NT

Ulloq

NT - 09.03.1985, Qupperneq 20

NT - 09.03.1985, Qupperneq 20
 Laugardagur 9. mars 1985 20 til sölu Til sölu Traktorsgröfur Ford 550 árgerö 78 Hymas 42 árgerð ’80 Hjólaskóflur MF 33 árgerö 71 Huog árgerð ’54 V/2 rúmmetri Jarðýta Fowler 16 tonna, grjótmulningkjaftur, grjótpallur og belgharpa. Kaiser trukkur 10 hjóla 13 tonna árgerð '68 með sturtum og grjótpalli. Upplýsingar í síma 99-6436. Kvígur til sölu 3 geldarlwígur til sölu. Eiga stutt Upplýsingar í síma 99-6194. burð. Til sölu Sumarbústaðaland við Þingvallavatn (Mið- fellslandi) og land í Grímsnesi. Vegur og hitaveitulögn að landinu. Upplýsingar í síma 99-6436. Til sölu Færanleg graskökuverksmiðja sem er hrað- þurrkari með kökupressu og 30 kw rafstöð ásamt heymatara,4 vögnum og slátturtæt- ara. Dráttarvélar I.H. árgerð ’80 72 ha. Ford 77 78 ha. Jarðtætari 2 metra og sturtuvagn. Upplýsingar í síma 99-6436. t Systir okkar, Anna Konráðsdóttir, kennari, er látin. Margrét Konráðsdóttir Björn Konráðsson Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi Jens Hólmgeirsson Kleppsvegi 10 verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. mars kl. 3. Olga Valdimarsdóttir Anna Jensdóttir Siguröur Jónsson Arnaldur Sigurðsson Árdís Sigurðardóttir Olga Sigurðardóttir STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. IUMFERÐAR RÁÐ Útlönd Belgía: Heimildaleynd blaða manna lögvernduð? Brussel-Reuter ■ Belgískir sósíalistar hufa lagt fram lagafrumvarp sem ætl- að er að lögvernda rétt blaða- nianna til að leyna heimildum sínurn. Frumvurpið var lagt frum í tilefni af því að belgíski blaða- máðurinn Martin Cönen var dæmdur til varðhaklsvistar á miðvikudag í seinustu viku eftir að hann hafði neitað að láta uppi heimildir sem hann hafði fyrir frétt um efnamengun á- kveðins fyrirtækis. Varðhaldið var byggt á þeirri skoðun dóm- ara að heimildir Cönens hlytu að vera úr stolnum réttarskýrsl- um. Eftir víðtæk mótmæli bæði heimafyrir og erlendis var Cö- nen látinn laus nú um síðustu helgi. Síðan hefur þingmaður náttúruverndarmanna á Evr- ópuþinginu viðurkennt að hafa látið bæjarfulltrúu nokkurn fá skjölin sem fréttin var byggð á. I Þingmaðurinn nýtur þinghelgi! en bæjarfulltrúinn hefur verið handtekinn. í lagafrumvarpi sósíalista um lögvernd heimildaleyndar blaóamanna er gert ráð fyrir stofnun óháðs fréttamannaráðs sem skeri úr um það hvort blaðamenn hafi lögmæta ástæðu fyrir að neita að greina lögreglu eða dómsyfirvöldum frá heim- ildum sínum. Egyptar banna AMah-fótspor í eyðimörkinni. Egyptaland: TROÐIÐ Á ALLAH Kaíró-Rcutcr ■ Egypskir trúarleiðtogar hafa fordæmt kínverskan skófatnað. í hæla og sóla skótausins var greipt orðið „Allah“. Að sögn lögreglunnar gengu þeir berserksgang í skóbúðum og gerðu þúsundir skópara upptækar, en skórnir verða brenndir samkvæmt fyrirmæl- um innanríkisráðherrans Ahmed Rushdi. Það er talin dauðasynd í lönd- um múhameðstrúarmanna að láta orðið Allah (Guð) snúa að jörðu eða troða á því. Argentína: Verðbólg- an 803,9% Buenos Aires-Reuter ■ Verðbólgan í Argen- tínu jókst um 20,7% í febrúar og hefur leitt til nýs verðbólgumets 803,9% á ársgrundvelli. Verðbólgan minnkaði nriðað við janúarmánuð en þá var hún 25,1%. Argentínumenn féllust á aö minnka verðbólguna í 300% fyrir september á þessu ári en það voru skil- yrði sem Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn setti fyrir 1.42 milljarða dollara láni. Verðbólgan frá janúar 1984 til janúar 1985 var 776,3%, en það met var slegiö í febrúar. Fjármálaráðherra landsins sagði að verð- bólgan sé aðalvandamál Argentínumanna. Hann hefur gripið til sérstakra efnahagsráðstafana gegn verðbólgunni, en hann segist gera ráð fyrir að þær muni leiða til samfélags- legs óróa. El Salvador: Konur leita barna sinna Genf-Reuter ■ Hópur kvenna frá E1 Salva- dor fór fram á við mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna í gær að hún beiti áhrifum sínum til að fá Duarte forseta El Salvador til að veita upplýsingar um börn þeirra sem eru horfin. Ein kvennanna, Laura Pinto, sagði konurnar hafa átt fund með forseta nefndarinnar, Abu Sayeed Chowdhury frá Bangla- desh, og sagt honum að þrátt fyrir að lýðræði hafi verið komið á í landinu séu 1000 menn horfnir. Sviss: Bankar flýja skattareglur Lánamarkaðir: Staða þróunar landa versnar Basel-Reuter ■ Walter Frehner, aðalbanka- stjóri Svissnesku bankasam- steypunnar (Swiss Bank Corp- oration), sem er næst stærsti bankinn í Sviss, segir að ósveigj- anlegar skattareglur í Sviss séu að þvinga svissneska banka til að flytja hluta starfsemi sinnar til annarra landa. Hann skýrði frá þessu á blaðamannafundi sem haldinn var nú í vikunni um samkeppn- isstöðu svissneskra banka. Að undanförnu hefur mikið verið deilt um samkeppnisstöðu sviss- neskra banka eftir að stærsti bankinn í Sviss, Svissneski sam- bandsbankinn (Union Bank of Switzerland) lýsti því yfir í nóv- ember í fyrra að það væri ekki lengur hagkvæmt að stunda sumar tegundir verðbréfavið- skipta í Sviss. Þess vegna hefði bankinn ákveðið að kaupa breskt verðbréfafyrirtæki. Frehner sagðist samt telja að svissneskir bankar stæðu sig áfr- am vel í samkeppninni við er- lenda banka. Þeir hefðu ekki síður komið fram með ýmsar nýjungar á sviði bankamála en erlendu bankarnir. París-Reuter ■ Ríku löndin héldu áfram að taka hlutfallslega meiri lán en þróunarlönd- in í febrúar. Síðan 1977 liefur fjöldi stórlána ekki verið minni, að sögn Efna- hags og framfarastofnun- arinnar (OECD). Bráðabirgðatölur frá 24 vestrænum ríkjum sýna að þessi ríki tóku uni 89% lána á fjármagnsmörkuð- um í febrúar, en þau höfðu tekið 82% lána í janúar. Bandaríkjamenn tóku hlutfallslega mest af lán- um eða 4,9 milljarða doll- ara, Japanir, Frakkar og ítalir fengju hverjir um sig yfir milljarð dollara í lán. Lán til þróunarland- anna héldu áfram að minnka og voru samanlagt 671 milljón dollara en höfðu verið 1,74 milljarð- ar dollara í janúar. Engin lán voru veitt til kommún- istaríkja í febrúar. Kosið um lengingu sumarf rís í Sviss Bern-Reuter ■ Nú um helgina greiða Sviss- lendingar atkvæði um það hvort bæta skuli einni viku við sumar- frí fólks sem komið er yfir fertugt. Sósíalistaflokkur Sviss, sem á aðild að samsteypustjórninni ' sem nú er við völd í landinu, hefur lagt til ásamt verkalýðssam- bandinu að allir yfir fertugt skuli a.m.k. fá fimm vikna sumarfrí í stað fjögurra nú. í fyrra samþykkti svissneska þingið að lengja lágmarkssum- arfrí fyrir alla yfir tvítugt úr tveim vikum í fjórar. í atkvæðagreiðslu árið 1976 greiddu 78% Svisslendinga at- kvæði gegn tillögu um að vinnu- vikan skyldi stytt úr 42 stundum niður í 40 stundir.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.