NT - 09.03.1985, Qupperneq 9
aðrir minnihlutaflokkar voru mun
stórtækari.
Fjárhagsáætlun Félagsmálastofn-
unar er ávallt viðamikil og beiðnir
hennar fjölmargar ár hvert. Ráðið
eyðir miklum tíma til að fjalla um
áætlunina og afgreiðir hana fyrir sitt
leyti. Ýmislegt sem samþykkt var þar
hefur komist í gegnum hreinsunareld-
inn, annað ekki eins og gengur. Við
fórum þá leið að endurflytja einungis
fáeinar þeirra nú, en studdum að
sjálfsögðu þær sem aðrir flokkar
endurfluttu við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar.
Styrkir
Við gerðum allnokkrar breytinga-
tillögur við styrki til félagsmála, og
náðu sumar þeirra fram að ganga í
borgarráði áður. Við gerðum tillögu
um að hækkað yrði framlag til
Kvennaathvarfs, að í stað 625 þúsund
kæmi 700 þúsund en athvarfið bað
um 837 þúsund. Athvarfið hefurfylli-
lega sannað tilverurétt sinn en rekst-
urinn hefur orðið viðameiri en að-
standendur gerðu ráð fyrir. í bréfi til
borgarstjórnar í september kemur
fram að á því ári höfðu dvalist í
athvarfinu 149 konur og 177 börn og
þurfti því að fjölga starfsfólki.
Við gerðum tillögu um 125 þús. kr.
til Sjálfsbjargar. Félagið heldur uppi
öflugu félagsstarfi sem kostar mikla
'peninga, má nefna námskeiðahald,
ferðalög, útgáfustarfsemi og upplýs-
ingaþjónustu. Ennfremur gerðum við
tillögu um að barnastúkur í Reylcja-
vík fengju 30 þúsund í stað 0 króna
en þær eru þrjár talsins. Allir gæslu-
mennirnir starfa í sjálfboðavinnu en
starfsemin er fólgin í fundastörfum,
leikjum, ferðalögum en börnin eru
150 talsins. Pá teljum við rétt að
íbúasamtök Skuggahverfis sitji við
sama borð og önnur íbúasamtök og
fengju 10 þúsund krónur í síað 4
þúsunda.
Jafnréttisnefnd
Við lögðum til að jafnréttisnefnd
borgarinnar fengi umbeðna fjárhæð
315 þúsund krónur í stað 215 þúsund.
Nefndin hefur loksins ráðið starfsfólk
innan og utan nefndarinnar til að
vinna ákveðin verk. Hins vegar bólar
ekki á ráðgefandi tillögum nefndar-
innar til borgarstjórnar sem henni var
falið að gera fyrir tveimur árum.
Hvað ætli dvelji framgang þess máls?
Nefndin hefur ekki haft varamenn
fyrr en eftir samþykkt fjárhagsáætlun-
ar og vonandi styrkir það tengsl
nefndarinnar við borgarstjórn að einn
þeirra er borgarfuiltrúi.
Aðstöðugjöld lækki
Vil ég nú fara nokkrum orðum um
aðstöðugjöld sem ég hef geymt mér.
Við gerðum að tillögu okkar að annar
iðnaður og landbúnaður sæti við sama
borð og fiskiðnaður þ.e. að gjaldskrá
lækki úr 1% og 1,3% í 0,65. Þessi
lækkun myndi þýða minni tekjur í
borgarsjóð um 30 milljónir króna að
í stað 548 milljóna komi 518 milljónir.
Þá gerðum við ráð fyrir að bensín-
skatturinn yrði hærri en hér var
áætlað. Rökin eru þau að bensín
hefur þegar hækkað, og á líklega eftir
að hækka enn meira.
Borgin hafði miklar tekjur af drátt-
arvöxtum á síðasta ári, en þeir urðu
24 milljónir króna umfram áætlun.
Laugardagur 9. mars 1985 9
Reynslan er að dráttarvextirnir hafa
verið vanreiknaðir undanfarin ár og
gerðum við ráð fyrir 10 milljónum til
viðbótar við áætlun meirihlutans.
Bruðlað á skrifstofu
borgarlæknis.
Varðandi liðinn hreinlætis- og heil-
brigðismál höfum við tvær breytinga-
tillögur til lækkunar. í fyrsta lagi að
áætla minna í snjómokstur og hálku-
eyðingu þar sem tíðarfar hefur verið
með eindæmum gott, að í stað 40
milljóna komi 34 milljónir. Þá lögð-
um við til lækkun um 700 þús. krónur á
skrifstofu borgarlæknis. Launakostn-
aður þar er 1.968.382 krónur til
fjögurra starfsmanna en áætíað er
næstum jafnmiklu til aukavinnu og
afleysinga eða 1.698.491. Hér er
eitthvað illa á málum haldið. Sparn-
aðarnefnd lagði til að heimild sem
fyrir er til ráðningar háskólamenntaðs
fulltrúa yrði felld niður, og er ástæðu-
laust að hafa hann í áætlun verði hann
ekki ráðinn. Hjá heilbrigðiseftirlitinu
eru stöðugildi 9. Þar er aukavinna
aðeins 500 þúsund alls eða 55 þúsund
á hvern starfsmann en hjá borgar-
lækni er hún hins vegar 340 þúsund ef
miðað er við fimm stöður.
Mikil aðkeypt verkfræðivinna
Er þá komið að gatna- og holræsa-
deild. Fyrst varðandi skrifstofukostn-
að. Við lögðum til að hann lækkaði
um 4 milljónir. Yrði 18.480 í stað
22.480 milljónir. Um er að ræða 17,8
stöðugildi sem kosta 6.344.000
krónur. Annar kostnaður er samtals
16.136.000, krónur af því er aðkeypt
verkfræðivinna 7,8 milljónir eða
meira en til allra starfsmannanna 18
á skrifstofu. Allt virðist þetta há-
spennt í meira lagi.
■ Joanna Pacula og William Hurt í aðalhlutverkunum í Gorkí garðinum,
ágætis austantjaldsþriller.
þess að skátahreyfingin hans Androp-
ovs sé með. Og hér er KGB ógurlegt
apparat, sem allir eru hræddir við og
(sem allir hata, ekki síst óbreyttir
lögreglumenn eins og félagi Arkady.
Svo er það annað: Myndin virðist
Háskólabíó:
Freistingar fyrir félaga Arkady
■ Gorkí garðurinn (Gorky Park).
Bandaríkin 1983. Handrit: Dennis
Potter, eftir samnefndri skáldsögu
Martin Cruz Smith. Leikendur: Wil-
liam Hurt, Lee Marvin, Joanna
Pacula, Brian Dennehy, Michael
Elphick, Ian Bannen. Leikstjóri:
Michael Apted.
í Gorkí garðinum er öllu snúið á
hvolf. Sögusviðið er Moskva, þar sem
þrjú ungmenni finnast myrt og lim-
lestuð á hinn hroðalegasta hátt, grafin
undir snjónum í garði þeim, sem
myndin dregur nafn sitt af. Aðal-
persónan er sem sé rússneskur leyni-
lögreglumaður. Og eins og allar leyni-
löggur er hann góði maðurinn. Vondi
maðurinn í þessu tilviki reynist vera
Bandaríkjamaður. Svo mikið um
það.
Að öðru leyti er þessi mynd eins og
hver önnur sakamálamynd, sem ger-
ist í stórborgum vesturlanda, eða svo
gott sem. Hér reynist glæpurinn
nefnilega vera tengdari stjórnkerfinu
en glæpir fyrir vestan múrinn, sam-
kvæmt hugmyndafræði bandarískra
kvikmynda. Svona almennt séð.
Félagi Arkady Renko fær það hlut-
verk að komast að hinu sanna í
málinu, og eftir því sem hann nálgast
sannleikann, verður ráðgátan flókn-
ari og það hitnar æ meira undir
rassinum á honum. En hann er sannur
Sovétmaður og stenst allar freisting-
ar, sem á vegi hans verða, dollara og
fleira.
Félagi Arkady er ekki í KGB, því
ágætis félagi, en að sjálfsögðu er ekki
hægt að gera kvikmynd um Rússa án
gera ráð fyrir því, að Rússar séu
annað hvort allir gerspilltir svarta-
markaðsbraskarar, eða skulum við
segja flestir, sem hafa vestræna mun-
aðarvöru eins og smokka í stöflum í
óhrjálegum vistarverum sínum, eða
þá hundleiðir á kúguninni heima fyrir
og eigi sér þann draum æðstan að fa> a
vestur yfir. Allir nema félagi Arkady.
Nokkur einföldun á staðreyndum
lífsins.
En látum það vera. Myndin er
ágætis skemmtun, haganlega gerð og
vel leikin. Aldrei er hún of spennandi,
en hún er heldur aldrei leiðinleg.
Framvindan er hæg, en það er alltaf
einhver undiralda, sem hrifsar mann
með sér. Og það er meira en margur
leikstjórinn getur státað af.
Guðlaugur Bergmundsson.
80% hækkun
Varðandi nýbyggingu gatna og hol-
ræsa gerðum við tillögu um lækkun
upp á 47 milljónir króna í stað
392.444.000 kæmi 345.400.000 krón-
ur sem er þó ærið. Skv. áætlun
meirihlutans hækkar þessi liður um
54% frá áætlun síðasta árs en um
80% frá útkomu. Við teljum að hluti
af vestursvæði Grafarvogs geti beðið
þar sem ekki sýnist þörf fyrir 748
íbúðir á næsta ári sé miðað við eðlilega
fjölgun. Við gerðum ennfremur til-
lögu um 2 milljóna kr. lækkun til
skrifstofukostnaðar og sameiginlegs
kostnaðar undir liðnum umferðar-
mál.
Meirihlutinn úti að aka
Varðandi borgarskrifstofur í Aust-
urstræti og Skúlatúni lögðum við til
að leigubifreiðir og bifreiðastyrkir
lækkuðu um 10%, en hann er áætlað-
ur tæpar 7 milljónir á þessum tveimur
stöðum. Nauðsynlegt er að veita
aðhald í þessu máli. Á síðasta kjör-
tímabili gagnrýndi Davíð Oddsson
harðlega þáverandi meirihluta fyrir
eyðslu og óráðsíu í þessu efni og
orðaði það svo að meirihlutinn væri úti
að aka. En sagt er að sagan endurtaki
sig, og núverandi meirihluti er enn
meira úti að aka.
Lokaorð
Fjárhagsstaða borgarinnar er með
miklum blóma eftir skattpíningu síð-
asta árs, hækkun þjónustugjalda og
minni verðbólgu. Framkvæmdir
verða með mestu móti ef verðlagsþró-
un verður borginni hagstæð. Mestu
fjármagni til einstakra byggin,;a er
varið í Borgarleikhúsið 60 milljónum
kr. Þá er hugsað vel fyrir væntanleg-
um þörfum íbúa í Grafarvogi með
byggingu skóla og dagvistarheimilis,
á meðan aðrir eru settir aftur fyrir
sem lengur hafa beðið og á ég þar við
íbúa í Vesturbæ og Ártúnsholti, en
þar eru börnin keyrð í skólarútu í
annað hverfi. Á sama tíma er meiri-
hlutinn í ham að losa sig við annað,
eins og Skíðaskálann í Hveradölum
og togara Bæjarútgerðarinnar.
Ghbusa
JL
ir l\EW HOLLAIND
rúllubindivéliii
á vetrarkjörum
Stillanleg baggastærö.
Fastur kjarni. Stillanlegur
þéttleiki. New Holland gæði
Verð kr. 275.000.-
Hagstæðir greiðsluskilmálar
LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555