NT - 09.03.1985, Side 2

NT - 09.03.1985, Side 2
V M • } V I 0 >r' Laugardagur 9. mars 1985 2 Mikil óánægja borgarstjórnarminnihlutans: Davíð afhendir SÁÁ áfengisvarnardeildina - og borgar þrjár milljónir í þokkabót í varðhald fyrir að skjóta drykkjubróður Hafði ekki byssuleyfi ■ Á borgarstjórnarrundi s.l. fimnitudag var samþykkt að færa starfsemi áfengisvarnar- deildar Heilsuvcrndarstöðvar Reykjavíkur undir SÁÁ en starfsemi áfengisvarnardeildar Mikil skuldasöfnun hjá húnvetnskum bændum: Skuldirnar meira en fjórfaldast á 4 árum - reiknað í dilksverði ■ Skuldir bænda í viðskiptum við Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga liafa mcira en fjórfaldast að raungildi á undanförnum fjórum árum. í árslok 1980 nam skuld þeirra andvirði 2.250 dilka, en um síðustu áramót var hún komin upp í um 9.700 mcðal dilksvcrð, í báðum tilfell- um miðað við septemberverð. Til samanhurðar má geta þess, að heildarslátrun sauðfjár hjá KVH á s.l. Iiausti var uni 36 þús. kindur. í blaðinu Feyki cr haft eftir Gunnari V. Sigurössyni kaup- félagsstjóra á Hvammstanga, aö til vandræða horfi hjá fclaginu vegna þessarar auknu skulda- söfnunar. Geta kaupfélagsins til að fleyta þcssu svona áfram sé að bresta. Skuldir við- skiptarnanna við félagiö hafi ó s.l. ári aukist um 71,4%, þrátt fyrir að margir bændur liafi á því óri fengið lausaskuldalón og 7 milljóna króna skuld viö kaup- félagið hafi þá verið breytt í föst lón. Hinn mikli samdráttur framleiðslunnar á undanförnum árum hafi komið mjög illa við marga bændur þar sem þeir hafi ekki náð að draga úr tilkostnaði á móti. er m.a. fólgin í leiöbeiningu og ráðgjöf fyrir aðstandendur ál'engissjúklinga og fellur undir starfsemi heilsuverndarstöðva. Fulltrúar minnihlutaflokk- anna í borgarstjórn lýstu sig alfarið andvíga þessum samn- ingi og spunnust miklar umræð- ur um málið. I tilefni af af- greiðslu málsins stóðu fulltrúar minnihlutans allir að bókun þar sem harmað var að borgin skyldi kasta frá sér áfengisvarnardeild- inni í stað þess að efla starfsemi hennar. í bókuninni kom fram að starfsemi áfengisvarnardeild- ar ætti að tilheyra grunncining- um heilsugæslunnar og að með þessu væri borgin að varpa af sér ábyrgð ón þess að hljóta af því nokkurn ávinning. Sanrningurinn sem borgar- stjórnarmeirihlutinn samþykkt, felur m.a. í sér að yfirstjórn fræðslu- og leiðbeiningarstöðv- ar SÁÁ verði í höndum sér-. stakrar stjórnarnefndar er skip- uð verði þrenrur fulltrúum frá SÁÁ, einum fulltrúa frá Heil- brigðisróði Reykjavíkurborgar og einum fulltrúa starfsmanna. Fyrir starfsemi þessa greiðir borgarsjóður síðan tæpar þrjár milljónir króna. ■ Þrítugur fjölskyldumað- ur af Flateyri hefur verið úr- skuröaður í 14 daga gæslu- varðhald fyrir að skot úr byssu hans hljóp í læri á fimmtugum drykkjufélaga hans að heimili þess fyrr- ncfnda. Maðurinn hafði ekki byssuleyfi og byssa hans var ekki skráð. Sá sem varð fyrir skotinu liggur á sjúkrahúsi. Atburður þessi átti sér stað á fimmtudagsmorgni en mennirnir tveir höfðu þá set- ið að næturlangri drykkju að heimili hins fyrrnefnda. Enn hefur aðeins húsráðandinn verið yfirheyrður og ber hann að skotið hafi hlaupið óvart úr byssunni í átökum milli mannanna. Hafi liann ætlað að ógna hinuin til þess að yfirgefa heimilið þegar ekki dugði að fá hann til að fara sjálfviljugan. Maðurinn sem fékk í sig skotið liggur á sjúkrahúsinu á ísafirði og þurfti að gera á honuni allmikla aðgerð vegna þess að skotið hljóp í gegnum læri mannsins og rauf slagæð. Pétur Hafstein sýslumaður ísfirðinga sagði í samtali við NT að reynt yrði að yfirheyra þann særða í dag eða á morgun. Pétur Behrens í Gallerí Borg ■ Pétur Behrens myndlistar- maður sýnir um þessar mundir rúmlega 40 verk í Gallerí Borg. Aðallega cru það teikningar, en einnig vatnslitamyndir og olíumálverk. Pétur Behrens er þýskur að ætt og uppruna, en hér hefur hann búið síðan 1962. Hann hefur starfað sem auglýsinga- teiknari, hestatamningamaður og kennari við myndlistaskóla. Myndlistin er nú eitt aðalvið- fangsefnið hans. Sýning Péturs er opin virka daga kl. 12-18 og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 18. mars. Skákþing Norðurlands: Átta Akureyringar efstir og jafnir Snorri Sturluson efstur í unglingaflokki Frú frétluritara NI í Skaj>afirði, O.Þ.: ■ Þegar tefldar hafa verið þrjár umferðir í opnum flokki á Skákþingi Norðurlands eru 8 skákmenn efstir og jafnir með 2 og Vi vinning hver. Það eru: Kári Elísson, Arnar Þorsteins- son, Ólafur Kristjánsson, Sig- urjón Sigurbjörnsson, GylFi Þórhallsson, Jón Björgvinsson, Áskell Örn Kárason og Jón Garðar Viðarsson, allir frá Ak- ureyri. Fjölmargir skákmenn hafa 2 vinninga. í unglingaflokki er búið að tefla 4 umferðir. Þar er efstur Snorri Sturluson frá Raufarhöfn með 4 vinninga. í 2.-3. sæti eru Árni Hauksson frá Akureyri og Unnar Ingvarsson úr Húna- vatnssýslu með 3 og Vi vinning hvor. Lést við köfun ■ Snorri Árnason á Dal- vík lést við köfun úti fyrir Dalvíkurhöfn á fimmtu- dagskvöldið. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn. Snorri var 42 ára gainall. Snorri var að vinna við | leiðslu sem lá að fiskeldis- stöð skammt utan við Dal- vík þegarslysiðvarð. Ekki er vitaö hvað olli því en Snorri var óvanur köfun. Hveragerði: Bíll og skelli- naðra í árekstri ■ Fólksbifreið og skellinaðra skullu saman á gatnamótum í Hveragerði með þcim afleiðingum. að tvennt scm var á skellinöðrunni meiddist lítilsháttar. Voru bæði flutt á sjúkrahús. Lambagöng. unni frestað ■ Vegna snjóleysis er Lainba- göngunni sem fram átti að fara á Ákurcvri lúnn 9. niars n.k. frestað. Gangan fer fram laugardaginn 2().apríl á sama stað ef aðstæður leyfa. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 96-22722 og 22931). Listasafn alþýðu: Gladys Baez ■ í Listasafni alþýðu stcndur yfir sýning á verkum listamanna frá Solentinaneeyjum í Nicaragua. Gladys Baez sem cr í heimsókn hér á landi í boði verkalýðsfélaga og ýmissa stjórnmálasamtaka, verður í Listasafninu klukkan þrjú á morgun og mun scgja frá eyjun- um og lífi fólks í Nicaragua. Heintsókn Gladys Baez lýkur um helgina og cr þetta því síðasta tækifærið til að ræða við hana. Hugsað stórt! ■ Islenskir kratar eru fræg- ir að endemum á öllum Norðurlöndum eftir hvat- skeytislega framkomu for- mannsins við helstu foringja skandinavískra jafnaðar- manna. Er nú sem gleymd sé sú aðstoð sem íslenskir krat- ar fengu frá skoðana- bræðrum sínum ó Noröur* löndum unt 1978, en þá var altalað að miklar fjárfúlgur hefðu verið sendar hingað til að styðja við bakið á Alþýðu- blaðinu. En þess ber að gæta nú að vart er lengur hægt að tala um að íslenskir og skandinavískir kratar hafi lengur sömu skoðun á mál- unum! En Jón Baldvin og íslensk- ir kratar ætla ekki aö láta hér við sitja. Dropateljari hefur það eftir óreiðanlegum heimildum að áróðursmeist- ari Jóns, fatafelluinnflýtj- andinn Ámundi Árnunda- son, hafi lýst því yfir við skandinavíska blaðamenn að sú sókn sent Alþýðuflokkur- inn sé í um þessar ntundir sé aðeins býrjunin á frægðar- ferli hins nýja formanns. Markmiðið er að Alþýðu- flokkurinn verði orðinn stærsti flokkurlandsinsávor- dögum þegar sjálfstæðis- menn halda landsfund sinn og með sumrinu neyðist stjórnin til að segja af sér og efna til kosninga. Nýr for- sætisráðherra tekur síðan við völdum á haustdögum og það verður enginn annar en Jón Baldvin Hannibalsson, sem hefur einn íslendinga menntað sig til þess starfa að sögn. „Um landið hans fákur fló ohó“ ■ Formaður Alþýðu- flokksins heldur áfram yfirreið sinni um væntanlegar lendur sínar, svona rétt til að minna undirsátana á hver eigi ísland. Er þetta cinna líkast þvf sem var í garnla daga en „þá riðu hetjur um héruð". Það þykir mikill heiður í héraði, hverju fyrir sig, að fá að hýsa formanninn og hans fylgdarlíð og "hlaupa menn jafnvel úr rúmum fyrir kappann, hefur dropateljari fregnað. Þett ku spara veru- lega útgjöld flokksins, því þó fylgið hafi tútnað út í skoðana- könnunum er því ekki á sama veg farið með flokkspyngjuna. Á sama hátt komast fulltrú- arnir á milli staða fyrirtilstilli fórnarlundar og flokksholl- ustu. Munu þeir aka í einkabíl og er skotið saman í bensínpeninga á hverjum fundi, þannig að það nægi til að komast á næsta áfanga- stað. Og svo koll af kolli.... Árni Tryggvason. Kveður nú skemmt anabransann eftir þrjátíu ára þjónustu. Nú fæ ég mér bara Hrísorku Ómar!

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.