NT - 20.02.1985, Blaðsíða 24

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 24
/Hiv Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslaods á ruestunni sem hér segir: Hull/Goole: Dísarfell ..........25/2 Dísarfell .......... 11/3 Dísarfell ..........25/3 Rotterdam: Dísarfell ..........26/2 Dísarfell ..........12/3 Dísarfell .......I.. 26/3 Antwerpen: Dlsarfell ..........27/2 Dísarfell ....... . 13/3 Dísarfell ..........27/3 Hamborg: Dísarfell .......... 1/3 Dísarfell ...........15/3 Dísarfell ..........21/3 Helsinki/Turku: Hvassafell...........5/3 Hvassafell...........1/4 Falkenberg: Skip............... 10/3 Larvik: Jan ..................4/3 Jan ................ 18/3 Jan ..................4/4 Gautaborg: Jan ..................5/3 Jan .................19/3 Jan ..................5/4 Kaupmannahöfn: Jan ..................6/3 Jan .................20/3 Jan ..................6/4 Svendborg: Jan .................21/2 Jan ..................7/3 Jan .................21/3 Jan ..................7/4 Aarhus: Jan .................21/2 Jan .......'.........7/3 Jan .................21/3 Jan ..................7/4 Gloucester, Mass.: Skaftafell.......... 1/3 Jökulfell............30/3 Halifax, Canada: Skaftafell...........2/3 SKIPADEILX) SAMBANDSINS Sambandshustnu Pósth 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 Hngt er aö vera á hálum it þótt hált *é ekki á vegl. Drukknum mannl er voðl via víat á nótt tem degl. B Miðvikudagur 20. febrúar 1985 24 Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna: ____ Ásakar ísraelsmenn fyrir mannréttindabrot og pyntingar Genf-Reuter ■ í tveimur ályktunum sein Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær voru Israelsmenn fordæmdir fyrir mannréttindabrot á arabískum svæðum sem þeir hafa hernum- ið. Jafnframt var Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatt til að beita ísraelsmenn refsiað- gerðum. Bandaríkjamenn voru einir andvígir báðum ályktununum og sögðu þær „miklar ýkjur". Mannréttindanefndin ásak- aði ísraelsmenn í fyrri ályktun- inni fyrir landnámsstefnu Spánn: Lögregluforingi handtekinn Madrid-Reuter ■ Leiðtogi aðalfélags spænskra lögreglumanna hefur verið handtekinn vegna gruns um fjárdrátt. Félagar hans í lögreglufélag- inu handtóku Novas lögreglu- foringja, sem er 32 ára gamall vegna gruns um að hann hefði stolið um 14 milljón pesetum (rúml. 3,2 millj. ísl. kr.) úr sjóðum lögreglufélagsins. þeirra á hernumdum svæðum Araba og fyrir eignarnám þeirra og eyðileggingu á eignum Ar- aba. Israelsmenn voru cinnig ásakaðir fyrir fjöldahandtökur, slæma meðferð á íbúum svæð- anna af arabískum uppruna og pyntingar á föngum. í seinni ályktuninni, sem flest Viðræður risaveldanna í Vín ■ Viðræöur Bandaríkjamanna og Sovétmanna um erjurnar fyrir botni Miðjarðarhafs hófust í Vín í gær. Myndin var tckin þegar formaður bandarísku sendinefndarinnar Richard Murphy kom til fundarins. Fundurinn er lokaður blaðamönnum og ekki er gert ráð fyrir að haldnir verði blaðamannafundir á meðan á viðræðunum stendur. simamvnd polfoto vestræn ríki j>reiddu atkvæði með, voru Israelsmenn for- dæmdir fyrir ofsóknir á hendur Sýrlendingum á herteknu svæð- unum á norðurhluta Golan- hæða. í Mannréttindanefndinni eiga fulltrúar 43 ríkja Sameinuðu þjóðanna sæti. Bandaríkjamenn kveðja Grenada St. George's, Grenada-Reuter ■ Talsmaður handaríska sendiráðsins í Grenada segir að allir bandarískir hermenn verði farnir þaðan í júní á þessu ári. Hann lagði samt áherslu á að með þessu væru Bandaríkja- menn ekki að hætta afskiptum sínum af Grenada eða öðrum ríkjum í Austur-Karíbahafi. Bandarískar hersveitir gerðu innrás í Grenada í október 1983 og steyptu stjórn róttækra vinstri manna þar af stóli aðeins sex dögum eftir að nokkrir hers- höfðingjar höfðu tekið forsæt- isráðherrann Maurice Bishop af lífi og sölsað undir sig völd á eyjunni. Ár nautsins geng ur í garð í Kína í dag er fyrsti dagur kínverska tunglársins ■ í gærkvöldi kvöddu Kínverjar gamla árið samkvæmt gamla kínverska tunglalmanakinu. Árið sein þeir kvöddu var ár rottunnar eða músariniiar og jafnframt fyrsta árið í sextíu ára tímahring samkvæmt hefðbundnum almanaksreglum. Nú í morg- un byrjaöi hins vegar ár nautsins. Samkvæmt gömlum kínverskum hefðum safnast allir fjölskyldu- meðlimir saman á síðasta degi gamla ársins svo fremi sem þeir hafa nokkurn möguleika á því. Mikiö er um hátíðahöld og verksmiðj- ur og verslanir hafa lokað fjóra fyrstu dagana á nýja árinu. Undirbúningur hátíðahald- anna byrjaði á mörgum kín- verskunt heimilum strax þann 8. dag síðasta mánaðar tungl- ársins með því að búa til svo- kallaðan „Laba-velling. La táknar „tólfta mánuð" ársins og ba merkir „átta". I Laba- vellingi eru þess vegna átta tegundir af korni, hnetum og jafnvel ávöxtum. Um þetta leyti er einnig byrjað að selja alls konar áramótavarning í verslunum eins og flugeida, púðurkerlingar og alls kyns sætindi og kökur. Sums staðar í Suður-Kína tíðkast að færa eldhúsguðinum fórn í lok gamla ársins. Sam- kvæmt gamalli þjóðtrú hefur eldhúsguðinn aðsetur í eldhús- inu. Á 23. degi seinasta mán- aðar ársins heldur hann til himna til að gefa jaðekeisaran- um skýrslu um hegðun heim- ilismanna. Til að fá hann til að gefa hagstæða skýrslu eru þess vegna bornar fyrir hann kökur, ávextir og ýmisskonar matur þennan síðasta mánuð. Sumir bera sérstaklega ntik- ið af sætindum fyrir guðinn í von um að munnurinn á hon- um límist saman í sykurleðj- unni svo að hann geti ekki sagt jaðeguðinum neitt slæmt um' heimilishaldið. Á mörgum heimilum er það líka til siðs að hengja pappírs- renninga við útidyr með ósk um gott ár og þakkir fyrir það gamla. Sums staðar til sveita tíðkast jafnvel ennþá að hengja á útidyrahurðina tvær fjalir með ógnvekjandi mynd af dyraguðinum sem á að fæla hurt illa vætti sem leita inn- göngu. Heimili fólks eru Iíka skreytt sérstaklega með myndum og öðru skrauti. Myndir af feitu og sællegu barni sem heldur á vatnakarfa eru sérstaklega vin- sælar þar sem slíkt er talið merki um að allir hafi meira en nóg að bíta og brenna. Að kvöldi síðasta daga árs- ins (þ.e. í gærkvöldi) hefst svo mikil átveisla með tilheyrandi drykkjarföngum sem stendur langt fram á nótt. Sumir fara alls ekki að sofa um nóttina heldur skemmta sér við spila- mennsku, gamanmál, söngva og drykkju auk þess sem þeir sprengja púðurkerlingar nær alla nóttina. í upphafi voru hvellirnir í ■ „Yi Chou“ táknar ár nautsins sem er annað í röðinni í sextíu ára tíma- hring Kínverja. ■ Kínversk bóndakona býr sig undir komu nýja ársins. Fyrir ofan dyrnar standa fjögur tákn: „Tíu þúsund fyrirbæri ennþá nýrri“ sem útleggst sem „Allt endurnýjast“. Táknið sem stendur eitt sér á dyrunum táknar hamingju og hægramegin er áletrun sem útleggst sem „Nýr snjór kveður gamla árið og boðar góða uppskeru“. púðurkerlingunum líklega ætl- aðir til að fæla burt illa anda en sá uppruni hefur nú að mestu gleymst. I Hongkong, á Taiwan-eyju og mörgum stöðum til sveita á meginlandi Kínatíðkast einnig að ungmenni votti foreldrum sínum virðingu á nýjársdag með því að krjúpa fyrir þeim og beygja sig alveg niður að jörðu. I staðinn gefa foreldr- arnir þeim smápeninga sem eru vafðir inn í rauðan pappír. Þessi siður hefur verið á nokkru undanhaldi í borgum eftir að kommúnistar komust til valda í Kína en nú virðist svo sem hann sé aftur að breiðast út. Aukin útbreiðsla sjónvarps- ins í Kína hefur nú skapað nýjan þátt í nýjárshátíðahöld- um Kínverja. Skemmtikraftar alls staðar að í Kína komu saman í gær í Peking á margra klukkustunda vorhátíð til að fagna nýju ári. Nú í ár voru meira að segja erlendir skemmtikraftar kallaðir til og að sjálfsögðu komu söngvarar frá Hongkong til að taka þátt í, hátíðahöldunum. Pað er vissulega tímanna tákn að Kínverjar skuli nú sækjast eftir kínverskum skemmtikröftum erlendis frá til að taka þátt í vorhátíðinni, og beita sjónvarpstækninni til að sameina alla kínversku þjóðina í hátíðahöldum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.