NT - 08.02.1985, Qupperneq 10
Indversk kvöld
á Keisaranum í Kína
■ í kvöld, föstudagskvöld,
og annað kvöld verða „Ind-
versk kvöld“ með mat og söng
á Keisaranum í Kína, Lauga-
vegi 22. Það er indversk-port-
úgalska söngkonan Leoncie
Martin, sem hefur eftirlit með
matnum, en hann er frá Goa.
Að borðhaldi loknu syngur
hún svo fyrir gesti á barnum á
efri hæð.
Leoncie Martin semur sín
eigin lög og syngur þau og þau
hafa verið tekin upp í upptöku-
stúdíóinu Mjöt. Hún hefur
verið búsett hér á landi í u.þ.b.
3 ár.
Blokkflauta og orgel í
Hafnarfjarðarkirkju
■ Tónleikar Musica antiqua
með Camillu Söderberg
blokkflautuleikara og Herði
Áskelssyni orgelleikara, sem
voru haídnir i janúar s.l. verða
endurteknir í Hafnarfjarðar-
kirkju n.k. laugardag (á
morgun) 9. febrúar kl. 17.
, Leikin verða samleiks- og ein-
leiksverk frá barokktímanum
eftir ítölsk og frönsk tónskáld.
Camilla leikur á 4 ólíkar gcrðir
af blokkflautum. Orgel Hafn-
arfjarðarkirkju er 30 radda
með 3 hljómborð og pedal
smíðað af Walcker orgelverk-
Matargestir eru beðnir um að
tilkynna þátttöku í athvarfinu,
Safnaðarheimilinu, í kvöld kl.
5-6 til kirkjuvarðar.
Kvennalistafundur
■ Kvennalistinn heldur fund
í Félagsgarði í Kjós laugardag-
inn 9. febrúar kl. 14. Kynnt
verður kraftmikið kvennastarf
í Reykjaneskjördæmi.
Árshátíð Eskfirðinga- og
Reyðfirðingafélagsins
■ Verður haldin laugardag-
inn 9. febrúar næstkomandi í
Fóstbræðraheimilinu við
Langholtsveg. Samkoman
hefst með borðhaldi kl. 20.
Húsið verður opnað kl. 19.
Aðalfundur
Kvenstúdentafélagsins
■ Kvenstúdentafélagið og Fé-
lag íslenskra háskólakvenna
halda aðalfund sinn í Hallar-
garðinum, Húsi verslunarinn-
ar, á morgun, laugardaginn 9.
febrúar, kl. 11.30. Gestirfund-
arins verða þær Henríetta og
Rósamunda, valinkunnar
sæmdarkonur, sem ætla að
segja frá Parísarferðum sínum
og annarra.
■ Grease lightning
í sviðsniy ndinni.
dansatriði úr kvikmyndinni Grease vöktu mikla athygli, og þá ekki síst glæsivagninn sem var aðaluppistadan
NT-raynd: Ari
I
■ Kolbeinn Bjarnasoni flautuleikari
Myrkir músíkdagar 1985;
Flaututónleikar
Kolbeins Bjarnasonar
■ Síðustu tónleikar Myrkra
músíkdaga verða að Kjarvals-
stöðum sunnudagskvöldið 10.
febrúar kl. 21.00. Þá leikur
Kolbeinn Bjarnason íslensk og
amerísk verk fyrir ílautu, það
elsta frá 1973.
Islensku tónverkin eru eftir
Atla Ingólfsson, Atla Heimi
Sveinsson, Áskel Másson og
Þorkel Sigurbjörnsson, en auk
þeirra eiga Bandaríkja-
mennirnir Robert Dick og
Harvey Sollbergcr og Kanada-
maðurinn Robert Aitken verk
á efnisskránni. Þeir eru allir
flautuleikarar og tónskáld og
hafa mikið fengist við framúr-
stefnu í list sinni.
smiðjunum í Þýskalandi árið
1955.
Neskirkja -
þorrahátíð aldraðra
■ Samverustund aldraðra
verður laugardaginn 9. febrúar
kl. 16. Efnt verður til þorrahá-
tíðar. AlþingismennirnirHelgi
Seljan og Karvel Pálmason
skemmta við undirleik Sigurð-
ar Jónssonar tannlæknis. Frú
Hrefna Tynes stjórnar sam-
kvæmisleikjum. Þá verður
fjöldasöngur og Reynir Jónas-
son mun leika gömlu góðu
lögin á harmónikuna sína.
1 flestum verkanna eru farn-
ar áður óþekktar leiðir (eða
a.m.k. ónotaðar) í flautuleik.
Kolbeinn Bjarnason lærði á.
flokkflautu hjá Sigríði Pálma-
dóttur í Barnamúsíkskólan-
um, og síðan þvertlautu hjá
Jósef Magnússyni, þar og í
Tónlistarskólanum í Reykja-
vík, og þaðan útskrifaðist hann
vorið 1979. Síðan stundaði
hann nám hjá Manúelu Wiesl-
er í rúm tvö ár. Hann var í
Sviss veturinn 1982-'83 og
lærði hjá japanska flautuleik-
aranum Kioshi Kasai, og í
Bandaríkjunum veturinn
1983-’84 og sótti tíma hjá Ro-
bert Dick, Harvey Sollberger
og Julius Baker. Þá hcfur Kol-
beinn einnig dvalist um tíma í
Toronto við nám hjá Robert
Atiken.
Félagsvist og dans
í Templarahöllinni
■ S.G.T. heldur félagsvist og
dans í Templarahöllinni í
kvöld. Félagsvistin hefst kl.
21, en kl. 22.30 hefjast gömlu
dansarnir. Það er hljómsveitin
Tíglar, sern leikur.
Ball á Borginni
■ FélagiðORATORstendur
fyrir dansleik að Hótel Borg
föstudaginn 8. febrúar. Veit-
ingasalirnir eru hins vegar lok-
aðir laugardagskvöldið 9. febr.
vegna einkasamkvæmis.
■ Tvær píur úr „Gæjum og píuin“
Uppselt á allar sýningar
Þjóðleikhússins um helgina
■ Gæjar og píur og barna-
leikritið Kardimommubærinn
eru alltaf sýnd fyrir fullu húsi.
Söngleikurinn hefur verið
sýndur alls yfir 50 sinnum, en
barnaleikritið 20 sinnum.
Nú um helgina verða þrjár
sýningar á Gæjum og píum, á
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld og er uppselt á
þær allar. Tvær sýningar verða
um helgina á Kardimommu-
bænum, á laugardag og sunnu-
dag. Báðarsýningarnarhefjast
kl. 14.00. Þegar er uppselt á
þessar sýningar.
Gertrude Stein á Litla
sviðinu
Uppselt hefur verið á fystu
sýningarnar á Gertrude Stein
Gertrude Stein Gertrude
Stein. Næsta sýning á þessu
ieikriti vetður að kvöldi þriðju-
dagsins 12. febrúar n.k.
Plakat-list í Listamiðstöðinni v/Lækjartorg
■ Sýning á Plakat-list verður
opnuð kl. 14 laugardaginn 9.
febrúar í Listamiðstöðinni v/
Lækjartorg. Sýningin er á veg-
um plakatverslunarinnar „Hjá
Hirti", Laugavegi 24 og Lauga-
vegi 21.
Plakötin eru frá þekktum
hollenskum fyrirtækjum: Art
Unlimited og Verkerke. Þau
eru flutt inn í mjög takmörk- *
uöu upplagi, frá 1-5 eintökum
af hverri rnynd.
Verslunin „Hjá Hirti",
Laugavegi 24 hcfur margs kon-
ar plaköt til sölu, en verslunin
að Laugavegi 21 er sérstaklega
ætluð þeim sem áhuga hafa á
hljómsveitaplakötum.
Sýningin stendur yfir dagana
9.-17. febrúar og er opin dag-
lega kl. 14-18. Ókeypis að-
gangur.
í innri sýningarsal Listamið-
stöðvarinnar verða svo verk
eftir ýmsa innlenda og erlenda
listamenn til sýnis, sölu og
leigu. Einnig verða til sölu
möppur með eftirmyndum af
verkum nokkurra íslenskra
listamanna.
Góð skemmtun
■ Verslunarskólanemendur
héldu sitt 53, nemendamót í
Háskólabíó, síðastliðinn mið-
vikudag. Mótið fór frant með
stakri prýði, og voru skemmti-
atriðin mörg hver til fyrir-
myndar, og þá sérstaklega eftir
hlé.
Fyrirhugað er að sýna
skemmtunina aftur á laugar-
dag 9. febrúar. Foreldrar og
velunnarar skólans eru sér-
staklega velkomnir. Miðaverð
er krónur 250, og hefst sýning-
in klukkan 13.30 og stendur til
klukkan 16.
Það var gífurleg stemmning
og húsið troðfullt. Mótið setti
Arnór Guðmundsson, en hann
er formaður Mótsnefndar.
Fyrsta atriðið var glæsilegt, og
Leikfélag Akureyrar:
Næstsí ðasta sýningarhelgi á
Ég er gull og gersemi
■ Um helgina er næstsíðasta
sýningarhelgi á leikriti Sveins
Einarssonar „Ég er gull og
gersemi" sem byggt er á sögu
Davíðs Stefánssonar, Sólon Is-
landus. Sýningin er á laugar-
dag kl. 20.30.
Theódór Júlíusson leikur
aðalhutverkið, Sölva Helga-
son. Sveinn Einarsson leik-
stýrði, Atli Heimir Sveinsson
samdi nýja tónlist fyrir leikinn,
Ömlngi gerði leikmynd, Freygerð-
ur Magnúsdóttir hannaði bún-
inga og Davíð Walters annast
lýsingu.
■ Á myndinni eru þau Berg-
Ijót Friðgeirsdóttir í hlutverki
prestsdótturinnar og Torfi
Ólafsson sem barnið Sölvi
Helgason. Þau Jóhanna Sara
Kristjánsdóttir og Páll Finns-
son leika líka þessi hlutverk.