NT


NT - 03.03.1985, Síða 18

NT - 03.03.1985, Síða 18
■ Hann var einn af þessum Norðmönnum með dellu fyrir íslandi. Nú er hann orðinn Islendingur og ekki laus við dellunaenn. HannheitirMats Wibe Lund og flestum dettur eflaust í hug ljósmyndir þegar nafniðernefnt. Ogljósmyndir hafa svo sannarlega spiiað stóra rullu í lífi Mats og gera það enn. Hann rekur umfangsmikla Ijósmyndastofu að Laugavegi 178 auk þess sem liann er sífellt á þönum út um allt að taka myndir við möguleg og ómöguleg tækifæri. Þessar glæsilegu myndir voru valdar úr miklu safni hans sem nær ríflega aftur á sjötta áratuginn. „Égerfædduroguppalinn í Osló, nánar tiltekið upp á Holmenkollen. já svo að segja með skíðin á fótunum." Mats ætti örugglega erfitt með að skrökva til um uppruna sinn því þrátt fyrir ágæta íslenskuna fer þó ekki milli mála að hér er norskur íslendingur á ferð. Strax eftir stúdentspróf var Mats farinn að taka myndir fyrir blöð og tímarit auk þess sem hann skrifaði textann sjálfur. Á þessum árum birtust greinar og myndir eftir hann í norskum, sænskum, þýskum og bandarískum blöðum. Árið 1956 kom hann í annað skiptið til íslands og fór þá vítt og breitt um landið og tók myndir. Hann fór snemma að taka myndir fyrir íslensku flugfélögin og fékk í staðinn ódýrar ferðir á milli íslandsog Noregs og heimsóknirnar hingaðurðuæfleiri. Áárunum 1960 til 1962 stundaði hann nám í Ijósmyndun við fagskóla í Köln í Þýskalandi og hafði þar að auki unnið við loftmyndatöku fyrir norska herinn á meðan hann gegndi herþjónustu. Maður með jafn mikla íslandsdellu og Mats hlaut að enda í faðminum á íslenskum kvenmanni. Sú heitir Arndís Ellertsdóttir og var við hjúkrunarnám í Noregi þegar það ævintýrið hófst. Seinna fluttu þau hingað heim og Mats hélt áfram að taka myndir. Fyrst opnaði hann stofu í Lágmúla í Reykjavík og vann þar ásamt landa sínum þar til hann flutti stofuna yfir Kringlumvrarbrautina og er nú eins og áður segir með vinnustofu sína til húsa að Laugavegi 178. Auk þess að taka mikið af portrait nryndum fæst hann við myndatökur úr lofti og byggir þar vafalítið á þeirri reynslu sem hann öðlaðist í herþjónustunni á sínum tíma. „Mér finnst að loftmyndirnar hafi mikið sögulegt gildi. Þetta eru heimildir um byggðarlög og vandinn er að fá hvert einasta hússem allraskýrast fram. Ég reyni að fljúga í svona tvö til MatsWibe Lund

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.