NT - 09.03.1985, Blaðsíða 6

NT - 09.03.1985, Blaðsíða 6
Laugardagur 9. mars 1985 6 Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður: Kennslugagnamiðstöðvar í öllum fræðsluumdæmum ■ Nýlega var rædd á Alþingi svohljóðandi þingsályktunar- tillaga um kennslugagnamið- stöðvar í öllum fræðsluum- dæmum: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta kanna hvernig best væri að haga sam- starfi við samtök sveitarfélaga um að koma á fót kennslu- gagnamiðstöðvum í tengslum við fræðsluskrifstofur í öllum landshlutum. Kennslugagna- miðstöðvar hafi það megin- verkefni að lána skólum námsgögn, kennslutæki og hjálpargögn, þannig að öllum ncmendum verði tryggður að- gangur að fjölbreyttum kennslugögnum hvar á landinu sem þeir búa.“ Tillögu þessa flytja Guðrún Agnarsdóttir, Hjörlcifur Gutt- ormsson, Eiður Guönason, Kristín Halldórsdóttir, Krist- ófer Már Kristinsson, Ólafur f>. Þórðarson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Á s.l. þingi var hún flutt af þingmönnum allra flokka en fckk ekki af- greiðslu. Aðstöðumunur til náms eftir búsetu Árið 1981 var gerð könnun á vegum Félags skólastjóra og yfirkennara á aðstöðu og bún- aði í skólum, en hún var fram- kvæmd af Viktori A. Guð- laugssyni núverandi skóla- stjóra í Brekkulækjarskóla á Akranesi. Niðurstöður þessarar könn- unar sýndu gífurlegan mun á aðstöðu og búnaði skóla í land- inu og ennfrentur, að skólar í dreifbýlinu stóðu þar mjög höllum fæti. Almennt var niðurstaðan sú, að litlu skólarnir voru mjög vanbúnir að tækjum og aðstöðu og á sviði verklegrar kennslu var ástandið víða mjög bágboriö. Ég vil vekja athygli þína, lesandi góður, á tímariti, sem heitir Ný mcnntamál og gefið er út af Bandalagi kennarafé- laga. í 2. tbl. 2. árgangs 1984 er þema um menntun og byggðastefnu. Þar er grein, sem bcr fyrir- sögnina „Samræmd próf, jöfnuður til náms“, eftir Rósu Eggertsdóttur og Rúnar Sig- þórsson. í henni kemur fram, að meðaltalsárangur nemenda í samræmdum prófum er mjög mismunandi eftir fræðsluum- dæmum. Þau fræðsluumdæmi, sem lakastan árangur hafa eru fámcnnustu og dreifbýlustu umdæmin, Vestfirðir og Norðurland vestra. Þessar niðurstöður hafa haldist í stór- um dráttum frá því að sant- ræmdu prófin voru tekin upp. Það sést enn fremur, að þétt- býlissvæði eins og Reykjavík eru vcl yfir landsmeðaltali hvaö varðar árangur. Þó að slík próf séu engan veginn algildur mælikvarði á hæfni nemenda ræðúr niður- staöa þeirra þó miklu um framtíð þeirra og hverja stefnu hún getur tekið. Því hlýtur þessi mismunur að vekja ýmsar spurningar, sem nauðsynlegt cr að svara. Áleitin er sú spurning hvort aðstöðumunur nemenda í þétt- býli og dreifbýli sé slíkur að valdið geti svo marktækum mun á námsárangri. Að minnsta kosti er þessi munur svo mikill, að fram hjá honum verður ekki litið og eitthvað hlýtur að þurfa að gera til að bæta þar úr. Torsótt menntun (heimavistir og heimanakstur) S.l. sumar átti ég þess kost að ferðast með Kvennarútunni víða um Suðurland og Austur- land og ræða við fólk. í þessari ferð Kvennarútunnar og áframhaldi hennar á hringferð um landið kom afar vel í Ijós hinn gríðarlegi mismunur á að- stöðu til menntunar sem ríkir á öllum skólastigum milli þétt- býlis og dreifbýlis. Þar er ekki einungis um að ræða mismun á aðgangi að fjölbreyttum kennslugögnum heldur líka mikinn mun á því hve auövelt eða ódýrt það reynist nemend- um að sækja skóla sinn. Heimavistir og mötuneyti eru kostnaðarsöm auk þess sem börn þurfa á að dvelja löngum fjarri heimilum sínum. Heimanakstur bætir að vísu úr því en ber jafnframt með sér þau óþægindi, að börn þurfa að eyða jafnvel mörgum klukkustundum á dag í akstur, sum liver, til og frá skóla. Þessir margvíslegu erfiðleikar dreifbýlisbarna gera menntun oft torsótta og sú mismunun, sem ríkir í þessum efnum milli dreifbýlis og þéttbýlis, stuðlar ekki að félagslegum jöfnuði í íslensku samfélagi. Draumur og veruleiki í lögum um grunnskóla frá 1974 segir svo í 72. gr.: „Viö hvern grunnskóla skal vera safn bóka og námsgagna. Að skólabókasöfnum skal þannig búið, að því er varðar húsnæði, bókakost, önnur námsgögn og starfslið, að þau geti gegnt því hlutverki að vera eitt af meginhjálpartækj- um í skólastarfinu. í bóka- og námsgagnasafni eru bækur og annað prentað efni, kvikmyndir, myndræm- ur, skyggnur, glærur, mynd- segulbönd og annað hljóðritað efni, svo og hvers konar tæki til flutnings á þessu efni og framleiðslu í þau.“ Þetta eru bæði fögur og eftirsóknarverð fyrirheit en þegar litið er raunsækjum aug- um á þær aðstæður sem við blasa, er Ijóst að þess er seint að vænta að fullkomin skóla- söfn rísi við alla skóla. í því sambandi er vert að minnast þess, að í rúmlega 100 skólum eru nemendur færri en 100 og í rúmlega 70 skólum eru nem- endur færri en 50. Við 51 af rúmlega 220 grunnskólum starfa aðeins einn eða tveir kennarar. Það má staðhæfa með sterk- um rökum að óraunhæft sé að ætla að litlir skólar eignist öll þau sömu námsgögn og kenrislutæki og stórir skólar. Lítil sveitarfélög munu við óbreyttar aðstæður ekki hafa bolmagn til að búa skóla sína öllum nauðsynlegum gögnum. Engu að síður verður að tryggja nemendum þeirra að- gang að vönduðum og fjöl- breyttum náms- og hjálpar- gögnum. Spor í áttina Fyrrnefnd þingsályktunartil- laga felur í sér leið til lausnar, þ.e. að litlir skóiar á ákveðnu svæði, jafnvel allir skólar á sama svæði, eigi saman ýmis þau gögn, tæki og áhöld sem hverjum einum skóla reynist ofviða að eignast upp á eigin spýtur eða ekki er ástæða til að hver skóli eigi. Rétt er að finna þessum gögnum samastað í tengslum við fræðsluskrifstof- urnar í hverju fræðsluumdæmi þaðan sem þau verði lánuð til skóla í umdæminu. Auk margs konar ávinnings af starfi slíkra miðstöðva er líklegt að beinn fjárhagslegur sparnaður hljót- ist af rekstri þeirra. Má í því sambandi nefna ráðgjöf til skóla um innkaup á búnaði, þjónusta við kennara og for- eldra og ýmis þau hlutverk önnur sem kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar sinnir. Áleitin er sú spurning hvort adstöðu- munur nemenda í þéttbýli og dreif- býli sé slíkur að valdið geti svo marktækum mun á námsárangri. Að minnsta kosti er þessi munur svo mikill, að fram hjá honum verður ekki litið og eitthvað hlýtur að þurfa að gera til að bæta þar úr. Það er óverjandi með öllu að börn okkar skuli hafa svo misjafna að- stöðu til náms eftir búsetu sem raun ber vitni. Nútíðin og framtiðin gera æ meiri kröfur til manna, bæði um fjölbreytta og sérhæfða menntun. Það er því hvorki boðlegt börnum þessa lands að draga þau svo í dilka hvað varðar undirbúning undir lífið, né heldur hefur þjóðin efni á því. Framsóknarf lokkur og Alþýðubanda lag ■ Á sjöunda áratugnum og byrjun þess áttunda var landið fullt af ungum mönnum sem höfðu þá „nrission" að um- skapa íslenskt flokkakerfi, senr þeir töldu til orðið við aðstæð- ur á fyrstu áratugum aldarinn- ar, alls ólíkar þeim sem runnar voru upp. Þessar tilraunir mis- tókust að mestu. Að vísu runnu upp Samtök vinstri manna, sem áttu hvað mestan þátt í því að leggja að veili Viðreisnarstjórn sem fyrir löngu var orðin helsi á allar eðlilegar framfarir. En sam- tökin dóu út enda toppabanda- lag en ekki grasrótarhreyfing og gamla flokkakerfið var áfram eitt á sviðinu. Frá 1980 hafa hins vegar orðiö á því verulega marktækar breyting- ar og þær virðast aukast mjög hin síðustu misseri ef marka má skoðanakannanir. Nýir llokkar hafa náð fótfestu, Kvennalisti og Bandalag jafn- aðarmanna, og vegur tveggja gamalgróinna llokka, Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks, virðist fara hraðminnk- andi. Raunar má greina hér mikla hægrisveiflu sem lýsir sér í stórauknu fylgi Alþýðu- flokks, sem nú um stundir lýtur forystu hægrisinnaðasta krata á jarðríki. Raunar er ekki alveg ljóst hvort unr raun- verulega hægrisveiflu er að ræða eða hvort slagorð flokks- ins „vinstra nregin við miðju" villir um fyrirfólki. Það kemur nú allt saman í Ijós. Allaveg- ana er Alþýðubandalagið að missa þá forystu sem það um skeið hafði á vinstra væng íslenskra stjórnmála og Fram- sóknarflokkurinn að verða einn af ótal mörgum smáflokk- um. Það er ekki úr vegi að skoða aðeins orsakir þess að svo virðist komið fyrir þeim flokkum, sem um 12 ára skeið, á tímum Viðreisnar. voru við það að fanga helmings alls kjörfylgis, en mega nú þakka fyrir að halda í fjórðungi þess. Á þessari skoðun veröur óneit- anleg nokkur fljótaskrift í dálki sem fangaður er af blaði morgundagsins og gefur því ekki færi á neins konar fræði- legri yfirlegu. Framsóknarflokkurinn Framsóknarflokkurinn má alvarlega fara að hugsa sinn gang. Hann virðist vera að festast í stöðu ótalmargra smá- flokka: Vcrða lítill bænda- flokkur upp á svona 6-8 þingmenn. Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir flokk sem er vanur því að vera afgerandi næst- stærsti flokkur þjóðarinnar, flokk sem hefur upplifaö það að eiga meirihluta á þingi. (1931) þó svo að kjördæma- skipan hjálpaði þar upp á sak- irnar. Segja má að framsóknar- menn hafi verið slegnir út af laginu með leikfléttu sem stað- ið hefur í aldarfjórðung. Leik- fléttan felst í því að í landbún- aðarráðherratíð Ingólfs á Hellu, í byrjun sjöunda ára- tugarins voru bændur á þessu landi óspart hvattir til að herða sig í framleiðslu landbúnaðar- vara. Þeir voru hvattir til að stækka tún sín og kaupa véla- kost sem gerði einni fjölskyldu kleift aö margfalda framleiðsl- una. Á áttunda áratugnum þegar síðan rann upp fyrir mönnum að allt of geyst hafði verið farið í sakirnar hófust árásir á bændur í málgögnum Sjálfstæðisflokksins, þeirgerð- ir ásamt Kröfluvirkjun að blórabögglum, sakaðir um ranga fjárfestingu og offram- leiðslu, sakaðir um að vera að sliga þjóðarbúið og um það að halda niðri lífskjörum okkar sem í þéttbýlinu búum. Á þess- um tíma voru framsóknar- menn komnir með landbúnað- armál á sína könnu, og fram- sókn hefur alltaf fyrst og fremst verið tengd sveitum landsins, og skuldinni var nú í hugum fólks skellt á bændaflokkinn, sem óneitanlega sýndi þá ábyrgð að leggjast gegn því að bændur yrðu aflífaðir á einu bretti. Slíkt og gerist með roll- ur á riðusvæðum. Fyrir þetta hefur flokkurinn goldið. Hann hefur misst þá fótfestu sem hann var að ná í þéttbýlinu á sjöunda áratugnum, en á tímabili var hann næststærsti flokkurinn í Reykjavík og næststærsti flokkurinn í þétt- býli. Þessi ómeðvitaða leik- flétta sem hófst í tíð Hellujarls- ins er sumsé á góðri leið með að koma Framsóknarflokkn- um í gröfina. Ef flokkurinn ætlar ekki að láta kasta á sig rekunum verður hann að spyrna fast í ístöðin, berjast um á hæl og hnakka, taka ótvíræða forystu í að umskapa íslenskt atvinnulíf sem felst í því að renna undir það fleiri stoðum en sjávarútvegi, land- búnaði og erlendri stóriðju. Flokkurinn verður að nýta sér þá forystukreppu sem Sjálf- stæðisflokkurinn er dæmdur í næstu árin og hann má ekki sitja hjá þegjandi og horfa upp á alþýðugasprara sópa að sér fylginu með látum einum saman. Hann verður að taka upp nýjar baráttuaðferðir, nýj- an stíl, án þess að tapa þeirri festu, þeim virðuleik, sem leið- ir til þess að menn verða fyrr eða síðar að snæða einir. Fram- sóknarflokkurinn er nefnilega ekki í slæmri stöðu til sóknar. Hann stendur nálægt miðju íslenskra stjórnmála, en öfgar til hægri og vinstri eiga lítt upp á pallborðið í velferðarsam- félögum Vesturlanda. Hann getur af trúverðugheitum hald- ið því fram að honum sé treyst- andi til þess að halda í velferð- arsamfélagið án þess að missa allt út í kaldar krumlur ríkis- afskipta. En það er ekki nóg að hafa góða stöðu til sóknar ef áfram er leikinn passívur varnarleikur. Á níunda áratug þessarar aldar þarf mikið við til að vekja athygli á ágæti sínu. Það er ekki nóg að vera sannfærður um það sjálfur. Alþýðubandalagið Það er greinilegt að Alþýðu- bandalagið er að missa fótfest- una, en sá flokkur er nú að gjalda þess að hafa á umiiðnum árum ekki getað gert upp við sig hvort hann er flokkur sem rekur þrönga ASÍ-pólitík, eða flokkur vinstrisinnaðra menntamanna af ýmsum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.