkifyrirfram, heldur á síðustu stundu. Þetta er nefnilega eins og með hag- fræðinga á íslandi, - það er ekkert jafnt úrelt og hagfræðin frá siðustu viku og ekkert eins gamalt og dagblað frá í gær. Svona þætti verður að vinna rétt áður en þeir eru fluttir, - og ég er eins og Dickens að ég bíð spenntur eftir framhald- inu! Og svo segi ég cins og einn fréttaritari Alþýðublaðsins vestur á landi hér áður fyrr: Vinsamlegast birtið svo mynd af mér." - Og það gerum við á NT auðvitað með gleði. ■ Kollgátan kallast nýr spurningaþáttur, sem hefur göngu sína í sjónvarpi í kvöld, laugardag, kl. 21. Umsjónar- maður er Illugi Jökulsson og stjórn upptöku annast Viðar Víkingsson. Formið á þættinum er svipað og var í spurningakeppni í Helgar-Tímanum, þegar þeir Illugi og Egill Helgason höfðu umsjón með honum. Kepp- enduin, en þeir eru tveir í hverjum þætti, eru gefnar vís- bendingar sem eiga að leiða til rétts svars. Sú fyrsta er það almenn, að erfitt getur verið að átta sig á eftir hverju er leitað, enda gefur rétt svar við henni flest stig. Næstu vísbend- ingar gefa meiri upplýsingar og alls verða vísbendingarnar 3. Keppendur í fyrsta'þætti eru þeir Árni Bergmann og Ólafur Bjarni Guðnason. Þeir sem heima sitja fyrir framan skjáinn geta svo spreytt sig og athugað hvort þeir slá ekki keppendum í sjónvarpssal við! ■ Illugi Jökulsson stjórnar KoMgátunni. Laugardagur 2. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð - Hrefna Tynes talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur ValdimarsGunnarssonarfrá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Flelgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur í viku- lokin. 15.15 Listapopp - Gunnar Salvars- son 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Islenskt mál Jón Hilmar Jóns- son flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvik. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leif- ur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19,35 Úr vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnars- sonar (21). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: HögniJónsson 20.50 Sögustaðir á Norðurlandi Vellir í Svarfaðardal. Umsjón: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK) 21.30 Þættir úr sígildum tónverk- um. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Minervu Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 23.15 Operettutónlist. 24.00 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 3. febrúar 8.00 Morgunandakt SéraHjálmar Jónsson flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Mantovanis leikur 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar a. „Jesus schláft, was soll ich hoffen?", kant- ata nr. 81 á 4. sd.e. Þrettánda eftir Johann Sebastian Bach. Paul Ess-' wood, Kurt Equiluz, Ruud van der Meer og Tölzerdrengjakórinn syngja með Concentus Musicus- kammersveitinni i Vínarborg; Nikolaus Harnoncourt stj. b. Selló- konsert í G-dúr eftir Niccolo Porp- ora. Thomas Blees og Kammer- sveitin i Pforzheim leika; Paul Angerer stj. c. Sinfónia nr. 5 í A-dúr eftir Joseph Haydn. Hljóm- sveit Ríkisóperunnar i Vínarborg leikur; Max Goberman stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga Ein- ar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa i Ytri-Njarðvikurkirkju Prestur: Séra Guðmundur Örn Ragnarsson. Organleikari: Örn Falkner. Hádegistonleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöuriregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.4 Tveir einþáttungar eftir Odd Björnsson „Sarma" og „Söngur næturdrottningarinnar “ Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Leikendur: Mar- grét Ákadóttir, Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Helga Jónsdóttir, Steindór Hjör- leifsson og Herdis Þorvaldsdóttir. (Áðurflutt ásiðasta ári). 14.20 Frá tónleikum Leotyne Prince i Salzburg sl. sumar Da- vid Garvey leikur ápíanó. Aríurog sönglög eftir Gioacomo Puccini, Francesco Cilea, Franz Liszt, Francis Poulenc, Reynaldi Hahn, George Gershwin svo og amerisk trúarljóð. 15.00 Alþjóðlega handknattleiks- mótið í Frakklandi Ragnar Örn Pétursson lýsir. 15.40 Lúðrasveitin Svanur leikur Stjórnandi: Kjartan Óskarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Um vísindi og fræði Um framkvæmd liflátshegninga og af- tökustaði á ísalndi. Dr. Páll Sig- urðsson. dósent flytur sunnudags- erindi. 17.00 Félagar i filharmoniusveit- inni í Berlín leika kammertónlist a. Septett i Es-dúr op. posth. eftir Max Bruch. b. Menuett eftir Luigi Boccherini. c. Kansonetta eftir Fe- lix Mendelssohn. d. „Le Rendez- vous de chasse" fyrir horn og Dúett fyrir selló og kontrabassa eftir Gioacchino Rossini. e. „Sverðdansinn" eftir Aram Katsja- turian. 18.00 Vetrardagar Jónas Guð- mundsson rithöfundur spjallar við hlustendur. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Fjölmiðlaþátturinn Viðtals- og umræðuþáttur um fréttamennsku og fjölmiðlastörf. Umsjón: Halldór Halldórsson. 20.00 Um okkur Jón Gústafsson IIT Laugardagur 2. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barðason. Hlé 24:00-23:45 Listapopp. Endurtekinn þátlurfrárás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. Rá- sirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Sunnudagur 3. febrúar 13:20-16:00 Krydd i tilveruna. Stjórnandi. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda Rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 2. febrúar 14.45 Enska knattspyrnan Fyrsta deild: Luton-Tottenham Bein út- sending frá 14.55-16.45. 17.20 fþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.20 Lífið i skóginum Norsk mynd um gróður og dýralíf í votlendis- skógi í Noregi. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision - Nörska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feöginin Þriðji þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.00 Kollgátan Nýr spurningaþátt- ur. Umsjónarmaður lllugi Jökuls- son. Stjórn upptöku: Viðar Víkings- son. 21.40 Einstæð kona (An Unmarried Woman) Bandarísk bíómynd frá 1977. Leikstjóri Paul Mazursky. Aöalhlutverk: Jill Clayburgh, Alan Bates, Michael Murphy og Cliff Gorman. Söguhetjan er rúmlega þrítug kona sem eiginmaðurinn yfirgefur. Myridin lýsir því hvernig hún kemst yfir þetta áfall og skapar sér nýja og sjálfstæða tilveru. Þýð- andi Kristrún Þórðardóttir. 23.55 Dagskrárlok Sunnudagur 3. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Guðmundur Örn Ragnarsson flytur. 16.10 Selda brúðurin Gamanópera í þremur þáttum eftir Bedrich Smet- ana, sviðsett af tékkneska sjón- varpinu. Leikstjóri F. Filip. Aðal- hlutverk: Peter Dvorský og Gabri- ela Benackova ásamt R. Novák, J. Jindrák og M. Vesela. Sögusvið óperunnar er í smábæ í Bæheimi ummiöjanítjándu öld. Þarsegirfrá ungum elskendum sem verða að beita ýmsum brögðum til að fá að eigast. Þjóðlög og þjóðdansar frá Tékkóslóvakiu gefa þessari óperu sérstakan blæ. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.30 StundiÁ okkar Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Þrándur Thoroddsen. 19.20 Hlé 19.50 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Saga og samtíð 1. Vefur sögunnar. Þetta er fyrsti þáttur í myndaflokki sem nú er hafin gerð á hjá Sjónvarpinu undir heitinu „Samtíð og saga“. Er ætlunin að fjalla nokkuð um menningarlíf á Islandi fyrr og nú og einkum þau atriði sem talist geta sérstæð i samanburöi við menningu annarra þjóða. í þessum fyrsta þætti er fjallað um vefnað á islandi og þeir Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar og Helgi Þorláksson sagnfræðing- ur ræða hvernig þróunin verður samstiga í verklegri og andlegri menningu íslendinga. Umsjónar- menn eru þeir: Hörður Erlingsson, Jónas Kristjánsson og Helgi Þor- láksson, en Sigurður Grimsson hefur búið efnið fyrir sjónvarp. 21.45 Dýrasta djásnið Tólfti þáttur. Breskur framhaldsmyndaflokkur i fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pouls Scotts frá siðustu valdaár- um Breta á Indlandi. Aðalhlutverk: Tim Pigott-Smith, Judy Pariitt, Geraldine James, Wendy Morgan, Frederick Treves, Charles Dance og Peggy Ashcroft. Þýðandi Vetur- liði Guðnason. 22.40 Tónskáldin ungu og íslenska hljómsveitin Annar þáttur. ís- lenska hljómsveitin flytur I sjón- varpssal Torrek eftir Hauk Tómas- son. Verkið er samið aö tilhlutan hljómsveitarinnar og frumflutt af henni fyrir ári. Stjórnandi Guð- mundur Emilsson. 23.00 Dagskrárlok.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.