NT - 20.02.1985, Blaðsíða 8

NT - 20.02.1985, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 20. febrúar 1985 8 Bygging ekki lengur trygging ■ Úr sláturhúsi SS á Selfossi. Skyldi atvinnutækifærunum fjölga eða fækka fyrir austan fjall? Sérkennilegur fréttaflutningur ■ Undanfarnar vikur og mánuöi liafa athyglisverðar greinar verið birtar eða hrein- lega barið síður dagblaðanna. Hvað skyldi mönnum ákkúrat eða á góðri íslensku einmitt nú þykja svo merkilegt um þann málaflokk er hér fer á eftir. Fyrst ofurlítill formáli. Eftir að verðtryggingu lána var komið á í hinu almenna lánakerfi landsmanna, hafa fleiri breytingar séð dagins Ijós en bara þær að nú skyldu menn borga aftur til baka þaö sem þeim væri lánað eða að lánadrottnar hefðu cinhverja von um hlutasinna þátta. Fæst- ir geta neitað sér um einhverjar fjárfestingar þó ekki væri nema þær eignir og nefndar cru íbúð- ir eða skilgreint í orðabókinni - húsnæði sem búið er í - að minnsta kosti eitt herbergi ogeld- hús innan sviga. Þeir hafa verið framsýnir sem skrifuðu þá bók því nú eru komnir upp mat- sölustaðir á hvcrt götuhorn (ja, að minnsta kosti í Reykja- vík). Fyrir sauðsvartan almúg- ann hefur þessum vistarverum fyrst og fremst verið það ætlað eða gert að þjóna þeini tilgangi að veita skjól eða þak yfir höfuð- iö. Fyrir aðra hafa þessir sömu hlutir náð að snerta fleiri sviö. Fyrir þá sem ekki hafa vcrið svo heppnir að staðarval vegna vinnu og búskapar passaði viö það sem ég ætla að nefna - Nafla alhcimsins - finnast þó einnig brotalamir milli hinna óbreyttu. Vilji einhvcr bera fram efasemd, þá eru banka- stjórar og sjóðsstjórar fjár- magns til vitnis um þaö. - Segjum að eign sé trygging og trygging sé það sem grípa má til ef á henni þarf að halda af einhverjum ástæðum, þá verð- ur sú eign sem trygging að vera á hárréttum stað. Ef sú eign sem trygging gerir einmitt þaö að vera á hárréttum stað þá er að jafnvel nóg til að fá aöstoð við að fullgera hana sjálfa. Ef sú eign sem trygging gerir þaö hinsvegar ekki, þá hefur þeim mönnum er haft hafa með vörslu fjármuna annara og ver- ið þaö lagt og þeim af ólýgnum sagt, að bygging gildi ekki alltaf sem trygging. Það neitar því enginn, að þessum mönn- um hafa veriö eöa skapast óvéfengjanlegarskorður. Fyrir svo þá scm hafa lent í lakari hópnum má segja að þeir tryggi ekki eftirá, nema aö til komi - Pabbi og mamma, afi og amrna og allir hinir, cf þetta er þá ekki allt í sama héraði þar sem bygging og trygging cru fjarstæð hugtök. Fyrir þá sem hafa veriö að fjárfesta eða byggja sjálfir íbúðir úti á landsbyggöinni og ég tel vart fjárfestingu eins og þið takið cftir, en innan þess- ara mátti finna eignamenn úti á landi, þá eru þcir komnir í sama munstur og útgerðar- mennirnir sem liafa veriö að kaupa skipin á þcssum sama tínia. Eignir þessara beggja liafa rýrnað með hverjum deg- inum, eða með öðrum orðum, þessir eignamenna hafa breyst í hreina skuldara. Þessir aðilar ciga sem sagt í dag minna en ekki neitt og segja má að betra hafi verið að eiga ekkert eða eins og nú bara blessaðar skuldirnar. Nú kemur kjarni málsins og tilefni þessa bréfs. - Nýlcga kom í Ijós aö fast- eignir í Rcykjavík cru hættar að mæta þeim hrunadansi verðbreytinga og öll hin þjóðin hefur mátt þola. Söluverð eigna stendur sem sagt í stað en áhvílandi skuldir þeirra vaxa. Þcgar þetta gerist í Reykjavík, þá ætlar allt um koll að kcyra cnda steinkofinn hjartað scm hætt er að slá. (Hjartalag safnaranna er eiga fleiri en eitt). Þetta gamla vandantál, vandamál scm landsbyggðar- maðurinn hefur búið viö, jafn- vel svo að skylt gæti átthaga- fjötrum, til fjölda ára og ekki verið litiö viö. Aö ckki sé talað um opinber afskipti nú og við töldum okkur einu sinni eiga cinhverja svolitla aðild að. Þessi vandi aö íbúðir mann- anna standi ekki lengur víxl- verkun milli kaupgjalds og verðlags cr nú dregin fram í dagsljósið, enda stendur vand- inn nú nærri þessum opinberu stofnunum sjálfum. Þetta vandamál er vissulega miklu viðameira og merkilegra þegar þjóðfélagið er skoðað sem ein heild. Fáar þjóðir í hinni stóru veröld okkar eiga jafn marga einstaklinga, cf tekið er hefð- bundið meðaltal, er eiga þá hugsun eina að leggja stolt sitt í grjót. Frekar stórt en lítið og frekar tvö en eitt. Ef þau voru fleiri cn eitt þá var ekki nóg að geyrna það hér og þar og allstaðar heldur á einum góð- um og vísum stað. Hér bera landsbyggðamenn líka ábyrgð með því að skapa þenslu við þcnnan ákveðna naflastreng og gera það svæði svo merki- lcgt með tilliti til þess sem nefnd er afleiðing um framboð og eftirspurn. Að flytja sitt fjármagn, á af- vikinn stað fæstir mig álasa, cða er það að undra Geri ég rangt, gctur þú sann- að mér það Gárungar segja, mig eigin sælu að sundra. Aö lokum, skuldarar verið samviskusamir og duglegir, gerið allt sem þið getið og jafnvel aðeins meira en það. Veitið ykkur þó einn lúxus. ekki á skuldunum. Bergþór Atlason, 1065-5412 Sigluflrði ■ í sjónvarpsfréttum 8. feb. þar sem skýrt var frá blaða- mannafundi forsætis- og fjár- málaráðherra, um hinar nýju efnahagsráðstafanir var hinn síðarnefndi spurður. hvort hann hefði ekki áhyggjur af hinni miklu þenslu á höfuð- borgarsvæðinu. i svari ráðherra kom fram að það væri ekki á valdi stjórn- arinnar aö Sláturfélag Suður- lands og Mjólkurbú Flóam- anna reistu stórhýsi í Reykja- vík til að flytja vinnslu vöru sinnar austan yfir fjall. í lok fréttanna var svo lesin yfirlýsing frá forstjórum Mjólkurbús Flóamanna um að ekki sé fyrirhugað að flytja neina vinnslu sem nú fer fram fyriraustan fjall, til Reykjavík- ur. Tveim kvöldum síðar kom samskonar frétt frá Sláturfé- lagi Suðurlands en aftan við hana var hnýtt áhyggjuyfirlýs- ingu frá bæjarstjóra Selfoss vegna minnkandi atvinnu við áðurnefndfyrirtæki íbænum. Nú vaknar spurningin. Var það tilviljun að þessi orð bæjarstjórans komu þarna aft- an við orðsendingu Sláturfélags Suðurlands? Eða var leitað eftir henni áðuren frétt Slátur- félagsins var lesin? Æskilegt væri að fá svör frá viðkomandi aðilum. Eins er hér með skorað á bæjarstjóra Sclfoss, að hann tilgreini og birti í einhverjum fjölmiðli, hvaða þætti atvinnu- mála umræddar stofnanir fyrir- huga að flytja til höfuðborgar- innar. Þessar upplýsingar væru mjög kærkomnar öllum Sunn- lendingum, því talið hefur ver- ið að SS a.m.k. fyrirhugi frekari vinnslu hér austan fjalls, eftir því sem ástæður leyfa, með tilkomu byggingarinnar á Hvolsvelli. Ekki væru slíkar upplýsingar síður nauðsynlegar þingmönn- um okkar sem flytja þessi mál inn í sali Alþingis, frekaren að fá þær hjá viðkomandi fyrir- tækjum. Að lokum skal ítrekuð áskorun til bæjarstjórans að hann upplýsi það sem hann veit gleggst um öll þessi at- vinnumál. 12.2.1985 E.G. ■ Bygging er ekki lengur trygging, segir bréfritari. Aldurstakmarkanir á leigubílstjóra VI h, hli Afmæli ■ Egill Bjarnason fornbóksali og söngleikjaþýðandi verður sjö- tugur í dag, 20. febrúar. Hann verður að heiman í dag. Neskirkja ■ Fyrsta kvöldguðsþjónusta í föstunni er í kvöld kl. 20. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son. ■ Það var veturinn 1921. Við börnin í Norðurfirði vorum að leika okkur á skautum og ööru uppi í svokölluðum Eyrum. Þá verður mér litið út fjörðinn og sé ég þá rautt Ijós úti á Flóa. Ég sé að þetta getur ekki verið á skipi, því það er svo hátt yíir sjávarfletinum. Það færist óðfluga nær. Svo kemur það norðanhallt við Reykjaneshyrnuna, en þó aðeins hærra. Svo kemur þetta inn miðjan fjörðinn og með þessum ofsahraða. Þetta var það voða ferlíki. Það stóðu eldglæringarnar langt aftur úr því og birtan af því var svo mikil að það var bjartara en um hádag. Svo hverfur þetta noröur yfir eiðið sem er milli Norður- fjarðar og Ingólfsfjarðar. Rétt þegar það er horfið, þá kveður við þessi voða sprenging. Það bergmálaði í öllum fjöllum norðan Ingólfsfjarðar eins og fjöllin ætluðu að hrynja. Svo sé ég að það gýs fyrst upp svartur mökkur og svo hvít gufa sem steig upp. Þetta var svo stórkostlegt. Hann kemur úr aust-suð- austri og flýgur í norð-norð- vestur, svo það er alveg bein stefna af Reykjaneshyrnunni í Dagverðardalsána á Ófeigs- fjarðarströndinni. Það ætti al- veg að vera miðið þar sem hann kemur niður. Nákvæm- ara get ég ekki lýst þessu. Sveinbjörn Valgeirsson frá Norðurfirði Skrifíð til: NT Lesendasíðan Síðumúla 15 108 Reykjavik ...edahringiðítíma 686300 millikl. 13og 14 ■ Það hlýtur að vera tíma- bært. að setja lög sem ákvarða hámarksaldur leigubifreiða- stjóra. Það væri nægilegt að miða þann aldur við áttrætt, þá myndu margir af þessum elli- belgjum detta út. Ég er ekki á móti gömlu fólki, en þeir leigubílsstjórar sem farnir eru að reskjast, eru ekki jafn góðir bílstjórar, og þeir sem yngir eru. Það stafar m.a. af því að eldri menn hafa misst sjón. og eru ekki jafn viðbragðsfljótir og unglömbin. Það er mikið hagsmunamál fyrir leigubílsstjóra að reyna að yngja upp örar í stétt sinni. en raun ber vitni. Það má vel vera að mótrök við aldri leigu- bílstjóra sé að þeir menn sem eru orðnir gamlir í hettunni séu reynslumiklir menn, og geti veitt betri þjónustu en þeir sem yngri eru í akstrinum. Þessi rök duga skammt, því að eldri mennirnir eru ekkert betri frá þessum sjónarhóli séð. Yngri bílstjórarnir leggja sig meira eftir því að kynna sér hin nýju hverfi í Reykjavík og má þar meðal annars nefna Ártúnsholt og Grafarvog sem eru nýlega risin. ■ Leigubílstjórar ættu ekki að vera yfír áttræðu. Þessi virðist þó vera vel innan markanna.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.