NT - 20.02.1985, Blaðsíða 9

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 9
„Hef trú á að okkur takist að finna erlenda aðila til að eiga og reka með okkur verksmið juna“ ■ Föstudaginn 22. febrúar veröur haldinn fundur í borginni Midland í Michigan í Bandaríkjunum, sem væntanlega mun skera úr um þaö hvort bandaríska stórfyrirtækið Dow Corning tekur þátt í uppbyggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Fundurinn verður haldinn í aðalstöðvum Dow Corn- ing og hann sitja fyrir íslands hönd þeir Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunn- ar, Geir Haarde stjórnarformaður fyrirtækisins og tveir fulltrúar stóriðjunefndar, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og Guðmundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur. NT ræddi við Geir A. Gunnlaugsson á dögunum um málefni kísilmálmverksmiðjunnar og spurði hann fyrst hvernig viðræður við Dow Corning um eignaraöild að verksmiðjunni stæðu. - segir Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunnar. Hann vill einnig, að útlendingar taki þátt í uppbygg- ingu orkuveranna. „Við hötum átt þrjá fundi nteð Dow Corning. Aætlanir um byggingu verksmiðjunnar voru kynntar fyrir þeim á fundi í mars á síðastliðnu ári, og síðan hafa þeir verið með mál- ið til athugunar. Dow Corning eru stórir notendur í kísil- málmi og hafa fullan hug á að taka þátt í framleiðslu hans. Þeir eiga sjálfir litla verk- smiðju. og eru að velta því fyrir sér nú, hvort þeir, með þátttöku í einni eða fleiri verk- smiðjum, eigi að fara út í frekari framleiðslu á kísil- málmi. Þetta yrði gert til að tryggja þeim kísilmálm, sem ermikilvægasta hráefni þeirra. Hvernig málið stendur í dag? Þeir eru að bera saman nokkra möguleika, sem þeir hafa á þátttöku í uppbyggingu svona verksmiðju, á íslandi, í Ástralíu, Tasmaníu og hugsan- lega Brasilíu. Og spurningin er hvernig við komum út í þeim samanburði. Við höfum fyrst og fremst talið okkur geta boðið ódýra orku, góða stað- setningu með markaði bæði vestan hafs og austan. og toll- frjálsan aðgang að Efnahags- bandalaginu. Verksmiðju, sem væri staðsett á hatnarbakka og þar af leiðandi með lágan flutn- ingskostnað, oggott starfsfólk. Aftur á móti þurfum við að flytja inn allt hráefni um all langa leið, frá Evrópu. þar sem aðrir aðilar, eins og í Ástralíu og Brasilíu, hafa hrá- efnin mjög nálægt verksmiðj- unum." - í hvað nota þeir kísil- málminn? „Dow Corning notar hann til framleiðslu á svonefndum sílikonefnum, en þar er um að ræða þúsundir framleiðslu- vara. Sem dæmi má nefna sílikon, sem sprautað er um- hverfis gler í gluggum, sílikon- einangrun í rafköplum, síli- konolíur ýmis konar, linsur úr sílikon í stað gleraugna og liðamót í fingur." - Hvað nota þeir mikinn kísilmálm á ári? „Það er dálítið erfitt að fá það upp gefið. En þeir eru stærsti framleiðandinn á síli- konefnum og eru með verk- smiðjur í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Þeir nota einhverja tugi þúsunda tonna af kísilmálmi á ári." Orkuverð ræður úrslitum - Erum við samkeppnisfær- ir um orkuverð við þá aðra aðila, sem Dow Corning getur leitað til? , Það er ljóst, að það orku- verð, sem rætt hefur verið um hér. 18-20 mill, er ekki sam- keppnisfært í dag. Þeim stend- ur til boða lægra raforkuverð í Brasilíu, um Ástralíu vitum við ekki nákvæmlega. En spurningin er hvort við getum með nægilega lágu raforku- verði vegið upp þann mismun. sem er vegna hærri hráefnis- kostnaðar.“ - Þannig að það er orku- verðið, sem stendur í þcim eins og er? „Já. Það ræður úrslitum um að livaða niöurstöðum þeir komast. Þeim hefur litist mjög vel á alla aðra þætti. Þeir hafa heimsótt staðinn og telja hann mjög góðan. Þeir hafa einnig heimsótt verksmiðjuna á Grundartanga og líst mjög vel á hvernig að öllu er staðið þar." - Núhefurþaðkomiðfram, að Landsvirkjun hefur áætlað að kostnaðarverð á orku úr nýjum virkjunum verði 18-22 mill. Hafið þið fengið heimild til þess að bjóða Dow Corning lægra orkuverð á fundinum á föstudag? „Það liggur ekki fyrir nein ákvörðun um að við förum að bjóða eitthvert annað raforku- verð en upp hefur verið gefið opinberlega. En við reynum að finna hvaða raforkuverð er samkeppnisfært á íslandi. Ég hcld, að það hafi verið 1981 eða 1982, sem þessar tölur um 18-20 ntill urðu til, og þær cru náttúrlega hluti af því samningaspili, sem við áttum í við Alusuisse. Þessi tala var fundin út á þrennan hátt. Reiknað var svokallað fram- leiðslukostnaðarverð á raforku á íslandi, fundið var meöal- verð til álvera í heiminum og síðan var sett upp dæmi um kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði, sem borgaði líka þetta verð og sýndi ágæta afkomu. Þessi tala hefur síðan orðið nokkurs konar trúaratriði. a.m.k. hjá stjórnmálamönn- um. Nú eru 18 mill alls ekki hið sama og fyrir þremur árum. í dag ætti það annað hvort að vera hærra eða lægra. Á síð- asta ári styrktist dollarinn um 40% gagnvart íslensku krón- unni, en kostnaðarhækkunin innanlands var um 20%. Doll- arinn hefur styrkst um 10%, eða ríflega það, gagnvart þýska markinu, en verðbólga í Þýskalandi var kannski 3-4%. Það sýnir, að við erum ekki að tala um sömu tölu. 18 mill var ekki mjög hátt raforkuverð fyrir þremur árum, en þaö er hátt verð nu. Og ég reikna meö, að þegar farið verður að skoða nánar þessar tölur og áhrif þessara breytinga á gjald- miðlum, komist menn að ann- arri niðurstöðu." - Hafa Bandaríkjamenn- irnir nefnt eitthvert hámarks- verð, sem þeir eru reiðubúnir aö borga til þess að koma hingað? „Nei, en það hefur komið skýrt fram í viðræðum við þá og aðra, að 18 mill er ékki samkcppnisfært raforkuverð." - En hvað telur þú sam- keppnisfært raforkuverð hér á landi? „Það er nýlega búið að semja við Alusuisse um raf- orkuverð til álversins í Straumsvík, ætli það verð lýsi ekki nokkuð vel, hver sam- keppnisstaða okkar er. Ef litið er til 6-8 ára þá er álverið í Straumsvík sú stóriðja á ís-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.