NT - 20.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 20. febrúar 1985 2 Kennarar leggja fram kröfugerð sína: Tilbúnir að fórna ýmsu fyrir taxtahækkanirnar ■ „Þær kröfur sem viö lögö- um fram að þessu sinni, taka mið af úrskuröi Kjaradóms, og að okkar mati einfalda þær kröfugerð okkar til muna,“ sagði Kristján Thorlacius, for- maður Hins ísienska kennarafé- lags í samtali við NT eftir samn- ingafund kennara og samninga- nefndar ríkisins í gærdag. Vaktþjónusta apóteka í Hafnarfirði aukin ■ Frá og með laugardeginum 16. febrúar verður opnunartími apó- teka í Hafnarfirði rýmkaður. Framvegis veröur opið á virkum dögum frá klukkan 9 að niorgni fram til klukkan 19. síðdegis. Á laugardögum verður opiö frá klukkan 10 til 14. Vaktþjónusta verður til skiptis í apóteki Hafnar- fjarðar og apóteki Norðurbæjar, á sunnudögum og verður opið frá klukkan 11 til 15. Eins og fram hefur komið í fréttum urðu samningsaðilar ekki ásáttir ogsagði Kristján að erfitt væri að meta stöðuna í augnablikinu. I kröfugerð kennara var gert ráð fyrir fjórum megin flokkum sem miðast við prófgráður, en gegn verulegum taxtahækkun- um eru kennarar rciðubúnir að sleppa ýmsu sem hefur verið inni í samningum til þessa. Hafa kennarar krafist þess að lág- markslaun hækki úr 20.136 kr. í 35.408 kr. og að hæstu laun hækki úr 29.030 kr. í 57.601 kr. Kristján gat þess að síðast talda upphæðin næmi tæpum mánað- arlaunum þingmanns, en lengi vel miðaðist þingfarakaup við laun menntaskólakennara. Þá hafa kennarar farið fram á leiðréttingu á yfirvinnustuöli úr 1,3 í 1,8 en þeir telja að stuðull- inn hafi verið rangt reiknaður til þessa. Albert neitar kynjamisrétti sem rökum í kjarabaráttu: Rök Indriða rang- túlkuð og slit- in úr samhengi! Stefnubreyting hjá ráðuneyt- ismönnum segir Sigríður Dúna ■ Fjármálaráðherra Albert Guömiindsson sagði í svari við fyrirspurn Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur á Alþingi í gær að unimæli Indriða H. Þorláksson- ar fulltrúa síns heföu verið rang- túlkuö og slitin úr samhcngi. Sigríður Dúna spurði ráð- herrann hvort hann tæki undir þau rök fujltrúans sem sett voru íra'm í laundeilu BMH og ríkis- ins að laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna ættu að vera lægri en laun háskólamenntaðra manna á almennum vinnumark- aði vegna þess að háskóla- menntaðar konur væru fjöl- mennari hjá ríkinu en á hinum almenna vinnumarkaði. Sagði Albert að ekki þyrfti að svara þessari fyrirspurn en ef ntálum hefði ekki verið þannig háttað hcfði svar hans viö fyrirspurninni verið nei. Sigríður Dúna spurði fjármálaráöherra einnig aö því hvort það væri stefna stjórn- valda að viðhalda kynbundnu launamisrétti með þessum hætti og nota misréttið sjálft sem rök til að viöhalda því. Svaraði fjármálaráðherra fyrirspurninni neitandi og kvaðst Sigríður Dúna þá fagna því að ráðuneyt- ismenn hefðu hætt við að beita kynjamisrétti fyrir sig og skor- aði hún á þá að gera enn betur og leiðrétta sjálfan launamis- muninn unt leið og laun alls hópsins yrðu leiðrétt. Uppsveifla byggingar- vísitölu liðin hjá ■ Vísitala byggingarkostnaöar hækkaði aðeins um 0,74% frá janúarbyrjun til byrjunar fcbrú- armánaðar, samkvænit útreikn- inguni Hagstofunnar. Umreiknað til árshækkunar er þetta 9,3% hækkun. Samsvarandi tala miðað við hækkun byggingarvísitölunnar í janúar var 67,5%. Sú uppsveifla sem vísitölurnar okkar tóku í nóvember s.l. virðist nti gengin yfir, a.m.k. í bili. Samanborið við 0,74% hækkun byggingarvísitölu nú, voru hækk- anir næstu 3 mánuði á undan sem hér segir: Janúar 4,39%, desemb- er 5.12% og nóvembcr 4,41%. Fyrstu 10 mánuði síðasta árs voru hækkanir að meðaltali svipaðir og nú í febrúarmánuði. Af þessari 0,74% hækkun nú eru 0,46% vegna verðhækkunar á steypu og 0,21 % vegna verðhækk- unar á sementi. Að öðru leyti var ýmist um að ræða óvcrulega hækk- un eða lækkun nokkurra efnisliða. segir í frétt frá Hagstofunni. Hækkun byggingarvísitölunnar s.l. 12 mánuði nemur 25,2%. . , ■ Páll í Músík og niyndir neitar að afhcnda þær spólur sem hann Ekkt hefur enn verið tekin lund, en það mun verða gert keypti með merkjum kvikmyndaeftirlitsins sem góða og gilda vöru akvorðun um annan samninga- tnnan tiðar. 0g ^ núna að úrskurða ólöglega. •m^mmmmTmmm^^mm^^fmm^mm^mm^mmmmmmmmmmmmmmm^mmmm^mmmmmmmmm^^^mmmm NT-mynd: Inga. Áfram myndbandahasar í Eyjum: Neitar að afhenda spólur sem eftirlitið „leyfði“! eftirlitið fyrir þessi vinnubrögð og áskilja sér allan rétt til skaða- bóta en spólurnar keypti hann nýlega af rétthöfum. Niels Árni Lund forstöðu- maður kvikmyndaeftirlitsins kvaðst vita um þrjár spólur sem merktar væru miðum kvik- myndaeftirlitsins. Eina þeirra hefði eftirlitið leyft en bannað nú í ljósi nýrra laga. Hinar tvær hefði rétthafi merkt að eigin frumkvæði og kvaðst Níels ætla að þar væri misskilningur á ferð- inni. Aðspurður um það hver bæri skaðann af upptöku þess- ara mynda sagði Níels að það væri flókið mál og engan vegin útkljáð. Hann taldi þó ólíklegt að tap vegna þessa yrði látið bitna á myndbandaleigum. Aðalfundur Islensk- sænska félagsins ■ Nýlega var haldinn fundur hjá Islensk-sænska félaginu í Norræna húsinu. Fyrrverandi formaður stjórnar flutti skýrslu stjórnar. Ný stjórn var kjörinn og er formaður hennar Svcinn Finarsson leik- stjóri. Á næsta ári verður félagið finim- tíu ára, og hefur um árabil gegnt því hlutverki að halda uppi vin- áttu- og menningartengslum við Svía. Það verður verkefni nýkjör- innar stjórnar að efla félagið. og fjölga meðlimum þess. CW.LPOSS t KI.AKAHON OCM ■ „Ég hef keypt þessar mynd- ir í þeirri trú að ég hafi fullan rétt til að lcigja þær út og á þeim forsendum neita ég að afhenda þær,“ sagði Páll Arnar Georgs- son sem Sakadómur Vest- mannaeyja úrskurðaði í gærdag að skyldi afhenda spólur úr leigu sinni, Músík og myndir. Páll afhenti þá spólurnar en hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Spólurnar, sem Páll hefur neitað að afhenda, bera merki frá kvikmyndaeftir- litinu sem segja að þær hafí veríð leyfílegar til sýninga. Hundurí blaðberum ■ Nú er allt í hund og kött hjá Reykvíkingum, nema að sjálfsögðu þeim sem liafa fengið leyfisbréf fyrir hund- um sínum. Við Jórusel í Reykjavík er hundafargan mikið, og sumir hundar þar eru hin verstu kvikindi, bíta bæði fulloröið fólk og börn. Fullorðin kona sem bar út Moggann í hverfinu hefur hætt störfum af þessum sökum, pósturinn hefur kvartað, og á drcifingardeild NT varð í gær mikið fjaðra- fok vegna þessa máls. En þaðer líka allt í hund... hjá lögreglunni. Þegar hringt var í lögregluvarðstofuna í miðbænum í gær vísuðu þeir þar á lögregluna í Árbænum, sem væru sérfræðíngar í svona málum. Þegar hringt var í Árbæinn var svarið: „Guð minn almáttugur, tal- aðu ekki við okkur unt hunda, talaðu við æðsta vald..." Una þingmenn ekki í sætum sínum? ■ Dagskrásameinaðsþings fór talsvert úr skorð- um í gær þar sem þingmenn sem flytja áttu mal sín voru ekki við er taka átti viðkom- andi mál á dagskrá. Einnig varð nokkrum sinnum að smala mönnum i þingsal svo fundarhæft mætti teljast. Helgi Seljan gerði þetta að umtalsefni, er mál sem hann flytur komst allt í einu á dagskrá, en var númer 35 á dagskrá annars fundar þings- ins þennan dag. Gullfoss á röngunni ■ Morgunblaðið, blaðallra landsmanna státar nú af mikilli og góðri prentvél scnt prentar allt í lit og býður upp á fegurstu náttúrumyndir í allri dýrð. En heldur brást þeim bogalistin síðastliðinn sunnudag þegar Gullfoss skrvddi forsíðuna. ■ Leiðbeiningar: Rífíð myndina úr blaðinu, berið myndina upp að Ijósi og snúið niyndinni að Ijósinu. Horfíð nú á Ijósið í gegnuin pappírinn og væntanlega kemur gamla Gullfossmyndin ykkur kunnuglega fyrir sjónir. MorguiililaóiiVRarl T. Sæmundsson. Páll sagði í samtali við NT að hann hyggðist kæra kvikmynda- Um allt Suðurland ráku lesendur upp skellihlátur því hér var kominn Gullfoss á röngunni, Bláfcll gnæfði í austur frá Hvítá og fossinn í klakaböndum var hálf an- kanalegur á að líta. Nú en kannski er þetta alit með ráðum gert. Ef Morg- unblaðsmyndinni er snúið rétt þá cr hún alveg eins og allar myndir sem teknar hafa verið af fossinum frá því að ijósmyndavél var fyrst borin svo langt upp í uppsveitir Árnessýslu. Það er því kom- inn tími til að við sjáum fossinn undir nýju sjónar- horni. Og það í lit.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.