NT


NT - 03.03.1985, Page 9

NT - 03.03.1985, Page 9
Sunnudagur 3. mars 1985 Stephans G. en þar minnist Klettafjallaskáldiö á að Jó- hannes dvelji hjá sér og hafi fengið aðgang að skrifpúlti hans til að skrifa skáldsögu á ensku. Þetta er í bréfi til Jóns Jónssonar á Sleðbrjót. Segir hann enn að í Jóhannesi búi margir góðir kostir, en ekki sé víst að neitt verði úr neinu „nema einhver hending reki sig á hann og hrindi honum í horf." H ann orti nokkuð af ljóðum bæði á íslensku og ensku og cru þar á meðul „Poems of Heart" og „Brostn- ir strengir". Það væri of mikið að scgja að í þessum Ijóðum séu einhverjar sérstakar perlur, en hann hefur haft hefðbundið ljóðform vel á valdi sínu, þótt oft megi greina í anda Ijóðanna áhrif frá Einari Benediktssyni. Þegar heim kom fór hann að gefa út ýmsa bæklinga, sem hann ferðaðist með um landið og seldi, en hann hafði viður- væri sitt af ritstörfum alla tíð. Eitt af því fyrsta var ritlingur- inn „Ameríka í ljósi sannleik- ans,“ þar sem hann ber Vestur- heimi heldur illa söguna. Hann þýddi líka nokkuð, svo sem tvær bækur eftir Ivan Solen- evitzj, „Flóttann" og „Hlekkj- uð þjóð," og enn bókina „Lífið eftir dauðann." Fleira mætti nefna. Eins og fyrr er vikið að fékkst hann við tímaritaútgáfu og var fyrsta tímaritið „Fram- tíðin," 1927-29, en síðar kom „Lífið," sem hann gaf út 1936- 1939. í það rituðu ýmsir mætir menn, svo sem þeir Sigurður Nordal, Þórbergur Þórðarson, Friðrik Á Brekkan, Hákon Bjarnason, Sigurður Einars- son, Árni Friðriksson og Steingrímur Arason, svo nokkrir séu nefndir. Það er svo á árunum 1944- 1946 sem hann gefur út ævi- sögu sína og kom hún út í annari útgáfu árið 1948. Það er sérstætt við ævisöguna að hann nefnir þar ekki nöfn manna en með því að kynna sér eldri bæklinga hans má venjulega komast að því hverja við er átt. Ekki var ævisögunni samt að fullu lokið með „Harmsögu ævi minnar," því síðar komu út bækurnar „Sannleikur" og „Heljarslóð." óhannes átti í mesta basli alla tíð, eins og ljóst verður af skrifum hans og þá ekki síst bæklingnum „Eitt og hálft ár í lífi rnínu," en þar fjallar hann um vist á afvötnunardeildinni á Kleppi. Þar fær margur mað- urinn það óþvegið. Hann bjó löngum í Reykja- vík og reisti sér hús úti á Scltjarnarnesi, sem hann • Þórarínn Eldjárn á gott safn afrítverkum Jóhannesar Birkilands. Hilmar Einarsson, bókbindari í Morkinskinnu hefurgert öskjur um bækurnar af mikilli list. 'Harmsagan á skilið að hljóta sinn sess í bókmenntas'* — segir Þórarinn Kld járn um Jóhannes Birkiland 9 M Jóhannes Birkiland. azt úr norður-amerískum barnaskóla. Þó hélt ég áfram að læra hinar námsgreinarnar, svo sem t.d. sögu North-Da- kota og sögu Bandaríkjanna. Lá nærri, að ég lærði báðar bækurnar reiprennandi orðrétt frá upphafi til enda líkt og mannkynssöguágripið fyrrum! Ég var nú í annarri stærstu ísl. nýlendunni í Bandaríkjun- um. Kristið var fólk þetta, að því er það sjálft fullyrti. Það svínól illa menntaðan prest o.s.frv. Ég var að jólatrésskemmt- un. Hún er mér minnisstæð að j því leyti að hún er sú eina skemmtun þeirrar tegundar, sem ég hefi reynslu af; einnig vegna þess að ég niændi á mörg hundruð gjafir, sem var hlaðið á og hrúgað kringum hið risastóra jólatré, meðan dreifing þeirra á meðal viðtak- enda fór fram. Jólagjöfunum útbýttu nokkrar efnuðustu frúrnar í þessum hluta nýlend- unnar, allar mjög handgengnar hinum umgetna presti, og fengu börn hinna efnuðustu svona gjafir svo tugum skipti. Ég var alltaf að vona, að einhver hefði munað eftir mér - munað að ég, í þúsunda kílómetra fjarlægð frá öllum „mínum", var nú mitt á meðal þeirra-en árangurslaust. Ekki eingöngu börn hlutu jólagjafir þarna, þótt megnið beindist að þeim, heldur líka hinir full- orðnu; allir fengu að minnsta kosti nokkrar nema ég. Ég einn fékk enga! Það mun hafa verið skömmu eftir mánaðamótin janúar og febrúar á þessum- vetri, sem ég fór burt. Frá því, sem ýtti undir brottför mína, verður skýrt í næsta kafla. Ég fór af stað skömmu fyrir hádegi. gekk lengi dags vestur á bóginn og létti ekki fyrr en ég var kominn að býli, þar sem miðaldra barnaskólakennari bjó, sem var jafnframt gildur bóndi. Bauð hann mér að gista að sér um nóttina, því að kvöld var komið. Tjáði ég honum þegar vandkvæði mín. Kvað hann mér velkomið að dvelja að heimili sínu til vors, hvort _ sem læknirinn, sonur „frænku", greiddi nokkuð fyrir slíkt eða ekki, og gæti ég, ef ég vildi lært utanskóla heima hjá sér námsgreinar barnaskólans, en hann myndi þá „hlýða mér yfir þær" við og við. Ég tók hiklaust þessu góða boði. Á þeim hluta vetrar, sem ég dvaldi að honum, las ég æfiá- grip allra forseta Bandaríkj- anna,einnigræðurallra þeirra, er þeir fluttu samtímis eiðtöku sinni í sambandi við innsetn- ingu sína í forsetaembættið. Einn þeirra byrjaði ræðu sína með skætingi til þeirra, er höfðu valið hann, og kvaðst vera óánægður yfir því að vera tilneyddur að takast á hendur hið ábyrgðarmikla starf. í for- setatíð sinni tókst honum að siga Bandaríkjunum á Mex- íkó. Eftir blóðuga árásarstyrj- öld, þar sem svikaátylla hafði verið notuð að yfirvarpi, varð Mexíkó að láta af hendi geysi- mikil lönd. Um vorið var ég stundum á gangi um hinar víðu lendur barnas tólakennarans. Dreymdi mig þá stundum hrikalega og stórkostlega dag- drauma, samkvæmt því sem tignarstöður eru metnar. í amerískum tímaritum, sem mikið var til af hjá barnaskóla- kennaranum, var fjöldi skop- mynda, einkum af háttsettum mönnum, svo sem tíðkast t.d. á íslandi. Ein var sú mynd af fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna, er ég hafði hrifizt mjög af. Drenghnokki rétti honum miða, þar sem þetta stóð „You are nominated“.Þessi fyrrver- andi forseti var stórtenntur. „He j>rinned", svo að tennurn- ar nutu sín vel. Ég var líka stórtenntur. - Þetta var okkur að minnsta kosti sameiginlegt - og nú leit ég í anda sömu skopmynd af mér með „You are nominated!" og „He grinned"! Minnir þetta á dag- drauma mína, er ég var ný- kominn yfir landamærin, eins og áðurergetið. Þó vissi égnú, en ekki þegar ég fór yfir landa- mærin, að forseti Bandaríkj- anna gat ég ekki orðið nema stjórnarskrá landsins yrði breytt bara til þess, að ég gæti orðið valinn í þá tignarstöðu. En ég gerði mér hægt um hönd í þessum fráleitu leti- og dag- .draumum (af leti spratt þetta og úr leti þróaðist það), og lét í huganum breyta stjórnar- skránni. Ég taldi mér trú um til þess að drepa tímann með þægilegum hætti, að svo mikið myndi þykja í mig varið, að þetta yrði gert! Svo tók ég próf í barnaskóla- húsinu einn míns liðs. Hlaut ég háar einkunnir í öllum náms- greinunum (ekki ástæða til þess að miklast af slíku eftir allt hrærigrautarnámið á ís- landi, og ég orðinn hartnær 25 ára að aldri), nema einni, en hvað hana snerti, var ég ekki prófaður neitt, því að hana .hafði ég aldrei lært, svo að ég útskrifaðist ekki! nefndi „Sólarhóll." Ekki taldi hann að það framtak hefði orðið sér til mikillar gæfu, þar sem það leiddi óbeint til þess að hann kvæntist og stofnaði fjölskyldu. Áleit hann að það hefði lítið gæfuspor verið fyrir sitt fólk. Afstaða samtímamanna Jó- hannesar Birkilands til hans hefur að vonum verið blendin og ýmsir töldu hann án vafa ekki með öllurn mjalla. í bækl- ingum hans eru ákaflega mikl- ar svívirðingar um nafngreinda menn sem benda til þess að hann hafi ekki verið sérlega auðveldur í umgengni og að hann hafi verið haldinn eins- konar ofsóknaræði. En það hafa svo sem ýmsir góðir menn verið og má nefna til Strindberg. Í ^rins og þú minntist á þá gerðist það á mínum mennta- skólaárum að ýmsir góðir menn duttu niður á eitthvað af ritum Jóhannesar og fengu áhuga á þessu, ekki síst „Harmsögunni". Þetta var að vísu dálítið gamni blandið, því eins og mönnum er gjarnt í skóla þá fundu menn eitthvað kómiskt í „paranojunni". Það kom líka til að þarna var að myndast áhugi á lággróðri hvers konar og vilja til að upphefja hann og víst voru bækur Jóhannesar taldar þannig lággróður. Menn höfðu tilvitnanir úr bókunum á tak- teinum, rétt eins og það var tíska að vera vel að sér í Laxness og Einari Ben. Þarna urðu menn að kunna sinn Birkiland. Þetta var svona „gymnasialt" grín. En ég held að þarna hafi margir samt sem áður uppgötvað í fyrsta sinn athyglisverðan höfund. Um þetta leyti var í skólan- um félagsskapur sern nefndi sig „Átómatista" og var Jó- hannes mikill dýrðarhöfundur hjá þeim. í félaginu störfuðu mest auk mín doktor Sigurður Guðmundarson, sent var vara- formaður (það var enginn for- maður og nú heitir Sigurður aðeins Sigurður Guðmunds- son), Ingólfur Margeirsson, Þorvaldur Gunnlaugsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson og Tryggvi heitinn ívarsson. JL essi áhugi breiddist út og bækur Jóhannesar fóru skyndi- lega að seljast rnjög grimmt og snarhækkuðu í verði. Forn- bókasalar stóðu og göptu af undrun og spurðu hvað væri að gerast! Við söfnuðum saman ýmsu um Jóhannes, leituðum til dæmis uppi fólk sem haft hafði einhver kynni af honum og skráðum þennan fróðleik niður. Hver veit nema þetta þyki athyglisvert ef farið verð- ur niður í saumana á verki Jóhannesar síðar. Hann á tví- mælalaust skilið sinn sess í bókmenntasögunni fyrir ævi- söguna, þar sem hún á heima með Árna frá Geitastekk, Jóni Indíafara og fleiri klassískum ævisögum íslenskum.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.