NT - 08.02.1985, Síða 9

NT - 08.02.1985, Síða 9
Sjónvarp sunnudag kl. 21.45: Þættir um Þuríði for- mann og Kambsránsmenn Föstudagur 8. febrúar 1985 9 Blaðll ÁBÓT ■ Stundum cr sagt að æfingin geri meistarann. Það virðist þó ekki eiga við í tilfelli þeirra Dortmunder (Robert Redford) og Kelp (George Segal), sem hafa langa æfingu í afbrotum, en alltaf með sama vesæla árangrinum. ■ Ronald Merrick (leikinn af Tim Pigott-Smith) er hér að kveðja Guy Perron (Charles Dance). Merrick segist vonast til að Perron komi á eftir sér, - en Guy Perron bíður eftir að íosna undan stjórnsemi Merricks, og vonast til að komast sem fyrst hcim til Englands. ■ Á sunnudaginn kl. 13.20 verður fluttur þáttur í útvarpinu, sem ber heitið Þuríður formaður og Kambrránsmenn. Dagskrá þessi er að mestu byggð á bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna- Núpi. ogen víðarerleitaðfanga. Þættirnir eru alls þrír og verða þeir fluttir á sunnudögum í febrú- armánuði. Kambsránið var framið fyrir rösklega einni og hálfri öld. Þetta rán er alveg einstæður atburður í íslenskri glæpasögu og mála- reksturinn í sambandi við það einhver hinn mesti og víðtækasti í nokkru sakamáli hér á landi fyrr og síðar. í málinu voru haldin 52 réttarþing og vitni leidd úr öllum hreppum Árnessýslu milli Hvítár og Þjórsár, og þar að auki úr Nú fer að síga á seinni hlutann í kvöld er næstsíðasti þátturinn ■ Það er Klcmenz Jónsson sem hefur tekið efnið um Þuríði for- mann og Kambsránsmenn saman og stjórnar flutningi. Ölfusi. Allt var málið rekiö með óvenjulegum dugnaði og hraöa. Rannsókn þess stóð yfir í nær 11 mánuði og um 30 manns voru dregnir fyrir dóm. Hafa Árnes- ingar sjaldan haft jafn duglcgt og skörulegt yfirvald sem Þórður sýslumaður Sveinbjörnsson, síð- ar háyfirdómari, var, og enginn sýslumaður hefur gert slíka héraðshreinsun í sýslu sinni sem hann gerði meö framgöngu sinni í Kambsránsmálinu. Þuríður formaður þekkti vel til alira þeirra sem þátt tóku í Kambsráninu og þrír þeirra höfðu verið hásctar hjá henni. Hún kemur mikið við sögu viö rannsókn málsins, og það var glöggskyggni hennar og góðri eftirtekt að þakka, hversu fljótt tókst að upplýsa þetta stórmál og fá sakborninga til að játa sekt sína. Það er Klemenz Jónsson leik- ari, sem tók efnið saman og stjórnar jafnframt Outningi. Þetta er samfelld dagskrá bæði lesin og leikin. Tónlistin er eftir Jón Leifs. Tæknimaður er IJreinn Valdimarsson. Helstu flytjendur eru Hjörtur Pálsson, Sigurður Karlsson, Þor- steinn Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson. Hjalti Rögnvalds- son, Guðrún Stephcnsen. Róbert Arnfinnsson, Valur Gíslason. Guðmundur Pálsson. Þórhallur Sigurðsson. Margrét Ólafsdóttir og fleiri. ■ Þrcttándi og næstsíðasti þátt- urinn af Dýrasta djásninu cr nú sýndur í sjónvarpinu (sunnud. kl.2l.45). Það virðist svo sem Ronald Merrick hafi getað heillað Susan Layton svo að hún hefur játast honum. „Hann er svo góður viö drenginn minn," segir hún bros- andi. Annars hefur áhorfandinn haft það á tilfinningunni, að nú fari hringurinn að þrcngjast utan um Merrick hinn einhenta her- foringja, og illvirki hans í lög- reglustjóraembættinu fari að koma hortum í koll. A.m.k. er hann á lista hjá stjálfstæðishreyf- ingu Indverja yfir þá Breta, scm þeini finnst hafa brotið gróflega af sér í embætti. Nú hafa Japanir gefist upp og losarabragur kemst á herflokka Breta í Indlandi. og yfirmenn þeirra eru kallaðir til yfirboðara sinna að gcfa skýrslur og taka við öðrum fyrirmælum og embætt- um. Tónlistarkrossgátan ■ Á sunnudaginn er komið að tónlistarkrossgátuþætti á Rás2kl. 15-16. Aðþessusinni er það gáta no. 19, sem er á feröinni og umsjónarmaður cr sem fyrr Jón Gröndal. ■ Múría-unglingar í Indlandi. Sjónvarp sunnudag kl. 17. Eru unglingarnir í Indlandi ólíkir jafnöldrum sínum hér? ■ Á sunnudagseftirmiðdag - eftir Húsið á sléttunni kemur heimildamynd frá BBC. Hún á að byrja kl. 17.00 og nefnist „Sinn er siður í landi hverju". r myndinni segir frá múríum, en múríar nefnist einangraður þjóðflokkur á Mið-Indlandi. Margt er ólíkt í siðvenjum múría og því sem annars staðar tíðkast ’meðal Indverja, svo ekki sé talað um meðal vestrænna þjóða, t.d. hér hjá okkur. Ekki kemur síst á óvart frjálsræði unglinganna hjá múríum í ástmálum. Þó fer það svo, að það eru foreldrarnir sem að lokum ákveða ráðahaginn. Þýðandi er Höskuldur Þráins- son. Rás2sunnudag kl. 15. Útvarp sunnudag kl. 13.20: Dýrasta djásnið 20.50 Um okkur Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 21.00 íslensk tónlist (frumflutt) a. „Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Hlíf Sigurjónsdóttir leikur á fiðlu. b. „Myndhvörf" fyrir málmblásara eft- ir Áskel Máson. Trómet-blásar- asveitin leikur. Þórir Þórisson stj. Einleikari: Ásgeir Steingrimsson. c. „Gloria" eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Dómkórinn í Reykjavík syngur; Marteinn H. Friðriksson stj. 21.30 lltvarpssagan: „Morgun- verður meistaranna“ eftir Kurt Vonnegut Þýðinguna gerði Birgir Svan Símonarson. Gísli Rúnar Jónsson flytur (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kotra Umsjón: Signý Pálsdótt- ir. (RÚVAK) 23.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna- son. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. NV Föstudagur 8. febrúar 10:00-12:00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Sigurður Sverrisson. 14:00-16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnarsdóttir. 16:00-18:00 Léttir sprettir Stjórn- andi: Jón Ólafsson. HLÉ 23:15-03:00 Næturvaktin Stjórnend- ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir Ástvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. Laugardagur 9. febrúar 14:00-16:00 Léttur laugardagur Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16:00-18:00 Milli mála Stjórnandi: Helai Már Barðason. HLÉ 24:00-24:45 Listapopp Endurtek- inn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 24:45-03:00 Næturvaktin Stjómandi: Margrét Blöndal. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar1. Sunnudagur 10. febrúar 13:20-15:00 Krydd i tilveruna Stjórnandi: Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan Hlustendum er gefinn kostur á aö svara einföldum spurningum um tónlist og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Stjórnandi: Jón Gröndal. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlust- enda rásar 2 20 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. Föstudagur 8. febrúar 19.15 Ádöfinni UmsjónarmaðurKarl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Krakkarnir í hverfinu 8. Pétur tekur áhættu. Kanadiskur myndaflokkur i þrettán þáttum, um atvik i lifi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fróttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Margeir og Agdestein Þriðja einvígisskákin. Jóhann Hjartarson flytur skákskýringar. 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Sigur- veig Jónsdóttir. 21.25 Með grimmdina i klónum - Haukar Aströlsk náttúrulífsmynd gerð af sömu aðilum og mynd um fálka'sem sjónvarpið sýndi nýlega. I þessari mynd um haukategundir í Ástraliu er einnig sýnt hvaða aðferðum kvikmyndatökumennirn- ir beita til að ná jafngóðum nær- myndum af ránfuglum og raun ber vitni. Þýðandi og þulur Oskar Ing- imarsson. 21.55 Við freistingum gæt þín (The Marriage of a Young Stockbroker). Bandarísk bíómynd frá 1971. Leik- stjóri Lawrence Turman. Aðalhlut- verk: Richard Benjamin, Joanna Shímkus, Elizabeth Ashley og Adam West. Ungur verðbréfasali hefur staðnað í leiðinlegu starfi og dauflegu hjónabandi. Hann styttir sér stundir við dagdrauma um ungar stúlkur og ástarævintýri. En svo gerast atburðir sem fá hann til að hrista af sér slenið. Þýðandi Björn Baldursson. 23.30 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 9.febrúar 14.45 Enska knattspyrnan Fyrsta deild: Liverpool - Arsenal Bein útsending frá 14.55-16.45. 17.15 íþróttir. Umsjónarmaöur Ingólfur Hannesson. 19.00 Margeir og Agdestein Einvíg- inu lýkur. Jóhann Hjartarson flytur skákskýringar. 19.25 Ævintýri H.C. Andersens 1. Tindátinn staðfasti Danskur brúðumyndaflokkur f þremur þáttum. Sögurnar eru skreyttar með teikningum og klippimyndum eftir H.C. Andersen. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. ÞulurMar- ia Sigurðardóttir (Nordvision - Danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Við feðginin Fjórði þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Demantsránið (Hot Rock) Bandarísk biómynd frá 1972. Leik- stjóri Peter Yates. Aöalhlutverk: Robert Redford, George Segal, Zero Mostel, Paul Sand og Ron Lebman. Fjórir skálkar taka hönd- um saman um að komast yfir demant, sem vart verður metinn til fjár og varðveittur er á safni i New York. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Ástvinurinn (The Loved One) Bandarísk bíómynd frá 1956, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Evelyn Waugh. Leikstjóri Tony Richardson. Aðalhlutverk: Robert Morse, John Gelgud, Rod Steiger, Liberance, Anjanette Comer og Janathan Winters. Myndin gerist i Kaliforníu þar sem ungur Breti fer að fást við útfararþjónustu sem sér um greftranir gæludýra. I myndinni er gert napurt gys að útfararsiöum i Bandarikjunum og nær það há- marki með hugmyndum kunningja söguhetjunnar um að sjá ástvinun- um einnig fyrir himnaför. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.40 Dagskrárlok. Sunnudagur 10. febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Hjalti Þorkelsson, sóknarprestur við Kristskirkju, Reykjavík flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. 11.Mitter þitt. Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Sinn er siður í iandi hverju Heimildamynd frá BBC. Múríar nefnist einangraður þjóðflokkur á Mið-lndlandi. Margt i siðvenjum múria er ólikt því sem annars tiökast meöal Indverja, ekki síst frjálsræði unglinga í ástamálum. Á endanum eru það þó foreldrarnir sem ákveða ráðahaginn. Þýðandi Höskuldur Þráinsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjórn upp- töku: Þrándur Thoroddsen. 19.20 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku Umsjón: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 20.55 Glugginn Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Umsjónar- maöur Sveinbjörn I. Baldvinsson. 21.45 Dýrasta djásnið Þrettándi þáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur I fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá síðustu valdaárum Breta á Indlandi. Þýð- andi Veturliði Guðnason. 22.35 Kvöldtónleikar. Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur pianó- konsert nr. 2 f g-moll ópus 16 eftir S. Prokofjev. Upptakan er frá norrænni tónlistarhátíð í Osló í október 1984 þar sem saman komu ungireinleikararog einsöng- varar. Útvarpshljómsveitin i Osló leikur. (Nordvision - Norska sjón- varpið). 23.20 Dagskrárlok.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.