NT - 03.03.1985, Qupperneq 15
óæskilegir andar og öfl geti
gert manni mein. En ef þetta
dugar ekki til að reka drauginn
út úr húsinu þarf að finna út
hvers konar draugur þetta er,
t.d. hvort hann er tengdur
Merkúrí eða Venus og þá finn-
ur maður viðeigandi aðferð."
Nú þykir blaðamanni Árni
vera talsvert almennur í út-
skýringu sinni og spyr hann
hvernig hann geti fundið hver
sé viðeigandi aðferð og hvernig
hann geti vitað hvers konar
andi sé hér á ferðinni.
„Þegar maður er búinn að
vera í þessu talsverðan tíma og
hefur náð ákveðnu viskustigi
eins og það er kallað kemur
þetta mikið til af sjálfu sér og
það er hægt að þekkja hvað er
á ferðinni. Þó er lagt til grund-
vallar, í allri dulspeki, kerfi af
hebreskum uppruna sem heitir
Kabbala og er kortlagt með
lífstrénu svokallaða."
Með grasið
í skónum
„Ef við ímyndum okkur ai-
heiminn sem stafrófið þá er
Kabbala málfræðin sem raðar
hinum ýmsu stöfum saman í
orð og setningar og gefur þeim
merkingu. Út frá Kabbala er
hægt að finna þá helghiði, og
tákn liti og tölur sem eiga við
hverju sinni. Kerfið skiptir til-
verunni í lagskipt þrep. Tíma
og rúmstilvistin er það jarðlíf
sem við þekkjum og er hún
lægsta þrep lífstrésins. Fyrir
ofan koma svo níu þrep til
viðbótar sem er tilvera handan
tíma og rúms, svokallað
„astral", og eru hin ýmsu þrep
„astralsins‘% kennd við stjörn-
ur sem eru áhrifavaldar um
mismunandi þætti lífsins. Til
að útskýra þetta betur mætti
segja, að ef þú vildir vinna
ástir konu, þá yrði helgiathöfn-
in að tengjast Venusar-þrepinu
sem hefur með ástina að gera.
Lífstréð segir okkur að þá sé
græni liturinn og talan 7 sér-
staklega mikilvæg. Þá myndir
þú vera í grænum kufli með sjö
græn kerti og aðra viðeigandi
hluti, sem Kabbala bendir á,
þegar helgiathöfnin fer fram."
Blaðamaður telur réttast að
fara ekki mikið lengra í þessum
efnum því hver veit nema hann
freistaðist til að fara að kukla í
grænum kufli? Þó er eitt merki-
legt í þessu sambandi. Er gras-
ið ekki grænt sem maður geng-
ur með í skónum á eftir
stúlkum?
Með Crowley
á kaffihúsi
Áður en lengra er haldið vill
blaðamaður vita ögn meira um
dulspekistarfsemi Árna sjálfs
og þeirrar reglu sem hann
tilheyrir.
„Reglan er félagsskapur þar
sem stundaðar eru skipulagðar
rannsóknir á alls kyns dulspeki
og heimspeki sem tengist myst-
ískum táknum. Þar er blandað
saman vestrænum, austur-
lenskum og séríslenskum dul-
fræðum. Þó svo að allir, eða
næstum allir geti gengið í regl-
una, þá eru meðlimir þó
bundnir þagnarloforði hvað
varðar siði og venjur."
Blaðamanni er kunnugt um
að reglur af þessu tagi eru
yfirleitt fjörgamlar og með
skringileg og dularfull nöfn, en
um það hafði Árni þetta að
segja.
„Hún er kennd við fuglinn
Fönix og byggir á mjögfornum
grunni. í núverandi mynd er
reglan ung og ólíkt öðrum
dulspekireglum leggjum við
ekkert sérstakt kapp á að sýna
fram á að hún hafi verið til frá
örófi alda eða upphafi verald-
arinnar. Flestir telja að hún
eigi rætur sínar að rekja til
Sunnudagur 3. mars 1985 15
Galdrar
„Já, það er alveg sérstaklega
varasamt að vekja upp Pan,
hann virðist búinn einhverjum
sérstaklega öflugum krafti,
enda held ég að enginn haí'i
lagt út í það eftir að þetta
gerðist."
Innan og utan
hringsins
Hafið þið vakið upp guði?
„Ja, það er nú eiginlega
flóknara, en svo að hægt sé að
tala um einhverja eina athöfn;
„að vekja upp guði“. Tengslin
sem náð er við guðina í gegn-
um helgisiði eru tvennskonar.
Annars vegar er guðinn eða
guðlegi krafturinn framkallað-
ur fyrir utan hringinn þar sem
allar seremóníurnar fara fram,
og þá getur hann birst á ýmsan
hátt t.d. á astral sviðinu sem
óhlutkennd vera og enginn sér
hann nema sá sem er innan
hringsins. Hins vegar getur
maður kallað guðinn inn í
hringinn sjálfan og hleypir
honum að sér og þá í raun
breytist maður sjálfur í guðinn
og verður eitt með honum."
Trúlega hefur það verið eitt-
hvert afbrigði af seinni aðferð-
inni sem fór svo illa með
Crowley og Neuberg, en það
hafði líka fylgt sögunni að þcir
kumpánar væru í einhverjum
tengslum við djöfulinn og því
er ekki fráieitt að spyrja Árna
hvort það sé þá ekki tilfellið
líka með Reglu fuglsins Fönix.
„Nei alls ekki. Það er hreint
ótrúlegt hve misskilinn Alast-
air Crowley var, en hann var
að mínu mati mesti dulspek-
M Hér er verið að rígja ný-
norn inn í söfnuðinn.
Musterisreglu Jacques de Mol-
ey á 13. öld. Seinna birtist hún
í mynd reglunnar „Illuminati“
sem Adam Weishaupt stofnaði
1. maí 1776 og á 19.-20. öld
sem Austurlenska Musteris-
reglan. í dag er reglan nokkuð
undir áhrifum frá hinni frægu
ensku dulspekireglu „The Her-
metic Order of the Golden
Dawn“ og snillingsins Alastair
Crowley. Hérna á íslandi er þó
skemmtilegur séríslenskur
blær á starfi reglunnar."
Þessi nafnasúpa kann að
vera merkingarlaus fyrir flesta
eins og hún reyndar var fyrir
blaðamann, að mestu leyti.
Við lestur handbókarinnar áð-
urnefndu um galdra var talað
um Crowley, en hann var dul-
spekingur starfandi í byrjun
þessarar aldar. Af honum er sú
saga sögð, að hann hafi farið
til Parísar ásamt nokkrum læri-
sveinum sínum og dvalist við
helgiathafnir í litlu kaffihúsi
þar í borg. Eitt kvöldið fara
Crowley og aðstoðarmaður
hans Neuberg upp í herbergi
tveir einir og sögðu öðrum úr
söfnuðinum að halda kyrru
fyrir niðri og koma ekki inn í
herbergið hvað sem á gengi.
Hugmyndin var að vekja upp
skógarguðinn Pan. Nóttin leið
og mikill gauragangur var í
herberginu en enginn þorði að
fara inn og trufla athöfnina.
Skömmu eftir sólarupprás var
allt orðið hljótt og enginn svar-
aði þegar bankað var á dyrnar.
Þegar menn brutust inn fundu
þeir Neuberg dauðan en
Crowley var allsnakinn og vit-
firrtur í einu horninu og skalf
eins og hrísla. Það tók hann
fjóra mánuði á hvíldarheimili
að jafna sig eftir þetta.
Ekki virtist blaðamaður vera
að segja Árna neinar fréttir
með þessari sögu, en hann
svaraði með stóískri ró.
M Norn við helgiathöfn sem fólgin eríþvíað liggja kyrrmeð sverð á maganum íheilan sólarhring.
ingur20. aldarinnar. Hins veg-
ar er staða okkar reglu nokkuð
skýr þó það sé ógerningur að
skýra liana að nokkru gagni í
svona viðtali. Ætli það mætti
ekki segja að við leggjum
áherslu á viljafrelsið og að geta
komist í tengsl við okkar æðra
sjálf sent er á „astral" sviðinu.
Til þess að geta gert þetta
áskiljum við okkur rétt til að
geta framkvæmt þá helgisiði
sem við viljum og sá réttur er
okkur helgur. En við erum
ekki djöfladýrkendur frekar en
þú, enda held ég að það færi
enginn ógeðbilaður maður og
alls ekki alvöru dulspekingur
að praktísera svartagaldur eða
Satanisma."
Nornir
í nútímanum
Eins og við minntumst á í
innganginum að spjalli okkar
Árna virðist vera talsverð
gróska í dulspekinni nú á miðri
öld geimrannsókna og tölvu-
stýringar. Við spurðum Árna
hverjir þetta væru og hvort
þetta væri mikið tíðkað á ís-
landi?
„Já, það er náttúrlega rúm-
lega 2000 frímúrarar á íslandi
sem starfa í stúkum um landið
allt - bak við luktar dyr. Sömu-
leiðis starfar samfrímúrara-
reglan á sviupuðum grunni
nema þar fá konur aðgang.
Oddfellowar hafa líka sína
helgisiði og dulspeki. Félag
Nýalsinna starfar hérlendis á
grundvelli kenninga Helga
Pjeturss. Nú, ekki ntá gleyma
Ásatrúarsöfnuðinum en þar er
mjög þjóðlegt fólk. Innhverf
íhugun á vaxandi fylgi að
fagna. Rósakrossreglan er að
vísu ekki ntjög fjölmenn en
reglustarfið er reglulegt og
áhugi mikill skilst mér. Þá má
nefna Guðspekifélagið og fjöl-
mörg sálarrannsóknarfélög um
allt land. Regla musterisridd-
ara starfar hér og svo hafa
örfáir nornasöfnuðir fest hér
rætur. Sagt er að Satanistar
séu hérlendis, en varla er það
meira en hópur skólakrakka
sem hefur náð í vasabrotsbók
um efnið. Svo þú sérð að áhugi
á hinu dularfulla og yfirnátt-
úrulega hefur síður en svo
minnkað við tilkomu tækni-
báknsins."
Marga af þessum flokkum
hafði blaðamaður nú heyrt
nefnda, þó hann hafi ekki
alltaf tengt þá við dulspeki og
leynilega helgisiði. En eitt
hafði hann þó aldrei heyrt og
Íiað var að það væru nornir á
slandi. Því spurði hann hvort
það gæti verið að hér væru
nornir á stjái árið 1985 og
hvort þetta væru ekki persónur
sem hittu djöfulinn á laun,
hefðu við hann mök og flestar
verið brenndar á báli á Vest-
fjörðum fyrir 300 árum?
„Það er hinn mesti misskiln-
ingur. Jurtalækningar, gáfa til
að sjá óorðna hluti og kraftur
til þess að hneppa fólk í álög
er allt hluti af gamalli arfleifð
sem nornir þekktu og þekkja
enn þann dag í dag. Það var þó
ekki fyrr en nú á 20. öld sem
nornir fara að skipuleggja
starfsemi sína og sameina hana
í eitt kerfi eða trúarbrögð. Sá
sem virtist eiga mestan þátt í
þessu var Englendingurinn
Gerald Gardner. Mest
blómstra nornasöfnuðir á
Englandi og nú á seinni árum
í Bandaríkjunum og eins og ég
sagði þá eru þær líka starfandi
hér á lslandi. Klofningur er þó
kominn með enskum nornum
þannig að nú er hægt að tala
um tvær meginfylkingar
þeirra. Annars vegar eru það
I