NT


NT - 03.03.1985, Side 4

NT - 03.03.1985, Side 4
H Svartir dansarar dansa steppdans fyrir hvíta áhorfendur. H Dutch Schulz rekur einn keppi- nauta sinna á hol í veislu. ■ Borðin svigna undan kavíar, kampavíni og steiktum kalkún. Hér er bófaforingi af gyðingaættum í Bronx að fagna því að sættir hafa tekist með honum og keppinauti hans Joe Flynn. En Flynn er íri og lætur ekki af að stríða hinum nýja „félaga" sínum. „Maður stendur ekki í við- skiptum við júða og niggara," segir hann. „Þeim hendir maður út í horn, þar sem þeir eiga heima.“ Þar með er Schulz nóg boðið. Hann grípur hnífinn úr kalkúnasteik- inni og rekur Flynn á hol. Blóðið spýtist upp í loftið og drýpur niður úr Ijósakrónunum niður á vanga vinkonu eins bófanna. Segja má að ofbeldið sé ekki minna í upphafi myndar Francis Coppola í nýrri mynd hans „Cotton Club“, en í gömlu myndinni hans um „Guðföður- inn“. Enn gelta vélbysssumar og menn síga saman undan kúlnahríðinni, tylftir af líkum hrannast upp. En nú eru það ekki starfsaðferðir og helgi- siðir Mafíunnar sem Coppola hefur til umfjöllunar. Hann tekur nú til við að lýsa afkáralegu tímabili í sögu Bandaríkjanna, þegar undirheimarn- ir og þjóðlífið ofan við þá lifðu saman í besta bróðerni. Helsti frundarstaður þessara heima var í hinum alræmda „Cotton Club“ í New York á þriðja áratug aldarinn- ar, en sá staður var eftirlæti allra jassunnenda. Þeir Duke Ellington, Cab Calloway og Lena Hornc hófu CottonCI# Sagt frá nýjustu mynd Francis Coppola, sem kostadi of- fjár og harðar deilur feril sinn í glæsisölunum við 142. stræti í Harlem. Þar kom Louis Armstrong með hljómsveit sína og á hverju laugardagskvöldi sendi CBS útvarpsstöðin beint af vettvangi út jassprógram. Þeir sem ekki höfðu áhuga á jass komu til þess að sjá „Cotton Club stúlkurnar", flokk hálfnaktra stúlkna sem klúbbeigendurnir völdu ná- kvæmlega eftir því sem tíðarandinn taldi fegurst. Þær urðu að vera yngri en 21 árs, minnst 1,70 á hæð og með húð jafn mjúka og brúna og olífur. Þær dönsuðu og steppuðu fyrir áhorfendur sem allir voru hvítir. En þjónarnir urðu að vera svartir. Við háborðið sátu pólítíkusar frá Was- hington og stjörnur frá Hollywood hlið við hlið yfir ólöglegum veigum bannáranna og ferðamenn við hlið ungra og hraustra manna sem kunnu vel til verka með vélbyssunni. Þarna sat Chaplin ásamt bófum eins og John „Dutch“ Schulz, kónginum í Bronx. Á hverju kvöldi tíndust þeir fögru og ríku út af heimiium sínum við Central Park og út í fátækrahverfið, til þess að njóta þess sem hin nýja svertingjamenning hafði að bjóða og leiða augum skuggalega rómantíkina sem einkenndi samspil jassins og undirheimanna. Þetta er bakgrunnur sögunnar sem Coppola segir í „Cotton Club," af sama öryggi og „rythrna" og í lagi eftir Ellington. Aðalpersónurnar í myndinm eru fjórir menn, tvennir bræður. Jass-trompetistinn Dixie Dwyer (Ric- hard Gere) fær enga vinnu í „Cotton Club" þar sem hann er hvítur og gerist hann handbendi Dutch Schulz. Hann er uppgötvaður sem filmstjarna og kemst hátt í Hollywood. Bróðir hans Vincent (Nicolas Cage) er at- vinnumorðingi í þjónustu Dutch Schultz. Hann sleppir sér vegna pen- ingamála og hreinsar í æðiskasti til í hópi glæpamannanna. Þá er að nefna svarta dansarann Sandman Williams (Gregory Hines), sem verður eftir- lætisgoð áhorfenda í „Cotton Club“, meðan bróðir hans, Clay, (sem er miður vel gefinn) skemmtir í ódýrri búllu. Sögu þessara manna segir Coppola í fjórum köflum og fjörgar þá upp með ástarævintýrum, jassleik og átökum bófaflokka í undirheimum Harlem. Dixie Dwyerverður ástfang- inn af vinkonu Dutch Schultz og liggur við að það kosti hann lífið. Sandeman Williams verður ástfang- inn af ungri söngkonu, sem er nógu hvít á hörund til þess að á hana er litið sem hvíta. Fyrir vikið kýs hún ekki að láta sjá sig með svertingja. En allt í kring um „Cotton Club" geisarstríð. Svartir, ítalskir, írskir og gyðinglegir bófar berjast um yfir- ráðin í skemmtanahverfinu. Keppi- nautar eru látnir hverfa eða barðir í hakk inni á klósettum. Sprengjum er hent inn í forstofuna hjá þeim eða þeir eru drepnir á annan hátt með pomp og prakt. Eitt sinn lenda tvö börn í skothríðinni miðri. Þetta virðast of margar sögur til þess að þær komist fyrir í einni sögu. Stöðugt þýtur Coppola úr einu í annað. Til dæmis skýtur hann hér og þar að atriðum úr sýningum á „Cotton Club" en skýst svo með myndavélina í atvik úr framaferli Dixie Dwyer og notar til þess myndir fyrirsagna úr blöðum sem leiðarmerki. Nokkrum augnablikum síðar erum við stödd í bakherbergi í höfuðstöðvum bóf- anna. Coppola leysir verk sitt af hendi af mikilli snilld, svo sem þegar hann lætur tvo manndrápara elta fórnar- lamb sitt undir svellandi steppdansi og áhorfandinn veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið þegar allar aðal- persónurnar fjórar bruna í eltingar-' leik í gegn um „Cotton Club", og á hver margt vantalað við annan. Ekki er síður margflókin sagan um tilurð myndarinnar, en hún er í þeim dúr sem Scott Fitzgerald hefði getað kokkað saman í skáldsögunni „The Last Tycoon". Handritshöfundarnir voru þrír og gerð voru meira en 40 uppköst. Einn tökustjóranna var rek- inn og um skeið gerði starfsliðið næstum verkfall. Svo var það kostn- aðurinn, en í stað þeirra 20 milljón dollara sem mörg góð amerísk kvik- mynd kostar hljóp kostnaðurinn hér

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.