NT - 20.02.1985, Blaðsíða 23

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 20. febrúar 1985 23 kennsla Námskeið Flóttamenn valda Svíum vandræðum A-Þjóðverjar beina írönum og írökum til Svíþjóðar Guðrún Garðars* dóttir trétta* ritariHT i Sviþjéð í monoþrykki sem er sérstök gerö af grafik verður haldiö næstu 6 vikur í Miðbæjarskóla. Kenndar veröa einfaldar og skemmtilegar aöferð- ir. Kennslutími: Mðvikudaga kl. 17.20-19.20. Kennslugjald: Kr. 1.000,- Kennari: Valgeröur Hauksdóttir. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. feb. í símum 12992 og 14106. ■ Sænsk stjórnvöld gagnrýna austur-þýsk stjórnvöld harðlega fyrir að stuðla að sívaxandi straumi íranskra og írakskra flóttamanna til Svíþjóðar. Sænska utanríkisráðuneytið hefur mótmælt því harðlega við sendiherra Austur-Þjóðverja í Stokkhólmi að austur-þýsk yfír- völd skuli beina flóttamönnum frá íran og írak til Svíþjóðar. Austur-Þjóðverjar hafa tíðkað það að veita flóttamönnum framhaldsvegabréfsáritun til Sví- þjóðar án þess að fara fram á að þeir hafí fengið sænska vega- bréfsáritun. Flóttamennirnir hafa oft fyrst flúið til Tyrklands þar senr þeir fá hæli sem pólitískir flótta- rnenn. Þaðan fara þeir svo til Austur-Þýskalands og frá Aust- ur-Þýskalandi fara þeir sjóleiðis áfram til Svíþjóðar. Nú þegar hafa 2.500 flótta- menn komið þessa leið á þessu ári og er það jafn ntikill fjöldi og á öllu árinu í fyrra. Um níu hundruð af þessum flóttamönn- unt hafa verið án vegabréfs við komuna til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld taka ekki á móti flóttafólki sem íengið hef- ur hæli í öðru landi. Flótta- mennirnir brenna þess vegna vegabréfið á leiðinni af ótta við að vera vísað aftur til Tyrklands. Austur-Þjóðverjar hafa ekki skrifað undir Genfarsáttmálann sem veitir flóttafólki réttarfars- legt öryggi. Þess vegna vísa Svíar aldrei flóttafólki til Aust- ur-Þýskalands þótt þeir sendi það aftur til Tyrklands sem hefur undirritað sáttmálann. Sænsk yfirvöld hafa nú misst þolinmæðina. Þau krefjast þess að vegabréf flóttamannanna verði framvegis í vörslu skip- stjóra til að koma í veg fyrir að þau verði eyðilögð í sjóferðinni til fyrirheitna landsins. nauðungaruppboð Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44. 45. og 48. tölublaði lögbirtingarblaðs 1984 á húseigninni Tjarnarholt 8, Raufar- höfn þinglesinni eign Haralds E. Jónssonar fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóös á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1985 kl. 17. Uppboðið er annað og síðasta uppboð. Sýslumaður Þingeyjarsýslu Nauðungaruppboð Nauöungaruppboð sem auglýst var í 44. 45. og 48. tölublaði lögbirtingablaðs 1984 á húseigninni Vogsholti 1, Raufarhöfn þinglesinni eign Ingimundar Björnssonar fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri fimmtudaginn 21. febrúar 1985 kl. 17.45. Uppboðið er annað og síðasta uppboð. Sýslumaöur Þingeyjarsýslu Öllum þeim er sýndu mér vinsemd og sendu mér hlýjar kveöjur á 90 ára afmælisdegi mínum þakka ég hjartanlega. Einar Erlendsson frá Vík t Amalía Jónsdóttir Óðinsgata 13, Reykjavík andaðist á Landspítalanum laugardaginn 16. febrúar Ómar Breiðfjörð, Sigríður J. Kristjánsdóttir Kristján Björn Ómarsson, Matthildur Ómarsdóttir. Faðir okkar og bróðir * Bárður Guðmundsson sem lést 14. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 21. febrúar kl. 10.30. Guðmundur Bárðarson Margrét Bárðardóttir Jóhanna Bárðardóttir Katrín Guðmundsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Nei takk ég er á bílnum UUMFEROAR F ' RÁO Klerkar óánægðir með íhaldssemi biskups - senda páfanum bréf vegna embættisveitingar ■ Nýverið hefur páfínn útnefnt nýjan biskup í biskups- dæmið Den Bosch í Hollandi. Hinn nýi biskup er Jan Ter Schure. Útnefningin hefur vakið miklar umræður og deilur meðal kaþólskra í biskupsdæminu og hafa djáknar þar skrifað mótmælabréf til páfa. Mikil óánægja er yfir því að gengið skyldi fram hjá þeim óskum og tillögum sem biskupsdæmið lagði fram. Sams konar atvik hafa átt sér stað í hvert sinn sem páfínn hefur ótnefnt nýjan biskup eða skipað í aðrar háar stöður hér í Hollandi síðustu árin. Þykir kaþólskum Holendingum nó mælirinn fullur og það fullsannað að óskir þeirra séu einskis virtar í Róm. Óánægjan með Ter Schure, sem reyndar hefur þegið stöð- una, á að stærstu leyti rætur sínar að rekja til breytts tíðar- anda í Hollandi og í hollensku kirkjunni. Sem dæmi má nefna að í Den Bosch býður kaþólska kirkjan fráskilda, þá sem búa í óvígðri sambúð og kynvillinga velkomna til kirkjunnar og að neyta heilags altarissakrament- is. Slíkt er þvert ofan í siðaregl- urpáfadæmis. Kaþólskakirkjan í Hollandi hefur valið þá stefnu að koma örlítið til móts við breyttan tíðaranda. Ter Schure er hins vegar hluti af hinum íhaldssama armi hollensku kirkjunnar og er búist við að hann muni framfylgja sinni stefnu. Formaður hollenska kajxilska kirkjuráðsins hefur lýst yfir ánægju sinni með útnefninguna. Samkvæmt skoðunum kirkju- ráðsins hafa prestar og biskupar í biskupsdæminu í Den Bosch verið allt annað en hliðhollir yfirmanni sínum páfanunt og telur ráðið Ter Schure einmitt Reynir Þór Finnbogason fréttaritari NT í Hollandi vera rétta manninn til að snúa krikjunni þar aftur inn á rétta braut. Djáknar biskupsdæmis Den Bosch hafa sagt að þeir muni sýna nýja biskupnum tilhlýði- lega virðingu, en ekki lofa þeir að sýna honum þá hlýðni og undirgefni sem embættiseiður þeirra felur í sér. Aðspurður sagði forsvarsmaður djáknanna að vera mætti að frjálslyndar aðgerðir kirkjunnar í Den Bosch væru andstæðar skoðun- um Ter Schure en þær væru í anda fagnaðarerindisins. Einn presta Kaþólsku kirkj- unnar í Hollandi sagði að ef miða mætti út frá aðgerðum páfadóms í Róm, þá mætti draga þá ályktun að í Róm þætti stofnunin Kaþólska kirkjan mikilvægari en það fagnaðarer- indi sem hún ætti að boða. Indland: 25.000 sikkar flýja ofsóknir I.udhiana, Indlandi-Keuter ■ Á hádegi og um rökk- urbil troöast hundruð síkka að heilögu helgiskríni síkka, Kalgidhar, í borginni Ludhiana í Punjabríki á Indlandi. Fólkið sækir mat sem síkkar gefa trúsyst- kinum sínum í musterinu. Þeir eru hluti 25.000 (op- inberar tölur) síkka sem hafa flóið til borgarinnar ór öðrum ríkjum Indlands vegna ofsókna gegn þeim eftir morðið á Indiru Gandhi í október á síðasta ári. Efnahagsleg lognmolla er þaulsætin í borginni sem er stærsta borg Punjabs og mesta viðskipta og iðnaðarborg ríkis- ins. Efnahagsleg deyfð stafar af skorti á verkafólki, því mikill fjöldi verkafólks sem á undan- förnunt áratugum hefur flutt til borgarinnar frá nágrannaríkj- unum Uttar Pradesh og Bihar í norðri, hefur flúið aftur heim vegna ótta við ofsóknir. Punjab er að miklum meirihluta byggt síkkum en aðkomufólkið að- hyllist önnur trúarbrögð. { borginni kristallast [rróun mála í Indlandi að undanförnu. Rajiv Gandhi skipaði stjórnar- nefnd fljótlega eftir kosninga- sigur sinn til að finna lausn á stjórnmála og trúardeilum í þessum hluta Indlands. Mark- mið Gandhi með nefndarstarf- inu er að: „Fullvissa síkka um að öryggi lífs þeirra og eigna verður fullkomlega tryggt í öll- unt hlutum landsins,“ sagði hann stuttu eftir kosningasigur- inn. Flóttafólkið er biturt eftir of- sóknirnar gegn síkkúm. „Hvað höfum við gert sem réttlætir örlög okkar?“ spurði Gurcharan Kaur, 30 ára en maður hennar var drepinn í Nýju-Delhi eftir ntorðið á Indíru. Stjórnvöld telja að yfir 2000 síkkar hafi verið myrtir í Nýju-Delhi í hefndaræðinu sem greip um sig eftir dauða Indíru.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.