NT - 20.02.1985, Blaðsíða 27

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 20. febrúar 1985 27 B*keppni HM í handknattleik: Noregur lá naumlega fyrir Spánverjum Knattspyrnu- molar: ...ALFREDO DI STEF- ANO, einhver frægasti knattspyrnumaður allra tíma hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Boca Juniors frá Argen- tínu. Boca hefur átt í miklum erfiðleikum á þessu keppnistímabili einkum vegna skulda fé- lagsins. Di Stefano, sent áður var við stjórnvölinn hjá Real Madrid mun hefja störf í Argentínu, heimalandi sínu, íbyrjun næsta keppnistímabils... ...MARIO KEMPES hefur loks fengið vinnu aftur. Þessi síðhærði framherji sem var hetja Argentínu á HM 78 hef- ur að undanförnu spilað innanhússfótbolta í Bandaríkjunum eftir að hafa farið frá Valencia á Spáni. Nú er annað spænskt lið búið að bjóða í hann. Hercules frá Alic- ante, og mun hann byrja að spila með þeim fljót- lega... ...GIANCARLO DI SISTI. sem spilaði með ítölum í úrslitaleiknum gegn Brasilíumönnum í HM árið 1970 hefur verið rekinn sent frantkvæmda- stjóri Fiorenlina á Ítalíu. Við starfi hans tekur fyrr- unt þjálfari ítalska lands- liðsins Feruccio Valcar- eggi sem var rekinn frá landsliðinu eftir HM árið 1974... ...ALAN CAMPELL, sem áður spilaði með Shamrock Rovers á fr- landi en er nú hjá Sant- ander á Spáni, gæti verið að skipta unt félag. Þessi 24 ára markaskorari er í vandræðum á Spáni og gæti verið á leiðinni til Roma á Ítalíu... ...TERRY VENABLES sem þjálfar Barcelona á Spáni hefur borið upp þá hugmynd við spænska knattspyrnusambandið að tekin verði upp ný stigagjöf í deildarkeppn- inni á Spáni. Hann vill gefa 4 stig fyrir sigur, 2 stig fyrir jafntefli með mörkum og l stig fyrir 0-0 jafntefli. Athygl- isverð hugntynd... ...DANIEL PASSAR- ELLA, fyrrum fyrirliði argentínska landsliðsins í knattspyrnu hefur gert tveggja ára samning við Fiorentina, þar sem hann spilar nú. Passarella er nú 31 árs... ...THEOPHILE ABEGA sem spilar með franska liðinu Toulouse var valinn knattspyrnu- maður ársins í Afríku fyrir síðasta ár. íþrótta- fréttaritarar frá 35 lönd- um völdu Abega sem er fyrirliði Cameroon í knattspyrnu... Lokatölur 17-16 eftir spennandi leik Frá Árnþrúöi karlsdóttur, fréttamanni M í Noregi: ■ Fyrstu 8 ieikirnir af 54 í B-keppni HM í handbolta sem stendur yfir næstu 13 daga í Noregi voru leiknir í gær- kvöldi. Leikið verður víða í Noregi, eða í 22 íþróttahöllum og taka þátt í keppninni um 320 leikmenn og þjálfarar. Norðmenn sem fylgjast með liði sínu urðu fyrir vonbrigðum því Spánverjar fóru með sigur af hólmi í viðureign þjóðanna. En naumt var það, aðeins eitt mark skildi liðin í lokin, 17-16 fyrir Spán. Staðan í hálfleik var 12-5 fyrir Spán og léku Norð- mennirnir mjög lélegan fyrri hálfleik þar sem ekkert gekk upp. 1 seinni hálfleik tók fyrirlið- inn Gunnar Petersen til hönd- unum og leikurinn varð alltaf jafnari og jafnari. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 14- 15 og síðan 15-16 og það var orðið spurning hvort Norð- mönnum tækist að ná jöfnu eða jafnvel aðsigra íleiknum. Leikurinn var orðinn mjög spennandi og liðin skiptust á að vera yfir síðustu mínúturn- ar. Það var hreint ótrúlegt hvað leikur norska liðsins varð góður miðað við það sem liöið sýndi í fyrri hálfleik. Runar Svendsen, markvörð- ur Norðmanna sagði um leik- inn: „Við vorum allt of vægir í fyrri hálfleik, bárum of mikla virðingu fyrir Spánverjunum og þorðum ekkert að taka á þeim. Ef viö spilum eins og við gerðum í seinni hálfleik þá eigum við góða möguleika á því að velgjaTékkum vel undir uggum annað kvöld.“ Þetta er alveg einkenni á norska liðinu, það leikur ann- að hvort stórvel eða getur ekki neitt og hefur gert það allt þetta ár. Gott dænti er að þeir unnu Hollendinga um síðustu helgi með 4 mörkum en töpuðu daginn eftir með 10 mörkum. Úrslit í leikjunum í gær urðu sem hér segir: A-riðill: Spánn-Noregur 17-16 Tékkar-Ítalía 26-15. B-riðiIl: Frakkland-Kongó 34-16, Sovétríkin-Finnland 30-19. C-riðill: Búlgaría-Kuwait 21-11, A-Þýskaland-Holland 25-11. D-riðill: Ungverjaland-USA 19-13, Póiland-ísrael 30-16. Arnór Guðjohnsen verður frá fram á vor. Arnór úr leik - slasaðist illa á hné ■ Arnór Guðjohnsen lands- liðsmaður í knattspyrnu sem leikur með Anderlecht í Belg- íu er meiddur og er úr leik til vors. Arnór slasaðist á æfingu, liðbönd í hné nfnuðu og var hann fluttur á sjúkrahús í Brússel þar sem hann þurfti að gangast undir uppskurð. Hann mun ekki geta leikið meira á þessu keppnistímabili. Arnór Guðjohnsen hefur ekki beint verið neinn lukk- unnar pamfíll síðan hann gekk ■ Stefan Konráðsson og Tómas Guðjónsson hafa marga hildi háð. Stefán sigraði í þetta skipti. M-mymi: Ámí SæbtrS Borðtennis: Stefán vann Tómas í úrslitum ■ B AND A umboðið á íslandi gekkst fyrir borðtennismóti í íþróttahúsi KR um síðustu helgi. Flestir sterkustu borðtennismenn landsins voru með á þessu móti og voru verðlaun borðtennisspaðar og skór frá BANDA. Úrslit í mótinu urðu þau að í meistaraflokki karla sigraði Stefán Konráðsson Stjörnunni eftir úrslita viðureign við Tómas Guð- jónsson KR. í fyrsta flokki sigraði Bjarni Bjarnason Víkingi Gunnar Birgisson Erninum í úrslitaleik. Mikil keppni var í báðum flokkum.Keppendur duttu ekki úr leik fyrr en þeir höfðu tapað tvívegis. til liðs við Anderlecht. Þegar hann hafði tryggt sér fasta stöðu í liðinu fljótlega eftir fé- lagaskiptin með mjög góðri frammistöðu, meiddist hann illa á læri í landsleik íslendinga gegn írum á Laugardalsvelli haustið 1983-1984. Arnóri hef- ur síðan gengiö frernur illa að ná sæti fliði Anderlccht í vetur enda eru þar landsliðsmenn í hverri stöðu. Meiðslin nú koma því sem reiðarslag fyrir Arnór, og er líklegt að þau geti haft afger- andi áhrif á það hvort Arnór heldur áfram hjá Anderlecht. Dönsk stelpa leikur með Ítalíumeisturum í knattspsyrnu ■ Myndin hérfyrirneöaner af dönsku knattspyrnustelp- unni Lone Smidt Hansen sem nú spilar atvinnuknattspyrnu með ítalska liðinu Trani 80. Það lið er núverandi Ítalíu- meistari í knattspyrnu kvenna. Loni hefur spilað 41 iandsleik fyrir Danmörku en hún er 25 ára. Hún er að læra sálfræði og hafði hug á að Ijúka námi áður en iiún færi að snúa sér að knattspyrnu en tilboð Trani 80 var of gott til að hafna því. Handbolti, 1. deild kvenna: Víkingur vann létt ■ Víkingur vann ÍA létt í 1. ítas Jónsdóttir mest eða 5 deild kvenna í handknattleik á mörk. mánudagskvöld. Leikurinnfór Staðan í 1. deild kvenna er fram í Seljaskóla og lauk hon- nú þessi: um með 23-14 sigri Víkings. Fram ...... 12 11 0 1 368-m 22 Staðan í hálfleik var 12-6 Vík- fh ...... 12 10 0 2 348-176 20 ingi í hag. Inga Lára Þórisdótt- ;;;;; “ “ “ * 2E2 “ ir var markahæst Víkings- kr ...... 10 3 1 6 176-204 7 stúlknanna með 7 mörk en hjá ÍBV......... 12 1 2 9 175'282 4 Skagastelpunum skoraði Kar- 1 l l S 2 LoksinsekkiTékki - heidur V-Þjóðverji ■ Vestur-Þjóðverjinn Mike Kugle stöðvaði sam- fellda einokun Tékka á heimsmeistaratitlinum í hjólreiðum áhugamanna á laugardaginn. Hinn 22 ára gamli tannréttingamaður, scm hefur aldrei áður unn- ið til merkilegra verðiauna, tók forystuna í þriðja hring af sjö á 3,4 kílómetra langri brautinni á Ólympiuleik- vanginum í Múnchen, og kom í mark 26 sekúndum á undan Svisslendingnum Beat Schumacher. Tékkar hafa haldið heimsmeistaratitlinum síð- ustu fjögur árin en voru aldrei nálægt sigri í þetta skiptið. Brautin var snævi þakin og mjög erfið yfirferðar, hál og varasöm. ■ Lone Smidt Hansea

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.