NT - 02.02.1985, Side 20
Bandarísk stjórnvöld
hóta Nýsjálendingum
- vilja að kjarnorkuskip fái að koma í nýsjálenskar hafnir
Washington-Stokkhólmur-Reuter
■ Bandarísk stjórnvöld hafa
hótað Nýsjálendingum því að
það kunni að hafa slæm áhrif á
framtíðarsamskipti á milli
Bandaríkjanna og Nýja-Sjá-
lands ef bandarísk kjarnorku-
herskip fái ekki að koma inn í
nýsjálenskar hafnir.
Forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, David Lange, er ein-
dreginn andstæðingur
kjarnorkuvopna. Hann hefur
m.a. lýst því yfir að stjórn
Verkamannaflokksins, sem
komst til valda í fyrra, muni
ekki leyfa neinar heimsóknir
bandarískra herskipa nema full-
vissa sé fyrir því að þau hafi
ekki kjarnorkuvopn innan-
borðs.
Nýsjálendingar eru aðilar að
varnarbandalaginu ANZUS
ásamt Ástralíumönnum og
Bandaríkjamönnum. Banda-
ríkjamenn hafa farið fram á að
bandarísk herskip fái að heim-
sækja nýsjálenskar hafnir á
rneðan á heræfingum ANZUS-
hernaðarbandalagsins stendur í
mars. Bandaríska utanríkis-
ráðuneytið hefur lýst því yfir að
slíkar heimsóknir herskipa séu
nauðsynlegar. Verði skipunum
meinaður aðgangur að höfnun-
um verði að taka til athugunar
allt samstarf Bandaríkjamanna
við Nýsjálendinga í ANZUS.
Nýsjálcndingar hafa enn ekki
svarað beiðni Bandaríkja-
manna um heimsóknir herskip-
anna en Lange, forsætisráð-
herra, hcfur ítrekað að hann
muni ekki leyfa heimsóknir
skipa með kjarnorkuvopn.
Bandaríkjamenn verði því að
tryggja að slík vopn séu ekki um
borð í herskipum eigi þau að fá
leyfi til að koma í nýsjálenskar
hafnir.
Friðarsinnar og kjarnorku-
andstæðingar víða um heim
hafa lýst mikilli ánægju með
andstöðu nýsjálenska forsætis-
ráðherrans við kjarnorkuvopn.
Sænsk friðarsamtök hafa þannig
lagt til að David Lange verði
veitt friðarverðlaun Nóbels fyrir
eindregna andstöðu sína við
kjarnorkuvopn.
Laugardagur 2. febrúar 1985 20
■ Forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, David Lange. Hann
hefur vakið mikla aðdáun
kjarnorkuandstæðinga fyrir að
neita að leyfa herskipum með
kjarnavopn að koma til Nýja-
Sjálands og hafa sumir meira
að segja lagt til að honum
verði veitt friðarverðlaun
Nóbels.
Ógnarstjórn
í Paraguay
Buenos Aires-Reuter.
■ Bandarísku mannrétt-
indasamtökin „America's
Watch Group“, halda því
fram að herstjórnin í Par-
aguay sé eina stjórnin í
Suður-Ameríku sem ekki
sýni vott af áhuga fyrir
lýðræði eða þróun til lýð-
ræðisáttar.
Mannréttindasamtökin,
sem hafa aðsetur í New
York, segja í nýútkominni
skýrslu að forseti Parag-
uay, Alfredo Strössner,
stjórni í valdi óttans og
hafi gert það í þrjá áratugi.
Hann sýni engan áhuga á
lýðræðisþróun.
Strössner, sem nú er 72
ára gamall, komst til valda
í Paraguay með hallarbylt-
ingu hersins árið 1954.
Nicaragua:
Fangarog
embættismenn
saman við
uppskerustörf
IVlananua-Keuter
■ Allirsemvettlingigetavald-
ið hafa verið kallaðir til upp-
skerustarfa á kaffiekrum í Nica-
ragua. Menntamálaráðuneytinu
og tveim öðrum ráðuneytum
hefur verið lokað til að emb-
ættismenn þar geti tekið þátt í
uppskerustörfunum og fangar í
Zona Franca-fangelsinu hafa
einnig verið fengnir til að hjálpa
við uppskeruna.
Kaffi er aðalútflutningsvara
Nicaraguamanna. Á síðasta ári
fluttu þeir út 52.16 milljón kíló
af kaffi fyrir 127 milljónir doll-
ara. Að undanförnu hafa hægri-
sinnaðir skæruliðar ráðist livað
eftir annað á kaffiekrur og eyði-
lagt þær. Með þessum skemmd-
arverkum vonast þeir til að geta
tafið fyrir efnahagsuppbygging-
unni í Nicaragua.
Embættismenn í Nicaragua
viðurkenna að kaffiuppskeran
nú kunni að verða um 20%
minni en í fyrra og erlcndir
sérfræðingar spá allt að þriðj-
ungs samdrætti. Fæstir búast við
því að Nicaraguamönnum takist
að flytja út kaffi fyrir nema í
mesta lagi um 100 milljón doll-
ara á þessu ári.
Hægrisinnaðir skæruliðar
hafa ekki nægjanlegan styrk til
að taka landsvæði í Nicaragua á
sitt vald. Þess vegna hafa þeir
einbeitt sér að skemmdarverk-
um á olíuleiðslum, kaffiekrum,
flutningatækjum og raforku-
stöðvum. Stjórnvöld hafa
brugðist við síendurteknum ár-
ásum skæruliðanna með því að
hafa vopnaða verði úr landvarn-
arliðinu á stöðugum verði við
helstu kaffiekrurnar.
f fyrstu viku uppskerustarf-
anna lést 31 í árásum skæru-
liða á samvinnubú og flutninga-
tæki. Meðal fórnarlambanna
voru m.a. tvö ungbörn, þrjár
ungar stúlkur og sex konur.
Fyrr í þessari viku skýrðu
stjórnvöld í Nicaragua frá því
að l .500 fangar úr Zona Franca-
fangelsinu hefðu verið fengnir
til að aðstoða við uppskerustörf-
in ognokkrirtugirgeðsjúklinga,
sem væru á öruggum batavegi,
hefðu einnig verið kallaðir til
starfa.
Áður höfðu mörgþúsund
nemendur og embættismenn
verið send út á akrana og
menntamálaráðuneytinu og
tveim öðrum ráðuneytum hefur
verið lokað tímabundið vegna
þess að starfsmenn þeirra eru líka
að hjálpa til við uppskcruna á
kaffi og baðmull.
■ Kona nieð fjögur börn í flóttamannabúðum í Eþíópíu. Margir spá því að efnahagur fátækustu
Afríkuríkjanna eigi enn eftir að versna ef ekkert verður gert til að hjálpa þeim við atvinnuuppbyggingu.
Símamynd-POLFOTO
Alþjódabankinn undir
býr Afríkuhjálparsjóð
París-Reuler
■ Embættismenn Alþjóða-
bankans eru bjartsýnir á að það
takist að stofna Afríkusjóð sem
hafi yfir að ráða því sem næst
einum milljarði dollara til að
aðstoða við efnahagsuppbygg-
ingu og að ýta undir landbúnað
í Afríku á næstu þremur árum.
Upphaflega var stefnt að því
að sjóðurinn hefði allt að sex
milljörðum dollara, en eftir að
flest helstu iðnríki heims með
Bandaríkin í broddi fylkingar
neituðu að leggja fram fé til
sjóðsins, var Ijóst að því mark-
miði yrði ekki náð. Frakkland
er eina stóra iðnríkið sem hefur
lofað fé í sjóðinn en Bretland,
Vestur-ÞýskalandogJapan hafa
fylgt fordæmi Bandaríkjanna.
Ymis minni ríki einsog Italía,
Holland. Noregur og Svíþjóð
hafa hins vegarlofað að leggja
fram meira fé til sjóðsins en
upphaflega var reiknað með
þannig að embættismenn Al-
þjóðabankans telja að hægt
verði að stofna Afríkusjóðinn
þótt Bandaríkin og önnur mikil-
Japan:
Hvalveiðar bitna á flugfélagi
París-Reuter.
■ Náttúruverndarmenn í
Evrópu og Bandaríkjunum
hvetja til þess að fólk fljúgi
ekki með japanska flugfélag-
inu, Japan Air Lines (JAL)
vegna áframhaldandi hval-
veiða Japana. Þeir hafa m.a.
lagt undir sig skrifstofur fé-
lagsins til að leggja, áherslu á
kröfur sínar um að Japanir
hætti hvalveiðum.
Nú síðastliðinn miðviku-
dag lögðu 25 franskir
náttúruverndarmenn undir
sig skrifstofur japanska flug-
félagsins JAL í París til að
krefjast þess að Japanir hlíti
ákvörðun Alþjóðahvalveiði-
ráðsins um hvalveiðibann.
Klukkustund eftir að mót-
mælehdurnir settust að í
skrifstofunum fékk lögregla
þá til að yfirgefa staðinn. Tíu
voru teknir í vörslu lögregl-
unnar og yfirheyrðir.
Náttúruverndarráð sagði
að svipaðar mótmælaaðgerð-
ir myndu síðar verða í
London og Washington.
Átján náttúruverndarsam-
tök standa að áskoruninni
um að fólk taki ekki flugveíar
JAL sem japanska ríkið á
38% eignarhlut í.
væg iðnríki taki ekki þátt í
honum.
Bandarísk stjórnvöld segjast
ekki vilja leggja fram fé í sjóð-
inn þar sem þau hafi þegar
stofnað eigin Áfríkusjóð með
500 milljónum dollara. Banda-
ríkjamenn og Bretar halda því
fram að aðstoð einstakra ríkja
nýtist betur en aðstoð alþjóð-
legra stofnana. Bandaríkja-
menn eru einnig hikandi við að
leggja fram fé til stofnana sem
kunni að styrkja ríki sem standi
gegn þeim í utanríkismálum.
Stuðningsmenn Afríkusjóðs
Alþjóðabankans segja hins veg-
ar að alþjóðlegt samstarf til
aðstoðar öðrum ríkjum sé nauð-
synlegt til að koma í veg fyrir
tvíverknað. Þeir segja að með
því að tengja aðstoð sjóðsins
sérstöku efnahagsátaki viðkom-
andi ríkja megi fá þau til að taka
upp skynsamlega efnahagsstefnu
svo að þau geti unnið sig upp úr
fátækt og eyrnd. Annars sé hætt
við að efnahagur Afríkuríkj-
anna haldi áfram að hrörna og
eymdin að aukast.
Gull-
námu
lokað
Port IVIoresby-Reuter
■ Ríkisstjórnin í Papúa
á Nýju-Guineu hefur
ákveðið að loka einni af
ríkustu gullnámum heims
vegna deilu við erlenda
eigendur námunnar.
Farið var að vinna nám-
una um mitt árið í fyrra.
Mikið hefur verið um slys
við námuna vegna skriðu-
falla þar sem náman er í
bröttum fjöllum á vestur-
hluta eyjanna. Stjórnvöld,
sem eiga 20% í námunni,
hafa krafist nákvæmrar
tímaáætlunar fyrir fram-
tíðarvinnslu í henni en
erlendir eignaraðilar hafa
verið hikandi við það
vegna þess að heimsmark-
aðsverð er óstöðugt.
Stjórnvöld á Papúa á
Nýju-Guineu vonuðust til
að náman yrði til þess að
gera eyjurnar að einu
mesta gullframleiðslu-
landi heims næst á eftir
Suður-Afríku og Sovét-
ríkjunum. Tvö þúsund
námuverkamenn hafa
unnið við námuna.