NT - 09.03.1985, Blaðsíða 4

NT - 09.03.1985, Blaðsíða 4
■ Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kveður Stephan ■ Það er þétt handtakið, þegar þeir kveðjast Pétur Sigurðsson og Heilmann, sem fer með menningar-, kirkju- og kennslumál í Jonatan Motzfelt formaður grænlensku landsstjórnarinnar, eftir grxnlensku landsstjórninni. langt og strangt þing í Reykjavík. Árangursríku Norðurlandaþingi lokið: Þreytan runnin af ráðinu! Næsta þing í Kaupmannahöfn að ári ■ Þingi Norðurlandaráðs, því 33. í röðinni, lauk í Þjóðleikhús- inu í gær- hálfri klukkustund fyrr en ráðgert hafði verið. Kveðjur gcngu hratt fyrir sig og hröðuðu erlendu fulltrúarnir- sér út í langferðabíla, sem biðu fvrir utan, sem fluttu þá beint út á Keflavíkurflugvöll. Þar beið þeirra lciguflugvél sem flutti þá heim á leið cftir erfitt, en árang- ursríkt og ánægjulegt þing í Reykjavík. Að ári kemur þing Norður- landaráðs saman í Kaupmanna- höfn. „Það hefur náðst mikill árangur á þessu þingi,“ sagði Matthías A. Mathiesen við- skiptaráðherra og formaður samstarfsráðherranefndarinnar við NT að loknu þinginu. „Breyttar skipulagsreglur voru samþykktar sem gera Norður- landaráð starfshæfara og sam- staða náðist í mikilvægunt mál- um eins og efnahagsmálum," bætti Matthías við. Kvaðst hann ekki hafa orðið var við eins mikinn samstarfsanda á nokkru Norðurlandaráðsþingi síðan hann byrjaði árið 1965 eins og ríkt hefði hér í Reykjavík. Yrði þingsins minnst þess vegna. Guðrún Helgadóttir sagði í samtali við blm. NT. í því sem hún var að yfirgefa Þjóðleikhús- ið, að þetta hcfði verið besta og skemmtilegasta þing sem hún hefði verið á síðan hún fór að fylgjast nteð störfum Norður- landaráðs fyrir 4 árum síðan. „Þreytan er runnin af ráðinu," sagði hún, „þingið var líflegra, það voru reifuð fjölbreytt mál og þcssi nýja þróunaráætlun er verulegur áfangi fyrir okkur ís- lendinga." Ekki gat Guðrún sagt með vissu nú hver yrðu helstu mál næsta þings í Kaup- mannahöfn, „en það verður spennandi að sjá hvort þing- fundur unt kjarorkuvopnalaus Norðurlönd sem á að halda í október hefur áhrif á það þing!“ „Þingið hefur verið mjög ánægjulegt og það ríkir almenn ánægja með framkvæmdina,11 sagði Eiður Guðnason formað- ur menningarmálanefndar Norðurlandaráðs eftir þingslitin í gær. „Þetta þing hefur verið árang- ursríkt, það er meiri sýnilegur árangur af því en mörgum fyrri þingum," sagði Eiður. Hann vísaði þarm.a. tilsamstarfsáætl- unarinnar um efnahagsmál og sjónvarpsmála. „Fyrir þingið var talið að það mál væri siglt í strand, en nú er ljóst að það verður haldið áfram að fjalla um það,“ sagði Eiður að lokum. Svo mörg voru þau orð ís- lensku þingfulltrúanna eftir viku sent vinnulega séð liggur nær mánaðarstarfi. Og.leyndi sér ekki á starfsfólki íslands- deildarinnar að það var ánægt með að þessu væri lokið. Eina svarið sem fékkst frá Snjólaugu Ólafsdóttur ritara var „já“. ■ Guðrún Helgadóttir og Margarete Auken frá Danmörku, vörðu málstað sósialista á Norðurlöndum af mikilli elju og voru ánægðar en þreyttar þegar þingi var slitið á þriðja tímanum í gær, eftir vikutörn.________________________________________NTmyndir: Ari ■ Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra og formaður norrænu ráðherranefndarinnar og Anker Jörgensen formaður danska jafn- aðarmannaflokksins kveðjast með virktum eftir 33. þing Norður- landaráðs, sem Matthías kvað hafa einkennst af samstarfsanda. Við eigum að efla tengsl okk' ar við Norðurlandaþjóðirnar NT ræðir við Pál Pétursson forseta Norðurlandaráðs _ að nýafstöðnu 33. þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík Líftæknistofnunin fékk góðan byr „Maður er feginn að þetta er búið, þetta þing var mikið fyrirtæki og mér heyrist það vera almannarómur að það hafi tekist mjög vel og margir telja það marka þáttaskil í norrænu samstarfi," sagði Páll Pétursson forseti Norður- landaráðs pegar NT ræddi við hann eftii jmgslitin í gær. „Það vo j mörg merkileg mál tekin f\ rir á þinginu og margar ferskar hugmyndir reif- aðar,“ sagói Páll. „Hæst ber kannske samþykktina um efnahagsáætlunina, sem er eitt veigamesta mál, sem Norður- landaráð hefur nokkru sinni liaft til meðferðar. Hluti af þeirri áætlun fjallar um stofnun sérstaks sjóðs til að lána til ýmissa verkefna í Færeyjum, á Islandi og Grænlandi. í því sambandi get ég ekki látið hjá líða að minnast á ummæli Al- berts Guðmundssonar fjármálæ ráðherra, sem kallaði hug- myndina á bak við sjóðsstofn- unina efnahagslega„apartheid“ stefnu. Þau ummæli eru byggð á vanþekkingu og eiga ekki við nein rök að styðjast. Þessi sjóður er stofnaður af greiðasemi við okkur og af góðum hug. Hann kemur til með að styrkja og lána í miklu fleira en hægt er að gera með öðrum hætti. Það gerast auð- vitað ekki nein kraftaverk með tilkomu þessa sjóðs, til þess er hann of févana. Ég hygg að það sé eðlilegt að hann styrki Grænlendinga fyrst og fremst, enda eru þeir langverst settir af okkur. íslensku fulltrúarnir á þing- inu lögðu fram tillögu um að sett yrði á fót norræn líftækni- stofnun sem hefði aðsetur á ís- landi. Þessi tillaga hlaut mjög góðar undirtektir og það er ekki óhugsandi að hún verði samþykkt á næsta Noðurlanda- ráðsþingi. Hún þarfnast að vísu allmikils tæknilegs undir- búnings, en það er Ijóst að hinn pólitíski vilji er fyrir hendi. Ég get til dæmis upplýst hér að á fundi sem fulltrúar norrænu miðflokkanna höfðu með sér samþykktu þeir að styðja tillöguna. Ég á von á að svo verði einnig með aðra. Ég vil einnig nefna það að það var samþykkt að lækka verulega fargjöld með lestum innan Norðurlandanna fyrir unglinga. Ég geri mér vonir um að þetta geti orðið til þess að íslensk ungmenni beini ferðum sínum í auknum mæli til Norðurlandanna. Umhverfismál voru einnig mikið til umræðu og það var tekin ákvörðun um að herða löggjöfina um umhverfismál og taka fastar á þeim en gert hefur verið. Einnig var sam- þykkt að reyna með öllum ráðum að hamla gegn mengun frá grannlöndunum, og setja þrýsting á viðkomandi þjóðir um að þær leysi sín mengun- armál. ■ Góð framkvæmd á þinghaldinu var ekki síst þeim að þakka. íslenska starfsfólkið fékk mikið hrós fyrir vel unnin StÖrf Og gOtt VÍðmÓt. NT-myndlAri Norrænt samstarf á alþjóðavettvangi Mig langar að geta um til- lögu sem var borin fram á þinginu og ég er meðflutnings- maður að. Pér Steinbeck fyrr- verandi utanríkisráðherra Finna er fyrsti flutningsmaður og auk okkar standa að henni Reulf Steen frá Noregi, Anker Jörgensen frá Danmörku og Ingrid Sundberg frá Svíþjóð. Við leggjum til að Norður- landaráð komi á fót nefnd til þess að semja áætlun um hvernig hægt sé að þróa og styrkja sam-norrænt samstarf á alþjóðavettvangi. Nefndin leggi síðan tillögur sínar fyrir Norðurlandaráð. Ég held að þarna sé á ferðinni býsna merkilegt mál. Norðurlönd geta á ýmsan hátt verið til fyrirmyndar í heiminum og við stöndum miklu betur að vígi ef við stöndum saman heldur en ef hver er að bauka út af fyrir sig. Norðurlandaráð fjallar ekki um utanríkismál. Það var ákveðið að haga svo til í upp- hafi og ástæðan var sú að utanríkisstefnan var nokkuð ólík, sum löndin hlutlaus en önnur í Nato. Ég lagði það til í setningarræðu minni á þing- inu, að utanríkisnefndir norr- ænu þjóðþinganna, ykju mjög samstarf sitt og samskipti, en þau eru undralítil í dag. Ég held að það sé rétt að halda utanríkismálunum fyrir utan Norðurlandaráð en tel rétt að láta reyna á þessa tilhögun sem ■ Ánægður eftir tímamóta- þing Norðurlandaráðs. Páll Pétursson. NT-mynd Ari ég var að drepa á. Samvinna á þessu sviði er nauðsynleg, ef hægt er að koma henni á. Þetta á reyndar ekki bara við um utanríkismálin. Ég tel að samstarf sé mjög gagnlegt í sjálfu löggjafarstarfinu. Ég skal nefna dæmi: Ég er for- maður fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar og sú nefnd hefur til athugunar hvort hér skuli tekinn upp virðis- aukaskattur. Það er mikil reynsla af honum á Norður- löndunum og við gætum áreiðanlega fært okkur í nyt þá reynsiu." Ætti að biðja eigin þjóð afsökunar Páll sagði að lokum að Norðurlandasamstarfið væri að sínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur íslendinga og okk- ur bæri að gera allt sem í okkar valdi stæði til að efla það. ' Fjárhagslegur ábati okkar af slíku samstarfi væri verulegur og einnig hinn menningarlegi. „Norðurlandaþjóðirnar eru skyldastar okkur hvað varðar menningu, tungu og stjórn- skipan. Við eigum að mínu mati betur heima í þeirra hópi, en meðal Englendinga og Bandaríkjamanna. Því miður eru þeir til sem vilja losa um tengsl okkar við Norðurlöndin og binda okkur meira við Bandaríkin, eins og kom í ljós á þinginu. Ég er ekki viss um að þjóðin hafi fengið nægilega góða mynd af því sem var að gerast á þinginu. Upphlaup Árna Johnsens í fyrradag var með því allra ómerkilegasta sem gerðist þann dag en fékk meiri umfjöllun í blöðum en allt annað, sem gerðist þann dag. Sömuleiðis hafa blöðin verið full af fréttum um Jón Baldvin Hannibalsson, sem hagaði sér eins og götustrákur úti í bæ. Honum tókst með svívirðing- um um sósíaldemókrata á Norðurlöndum og Norður- landabúa almennt að vekja mikla reiði og ég vil segja fyrirlitningu. Það var auðvitað enginn fótur fyrir þessu orð- bragði hans. Mér skilst að hann hafi lofað að skrifa Kalevi Sorsa afsökunarbréf. Hann þarf að skrifa miklu fleiri af- sökunarbréf. Hann þarf að biðja Norðurlandaþjóðirnar afsökunar og hann þarf að biðja sína eigin þjóð afsökunar á því að hafa orðið henni til skammar."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.