NT


NT - 03.03.1985, Síða 6

NT - 03.03.1985, Síða 6
Sunnudagur 3. mars 1985 6 Myndlist ■ Er Robert Longo erföa- prins hugmyndalistamanna? Eru verk hans pottþéttar út- færslur á hugmyndum sem rasseruðu á seinasta: áratug? það minnsta má fullyrða aö hann gerir sýnilegt það sem margir hugsuðu. Sú tækni sem Longo notar er fjölbreytt: teikningar, skúlptúrar, kvikmyndir, myndsegulbönd, gjörningarog tónlist. Oft notar hann fleiri en einatækniíhverjuverki. Hann setur málverk við, að því er virðist, óskyldan skúlptúr og fær nýja verkið aðra merkingu en þau tvö upphaflegu höfðu hvort í sínu lagi. Það má svo sem telja upp fjölmarga lista- nienn sem vinna á þennan hátt. Má jafnvel segja að sam- klippuleg myndsýn sé eitt af einkennum samtímalistar. Eyrnalaus starfsstétt Robert Longo er rúmlega þrítugur Kani sem ólst upp í- Brooklyn, New York. Mynd- listarmenntun sína fékk hann í Sunny (sama sem The State University of New York at Buffalo). Hann nam við þenn- an skóla í fjögur ár og út- skrifaðist með B.A. próf 1976. í skólanum hélt hann sjó með Cindy Sherman. Þau og fleiri stóðu að sýningarstaðnum Hallwalls þessi ár. Sem dæmi um sýningar þá sýndu Jan Groover og Duane Michals Ijósmyndasýningar þar, kvik- myndir voru sýndar eftir Dan Grahm og Nancy Holt, fyrir- lestrar voru haldnir af Bruce Nauman og Barbara Rose og þau fengu jafnvel styrki til starfseminnar frá opinberum aðiljum. . Til New York borgar flutti Longo með Sherman sumarið 1977. Þau bjuggu saman til 1980 og er það tínt til hér því áhrif þeirra hvert á annað sem myndlistamenn eru mjög aug- Ijós. Og bakgrunnur þeirra er mjög líkur. Um væntingar sín- ar og félaga sinna í listnámi segir Longo: „Okkur kom aldrei til hugar að við seldum verkin okkar fyrir verulegar upphæðir. Við litum upp til listamanna eins og John Bald- essari, Vito Accounci og Laurie Anderson. I augum okkar fólst velgengni í því að sýna af og til í galleríum og fá starfsstyrki einstaka sinnum. Svo ntyndu listaskólarnir heyra af okkur og við yrðum beðin að ferðast um og halda fyrir- lestra..." Þetta hefurekki orð- ið svona fyrir Longo og fleiri. Þetta fólk hefur getað lifað á sinni listsköpun og finnst fjöl- mörgum það alger óhæfa. Goðsögnin um listamanninn sem þarf að svelta til að geta skapað er enn sterk. Um þetta segir Longo: „Þeir vilja helst að við skerum af okkur eyrun. Núna getum við lifað á list- sköpun. Við getum fengið laun fyrir það sem við höfum brenn- andi áhuga á að gera. Ég nota peningana sem ég fæ til að gera ný verk og skapa það sem mig langar til.“ Þctta sein- asta atriði fer ekki á milli mála því á sýningunni hans 1984 í Metró-gellerí var listi með á annan tug nafna yfir þá sem aðstoð höfðu veitt við gerð verkanna. Það var ekki sam- vinna í venjulegum skilningi heldur aðkeypt sérþekking við gcrð verkanna. Fallandi fólk Verkum Longos má skipta í nokkra flokka. Sá sem var fyrirferðarmestur á árumnn 1978 til '82 einkenndist af kola- teikningum af fólki. Ein mynda- röð nefndist „Menn í borgun- um“ og samanstóð af stórum kolateikningum af mönnum og konum í eijts konar frosnum stöðum. Önnur myndaröð nefndist „Hvít uppþot" og eru líka kolateikningar, stórar, af velklæddu fólki í slagsmálum Þessi verk hafa verið túlkuð á margs konar háttu. Einn gagn- rýnandi segir myndirnar fjalla um andstæðurnar líf og dauða. Fólkið sé annað hvort að dansa eða falla fyrir byssukúlum. Ef það sé að dansa þá sér þar tónlist, sem sé tákn lífsins. Ef það sé að falla fyrir byssukúl- um þá sé það jafnframt dauð- vona ef ekki dautt. Annar gagnrýnandi segir myndirnar fjalla um Fallið. Og skrifar eins og syndafallið sé á bak við næsta leiti. Fallið sé til moldar- innar. „Af moldu ert þú kom- inn að moldu skalt þú aftur verða." Það sem einkennir myndirnar er hve óræðar þær eru. Byggjast ef til vill mest á hugarflugi áhorfandans. Eg sá aðra og þriðju einka- sýningu Longo 1983 og 1984. Þær voru sem þær væru hugs- aðar sem heild en ekki samsafn einstakra verka. Það var ein- hver mikilfengleiki yfir þessum sýningum. Þær hreinlega gleyptu áhorfendur. Það var ekki af tilviljun sem þær virk- uðu svona á áhorfendur heldur grant planað hjá Longo. Dæmi um verk á sýningunni 1983 eru „Dyrnar" og „Allirnú". „Love Police": Engines in Us (The Doors) er samsett af fimm hlutum. Fjórar kola- teikningar, á gulan pappír eftir Ijósmyndum eru af krökkum: hvítum strák, austurlenskri stelpu, svörtum strák og hvítri stelpu. Á milli teikninganna er skúlptúr í tveim hlutum. Neðri og stærri hlutinn er úr bronsi af samanhrúguðum og klesstum bílum. Efri hlutinn er úr eld- rauðlökkuðu áli af fúlum manni og konu sem hlær til- gerðarlega. Þessi miðhluti verksins minnir á lokaðar dyr. Og verkið í heild minnir helst á myndagátu. „Noweverybo- dy“ nefnist hitt verkið og tileinkað Fassbinder. Það er kolateikning í fjórum hlutum af sundursprengdum nútímalegum húsum. Minnir mest á fréttamynd frá Beirút. Fyrir framan teikninguna er bronsmaður sem virðist ný- skotinn falla á gallerígólfið. „Hér stöndum við saman, í myrkrinu, báð- ir tveir“ Stórborgir Evrópu og Bandaríkjanna eru fullar af risavöxnum eirstyttum af hin- um og þessum fyrrverandi valdhöfum. í Reykjavík eru styttur en ekki eins yfirþyrm- andi eins og annars staðar. Jón Sigurðsson stendur spansk- rændur á Austurvelli og fylg- ist með ferðum þingmanna. ÓlafurThors horfir á krakkana á skautum á Tjörninni. Það er helst að Ingóflur hreyki sér á Arnarhóli. Erlendiseru þessar styttur tákn valds. Reyndar frekar gamaldags tákn. Þau búa ekki til trúverðugan stór- sannleika lengur. Hann er nú búinn til af sjónvarpinu og í kvikmyndum. Það er út frá þessum punktum sem sjálf- sagðast er að skoða verk Longos. Besta umfjöllun um verk Longos sem ég hef séð er grein eftir Hal Foster í Art in Amer- ica. Hann spyr hvernig standi á því að nú á þessari upplýs- ingaöld hrífist fjöldinn af fasist- ísku myndmáli? Það einkenni- legasta er að valdhafar í fasíst- ísku stjórnarfari, jafnt sem lýð- ræðislegu, noti sama mynd- málið til að tákna vald sitt. Þessi hauslausa stytta hér á myndinni „Menning, menning" er ekki af brjáluðum einræðisherra heldur Simon Bolívar. Hann situr á eirhesti í Cer.tral Park á Manhattan! Foster álítur að það sem hrífi fjöldann sé að okkur skortir raunverulegan raunveruleika og því sé tilbúinn raunveruleiki betri en enginn. Aukið lífsrými Það er ekki bara í plastinu í Ameríku sem þetta á við. Hin „ekta“ siðmenning Evr- ópu er á kafi í fasistísku mynd- máli. í febrúarhefti þýska lista- tímaritsins Art er fjallað um klúður sem Fransmaðurinn Claude Mollard lenti í nýlega. Hann er aðalkarlinn í franska menningarmálaráðuneytinu og var sem slíkur á ferðalagi í Þýskalandi. Hann sendi heim skýrslu um ferðina og sagði hreint út að nazisminn ætti uppá pallborðið í þýskri myndlist um þessar mundir. Skýrslan, sem var trúnaðar- mál, lak í dagblað í París og allt varð vitlaust. Meðal annars sá Mollard sýningu í Dusseldorf sem nefndist „Héðan og út“ (von hier aus).Er Frökkum láandi þótt þeir hugsi; æii, þurfa nú hinir útvöldu grannar okkar aukið lífsrými eina ferð- ina enn! Hann vill samt ekki nefna nein nöfn, en tímaritið tekur af honuin ómakið og birtir myndir eftir Anselm Ki- efer, Jörg Immendorf og Mar- kus Luperts sem eru með myndmáli sem tengja má naz- ismanum. Hver er rami- veruleiki hverra? Er það þjónkun við hug- myndir nazisma að fjalla um þann tíma í sögunni í mynd- verkum? Er það að hylla kap- italismann að fjalla um hvernig myndmál hann notar? Sern dæmi um hvernig svona spurn- ingar koma upp er að þegar gagnrýnandinn Roberta Smith fjallar um sýningu Longos 1984 gefur hún í skyn að hann sé leiguþý kapitalista því AT&T hafi notað myndina „Þrýsting- ur“ eftir hann í augiýsingu fyrir sýningu í Museum of Mo- dern Art á alþjóðlegri sam- tímalist. Hverju reiddustgoðin o.s.frv.? Þessi stórfyrirtæki auglýsa líka með steinaldar- verkum eða kínverskum mál- verkum aftan úrforneskju aðr- ar sýningar fyrir önnur söfn. Þessi kynslóð listamanna sem Longo er af hefur mjög verið gagnrýnd fyrir að verkin þeirra seljast. Áuðvitað eru verkin misjöfn eins og mennirnir, en það breytir því ekki að salan gerir þessu fólki kleift að vinna meira og útfæra sínar hugmyndir eins og hugur þeirra stendur til. Um þetta segir Longo: „Listamenn eru einskonar varðmenn siðmenn- ingarinnar. Égermjögupptek- inn af skilgreiningum á mann- legunt verðmætum. Ég set fram ákveðnar spurningar í verkum mínum um það hvern- ig er að vera til hér og nú og þvinganir í lífsmáta samtíni- ans.“ Spurningarnar sýnast mér vera um vald. beitingu og misbeitingu þess.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.