NT - 10.03.1985, Blaðsíða 11

NT - 10.03.1985, Blaðsíða 11
hefur útvalið. Leyfið honum að opna og loka dyrum fyrir yður, og reynið ekki að hjálpa til, látið hann einan um það, þá nýtur hann sín til fulls... Forðist að hefja samræður áður en matseð- illinn hefur verið ræddur. Kaval- eri yðar og þjónninn geta báðir fyllst gremju, ef ekki er hægt að ganga frá matarpöntuninni vegna þess að þér getið ekki hætt að tala... A meðan verið er að ganga frá matseðlinum ættuð þér að taka af yður hanskana með fáguðum hreyfingum og ákveða hvar þér leggið þá frá yður ásamt handtöskunni. Leggið þá ekki á borðið, vegna þess að þeir gera það ósnyrtilegra, spilla heildar- svip þess. Auk þess eigið þér á hættu að matarblettir komi í þá. Leggið þá heldur ekki á gólfið. Það getur viljað svo til að þér þurfið nauðsynlega að ná í vasa- klút yðar, og hefði handtaska- yðar þá ýtst undir borðið, er ég hrædd um að kavaleri yðar yrði vandræðalegur á svip og undr- andi, þegar hann sæi yður skyndi- lega hverfa úr augsýn og fara að fálma undir borðinu." Hlutir sem falla á gólfið: „í hreinskilni sagt, ætti kaval- 10. mars 1985 11 upp af gólfinu. Hafi skeið. gaffall eða munnþurka o.s.frv. fallið á gólfið, þá er það að réttu lagi þjónninn sem á að taka það upp... En gerum nú ráð fyrir að armbandið yðar hafi runnið niður á gólf án þess að nokkur veitti því athygli. Ættuð þér þá. þegar þér verðið þess vör. að beygja yður og taka það upp? Alls ekki. Reynið að setja upp kvenlegan vandræðasvip, er þér lítið á kava- lera yðar, um leið og þér segið: „Ó þetta var slysalegt!... Ég hef víst misst..." Og áður en þér hafið lokið setningunni. hefur hann, það getið þér verið viss um, staðið upp af stól sínum og beygt sig eftir armbandinu. Reynið þetta, að yfirlögðu ráði. við heppilegt tækifæri." Atriði sem á að eftirláta kavalernum Að lokum grípum við niður í leiðbeiningum Mary Young þar sem hún fjallar unt efni sem ætti að koma bæði íslenskunt körlum og konum til góða. en það er spurningin unt hvað á að eftirláta kavalernum. Að greiða og gefa þjórfé: „Kavalerinn hefði ekki boðið vður út, ef hann væri ekki við því búinn að sjá um greiðsluna og gefa þjórfé. Þér gerið honunt aðeins óleik (eða valdið honum gremju) nteð því að bjóðast til að greiða hluta af útgjöldunum. Öðru máli gegnir ef þér hafið hitt kavalerann af tilviljun í veitinga- húsi eða á ferðalagi. þá ber yður að krefjast þess.að greiða yðar hluta sjálf." Að opna og loka dyrum: „Kavalerinn getur auðvitað ekki gert þetta fyrir yður, ef þér skundið alltaf í flýti inn eða út um dyr. Aftur á móti má vera að þessi sjálfsagða kurteisi sé hon- um blátt áfram framandi, en þá getið þér „tamið" hann (án þess að hann viti af því), með því að hægja á yður þegar þið nálgist dyr saman, svo að hann verði óhjákvæmilega á undan að dyr- ununt og hljóti að opna. Þá gangjð þér hvatlega í gegnum dyrnár og muldrið í barm yðar „ég þakka fyrir", en látið hann um að loka." Fleiri atriði eru það sem falla undir verksvið kavalersins og mætti í því sambandi nefna: „að halda í verndarskyni um olnboga yðar í mannþröng", og að hjálpa yður í og úr kápunni." Það er einlæg von blaðamanns að þessar leiðbciningar verði til þess að hjálpa íslensku kvenfólki í fullkomnun yndisþokka síns. Þá er vert að nefna að það er ekki síður viðeigandi að samsvarandi leiðbeiningar væru gefnar út handa karlmönnum, en af ein- hverjum ástæðum fyrirfinnst eng- in bók sambærilegTískubókinni, scm er gagngert stíluð til karla. Að síðustu væri ekki úr vcgi að ’geta þess hvernig frú Young leggur til að stúlkur bregðist við kurteisis-tilþrifum kavaleranna. „Þiggið með alúð alla slíka kurt- eisis-þjónustu nteð „áherslulaus- um" þakkarorðum, eða aðeins þakklætisbrosi." Hætt er þó við að cnn um sinn þætti íslenskum kavaler, sem t'ylgt hefði öllum leíðbcihingum frú Young, það vcra lítilíjörleg umbun! B.G. M Kavalerinn skoðar malseðilinn, en á meðan er tækifxrið notað til þess að ganga frá hönskunum. AMSI1UD Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: 64Ktölva, litaskjárog innbyggtsegulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skínandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Niðurstöður neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg: „ A very good price for a complete system, tape recorder included, good graphics and sound. A very good buy. “ Computer Choice, september 1984. „ Extremly good value for money “ Computing Today, oktober 1984. Söluumboð úti á landi: Bókabúð Keflavíkur Kaupfélag Hafnarfjarðar Músík & myndir, Vestmannaeyjum Bókaskemman Akranesi Seria sf (safirði KEA-hljómdeild Akureyri Bókaverslun Þórarins Húsavík Ari Halldórsson, Egilsstöðum ■■ Söluumboð í Reykjavík: Bókabúö Tölvudeildir: Laugaveg 118 v/Hlemm, s: 29311, 621122 Lækjargata 2, s: 621133 Verð aðeins 19.980 kr. stgr.! M Farið út. Yndisþokkinn sem skapast með kveðjubrosinu leynir sér ekki. TOLVULAND H/F

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.